Færslur: 2013 Desember

31.12.2013 20:00

..:: Áramótakveðja 2013/2014 ::..

 

 
 

Ég þakka öllum lesendum mínum samfylgdina á fyrsta heila árinu sem síðan mín , skoger.123.is , er í loftinu.  Um leið þakka ég öllum þeim sem sendu mér myndir og annað efni til birtingar og minni ég á Facebook síðuna mína þar sem sjá má fleiri myndir sem ekki birtast hér á vefnum.

 

Megi Guð og gæfa fylgja öllum í kvöld ,

 

Guðmundur Gauti Sveinsson

30.12.2013 21:24

Mánudagsgátan : Dröfn RE 35

Það var hann Arnar Þór Jónsson sem kom með rétt svar við síðustu mánudagsgátu ársins . Rétt svar er Dröfn RE 35 .

 
Dröfn RE 35 var smíðuð árið 1981 hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar.

 

30.12.2013 12:30

Mánudagsgátan : Hver á brúna ?

Þá er komið að síðustu mánudagsgátu ársins . Ég vona að menn og konur hafi haft gaman af þessu og fylgist áfram með á nýju ári . 

Myndbrot dagsins sýnir ekki mikið en spurning dagsins er sú sama og alltaf , hvert er skipið ?

Skelli inn réttu svari síðar í dag . 

 
 

 

29.12.2013 12:00

Ólafsfjarðarhöfn - Part IV

Hér er síðasti hlutinn af myndasyrpunni sem ég tók í Ólafsfjarðarhöfn núna í byrjun desember.  

Abba ÓF 5

 

Tjaldur ÓF 3

 

Kópur ÓF 54

28.12.2013 13:30

Helga María AK-16

Hér er mynd af einu af glæsilegri skipum íslenska flotans , Helgu Maríu AK 16. Helga María var smíðuð árið 1988 í Noregi. Eins og flestir vita er skipið nýkomið heim eftir miklar breytingar og endurbætur frá Póllandi, þar sem því var breytt úr frystitogara í ísfisktogara

 

26.12.2013 12:40

Lukka SI 57

Hér koma nokkrar myndir frá því að Lukka SI 57 landaði á sunnudagskvöldið síðasta. Við feðgarnir vorum á rúntinum þegar að Lukka sigldi að bryggju og smelltum af nokkrum myndum. Var aflinn um 100 kg á bala .

 

 

 

 

 

 

 

 

 

24.12.2013 17:15

..:: Gleðileg jól ::..

 

 

Ég óska öllum lesendum síðunnar , Skoger.123.is , gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári . Megið þið hafa það best um hátíðina.

Jólakveðja, 

23.12.2013 23:00

Mánudagsgátan : Sóley Sigurjóns GK

Þeir eru margir snillingarnir hérna úti. Hingað til hefur Haukur Sigtryggur nánast einokað mánudagsgátuna en núna kemur Valur Línberg sterkur inn. Hann kom með rétt svar í síðustu viku og núna aftur í dag. En svar dagsins er auðvitað Sóley Sigurjóns GK 200.

Valur Línberg heldur úti skemmtilegri bátasíðu og má komast inn á hana með því að smella HÉR

 

Sóley Sigurjóns GK var smíðuð árið 1987 í Danmörku.

23.12.2013 10:00

Mánudagsgátan : Hver á brúna ?

Hér má sjá nokkra brúarglugga í mánudagsgátu dagsins og verður gaman að sjá hvernig mönnum gengur að leysa þessa .

 

Eigið annars góðan dag ..

22.12.2013 20:20

Tungufell BA 326

Hér er Tungufell BA 326 við bryggju í Njarðvík. Samkvæmt Fiskistofu er Tungufell á Sæbjúgu veiðum. Hvort að veiðarnar gangi vel eða ekki , verða aðrir fróðari menn að segja til um.

 

Tungufell BA var smíðað árið 1978 í Hommelvik í Noregi.

21.12.2013 13:15

Bjarni Sæm - Myndir með áratuga millibili

Hér má sjá tvær myndir af Hafrannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni koma að Hafnarbryggjunni á Siglufirði með nokkurra áratuga millibili . Efri myndin er úr safni föður míns , Sveins Björnssonar en neðri myndina tók ég í haust þegar að Bjarni Sæm var í haustrallinu.

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

20.12.2013 21:45

Ólafsfjarðarhöfn - Part III

Þá er komið að þriðja hluta myndasyrpunnar sem ég tók í Ólafsfirði á dögunum .

Freygerður ÓF 18

 

Þröstur ÓF 24

 

Einn gamall & lúinn

 

19.12.2013 21:00

Venus HF 519

Eins og flest allir vita þá hefur HB Grandi selt Venus HF 519 úr landi . Ég var á ferð um Reykjavíkurhöfn á dögunum og smellti af tveimur myndum af Venusi.

 

 

 

Venus var smíðaður árið 1973 á Spáni fyrir Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og hét upphaflega Júní GK

18.12.2013 23:25

Mánudagsgátan : Fram ÍS 25

Hann Valur Björn kom með rétt svar við mánudagsgátunni , en rétt svar var Fram ÍS 25. 

 

Síðuhaldari hefur verið að heiman síðustu daga og lítið komist í tölvusamband og hefur því síðan verið lítið uppfærð eins og lesendur sjá . Er því beðist velvirðingar á því hve rétt svar hefur dregist . 

16.12.2013 20:30

Mánudagsgátan : Hver á brúna ?

Betra er seint en aldrei. Það hefur aðeins dregist að birta mánudagsgátuna en hér kemur hún og er spurningin sú sama og ofast . Hver á brúnna ?

 

Rétt svar kemur inn á morgun . 

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar