Færslur: 2014 Janúar

31.01.2014 19:56

Þórkatla GK 9

Hér kemur ein úr safni yfirhafnarvarðarins í Fjallabyggð , Sigurðar Helga en hér siglir Þórkatla GK til hafnar á Siglufirði.

Myndin er líklegast tekin á árunum 2004-2006.

Mynd : Sigurður Helgi Sigurðsson

 

30.01.2014 12:45

Sigluvík SI 2

Hér er ein úr safni föður míns , líklega úrklippa úr gömlu Olís dagatali . En hér er Sigluvík SI 2  í sínum gamla appelsínugula lit.  Hvenær myndin er tekin veit ég ekki , né heldur hver ljósmyndarinn er. 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

29.01.2014 09:40

Varðskipið Óðinn

Ég átti leið suður í síðustu viku og gaf mér meðal annars tíma til þess að líta á Sjóminjasafnið Víkina . Ég ætlaði einnig um borð í Óðinn en hann er lokaður þar til í febrúar. Ég smellti þó af eins og  einni mynd af þessu glæsilega skipi. Ánægjulegt að hann skuli hafa verið varðveittur.

Íslendingar væru ríkari ef við hefðum varðveitt , td. einn síðutogara og hefðum gert safn úr honum.

 

Á síðu safnins segir um Óðinn " Óðinn var smíðaður í Álaborg í Danmörku árið 1959, 910 tonn að stærð, 63 m á lengd og 10 m á breidd. Skipið er með sérstaklega styrkt stefni og byrðing fyrir siglingar í ís. Um borð eru tvær aðalvélar sem skila 18 sjómílna ganghraða, ásamt ljósavélum. Siglinga- og fjarskiptatæki voru ætíð af bestu gerð. Dráttarspil var 20 tonna, fyrir 3 km langan dráttarvír.
Óðinn tók þátt í öllum þremur þorskastríðunum á 20. öldinni. Öflugasta vopn skipsins var 57 mm fallbyssa, staðsett á palli fyrir framan brúna.

Þar segir einnig " Óðinn reyndist sérlega vel sem björgunarskip. Hann dró alls tæplega 200 skip til lands eða í landvar vegna bilana, veiðarfæra í skrúfu eða eldsvoða um borð. Einnig dró hann flutninga- og fiskiskip 14 sinnum úr strandi. Þá bjargaði skipið áhöfnum strandaðra skipa þrisvar sinnum og tvisvar bjargaði það áhöfnum sökkvandi skipa. "

28.01.2014 17:20

Þorsteinn ÞH 115 - Videó

Á vafri mínu um netið í morgun , þegar að ég var að leita af upplýsingum um Þorstein ÞH rakst ég á skemmtilegt videó á YouTube eftir Ólaf Gísla Agnarsson , en þar má sjá "4 túrinn á Þorsteini 12.feb 2011" eins og segir í lýsingunni um myndbandið. Þegar að myndbandið er tekið upp , hét báturinn Þorsteinn GK 15.

Ég fékk leyfi hjá Ólafi Gísla til að birta myndbandið hér á síðunni og þakka ég honum kærlega fyrir.

Ég minni á netfangið mitt 580skoger@gmail.com ef fólk lumar á myndum eða öðru skemmtilegu efni sem hentar hér til birtingar.

28.01.2014 17:10

Þorsteinn ÞH 115 - Myndasyrpa

Elsti eikarbátur landsins, sem enn er gerður út , Þorsteinn ÞH 115 hóf veiðar á ný í síðustu viku. Þorsteinn ÞH er gerður út net frá Raufarhöfn og samkvæmt Fiskistofu hefur aflinn verið góður hjá þeim gamla. 

Freyja Önundardóttir gaf mér leyfi til þess að birta þessar myndir , af þessum höfðingja sem gefur yngri plast og stál skipum ekkert eftir.

Mynd : Freyja Önundardóttir

 

Mynd : Freyja Önundardóttir

 

Mynd : Freyja Önundardóttir

 

Mynd : Freyja Önundardóttir

 

Mynd : Freyja Önundardóttir

 

Þorsteinn ÞH 115 var smíðaður hjá O. V. Ossen Falkenberg í Svíþjóð árið 1946 og er því 68 ára.

27.01.2014 16:40

Mánudagsgátan : Ásbjörn RE 50

Það var eins og ég sagði , menn voru ekki lengi að koma með rétt svar við gátu dagsins. Sérfræðingurinn að norðan, Haukur Sigtryggur, kom með rétta svarið , Ásbjörn RE 50.

 

Ásbjörn RE var smíðaður árið 1978 í Flekkefjord í Noregi.

27.01.2014 07:30

Mánudagsgátan : Hver á brúna ?

Ég gjöri ráð fyrir því að menn og konur verði ekki lengi að koma með rétt svar við mánudagsgátu dagsins. Við spyrjum eins og vanalega , hvaða skip á brúna ?

 

Rétt svar kemur síðar í dag.

26.01.2014 15:00

Guðmundur Jón SI 22 - Einn af DAS bátunum ?

Hér er ein úr safni pabba. Þetta er Guðmundur Jón SI 22. Talið var að hann væri einn af DAS bátunum og var hann fluttur suður , þar sem átti að koma honum fyrir við Hrafnistu í Reykjavík.

Hvort af því varð , veit ég ekki. Er ekki einhver hér sem þekkir meira til sögu þessa báts og hver afdrif hans urðu ? Kannski Haukur eigi miða um hann ?

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

 Myndin er tekin 12. desember 1994.

25.01.2014 17:30

Hákarl

Hann er ekki girnilegur að sjá , hákarl þessi sem áhöfnin á Sibbunni fékk í trollið í september í fyrra.

En eflaust hefur hann litið betur út í gær á einhverju veisluborðinu , en fjölmörg þorrablót voru haldin á stór Siglufjarðarsvæðinu í gær.

 

 

25.01.2014 11:10

Varðskipið Ægir

Jæja .. Ég lét verða að því í vikunni að skanna inn hluta úr myndasafninu hans pabba. Í safninu eru ekki bara ljósmyndir , heldur er mikið af úrklippum. Sá gamli klippti út margar myndir , meðal annars úr skipadagatölum Olís , Shell og fleiri aðila og því miður eru ekki nöfn ljósmyndara við þær allar.

Ég stefni að því að birta allar þessar myndir á komandi tímum og ef menn og konur eru ekki sáttir við birtingu myndanna þá hvet ég þá til þess að hafa samband við mig 580skoger@gmail.com og við finnum lausn á þessu.

En fyrsta myndin er af einu af gömlu varðskipunum en vita menn nafnið á því ?

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Ég er ekki frá því að myndin sé tekin á Siglufirði - Þið leiðréttið mig ef ég er að fara með rangt mál.

24.01.2014 09:30

Una GK komin í tvennt - MYNDIR

Það var sérstök sjón sem blasti við þeim sem áttu leið um hafnarsvæðið á Siglufirði um kaffileytið í gærmorgun en þá voru strákarnir hjá Siglufjarðar Seig "að tosa" Unu GK í sundur. Það verður gaman að fylgjast með þessu verki og mun ég reyna að gera því skil hér á vefnum.

 

 

 

 

 

 

 

Þann 15 janúar sagði ég frá því að Una GK væri á leið í lengingu og með því að smella HÉR er hægt að komast á færsluna síðan þá.

23.01.2014 12:00

Júlía SI 173

Hér er Júlía SI 173 við bryggju á Siglufirði. Í bakgrunni má sjá Roaldsbrakka , Gránu og Bátahúsið .

 

Júlía SI hét áður Gunni Jó SI. Báturinn var smíðaður í Noregi árið 1991.

22.01.2014 08:45

Kristrún RE 177

Ég tók smá rúnt um Reykjavíkurhöfn í gær og var Kristrún RE 177 að halda á ný til veiða þegar að ég átti leið hjá.

 

Kristrún RE var smíðuð hjá Solstrand í Noregi árið 1988.

21.01.2014 11:15

Mávur SI 96 - Myndasyrpa

Mávur SI 96 er gerður út á línu frá Siglufirði og landaði á föstudaginn. Ég tók smá bryggjurölt og smellti af nokkrum myndum þegar að löndun stóð yfir.

Mávur SI 96 - Áður Ingunn Sveinsdóttir AK

 

Óli Brynjar skipstjóri

 

 

 

Hásetinn sem ég þekki ekki með nafni

 

Karl Hersteinsson 

 

20.01.2014 19:45

Mánudagsgátan : Stormur SH 333

Þórður Birgisson kom með rétt svar í dag við gátu dagsins en rétt svar er Stormur SH 333 - ex Reistarnúpur ÞH 273. Skipaskrárnúmer bátsins var 586.

Stormur SH 333 var smíðaður hjá Evers-Werft, Niendorf Ostsee í Þýskalandi árið 1959 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Báturinn hér upphaflega Guðbjörg ÍS 14 og kom til heimahafnar á Ísafirði í fyrsta sinn á jólunum 1959 og var síðar afskrifaður sem fiskiskip árið 2006.

 

 

 

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar