Færslur: 2014 Febrúar

28.02.2014 14:05

Mánaberg, Múlaberg & Sigurbjörg

Það er eflaust langt síðan að Ramma skipin þrjú, Mánaberg, Múlaberg og Sigurbjörg voru á sama tíma við bryggju á Siglufirði en svo mátti sjá á miðvikudaginn.

 
Mánaberg & Múlaberg

 

Sigurbjörg 

 

27.02.2014 10:20

Guðbjörg GK 666 sett á flot - Myndasyrpa

Á þriðjudaginn sl. var stór dagur hjá Siglufjarðar Seig en þá var Guðbjörg GK 666 dregin út úr húsi og hífð á flot eftir miklar breytingar en búið er að byggja yfir bátinn og er hann virkilega flottur í dag eftir þessar miklu endurbætur.

Guðbjörg GK var smíðuð árið 2004 og hefur borið nöfnin Ósk KE 5, Frosti II KE 230, Árni í Teigi GK 1, Pálína Ágústsdóttir GK 1, Reynir GK 666 ásamt núverandi nafni, Guðbjörg GK 666.

Það er Stakkavík í Grindavík sem gerir bátinn út

Guðbjörg í húsi hjá Siglufjarðar Seig

 

Allt gert klárt

 

Systurnar Guðbjörg & Una

 

Stefán Jóhannsson

 

Komin á loft

 

 

 

 

 

 

Að lokum er hér videó þegar að Guðbjörginni er slakað niður.

26.02.2014 13:25

Snæfell EA 310

Hér er ein góð af Snæfellinu sem Einar Númason tók í síðasta túr í Barentshafinu. Snæfell EA 310 var smíðað árið 1968 í Noregi og er líklegast elsti frystitogari landsins.

Mynd : Einar Númason

 

Virkilega fallegt skip.

26.02.2014 08:15

Mánaberg ÓF 42

Mánaberg ÓF 42 kom inn til Siglufjarðar á sunnudaginn og var landað upp úr skipinu á mánudaginn , um 320 tonnum af flökum , sem gera líklegast um 16.000 kassa.

 

25.02.2014 18:00

Sigurbjörg ÓF - Myndasyrpa

Sigubjörg ÓF 1 kom inn til Siglufjarðar á fimmtudagsmorguninn í síðustu viku og millilandaði. Skipið hélt á ný til veiða á hádegi á föstudeginum.

Aflinn var rúmlega 8.000 kassar , þorskur og karfi að stærstum hluta. Hér koma nokkrar myndir frá því á fimmtudaginn .

Þessa stundina er Sibban á firðinum að þrífa og gera klárt en það á að landa á ný í fyrramálið um 1800 kössum.

 
 
 
 
 
 

25.02.2014 08:40

Una GK 266 komin saman !

Strákarnir hjá Siglufjarðar Seig drógu Unu GK 266 út í gær og mátti þá sjá að búið er að lengja bátinn , þ.e. búið er að setja nýja partinn í , en mikill frágangur er enn eftir. Hvenær Una verður klár , veit ég ekki en gaman verður að fylgjast með næstu skrefum .

 
 
 

24.02.2014 18:00

Mánudagsgátan : Sturlaugur H. Böðvarsson

Það var hann Bogi sem kom með rétt svar í dag við gátu dagsins en hann giskaði á Sturlaug B og síðar í dag giskaði Orri á Sturlaug H .

Myndin hér fyrir neðan er frekar óskýr , en hún var tekin með miklum aðdrætti seinnipart dags núna í janúar mánuði. 

Eigum við að gá hvort að Haukur hafi miða um Sturlaug til þess að deila með okkur.

 

 

24.02.2014 10:05

Mánudagsgátan : Hver á brúna ?

Þá er komið að gátu dagsins og eins og oft áður þá spyr ég hver á brúna ?

 

Rétt svar kemur síðar í dag.

23.02.2014 16:35

Sjómannskonan

Við skulum hafa þetta einfalt í dag. Færsla dagsins er tileinkuð sjómannskonunni .

Mynd fengin að láni á netinu

 

Hér fyrir neðan er ljóðið Sjómannskonan eftir Sigurbjörn Sveinsson en ljóðið má einnig sjá á Heimaslóð.is

Sjómannskonan

Ein í svölum aftanblænum
úti sjómannskonan stóð;
mann sinn á hún úti á sænum,
ötull fiskar hann á lóð;
fjögur á hún börn í bænum,
björt á svip og æskurjóð.

Ef að vindur ólmur þýtur,
eða dökknar himinninn,
svefns né værðar vart hún nýtur,
var svo og í þetta sinn.
Andvarpandi upp hún lítur:
»Æ, hve syrtir, drottinn minn!«

Öldur dans með ströndum stíga,
stormur þeytti lúður sinn.
Og í hafið hlaut ad síga
hlaðinn fiskibáturinn.
Bylgjur rísa, bylgjur hníga,
beljar næturvindurinn.

Ein í svölum aftanblænum
ekkjan föl og döpur stóð.
Fjögur á hún börn í bænum,
björt á svip og æskurjóð.
Er sem hver ein alda á sænum
ymji henni sorgarljóð.

Sigurbjörn Sveinsson.

 

22.02.2014 21:35

Sólarfilma / SS : Ásbjörn RE 400

Mér áskotnaðist um daginn bunki af myndum sem Sólarfilma sf. gaf út á sínum tíma og Snorri Snorrason átti birtingaréttinn af. Í fljótubragði myndi ég giska á að þetta væru svona um 30 myndir sem ég hef , en ætli það hafi ekki verið gefnar út vel yfir 100 myndir á sínum tíma. 

Myndin hér fyrir neðan er af Ásbirni RE 400 og þetta fyrsta myndin í seríunni .

Mynd : Sólarfilma s.f. Reykjavík / Snorri Snorrason 

 

Mynd : Sólarfilma s.f. Reykjavík / Snorri Snorrason 

 

Ef fólk hefur áhuga á að sjá þessar myndir , þá er ég að spá í að skanna þær inn og birta hér á næstu vikum. 

 

22.02.2014 11:30

Ein gömul : Siglfirðingur SI 150

Í dag flettum við í gegnum myndasafnið pabba og fáum eina lánaða úr Olís dagatali af Siglfirðing SI 150. Ég veit ekki hver ljósmyndarinn er að venju.

Siglfirðingur SI 150 var smíðaður hjá Storviks Mek. Verksted A/S, Kristjansund í Noregi árið 1969. Eigum við að gá hvort að Haukur eigi miða á 1407 ?

 
Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar
 

21.02.2014 10:00

Loðnuskipið Malene S H128-AV

Loðnuskipið var Malene S H128-AV var við bryggju á Akureyri á dögunum þegar að ég átti leið um þorpið.  

Malene S er glæsilegt skip en það var smíðað árið 2012 og er það 80,3 metrar á lengd .

 
 

Með því að smella HÉR er hægt að sjá fleiri myndir af Malene S H128-AV

20.02.2014 19:30

Rifsnes SH 44 í slipp

Eins og margir vita þá varð óhapp í Rifshöfn á dögunum þegar að Tjaldur SH sigldi aftan á Rifsnesið . Á vefnum Skessuhorn.is segir "Við áreksturinn urðu miklar skemmdir á Rifsnesinu að aftan og einhverjar einnig fyrir neðan sjólínu. Meðal annars skekktist rekkverk skipsins. Engar teljandi skemmdir urðu hins vegar á Tjaldi SH og hélt skipið á miðin síðar um kvöldið."

Rifsnes SH er í slipp á Akureyri þessa dagana og tók Arnar Þór Björnsson þessar tvær myndir hér fyrir neðan , en á þeim má sjá hluta af þeim skemmdum sem skipið varð fyrir. Ég þakka Arnari fyrir myndirnar.

 Mynd : Arnar Þór Björnsson

 

 Mynd : Arnar Þór Björnsson

 

20.02.2014 14:15

Sólberg ÓF 12

Hér er mynd af Sólberginu úr safninu pabba , líklegast er þetta úrklippa úr Olís dagatali en myndin er góð. Hver ljósmyndarinn er , veit ég ekki.

Sólbergið var selt til Úrugvæ líklegast 2006 eða 2007. Hvort Sólbergið sé farið í pottinn alræmda veit ég ekki.

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Sólberg ÓF 12 var smíðað árið 1974 í Frakklandi. Það var 496 lestir að stærð, 50,8 mtr langt og 10,30 mtr breytt. 

19.02.2014 09:45

Sólrún EA 151

Sólrún EA 151 er við bryggju á Siglufirði þessa dagana en báturinn er á leið í slipp hjá Siglufjarðar Seig.

 
Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar