Færslur: 2014 Mars

31.03.2014 20:35

Mánudagsgátan : Sóley Sigurjóns GK 200

Það var hann Valli A sem kom með rétt svar að lokum við gátu dagsins , en skipið sem við spurðum um var Sóley Sigurjóns GK 200.

Myndbrot dagsins voru klippt út úr mynd sem var í færslu síðan 20.október , þegar að Sóley Sigurjóns rak vélarvana frá bryggju vegna bilunar.

Ég þakka þeim sem tóku þátt og minni á að "mánudagsgátan" er hér á hverjum mánudegi.

 

 

31.03.2014 17:35

Mánudagsgátan : Hver á brúna II

Þar sem gáta dagsins virðist standa í fólki , þá skelli ég hér inn annari mynd.

Vonandi gefur hún ykkur smá vísbendingu um hvaða skip er spurt .

 

Rétt svar kemur síðar í dag.

31.03.2014 09:55

Mánudagsgátan : Hver á brúna ?

Það er komið að mánudagsgátunni og eins og áður spyrjum við hver á brúna ?

 

Mynd dagsins er í smærri kantinum en vonandi geta menn og konur áttað sig á því ,  um hvaða skip er spurt ?

Rétt svar kemur síðar í dag.

30.03.2014 10:30

Grásleppuvertíðin er hafin

Eins og flestir vita , þá er grásleppuvertíðin hafin . Voru Siglfirskir sjómenn að gera sig klára í byrjun síðustu viku til þess að leggja og eru nokkrir búnir að vitja um tvívegis. Veiðin er ekkert til þess að hrópa húrra yfir en vonandi kemur þetta með hækkandi sól.

Hér eru 4 myndir sem ég tók í síðustu viku þegar að menn voru að gera sig klára.

 

 

 

 

 

 

 

 

28.03.2014 09:05

Hvalur 8 & Hvalur 9

Ég hef verið að fara yfir myndir og möppur í tölvunni hjá mér og hef rekist á myndir sem ég virðist hafa geymt og ætlað að birta síðar . Í dag sjáum tvær myndir af hvalveiðiskipum Kristjáns Loftssonar. Þetta eru Hvalur 8 og 9.

Hvalur 8 var smíðaður í Trönsberg í Noregi árið 1948 og Hvalur 9 var smíðaður í Langesund í Noregi árið 1952

 
 

Ég vona að lesendur myndasíðunnar afsaki hvað myndirnar eru dökkar.

27.03.2014 11:45

Skonnortan Hildur

Hin stórglæsilega skonnorta Hildur kom inn til Siglufjarðar seinnipartinn í gær. Var hún á ferð með ferðamenn og hafði hún næturdvöl hér á Siglufirði.

Það er ekki annað hægt en að dást að þessari glæsilegu skútu sem Norðursigling gerir út og mega þeir eiga heiður skilið fyrir varðveislu og endurbyggingu þessara gömlu eikarbáta sem þeir hafa gert upp.

 

 

 

 

 

Á vef Norðursiglingar segir

"Skonnortan Hildur siglir frá Menningarhúsinu Hofi, Akureyri

Hildur er 26 metra tvímastra seglskip, vel útbúin og með öllum öryggisbúnaði. Sagan skín úr hverjum planka og stemmningin um borð er einstök. Um borð í Hildi getur hópurinn notið sín og slakað á í notalegu umhverfi bæði á dekki og fallegum borðsal neðan þilja. Sýndu hópnum Akureyri og Eyjafjörðinn frá nýju sjónarhorni um leið og þið eigið saman góða stund. Gott aðgengi frá flotbryggju við Menningarhúsið Hof. Tilvalið fyrir hópa allt að 50 farþegum.
 
Bókanir og nánari upplýsingar:
Saga Travel
Sími: 558 8888
sagatravel@sagatravel.is
www.sagatravel.is
"

26.03.2014 12:15

Múlaberg á rækju- Unnið við trollið - Myndasyrpa

Þegar að ég átti leið um Óskarsbryggjuna seinnipart mánudagsins var áhöfnin á Múlaberginu , ásamt starfsmönnum Ísfells á Ólafsfirði í óðaönn að undirbúa skipið fyrir rækjuveiðar. Búið var að hífa fiskitrollið í land og var áhöfnin að vinna í rækjutrollinu .

Ég smellti af nokkrum myndum og má sjá hluta þeirra hér fyrir neðan.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

25.03.2014 11:10

Mánaberg ÓF 42 kemur til hafnar

Mánaberg ÓF 42 kom til hafnar á Siglufirði núna í morgun um kaffileytið. Skipið var að koma úr Barentshafinu og er aflinn um 800 tonn upp úr sjó .

 

24.03.2014 19:00

Mánudagsgátan : Gullborg VE 38

Það var hann Vigfús Markússon sem kom með svarið á endanum , en rétt svar var Gullborg VE 38 sem var sögufrægt aflaskip til margra ára undir skipstjórn Binna í Gröf 


Gullborg VE var smíðuð í Nyborg Skipswærft í Danmörku 1946 , en var endurbyggð hjá Bátalóni hf í Hafnarfirði árið 1967. Þá var sett nýtt stýrishús á skipið , en það var af Atla VE 14. Í myndbroti dagsins var það brúin sem við sáum . Síðar var sett enn nýrra stýrishús á skipið.


"Kallinn í brúnni" á myndinni er Friðrik Benonýsson en nöfn annarra hef ég ekki. Ef einhver þekkir mennina , þá hvet ég þann sama til þess að rita nöfn þeirra hér undir í athugasemd.

Myndina tók Húsvíkingurinn Grétar Jónasson

 

Gullborg VE bar eftirfarandi nöfn og skráningar : Erna Durnhuus, Gullborg RE 38, Gullborg VE 38, Gullborg SH 338 og Gullborg II SH 338

24.03.2014 08:40

Mánudagsgátan : Hver á brúna ?

Þá er komið að mánudagsgátunni og í dag förum við aftur í tímann og spyrjum hvort að menn þekki þessa gömlu brú ? 

 

Við bíðum með nafnið á ljósmyndaranum en rétt svar kemur síðar í dag.

23.03.2014 15:05

Sóley Sigurjóns & Berglín

Rækjuveiðin hefur verið að glæðast hér fyrir norðan og megnið af rækjuskipunum komin norður fyrir land. Í síðustu viku lönduðu Magnús Geir , Jökull , Sigurborg , Siglunes , Sóley Sigurjóns og Berglín á Siglufirði. Múlaberg fer líklegast af stað til rækjuveiða núna í vikunni en þeir voru í sínum síðasta túr á botnvörpu.

Sóley Sigurjóns GK 200 landaði 17 mars um 27 tonnum af rækju og um 60 tonnum af fiski.

 

Berglín GK 300 landaði 19 mars um 13 tonnum af rækju og um 20 tonnum af fisk. 

 

 

22.03.2014 21:00

Sólarfilma / SS : Sigurvon RE 133

Hér er mynd númer 10 úr bunkanum góða og er hún af Sigurvon RE 133.

Sigurvon var smíðuð árið 1964. Sigurvon var seld til Noregs árið 2007 og var rifin ári síðar.

Mynd : Sólarfilma s.f. Reykjavík / Snorri Snorrason 

 

Mynd : Sólarfilma s.f. Reykjavík / Snorri Snorrason 

 

22.03.2014 11:55

Jökull ÞH 259

Jökull ÞH 259 landaði um 12 tonnum af rækju á Siglufirði á dögunum , sem og um 5 tonnum af fiski. Rækjan fór í vinnslu hjá Ramma HF á Siglufirði.

Jökull ÞH 259 var smíðaður árið 1964 í Noregi.

 
 

 

21.03.2014 09:50

Óveður á Siglufirði

Það fór eflaust ekki framhjá neinum sem fylgdist með fjölmiðlum í gær , að vont veður var á Siglufirði . Eins og svo oft áður , þá stóð Björgunarsveitin Strákar vaktina með miklum sóma og aðstoðaði fyrirtæki og bæjarbúa og þurfti undirritaður meðal annars á hjálp hennar að halda. 

Má segja að fjallað hafi verið um óveðrið sem gekk yfir á öllum vefmiðlunum og mátti lesa og heyra misgáfulegar fregnir af því sem gekk á.

Við hér á myndasíðunni getum ekki verið eftirbátar annarra vefmiðla og er því tilvalið að sýna 5 myndir ég tók seinnipartinn í gær á hafnarsvæðinu , en þá var veðrið gengið niður að miklu leyti.

 
 
 
 
 
 

20.03.2014 18:05

Ísbjörn ÍS 304

Ísbjörn ÍS 304 liggur við bryggju í Reykjavík þessa dagana , en Ársæll Baldvinsson tók þessa mynd þann 17.mars.

Mynd : Ársæll Baldvinsson

 

Ég þakka Ársæl kærlega fyrir myndina . 

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar