Færslur: 2014 Apríl

29.04.2014 17:25

Úr Hafnarfjarðarhöfn

Hér má sjá nokkra báta í Hafnarfjarðarhöfn á dögunum, meðal annars Íslandsbersa , Guðrúnu og Jökul SK .

 
 

29.04.2014 10:20

Mánudagsgátan : Laugarnes

Vegna mikilla anna í gær , var ég seinni kantinum að setja inn gátu gærdagsins. Rétt svar barst svo um kl. 21:00 í gærkveldi og var það Árni B. Sveinsson sem var sá eini sem reyndi sig við gátuna sem kom rétta svarið , Laugarnes .

Laugarnes var byggt í Danmörku árið 1978 og hét áður Bláfell. Eigandi þess er Olíudreifing ehf.

 

28.04.2014 13:40

Mánudagsgátan : Hver á brúna ?

Það er mánudagur í dag og við skulum ekki flækja þetta neitt og spyrjum í dag eins og svo oft áður , hver á brúna ?

 

Rétt svar kemur vonandi síðar í dag .

27.04.2014 13:00

Kristrún RE 177

Kristrún RE 177 í Reykjavíkurhöfn fyrir stuttu . Í bakgrunni má sjá Árna Friðriksson bundinn við bryggju. 

 

Birtar voru myndir af Kristrúnu RE 177 hérna á síðunni þann 12.september 2013 og 22. janúar sl.

26.04.2014 11:00

Sigurbjörg ÓF 1

Sigurbjörg ÓF 1 kom inn til Siglufjarðar á miðvikudagsmorguninn til milli löndunar. Sibban hélt á ný til veiða seinnipart miðvikudagsins en áætlað er að hún komi inn aftur þann 30. nk og ljúki veiðiferðinni

 
Samkvæmt vef Fiskistofu var aflinn :
 
Fisktegund Óslægt Slægt Til kvóta Undirmál Útfl.álag Línuívilnun VS-afli
Ufsi 166.700 140.028 140.028        
Ýsa 39.318 33.027 32.565 462      
Keila 159 143 143        
Langa 1.396 1.117 1.117        
Hlýri 3.387 3.048          
Þorskur 155.845 130.910 129.874 1.036      
Djúpkarfi 1.622   1.622        
Grálúða 14.750 13.570 13.570        
Tindaskata 136 122          
Steinbítur 798 718 718        
Karfi / Gullkarfi 34.394   34.394        
Gulllax / Stóri gulllax 355   355        
Samtals 418.860
 

25.04.2014 15:55

Markús SH 271

Við höldum okkur við Hafnarfjörðinn. Markús / Stormur lá þar við bryggju þegar að ég átti leið þar um.

Eins og sjá má á myndinni var byrjað að skipta um nafn á skipinu , en búið var að skipta um nafn á brúnni.

Í dag heitir skipið Markús SH 271 og verður gerður út frá Rifi en eigandinn er Blikaberg Ehf.

 

Markús SH 271 var byggður árið 1968 í Noregi.

24.04.2014 22:45

Sumarkveðja !

Ég óska öllum lesendum síðunnar  gleðilegs sumars og þakka fyrir öll innlitin og athugasemdirnar í vetur. 

 

24.04.2014 09:45

Hrafnreyður KÓ 100

Hér er Hrafnreyður KÓ 100 í Hafnarfjarðarhöfn . Í bakgrunni má sjá Markús , ex Storm SH .

 

Hrafnreyður KÓ 100 var smíðuð árið 1973 hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar

23.04.2014 14:15

Nökkvi ÞH 27

Góðvinur síðunnar , Þiðrik Unason , sendi mér þessa mynd af Nökkva ÞH 27 í gærdag . 

Líklegast hefur Nökkvi verið að landa rækju á Sauðárkrók.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Þann 6. október síðastliðinn birti ég mynd af Nökkva sem má sjá með því að smella HÉR

22.04.2014 16:00

Milla SI 727

Hér er Milla SI 727 uppi á bryggju í Hafnarfirði á dögunum. Búið er að taka bátinn allan í gegn .

Ég hef heyrt að Milla SI verði ekki gerð út á strandveiðar í sumar , en það hlýtur að koma í ljós á næstu dögum hver framtíð hennar verður.

 

 

21.04.2014 21:35

Mánudagsgátan : Arnþór GK 20

Það var hann Valur Björn sem kom að lokum með rétt svar við gátu dagsins. Rétt svar var Arnþór GK 20 sem Nesfiskur gerir út.

Arnþór GK var smíðaður árið 1988 á Ísafirði og hét upphaflega Reykjaborg RE 25. Arnþór GK var lengdur árið 2001.

 

Ég þakka þeim sem þátt tóku í gátu dagsins. 

 

UPPFÆRT : Hér fyrir ofan stendur að Arnþór sé smíðaður árið 1988 . Er það rangt hjá mér , rétt ártal er 1998 . Ég vill þakka Maríu fyrir þessa ábendingu og hvet alla til að segja sína skoðun og koma með ábendingar í athugasemdakerfið . Því verður ekki lokað þó ég sé ekki sammála ykkur :)

21.04.2014 09:45

Mánudagsgátan : Hver á brúna ?

Ég vill byrja á því að óska öllum lesendum síðunnar gleðilegra páska , þótt seint sé.

Í dag er mánudagurinn 21. apríl , annar í páskum, og það þýðir að í dag sé komið að enn einni mánudagsgátunni og við spyrjum sem oft áður ; hver á brúna ?

 

Rétt svar kemur síðar í dag .

20.04.2014 13:00

Þórshamar GK 75

Í dag sjáum við þrjár myndir eftir Heiðar J Sveinsson sem teknar eru um borð í  Þórshamri GK 75. Þakka ég Heiðari vel fyrir afnotin af þessum glæsilegu myndum.

Hér má sjá Þórshamar GK 75 og Víkurberg GK 1 . Þann græna og gula þekki ég ekki.

Mynd : Heiðar J Sveinsson

Við þessa mynd mátti lesa eftirfarandi texta á Facebook síðunni Gömul íslensk skip : "Þetta var gott kast djúpt út af vestfjörðum, Þórshamar fylltur, Víkurbergið tók einhver 3-400 tonn og rest var slepp þá var komið skítaveður"

Mynd : Heiðar J Sveinsson

 

Á landleið með fullfermi ?

Mynd : Heiðar J Sveinsson

 

Þórshamar GK var upphaflega smíðaður í Vaagland í Noregi árið 1974 . Hver endir þessa skips varð , veit ég ekki . Líklegast farið í pottinn alræmda.

19.04.2014 09:35

Daníel SI 152

Ég fæ aldrei nóg af því að mynda Daníel SI 152 sem stendur í slippnum á Siglufirði. 

Synd að ekki skuli vera hægt að bjarga honum og gefa áframhaldandi líf.

 

18.04.2014 09:50

Klakkur SK 5

Hér er Klakkur SK 5 við bryggju á Sauðárkrók. Það er FISK Seafood sem gerir Klakk út en Klakkur var smíðaður árið 1977 Gdynia í Póllandi.

 

 

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar