Færslur: 2014 Maí

31.05.2014 16:50

Lög um sjómannadag - Þurrir sjóstakkar

Núna ættu flest allir sjóstakkar að vera orðnir þurrir, því lögum samkvæmt segir "Öll fiskiskip skulu liggja í höfn á sjómannadag og hafa komið til hafnar eigi síðar en kl. 12 á laugardegi fyrir sjómannadag og láta ekki úr höfn fyrr en kl. 12 á hádegi næsta mánudag."

 

Í lögum um sjómannadaginn segir:


 1. gr. Fyrsti sunnudagur í júnímánuði ár hvert skal vera almennur frídagur sjómanna með þeim undantekningum sem um getur í lögum þessum. Beri hvítasunnudag upp á fyrsta sunnudag í júní skal sjómannadagur haldinn næsta sunnudag á eftir.
 Sjómannadagurinn skal vera almennur fánadagur.
 2. gr. Ákvæði 1. gr. taka ekki til sjómanna á íslenskum farskipum sem sigla milli Íslands og annarra landa. Þó skal farskipi, sem liggur í íslenskri höfn og eigi hefur látið úr höfn fyrir kl. 12 á hádegi á laugardegi næstum á undan sjómannadegi, eigi heimilt að láta úr höfn fyrr en kl. 12 á hádegi næsta mánudag.
 Ferjur milli lands og eyja eru undanþegnar ákvæðum 1. gr.
 Strandferðaskip og sanddæluskip skulu halda höfn þar sem þau eru stödd á sjómannadag.
 3. gr. Ákvæði 1. gr. taka ekki til skipa Landhelgisgæslu Íslands. Stjórn Landhelgisgæslunnar ber þó að sjá til þess að skipin séu í höfn ef þau hafa ekki aðkallandi verkefnum að gegna að hennar mati.
 4. gr. Hafrannsóknastofnunin skal skipuleggja rannsóknaleiðangra þannig að skip geti leitað hafnar eigi síðar en kl. 12 á laugardegi fyrir sjómannadag og láti ekki úr höfn fyrr en kl. 12 á hádegi næsta mánudag.
 5. gr. Öll fiskiskip skulu liggja í höfn á sjómannadag og hafa komið til hafnar eigi síðar en kl. 12 á laugardegi fyrir sjómannadag og láta ekki úr höfn fyrr en kl. 12 á hádegi næsta mánudag.
 Skipverjar skulu ekki vera skyldir til vinnu við skipið eftir kl. 12 á laugardegi fyrir sjómannadag nema öryggi þess sé í hættu.
 Ákvæði 1. mgr. eru frávíkjanleg ef um er að ræða skip sem ætlað er að sigla með afla sinn á erlendan markað, enda sé skipshöfn kunn sú fyrirætlan áður en veiðiferð hefst. Einnig má víkja frá ákvæðum 1. mgr. ef mikilvægir hagsmunir eru í húfi og samkomulag tekst þar um milli útgerðar og skipshafnar.
 6. gr. Útgerðarmaður og skipstjóri bera ábyrgð á því að farið sé að ákvæðum laga þessara. Brot gegn lögunum varða sektum í ríkissjóð.
 7. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. (Tóku gildi 14.apríl 1987)

 

30.05.2014 15:10

Dýpkunarskipið Perla RE

Dýpkunarskipið Perla var við bryggju þegar að síðuhaldari vaknaði einn laugardagsmorgunin fyrir stuttu. Í hvaða tilgangi er mér ekki kunnugt um.

Perla var smíðuð í Þýskalandi árið 1964 og er því 50. aldursári .

 

Ég veit ekki hvort að bókhaldið hjá Hauk nái yfir skip eins og Perlu , en ef svo er , verður gaman að sjá hann.

29.05.2014 15:05

Fleygur SI 25

Hér er Fleygur SI 25 að koma inn til löndunar eftir góðan á dag á strandveiðunum . 

Þann 17 júlí í fyrra mátti sjá skemmtilega umfjöllun um Fleyg hér á myndasíðunni

 

Margur er knár þótt hann sé smár , á vel við um Fleyg SI 25.

28.05.2014 16:55

Hafró - Mælingar á Fljótagrunni

Þeir félagar Hlynur Ármannsson og Tryggvi Sveinsson frá Hafrannsóknarstofnun voru við mælingar og rannsóknir í þarsíðustu viku í lokuðu hólfi á Fljótagrunni. Fóru þeir tvo róðra með Hafdísi SI 131. Hvenær niðustöður liggja fyrir , veit ég ekki.

Hlynur & Tryggvi

 

 

 

 

 

 

 

27.05.2014 13:40

Baldvin NC 100 - Glæsilegt skip

Hér er Baldvin NC 100 við bryggju á Akureyri . Virkilega fallegt skip að sjá og breytingarnar eru vel heppnaðar.

 

26.05.2014 12:30

Frosti ÞH 229 - Með rifið troll

Frosti ÞH kom inn til Siglufjarðar laugardaginn 10 maí síðastliðinn með rifið rækjutroll og var áhöfnin við vinnu þegar að  ég átti leið um Óskarsbryggjuna , og smellti af nokkrum myndum.

 
 
 
 
 
 
 

 

25.05.2014 12:30

FISKA-TÍGUR

Við á Fiskmarkað Siglufjarðar fengum góða heimsókn núna á dögunum frá útskriftarhópnum á Leikskálum á Siglufirði.

Við sýndum þeim nokkrar fisktegundir og spjölluðum við þau og var gaman að heyra krakkana tala og reyna að giska á nöfn fiskanna.

Þau könnuðust við þorskinn , sumir töldu karfann heita bleikju en ætli besta nafnið hafi ekki verið "Fiskatígur" . En það átti að vera hlýri.

"Fiskatígur"

 

Jóhann Gauti Guðmundsson

 

Útskriftarhópur Leikskála á Siglufirði í skoðunarferð á Fiskmarkað Siglufjarðar

24.05.2014 14:55

Fiskurinn hennar Stínu

Sonur minn kom með heim úr leikskólanum nú á dögunum, bókina Fiskurinn hennar Stínu. Fiskurinn hennar Stínu er lítil barnabók, byggð á texta Jóhanns G. Jóhanssonar. Myndirnar sem prýða bókina eru eftir Nínu Höskuldsdóttur og Smára Rúnar Róbertsson.

Allir nemar í elsta aldurshópi leikskóla landsins fengu bókina um Fiskinn hennar Stínu. Var það hluti af landsátakinu Fiskídag sem Matís stendur að og er ætlað er að gera fólk meðvitaðra um mikilvægi fiskneyslu og fisktengdum afurðum svo sem lýsi og öðru sjávarfangi. 

Frábært framtak.

 


Með því að smella HÉR , má nálgast bókina Fiskurinn hennar Stínu

 

23.05.2014 09:10

Reval Viking

Reval Viking var við bryggju á Akureyri á dögunum. Reval Viking, var smíðað árið 2000 og er 2.350 brúttótonn að stærð, með 7.500 hestafla vél. Það er 61 metri að lengd.

 

 

22.05.2014 11:50

Magnús Geir KE 5

Þau eru mörg rækjuskipin sem hafa landað á Siglufirði í vor. Magnús Geir KE 5 er eitt þeirra ,  en hann hefur landað suðurækju á Siglufirði frá því um miðjan mars að undan skilinni einni löndun.

 

Magnús Geir KE var smíðaður í Boizenburg árið 1967 og hefur meðal annars borið nöfnin Gjafar , Víðir og Oddgeir svo einhver séu nefnd.

21.05.2014 11:50

Jón Kristinn SI 52

Jón Kristinn SI 52 er kominn af stað á ný eftir miklar endurbætur . Jón Kristinn fór nokkra róðra í september áður en báturinn fór í vélaskipti hjá Siglufjarðar Seig. 

 

Á myndinni má sjá Jóhann Jónsson eiganda Jón Kr. , og þá Sigurð Helga Yfirhafnarvörð og Ómar Geirsson frá FMSI

20.05.2014 10:00

Trausti EA 98 - Einn glæsilegasti bátur landsins !

Ég hef ekki farið leynt með aðdáun mína á Trausta EA 98. Mér þykir þetta einn glæsilegasti bátur landsins . Alltaf eins og hann sé ný skveraður.

Trausti EA var smíðaður hjá Skipasmíðastöð KEA árið 1954 og er því 60 ára í ár.

 

 

 

19.05.2014 11:30

Ísbjörn ÍS 304

Hér er Ísbjörn ÍS 304 í Reykjavíkurhöfn í apríl mánuði. Hver staða þessa skips er í dag , veit ég ekki . Gaman væri ef einhver gæti frætt okkur um stöðu hans í dag.

 

Ísbjörn ÍS 304 hefur áður borið nöfnin Borgin KL-717, Hersir ÁR og Gissur ÁR .

18.05.2014 12:15

Klakkur SK 5

Þann 15 maí sl. mátti lesa á vefsíðunni Aflafréttir.is sem Gísli Reynisson heldur úti um mokveiðina hjá stákunum á Klakk SK 5. Á sex dögum lönduðu þeir 366 tonnum , mestmegnist þorski.

Góðvinur síðunnar , Þiðrik Unason , sendi okkur tvær myndir af því þegar Klakkur SK landaði á Eskifirði þann 14 maí. 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Samkvæmt vef Fiskistofu var aflinn : 

Fisktegund Óslægt Slægt Til kvóta Undirmál Útfl.álag Línuívilnun VS-afli
Ufsi 417 350 350        
Ýsa 148 124 124        
Hlýri 41 37          
Þorskur 80.845 67.910 67.910        
Steinbítur 58 52 52        
Karfi / Gullkarfi 59   59        
Samtals 81.568

17.05.2014 11:35

Berglín GK 300

Berglín GK 300 við bryggju á Siglufirði eftir löndun í síðustu viku. 

Berglín GK er gerð út á rækju og fer rækjan í Hvammstanga í vinnslu hjá Meleyri.

 

 

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar