Færslur: 2014 Júní

30.06.2014 10:20

Röst SK 17

Röst SK 17 kom inn til Siglufjarðar að kvöldi hins 26. júní sl. vegna smávægilegrar bilunar. 

Röst SK er gerð út af Dögun ehf  og samkvæmt vef Fiskistofu og hefur skipið landað 5 sinnum á þessu kvótaári .

 

Röst SK 17 var smíðuð árið 1966 í Risör í Noregi. 

29.06.2014 12:30

Örn ÍS 31

Ingvar Erlingsson var á ferð um vesturlandið og sendi mér þessa fínu mynd af Erni ÍS 31 nú á dögunum og með myndinni fylgdi þessi texti "Var að sniglast á Súðavík og náði þessari mynd af nýskverðuðum Erni, veit að þú elskar fallega eikarbáta."

Má segja að þetta séu orð að sönnu hjá Ingvari og ef að menn og konur eiga í fóru sínum myndir af eikarbátum , mega þeir senda þær á 580skoger@gmail.com og birti ég þær um leið.

Örn ÍS er gerður út á rækju af Hraðfrystihúsinu Gunnvör.

Mynd : Ingvar Erlingsson

 

Örn ÍS 31 var smíðaður árið 1973 á Akureyri .

28.06.2014 12:45

Sigurborg SH 12

Það er orðið svolítið langt síðan að mynd birtist af aflahæsta rækjuskipi landsins , Sigurborgu SH 12 frá Grundarfirði.

 

Sigurborg SH var smíðuð árið 1966 í Noregi og ber aldurinn mjög vel.

27.06.2014 10:35

Akraberg ÓF 90

Hér er Akraberg ÓF 90 að koma úr róðri þann 24. júní síðastliðinn . Mjög gott fiskerí hefur verið á Akraberginu upp á síðkastið og á síðu Gísla Reynissonar , aflafrettir.is , mátti lesa þann 25 júní "Það fær enginn haggað Akraberginu ÓF úr toppsætinu og var báturinn með 7 tonn í 2 róðrum núna "

Í flokknum " Bátar að 13 BT í júní " er Akrabergið aflahæst , með 76,8 tonn í 16 róðrum , sem gera um 4,8 tonn í róðri. Mest hefur Akrabergið komið með 9,1 tonn núna í júní.

 

Akraberg ÓF var smíðað árið 2007 hjá Siglufjarðar Seig á Siglufirði.

26.06.2014 10:45

Óli á Stað GK 99 seldur !

Búið er að selja Óla á Stað GK 99 og hefur hann því lokið þjónustu sinni fyrir Stakkavík en ný heimahöfn hans verður Bakkafjörður.

Óli á Stað evar smíðaður hjá Mótun ehf í Njarðvík árið 2005.

 

Síðasti róður Óla á Stað var á mánudaginn og vigtaði aflinn úr honum 4.814 kg. 

25.06.2014 12:15

Katrín GK 266 - ex Una GK hífð á flot !

Katrín GK 266 (ex Una GK) var hífð á flot í dag af strákunum hjá Siglufjarðar Seig . En er eftir vinna um borð í bátnum , svo sem steypa í botninn ásamt því að setja upp þau tæki og tól sem þörf er á . 

Sagan segir að Katrín GK fari austur á Djúpavog á bala þegar að hún verður orðin klár.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

24.06.2014 12:15

Kaldi SI 23 með góðan túr af Bankanum

Kaldi SI 23 sem að öllu jöfnu er gerður út á línu , fór einn handfæra túr á Hornbankann um helgina og landaði í gærmorgun um 8 tonnum af vænum þorski . 

Báturinn bar aflann vel eins og má sjá á myndunum hér fyrir neðan . 

 

 

 

Kaldi SI var smíðaður árið 2009 hjá Trefjum í Hafnarfirði.

23.06.2014 11:00

Árni á Eyri ÞH 205

Þeim fjölgar alltaf rækjuskipunum sem landa á Siglufirði , því á mánudaginn í síðastu viku landaði Árni á Eyri rúmum 3 tonnum af rækju sem fór til vinnslu í Grundarfirði .

 

 

 

 

 

 

 

 

22.06.2014 13:00

Hafalda ÓF 25

Hafalda ÓF 25 er einn af mörgum bátum sem stunda strandveiðar og gera út frá Siglufirði í sumar.

Hafalda ÓF hefur farið þrjá róðra núna í júní og fiskað um 2100 kg.

 

Hafalda ÓF 25 var smíðuð árið 1996 í Hafnarfirði

21.06.2014 12:45

Málmey SK sækir kost og sjómann um borð Í Klakk - Myndasyrpa

Stórvinur myndasíðunnar , Þiðrik Unason , sendi mér nokkrar myndir fyrir helgi af því þegar að létta bátur frá Málmey SK 1 sótti kost og sjómann um borð í Klakk SK 5 þann 11. júní.

Í póstinum sem fylgdi myndunum sagði Þiðrik "þeir á Málmey SK 1 komu til að sækja félaga sinn og aukakost, þetta er í 3 sinn sem við siglum út með mann úr áhöfn Málmeyjar á 2 mánuðum"

Ég minni á netfangið 580skoger@gmail.com fyrir þá sem luma á myndum sem þeir vilja leyfa mér að birta hér á myndasíðunni. 

Skipverjar á málmey komnir til að sækja félag sinn og auka kost

 

 

 

 

 

Eggin sett um borð í léttabátinn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég þakka Þiðrik kærlega fyrir sendinguna.

 

20.06.2014 09:15

Gamli & nýji tíminn : Trausti EA & Aggi SI

Það var gaman að sjá Trausta EA og Agga SI koma samtímis inn til löndunar á fimmtudaginn í síðustu viku.

Samkvæmt skipaskrá Fiskifrétta þá er vélastærðin í Trausta EA:

Vél

Aðalvél Perkins
Vélarorka í kW 62
Árgerð 1963
Hestöfl 84,32
Aflvísir

0,00

 Vélastærðin í Agga SI samkvæmt sömu skrá segir : 

Vél

Aðalvél Volvo penta
Vélarorka í kW 119
Árgerð 1999
Hestöfl 161,84
Aflvísir 0,00
 
 

Trausti EA var smíðaður árið 1954 en Aggi SI árið 1985

19.06.2014 12:35

Una GK 266 dregin út

Una GK 266 sem er í eigu Stakkavíkur var dregin út í dag hjá Siglufjarðar Seig . Hvort sem það var gert til þess að rýma til í húsinu eða hvort Una sé að verða klár skal ósagt. 

 

Una GK var smíðuð árið 1988 á Ísafirði og hefur gengið í gegnum miklar breytingar frá upphafi , meðal annars lengd 1997 og stytt á ný árið 2006.

18.06.2014 12:35

Siglufjarðar Seigur smíðar nýjan bát

Seinnipart mánudagsins hífði Siglufjarðar Seigur á land nýjan skrokk sem dregin var til Siglufjarðar frá Seiglu á Akureyri að ég tel. 

Siglufjarðar Seigur mun fullklára bátinn en hann er smíðaður fyrir útgerðarfyrirtæki á Rifi. Á Facebook síðu Siglufjarðar Seigs mátti lesa "Nýja verkefnið okkar, 30 brt - 14,5 metra langur og 4,6 á breidd. Þessi bátur er smíðaður fyrir útgerðarfyrirtæki á Rifi."

Ég mun reyna að gera smíðinni skil hér á síðunni þegar að framlíða stundir.

 

 

 

 

 

Þetta er engin smásmíð og verður gaman að sjá þegar að báturinn verður klár.

17.06.2014 17:40

17. júní

Í dag er þjóðhátíðardagur íslendendinga og óska ég öllum til hamingju með daginn.

Myndin hér fyrir neðan af Hrafnreyði KÓ 100 var tekin fyrir ári síðan , að kvöldi 17 júní þegar að Hrafnreyður kom fyrst til Siglufjarðar.

 

 

16.06.2014 12:10

Edda EA 65

Edda EA 65 er einn af mörgum bátum sem stunda strandveiðar og gera út frá Siglufirði í sumar.

 

Edda EA 65 var smíðuð árið 1988 í Hafnarfirði

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar