Færslur: 2014 Júlí

31.07.2014 11:00

Kristinn ÞH 163

Kristinn ÞH 163 stóð á þurru á dögunum á Húsavík og hefur líklegast gert það síðan í enda júní , því síðasta löndun sem skráð er á bátinn er 27. júní.

Kristinn ÞH er gerður út á net , en það er Hólmsteinn Helgason ehf sem gerir bátinn út.

 

Kristinn ÞH var smíðaður árið 2006

30.07.2014 11:00

Háey ÞH 275

Háey ÞH 275 stóð á þurru á dögunum á Húsavík og hefur líklegast gert það síðan í enda júní , því síðasta löndun sem skráð er á bátinn er 30. júní.

Það er GPG Seafood sem gerir bátinn út.

 

Háey ÞH var smíðuð árið 2007

29.07.2014 10:45

Lágey ÞH 265

Lágey ÞH 265 stóð á þurru á dögunum á Húsavík og hefur líklegast gert það síðan í enda júní , því síðasta löndun sem skráð er á bátinn er 30. júní.

Það er GPG Seafood sem gerir bátinn út.

 

Lágey ÞH var smíðuð árið 2005

28.07.2014 10:30

Karólína ÞH 100

Karólína ÞH 100 stóð á þurru á dögunum á Húsavík og hefur líklegast gert það síðan í enda júní , því síðasta löndun sem skráð er á bátinn er 26. júní.

Það er Dodda ehf . sem gerir bátinn út.

 

Karólína ÞH 100 var smíðuð árið 2007.

27.07.2014 10:30

Snæfell EA 310

Snæfell EA 310 er glæsilegt skip sem gert er út af Samherja . Á vef Samherja segir " Snæfell (áður Akureyrin EA110) stundar svokallaðar blandaðar veiðar, þ.e. er útbúin til að landa bæði ferskum og frystum fiski.  Um borð eru að jafnaði um 20 manns. Skipið skemmdist í eldsvoða í maí 2006 en hóf aftur veiðar í mars 2009 undir nýja nafninu. "

Snæfell EA hét upphaflega Stella Kristína , síðar Sléttbakur EA , svo Akureyrin EA áður en nafninu var breytt í Snæfell EA.

 
 

Snæfell EA var smíðað árið 1968 í Syvikgrend í Noregi

26.07.2014 11:00

Þinganes SF 25

Þinganes SF 25 landaði rækju nokkrum sinnum á Siglufirði í vor. Hér er skipið á útleið eftir löndun.

 

Þinganes SF var smíðað árið 1991 í Portúgal.

25.07.2014 11:20

Baldvin NC 100

Baldvin NC 100 var við bryggju á Dalvík á dögunum þegar að ég átti leið hjá.

Baldvin NC100 er í eigu dótturfélags Samherja, Deutsche Fischfang Union (DFFU) í Cuxhaven. Skipið hét áður Baldvin Þorsteinsson EA-10 og var fyrsta nýsmíði Samherja.

 

Baldvin NC fór í mikla klössun í vetur og var meðal annars lengdur. Fyrir lengingu var Baldvin 65,5 metra langur, en tæplega 80 á eftir. 

Talið er að endurbæturnar á Baldvin NC100 hafi kostað um bilinu 5-6 milljónir evra, eða 775-930 millj. kr.

23.07.2014 15:00

Sá glæsilegasti - Trausti EA 98

Ég fæ aldrei leið á að mynda Trausta EA 98 enda einn glæsilegasti strandveiðibátur flotans.

 

 

 

 

 

20.07.2014 14:25

Særún EA 251 - Myndasyrpa

Særún EA 251 var einnig að landa þegar að ég átti leið um Árskógssand.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá því að þeir lönduðu.

 
 
 
 

18.07.2014 12:00

Sólrún EA 151 - Myndasyrpa

Hér er Sólrún EA 151 að landa á Árskógsandi í síðustu viku. Á vef Gísla Reynissonar , Aflafréttum.is , má lesa þann 15. júlí að Sólrún er aflahæst í flokknum "Bátar að 13 BT í júlí - Listi nr. 3 "

Sólrún EA er komin með 21,3 tonn í 8 löndunum í júlí.

Þegar að mig bar að garði voru Sólrúnar menn að landa og var hásetinn í sínum fyrsta túr , einungis 13 ára.

 
 
 
 

18.07.2014 10:00

Björgvin EA 311

Björgvin EA 311 er glæsilegt skip , sem Samherji gerir út. Ég smellti þessari mynd af á leið minni um Dalvík í síðustu viku.

 

Björgvin EA var smíðaður árið 1988 í Flekkefjord í Noregi

17.07.2014 08:45

Bylgjan SK 115

Bylgjan SK 115 er einn af mörgum bátum sem stunda strandveiðar og gera út frá Siglufirði í sumar.

 

Bylgjan SK var smíðuð árið 1992 í Hafnarfirði.

 

Þann 14 júní sl. birtist hér uppfjöllun um Bylgjuna og má lesa hana HÉR - Bylgjan SK dregur gamlan herpramma

16.07.2014 09:00

Dröfn RE 35

Dröfn RE 35 landaði rækju á Siglufirði á mánudagsmorgunin síðastliðinn , um 9,5 tonnum. Fór aflinn í vinnslu hjá Hólmadrang á Hólmavík.

 

Dröfn RE var smíðuð hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1981. Dröfn RE hét upphaflega Otte Wathne NS 90

15.07.2014 13:35

Petrea EA 24

Petrea EA 24 er einn af mörgum bátum sem stunda strandveiðar og gera út frá Siglufirði í sumar.

 

Petrea EA var smíðuð á Siglufirði árið 1985 og hét upphaflega Ingeborg SI

14.07.2014 10:30

Gullborg RE 38

Hér ein í viðbót úr aprílferðinni, mynd af Gullborginni hans Binna í Gröf.

Á vef Faxaflóahafna segir meðal annars um Gullborgina "Gullborgin er eikarskip, smíðuð árið 1946 í Nyborg Skibsværft, Danmörku,  og er um 94 tonn að stærð. Hún var endurbyggð í Bátalóni, Hafnarfirði, 1967 og fékk þá m.a. nýtt stýrishús. Nú er komið á það þriðja stýrishúsið. Gullborgin var lengst af með skráningarnúmerið RE 38.

Aflakóngurinn Binni í Gröf og Einar Sigurðsson útgerðarmaður keyptu Gullborgina árið 1955. Binni var síðan með skipið á árunum 1955 til 1972. Sonur Binna, Friðrik, sótti sjóinn með föður sínum og tók síðan við skipinu og var með það til ársins 2000.

Ási í Bæ söng um Binna í Gröf og sagði hann hafa fiskað 60.000 tonn úr sjó á Gullborginni. Ætla má að Friðrik hafi fiskað svipað, þannig að Gullborgin hefur skilað í kringum 100.000 tonnum á land undir stjórn þeirra feðga. Þó eru þetta ekki nákvæmar tölur.

Faxaflóahafnir sf. eignuðust skipið 2008 og var það tekið upp í Daníelsslipp í Reykjavík þar sem það var teiknað inn í deiliskipulag svæðisins. Þar stendur nú þetta mikla happafley og hefur verið málað líkt og það leit áður út."

 

 

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar