Færslur: 2014 Ágúst

31.08.2014 12:25

Bs. Sigurvin

Björgunarskipið Sigurvin við bryggju á Siglufirði. Sigurvin var smíðaður árið 1988 á Englandi.

 

Í skipaskránni á Sax.is má lesa um Sigurvin :

Skráð lengd 14,80 m
Mesta lengd 15,89 m
Breidd 5,20 m
Dýpt 2,70 m
Brúttótonn 40,73
Nettótonn 12,22

30.08.2014 10:15

Lísa María ÓF 26 - Myndband

Guðjón Björnsson hefur síðustu daga verið að setja inn á Youtube ýmis myndbönd sem hann tók hér á árum áður en hann var sjómaður til fjölda ára.
Ég fékk leyfi hjá honum til þess að birta nokkur þeirra og nú er komið að öðrum þeirra , en það er tekið upp um borð í Lísu María ÓF 26 og um myndbandið segir Guðjón "Skipið er rúm 400 tonn að stærð og búið heilfrystingu, flakafrystingu og saltfiskvinnslu."

Ég þakka Guðjóni vel fyrir og hvet fólk til að horfa á myndbandið , en það er rúmar 13 mínútur að lengd.

Myndataka : Guðjón Björnsson

 

Ætli Haukur eigi miða um Lísu Maríu sem hann væri til í að deila með okkur ?

29.08.2014 13:20

Björgvin EA 311

Hér er Björgvin EA við bryggju á Dalvík á dögunum . Síðasta löndun samkvæmt vef Fiskistofu er skráð 30. júní . 

Gera má ráð fyrir því að Björgvin haldi á ný til veiða á nýju kvótaári .

 

 

28.08.2014 10:55

Otur SI 3

Otur SI 3 var einn af mörgum bátum sem stunduðu strandveiðar og gerður út frá Siglufirði í sumar. 

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á föstudaginn í síðustu viku þegar að Otur SI var undirbúinn undir sjóstangveiði mót sem haldið var á Siglufirði um síðustu helgi.

 
 

 

27.08.2014 10:00

Steini Vigg SI 110

Þeir eru margir glæsilegir eikarbátarnir sem við Íslendingar eigum . Hér er Steini Vigg SI 110 við bryggju á Siglufirði á dögunum .

Í bakgrunni má sjá hið margrómaða veitingahús , Hannes Boy .

 

Í bakgrunni myndarinnar hér fyrir neðan má sjá Hótel Sunnu , en unnið er á fullu við að klára að steypa og loka húsinu fyrir veturinn. Hótel Sunna verður 68 herbergja hótel sem opna mun dyr sínar þann 1.júní 2015

 

Steini Vigg SI 110 var smíðaður á Akureyri árið 1976.

26.08.2014 08:30

Mávur SI 96

Mávur SI 96 var hífður á land í síðustu viku , þar sem hann var meðal annars botnhreinsaður og málaður. 

 

Mávur SI hét áður Ingunn Sveinsdóttir AK.

25.08.2014 10:15

Akraberg ÓF 90 - Góður afli af Hornbanka

Þrír bátar hafa gert út frá Siglufirði síðustu daga á Hornbankann á færum . Akraberg ÓF 90 er einn þeirra og hefur aflinn verið mjög góður. Í fyrsta róðri var aflinn 8,7 tonn , næst 6,1 og á föstudagskvöldið vigtaði aflinn 6,7 . Gera þetta rúm 21 tonn.

Ég tók þessar tvær myndir á föstudaginn þegar að Akraberg ÓF var að koma að bryggju.

 

 

 

Á vefnum Aflafréttir.is má sjá lista síðan 20.ágúst og á honum er Akraberg ÓF í 4 sæti í flokknum bátar að 13.BT.

24.08.2014 13:35

Petra ÓF 88 - Góður afli af Hornbanka

Þrír bátar hafa gert út frá Siglufirði síðustu daga á Hornbankann á færum . Petra ÓF 88 er einn þeirra og hefur aflinn verið mjög góður. Í fyrsta róðri var aflinn 7,9 tonn , næst 5,3 og á föstudagskvöldið vigtaði aflinn 5,2 . Gera þetta rúm 18 tonn.

Myndin hér fyrir neðan var tekin þegar að Petra ÓF var að landa á föstudaginn.

 

Á vefnum Aflafréttir.is má sjá lista síðan 20.ágúst og á honum er Petra ÓF í 6 sæti í flokknum bátar að 13.BT.

23.08.2014 13:45

Myndasyrpa frá Grundarfjarðarhöfn

Þiðrik Unason er duglegur að smella af myndum og hér fyrir neðan má sjá fjórar myndir sem hann tók að morgni 19. ágúst sl. í Grundarfirði .

Á þessum fjórum myndum má sjá Grundfirðing SH , Helga SH , Hring SH og Klakk SK.

Ég þakka Þiðrik kærlega fyrir sendinguna og minni á netfangið 580skoger@gmail.com 

 

Grundfirðingur SH 24

 

Helgi SH 135 & Hringur SH 153

 

Klakkur SK 5

 

Helgi SH 135

 

 

22.08.2014 09:15

Alfa SI 65

Hér eru tvær myndir af Ölfu SI 65 frá því á lokadögum strandveiðanna núna í ágúst mánuði.

 

Oddverja ÓF og Sigurborg SH má sjá í bakgrunni.

 

Alfa SI 65 var smíðuð árið 1986 í Hafnarfirði.

21.08.2014 12:20

Olíubáturinn Andrés

Olíubáturinn Andrés stendur á þurru norðan við Síldarminjasafnið á Siglufirði. Andrés var smíðaður fyrir Olíuverzlun Íslands BP, líklegast árið 1962 og var nefndur í höfuðið á Andrési Hafliðasyni , umboðsmanni BP á Siglufirði.

 

 

 

 

 

20.08.2014 10:15

Jonni ÓF 86

Jonni ÓF 86 var hífður á land í síðustu viku vegna bilunar í skrúfu. Hann var hífður fljótt aftur niður þegar að viðgerð var lokið.

 

19.08.2014 15:15

Sigluvík SI 2 - Myndband

Guðjón Björnsson hefur síðustu daga verið að setja inn á Youtube ýmis myndbönd sem hann tók hér á árum áður en hann var sjómaður til fjölda ára.

Ég fékk leyfi hjá honum til þess að birta nokkur þeirra og hér kemur það fyrsta en það er tekið um borð í Sigluvík SI 2 árið 1991.

Siglfirðingar og margir sjómenn þekkja eflaust marga af þeim sem bregða hér fyrir. Ég þakka Guðjóni vel fyrir og hvet fólk til þess að horfa , þó myndbandið sé langt , eða um 40 mín.

Myndataka : Guðjón Björnsson

 

18.08.2014 12:45

Valdimar GK 195 landar á Siglufirði

Valdimar GK landaði góðum afla á Siglufirði í gærdag. Nú eru tvö skip frá Þorbirni sem landa á Siglufirði þessa dagana , Ágúst GK og Valdimar GK.

Meirihluti aflans fór suður til vinnslu hjá Þorbirni en aukategundir fara á Fiskmarkað Siglufjarðar.

 

Að venju voru það bílar frá Jóni & Margeir sem fluttu aflann suður yfir heiðar.

 

 

17.08.2014 14:10

Kristrún RE 177

Helgi Aage Torfason skipstjóri á Kristrúnu RE sendi mér fjórar myndir sem sjá má hér fyrir neðan , en Kristrún hefur verið í slippnum í Reykjavík síðustu daga. Búið er að mála skipið og eflaust eitthvað fleira. 

Kristrún er glæsileg á að líta , nýmáluð og fín. 

Mynd : Helgi Aage Torfason

 

 Mynd : Helgi Aage Torfason

 

 Mynd : Helgi Aage Torfason

 

 Mynd : Helgi Aage Torfason

 

Ég þakka Helga vel fyrir sendinguna og minni á netfangið , 580skoger@gmail.com

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar