Færslur: 2015 Febrúar

28.02.2015 13:54

Björgvin EA 311

Björgvin EA 311 er glæsilegt skip í eigu Samherja HF . Björgvin EA var við bryggju á Dalvík á dögunum þegar að ég átti leið hjá . 

 

 

27.02.2015 19:50

Gullborg RE 38

Hér er ein úr suðurferð minni frá því í janúar sl . af Gullborg RE . Gullborgin var smíðuð árið 1946 í Danmörku.

 

 

26.02.2015 20:00

Kleifaberg RE 70 að landa á Siglufirði

Kleifaberg RE 70 kom inn til löndunar á Siglufirði í morgun úr Norsku lögsögunni . Er skipið nánast með fullfermi og stendur löndun yfir og eitthvað fram á nótt.

 

Meira síðar ...

26.02.2015 11:10

Suðurey ÞH 9

Hér er mynd sem Arnar Þór Björnsson tók í Vestmannaeyjarhöfn af Suðurey ÞH 9 . Suðurey ÞH er gerð út af Ísfélagi Vestmannaeyja HF.

Mynd : Arnar Þór Björnsson

 

Í skipaskra Fiskifrétta segir meðal annars um Suðurey ÞH

Smíði

Smíðaár 1991
Smíðastaður Akureyri
Smíðaland Ísland
Smíðastöð Slippstöðin hf
Smíðanúmer B-72
Efniviður Stál

25.02.2015 12:50

FishingHat : Saumað fyrir pokann

Mánaberg ÓF 42 er við veiðar við Noregsstrendur. Addi Þórs vélstjóri er duglegur að mynda og setja inn myndir á vefsíðuna sína , fishinghat.wordpress.com

Hér fyrir neðan er mynd síðan 18. febrúar sem ber heitið " Saumað fyrir pokann "

Mynd : Arnþór Þórsson

 

24.02.2015 10:20

Angunnguaq II (ex Geiri Péturs ÞH)

Angunnguaq II er í slipp á Akureyri þessa dagana . Skipið var smíðað árið 1985 og bar nafnið Geiri Péturs ÞH 344 árið 2000 á meðan það var í eigu íslenskra aðila en var selt sama ár til Noregs.

 

Haukur Sigtryggur setti inn miða um Angunnguaq II hér á dögunum og má sjá hann hér fyrir neðan : 

2445....Geiri Péturs ÞH 344...skut...888 t...1985. OV-XZ.

IMO-nr. 8411011.
Skipasmíðastöð: Langsten Skip & Batbyggeri A/S. Tomrefjord. Noregi.

2009 = Lengd: 41,56. Breidd: 11,0. Dýpt: 7,06. Brúttó: 888. Nettó: 305.
Smíðanúmer 401.

Aldrei gerður út hér á landi.
Mótor. ?

Luutvik. Útg: ?? Noregi. (1985 - 2000).

Seldur til Íslands 2000.
Geiri Péturs ÞH 344. Útg: Geiri Péturs h.f. Húsavík. (2000).

Seldur til Noregs 2000.
Longyearbyen. Útg: Macximal. Tromsö Noregi. (2000 - 2003).
Leiv Eriksson. Útg: Lá við bryggju mest allan tíman. (2003 - 2004).

Seldur til Eistlands 2004.
Andvari EK 0401. Höfn: Tallinn. Útg: Jóhann Halldórsson. Vestmannaeyjum. (2004 - 2006).

Seldur til Grænlands 2006.
Angunnguaq II. GR8-58. Útg: Angunnguaq A/S. Sisimiut. (2006 - 2015).

 

23.02.2015 12:30

Ísborg ÍS 250

Sæmundur Þórðarson sendi mér nokkrar myndir um daginn og hér er ein af Ísborg ÍS 250.

Síðasta löndun sem skráð er á skipið samkvæmt vef Fiskistofu var 9.október 2014. 

Mynd : Sæmundur Þórðarson

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Ísborg ÍS 

Smíði

Smíðaár 1959
Smíðastaður Stralsund a-þýskaland
Smíðaland Þýskaland
Smíðastöð V.e.b. volkswerft

22.02.2015 10:30

Snæfell EA 310

Snæfell EA 310 er einn glæsilegasti togari landsins. Eitt sinn las ég að Snæfellið sé elsti skuttogari íslendinga en skipið var smíðað í Syvikgrend í Noregi árið 1968. Upphaflega bar skipið nafnið Stella Kristina KG , síðan Sléttbakur EA og Akureyrin EA.

Á vef Samherja segir um skipið " Snæfell (áður Akureyrin EA110) stundar svokallaðar blandaðar veiðar, þ.e. er útbúin til að landa bæði ferskum og frystum fiski.  Um borð eru að jafnaði um 20 manns. Skipið skemmdist í eldsvoða í maí 2006 en hóf aftur veiðar í mars 2009 undir nýja nafninu. "

 
 

 

Með því að smella HÉR má sjá myndband eftir Tryggva Má Meldal af Snæfellinu leggjast að bryggju á Akureyri.

21.02.2015 11:50

Nokkrar gamlar : Bryggjuliðsskúrinn á Siglufirði

Í dag leitum við í gömlu albúmin hjá pabba og fáum að sjá myndir af hluta bryggjuliðsins mála gamla bryggjuliðsskúrinn á Siglufirði.

Haraldur Böðvarsson síldarverkandi byggði húsið og notaði það undir skrifstofur og lagergeymslur á meðan hann saltaði síld á Siglufirði.

Á myndunum má sjá Kára Jónsson , Guðna Sveinsson , Adolf Árnason , Árna Th. Árnason og fl.

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

20.02.2015 14:22

Pétur Þór BA 44

Pétur Þór BA 44 liggur við bryggju á Akureyri . Hver framtíð hans er , veit ég ekki . Síðasta löndun sem skráð er á bátinn var 19.mars 2003.

Vita lesendur myndasíðunnar hver framtíð hans er ?

 

Ætli Haukur eigi miða um Pétur Þór BA ?

19.02.2015 12:50

Oddeyrin EA 210

Oddeyrin EA 210 lá við bryggju á Akureyri um helgina þegar að ég átti leið þar um en skipið er á leið í slipp . Í hvaða tilgangi er mér ekki kunnugt um.

 
 

Í skipaskrá fiskifrétta segir meðal annars um Oddeyrina EA

Smíði

Smíðaár 2000
Smíðastaður Figueras castrop spánn
Smíðaland Spánn
Smíðastöð Astilleros gondan s.a.
Smíðanúmer 409
Efniviður Stál

18.02.2015 18:18

Sæbjörg RE

Hér er mynd sem Sæmundur Þórðarson sendi mér á dögunum af Sæbjörgu RE . Á vef Landsbjargar segir um skipið "Sumarið 1998 eignaðist Slysavarnafélag Íslands, nú Slysavarnafélagið Landsbjörg, nýtt skip til að leysa það eldra af hólmi. Þá gaf ríkisstjórn Íslands félaginu ferjuna Akraborg til nota fyrir starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna. Skipið var þá um það bil að hætta siglingum vegna tilkomu Hvalfjarðarganganna. Var skipinu gefið nafnið Sæbjörg er það var afhent 12. júlí 1998. Fóru fram umtalsverðar breytingar á skipinu svo það hentaði til nota sem skólaskip, en starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna hófst í nýrri Sæbjörgu í október 1998."

Mynd : Sæmundur Þórðarson

Einnig má lesa á Landsbjargar vefnum : 

Helstu mál:
Lengd: 68,79 m
Breidd: 11,15 m
Djúprista: 3,50 m
Brúttótonn: 1774 tonn
Aðalvélar: Nohab Polar 1700 kW
Ganghraði: 11,5 hnútar
Áhöfn: 8
Smíðastaður: Trondhjems Mek. Verksted, Noregi 1974
Kallmerki: TFBP

 

17.02.2015 10:15

Sighvatur Bjarnason VE 81

Í dag sjáum við tvær myndir sem nágranni minn , Arnar Þór Björnsson , tók af Sighvati Bjarnasyni VE 81 í fyrra. 

Sighvatur Bjarnarson VE var smíðaður árið 1975 í Noregi hjá Vaagland baatbyggery og bar smíðanúmerið 87

Mynd : Arnar Þór Björnsson

 

Mynd : Arnar Þór Björnsson

 

Í skipaskrá Fiskifrétta má meðal annars lesa um Sighvat Bjarnason : 

Stærð og mál

Brúttórúmlestir 708,75
Brúttótonn 1153,29
Nettótonn 508,34
Mesta lengd 68,77
Skráð lengd 62,05
Skráð dýpt 7,55
Skráð breidd 9,80

16.02.2015 16:00

Anna EA 305

Anna EA 305 lá við bryggju á Akureyri um helgina. Síðasta löndun sem skráð er á Önnu EA er 2 febrúar en þá landaði skipið rúmlega 100 tonnum.

Á vef Samherja má lesa um Önnu EA "Línuskipið Anna EA kom til Akureyrar í ágúst 2013 og er gert út af Útgerðarfélagi Akureyringa.

Skipið hét Carisma Star, smíðað í Noregi 2001 og fór í gagngera yfirhalningu árið 2008 þar sem vinnsludekkið var meðal annars endurbyggt og vistarverur endurbættar. Skipið er mjög vel með farið og vel útbúið til línuveiða en skipið er með brunn í miðju skipinu, fremst í vélarrúmi þar sem línan er dregin í gegnum en fá skip í heiminum eru þannig útbúin. "

 

 

 

Glæsilegt skip.

15.02.2015 16:45

Varðskipið Þór

Hér er ein af Varðskipinu Þór í Reykjarvíkurhöfn frá því í janúar. Á vef Landhelgisgæslunnar má lesa um Þór : 

"Smíði á nýju fjölnota varðskipi Landhelgisgæslu Íslands var í umsjón ASMAR skipasmíðastöðvar sjóhersins í Talcahuano í Chile. Smíði skipsins hófst þann 16. október 2007.

Skipið var sjósett þann 29. apríl 2009.

Skipið var afhent 23. september 2011."

 

 

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar