Færslur: 2015 Mars

31.03.2015 12:50

Múlaberg SI 22

Múlaberg SI 22 hefur hafið veiðar á ný á rækju , eftir að hafa verið á fiskitrolli frá því um áramót . 

Myndin hér fyrir neðan var tekin þegar að Múlinn kom í höfn eftir síðasta túrinn á fiskitrolli , þann 22. mars. 

 

30.03.2015 19:31

Lundi RE 20

Hér er ein frá því í janúar af Lunda RE 20 í Reykjavíkurhöfn . Gaman væri ef Haukur ætti miða um Lunda RE og sögu hans ?

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir um Lunda RE :

Smíði

Smíðaár 1964
Smíðastaður Akureyri
Smíðaland Ísland
Smíðastöð Skipasmíðastöð k.e.a
Smíðanúmer  
Efniviður Eik

29.03.2015 20:25

Nói ÓF 19

Hér er ein af Nóa ÓF 19 sem ég tók í febrúar síðastliðnum en báturinn hefur staðið á þurru í vetur á Ólafsfirði.

 

28.03.2015 10:50

Gulltoppur GK 24 landar á Siglufirði - Myndasyrpa

Eins og ég sagði frá á dögunum , þá er Gulltoppur GK 24 kominn norður á Siglufjörð . Hefur Gulltoppur fiskað ágætlega , mest komist yfir 13 tonn.

Ég smellti af nokkrum myndum þegar að landað var úr Gulltopp á fimmutdaginn síðasta.

 
 
 
 

 

26.03.2015 12:45

Magnús HF 20 (ex Magnús Geir) farinn frá Siglufirði !!

Í gærkveldi sigldi Magnús HF 20 (ex Magnús Geir , Gjafar) frá Siglufirði . Samkvæmt vef Fiskistofu var síðasta löndun skráð 9. desember en síðan hefur Magnús HF legið í Siglufjarðarhöfn. Eitthvað vesen var á eignarhaldi skipsins og hefur það nú skipt um nafn og er í dag í eigu Storms Seafood.

Hver framtíð skipsins verður , veit ég ekki en Magnús HF var gerður út á rækju og sauð aflann um borð.

 
 
Mynd : Skjáskot af Marine Traffic í gærkveldi - ggs

 

24.03.2015 21:45

Alfa SI 65

Hér er ein frá því í sumar af Ölfu SI 65 . Á myndinni má sjá Baldvin Kárason stórútgerðarmann koma úr strandveiðiróðri.

 

23.03.2015 21:05

Gunnbjörn ÍS 302

Hér er mynd sem Sæmundur Þórðarsonn sendi mér fyrir skömmu af Gunnbirni ÍS 302.

Samkvæmt vef Fiskistofu var síðasta löndun úr Gunnbirni ÍS þann 7 október 2013. Í dag er skráður eigandi að skipinu Sólberg ehf.

Getur einhver frætt okkur hve staðan á skipinu er í dag ? 

Mynd : Sæmundur Þórðarson

 

Gunnbjörn ÍS var smíðaður árið 1973 í Noregi . 

22.03.2015 18:00

Ein gömul : Jökull SI 118 & fleiri gamlir bátar

Á vefnum FishiningHat.wordpress.com sem Arnþór Þórsson heldur úti , mátti sjá þessa skemmtilegu mynd sem tekin er fyrir fjölda ára í dokkinni á Siglufirði. Myndin er af Jökli SI 118 , trillu sem Gunnar Jóhannsson átti.

Ég þekki nú ekki marga báta þarna , sýnist þó Snarfari SI 11 sem faðir minn átti sé þarna (blá trillan) og Lukka SI.

Eru einhverjir sem átta sig á því hvenær myndin er tekin ?

Mynd : Arnþór Þórsson - Fishinghat.wordpress.com

 

 

21.03.2015 15:40

Neptune EA 41 í slippnum á Akureyri

Haukur Sigtryggur á Dalvík sendi mér þessar tvær í gær af Neptune EA , sem er í slipp á Akureyri þessa dagana.

Neptune var smíðað í Noregi árið 1977.

Mynd : Haukur Sigtryggur

 

Mynd : Haukur Sigtryggur

 

20.03.2015 12:45

Grásleppuveiðar hefjast í dag !

Sjómenn máttu byrja að leggja grásleppunet sín í morgun og héldu nokkrir bátar frá Siglufirði af stað á miðin í morgun.

Í Fiskifréttum mátti lesa fyrir skömmu viðtal við Örn Pálsson framkvæmdastjóra Landssambands Smábátaeigenda þar sem segir "Það eru engar birgðir til af grásleppuhrognum í landinu. Við verðum varir við aukna eftirspurn sem mun væntanlega leiða til verðhækkunar. MSC-vottun á grásleppuveiðum hefur líka í för með sér meiri kostnað vegna veiða og framleiðslu og það eitt gefur líka tilefni til að verðið hækki. Loks eigum við von á því að verð á búknum sjálfum eigi eftir ad hækka 

 

Hafa einhverjir heyrt einhver verð nefnd til sögunnar ? Gaman væri að fá tölur hér að neðan .

19.03.2015 16:00

Hvalur 8 & Hvalur 9

Það þarf ekki mikinn skýringartexta með þessum myndum sem hér fylgja en þetta eru myndir af Hval 8 og Hval 9 sem ég tók í janúar sl.

 
 
 

18.03.2015 13:00

Snæfell EA 310

Þiðrik Unason sendi mér tvær myndir af Snæfellinu á dögunum þegar að það var til löndunar á Dalvík þann 9.mars .

Samkvæmt vef Fiskistofu var aflinn um 232 tonn , þar af 184 tonn þorskur.

Ég þakka Þiðrik fyrir sendinguna og minni á netfangið mitt ; 580skoger@gmail.com fyrir þá sem vilja sem deila með okkur myndum.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

16.03.2015 17:00

Gulltoppur GK 24

Gulltoppur GK 24 sem Stakkavík gerir út er kominn norður á Sigufjörð til veiða og hefur landað um 18 tonnum í fyrstu tveimur róðrunum,

 

 

15.03.2015 16:45

Fleiri myndir af veðurofsanum - Gámur fauk í sjóinn !

Ég birti þrjár myndir í gær þar sem sjá mátti yfir höfnina á Siglufirði í ofsaveðrinu sem gekk yfir landið.

Sem betur fer var rólegt hjá Björgunarsveitinni Strákum á Siglufirði en þó voru nokkur útköll . Eitt af því var gámur sem hafði fokið í sjóinn en sökum veðurs var ekkert hægt að gera í því en gámurinn fauk af Hafnarbryggjunni og endaði skorðaður við grjótgarðinn við Óskarbryggju.

 
 

Björgunarsveitin Strákar var síðan beðin um koma auka tógi að framan á Gulltopp GK , vegna ótta við um að þau sem fyrir væru myndum ekki halda í veðurofsanum.

Hér sést hluti Bj. Stráka reyna að draga Gulltopp GK að bryggju .

 

14.03.2015 16:30

Myndir af veðurofsanum í dag

Það má segja að brjálað veður hafi gengið yfir landið fyrr í dag. Á Siglufjarðarvegi mátti sjá vef vegargerðarinnar að vindstyrkurinn fór yfir 60 m/sek.

Vindstyrkurinn hér innan fjarðar var eflaust í kringum 40-50 sek í verstu kviðunum og á tímabili sást ekki yfir höfnina á Siglufirði vegna særoks.

Hér má sjá þrjár myndir sem ég tók í morgun um kl. 11:00 en á þeim sjást Múlaberg SI og Bjarni Sæmundsson RE .

 

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar