Færslur: 2015 Maí

31.05.2015 14:55

Narfi SU 68

Þessa mynd tók ég fyrir mánuði síðan á Akureyri af Narfa SU 68 en búið er að selja bátinn til Noregs.

Búið var að sneiða framan af stefni bátsins til þess að stytta hann þannig að hann yrði gjaldgengur í 12 metra kerfinu norska. 

 

30.05.2015 11:30

Sunna SI 67

Hér er ein af Sunnu SI 67 að koma í land eftir handfæraróður á mánudaginn síðastliðinn

 

Sunna SI var smíðuð árið 1989 hjá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði.

29.05.2015 08:40

Venus NS 150 - Glæsilegt skip

Venus NS 150 kom til heimahafnar á Vopnafirði að kvöldi Hvítasunnudags eftir um 3.700 sjómílna siglingu frá Tyrklandi þar sem skipið var smíðað.

Á Kvótinn.is má lesa margar góðar greinar um Venus NS með því að smella á fyrirsagnirnar hér fyrir neðan:

"Eitt umhverfisvænasta skip flotans"

"Allt stærra og fullkomnara en við eigum að venjast"

"Meðalaldur flota HB Granda verður 8 ár"

"Venus kominn heim"

Mynd : Vernharður Hafliðason

 

Á vefsíðunni Trú.is má lesa blessun eftir Stefán Má Gunnlaugsson , sem flutt var við blessun skipsins við komuna til heimahafnar.

28.05.2015 08:40

Fiskbókin - upplýsingaveita um íslenskan fisk

Á vef Matís.is má lesa frétt sem byrjar svo "Búið er að opna Fiskbókina en bókin er fróðleikur um helstu nytjafiska, upplýsingar um veiði þeirra, s.s. veiðisvæði, á hvaða árstíma þeir veiðast og helstu veiðarfæri. Með þessari rafrænu útgáfu Fiskbókarinnar er mögulegt að koma á framfæri margvíslegum upplýsingum um fisk og fiskafurðir, fræðslu og rannsóknum sem þeim tengjast með mun skilvirkari og fjölbreyttari hætti en hægt er í prentaðri bók."

Með því að smella HÉR , er hægt að lesa bókina.

                   Mynd : Fengin af vef Matís.is

 

Í tenglasafninu hér á hægri spalta síðunnar má finna tengil sem vísar á Fiskbókina.

27.05.2015 10:00

Nökkvi ÞH 27 landar á Siglufirði

Nökkvi ÞH 27 landaði á Siglufirði á mánudaginn síðastliðinn ágætis afla. Nökkvi ÞH er eitt af þeim rækjuskipum sem sýður rækjuna um borð og er hún flutt út fersk með flugi.

 

Nökkvi ÞH var smíðaður árið 1982 á Ísafirði

26.05.2015 11:20

Sigurbjörg ÓF 1 landar á Siglufirði

Sigurbjörg ÓF kom inn til Siglufjarðar í gærmorgun til millilöndunar. Landað var úr skipinu um 10 kössum , eða um 220 tonnum af afurðum. Var uppistaða aflans þorskur og ufsi.

Sigurbjörg ÓF hélt svo á ný til veiða um kl. 20:00 í gærkveldi.

 

25.05.2015 21:15

Fleiri myndir af farþegaskipinu Fram

Hér koma fleiri myndir af farþegaskipinu Fram sem Þiðrik Unason tók í Grundarfjarðarhöfn í gær.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

24.05.2015 21:00

Farþegarskipið Fram í Grundarfjarðarhöfn

Þiðrik Unason tók þessa mynd í morgun af norska farþegaskipinu Fram í Grundarfjarðarhöfn.

 

Á MarineTraffic segir um Fram : 

IMO: 9370018
MMSI: 258932000
Call Sign: LADA7
Flag: Norway (NO)
AIS Type: Passenger
Gross Tonnage: 11647
Deadweight: 984 t
Length × Breadth:113.65m × 26.9m
Year Built: 2007
Status: Active

24.05.2015 17:25

Trausti EA 98 - 60 ára og í fullu fjöri

Ég fæ aldrei nóg af því að mynda Trausta EA 98. Hér er ein frá því í síðustu viku er Trausti var að koma að bryggju eftir róður.

 

23.05.2015 13:10

Kristina EA 410

Þiðrik Unason sendi mér þessa mynd í gærkveldi af Kristina EA 410 við bryggju á Akureyri.

Kristina EA var smíðuð á Spáni árið 1994 og bar áður nafnið Engey RE.

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Kristina :

Stærð og mál

Brúttórúmlestir 4279,93
Brúttótonn 7681,61
Nettótonn 2342,41
Mesta lengd 105,0
Skráð lengd 93,89
Skráð dýpt 14,70
Skráð breidd 20,00

22.05.2015 12:35

Saxhamar SH 50

Hér er mynd frá því í enda apríl af Saxhamar SH 50 í slippnum á Akureyri . Saxhamar tók niðri í innisiglingunni í Rifi í enda mars en Hamar SH 224 dróg Saxhamar norður í slipp.

 

21.05.2015 09:40

Röst SK með í skrúfunni - Nökkvi ÞH dróg skipið í land - Myndasyrpa

Um kl. 22:30 kom Nökkvi ÞH 27 með Röst SK 17 í togi til Siglufjarðar . Röst SK var á rækjuveiðum um 60 sjómílur norður frá Siglufirði og hafði nýhafið veiðar. Fékk þá Röst SK pokann úr trollinu í skrúfuna og var Nökkvi ÞH fenginn til að draga skipið til Siglufjarðar eins og áður segir . 

Var kafari fenginn til þess að losa úr skrúfunni en Nökkvi fór um leið og búið var að koma Röstinni að bryggju.

Ég tók þónokkuð margar myndir en birti þó hér aðeins 11 myndir . Látum það duga í bili .

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

20.05.2015 10:05

Gamli og nýji tíminn : Trausti EA & Óli á Stað GK

Hér er ein skemmtileg mynd af tveimur bátum sem báðir eru smíðaðir á Akureyri.

Trausti EA 98 var smíðaður hjá skipasmíðastöð KEA árið 1954 en Óli á Stað GK var smíðaður 60 árum síðar , árið 2014 hjá Seiglu.

Það er pínu munur á bátunum og nú spyr ég , hvor báturinn finnst ykkur fallegri ?

 

19.05.2015 10:30

Guðbjörg GK 666 komin norður !

Guðbjörg GK 666 sem Stakkavík gerir út , er komin norður og hefur nú landað þrívegis ágætis afla. 

Báturinn var smíðaður árið 2004 og hefur borið nöfnin Ósk KE 5, Frosti II KE 230, Árni í Teigi GK 1, Pálína Ágústsdóttir GK 1, Reynir GK 666 ásamt núverandi nafni, Guðbjörg GK 666. 

 

Með því að SMELLA HÉR má sjá færslu frá 27.02.2014 þegar að Guðbjörg GK var sett á flot eftir miklar endurbætur hjá Siglufjarðar Seig á Siglufirði.

18.05.2015 09:45

Múlaberg SI 22

Hér er Múlaberg SI 22 að koma inn til Siglufjarðar núna á dögunum eftir góðan rækjutúr.

 

Í skipaskrá Fiskifrétta má meðal annars lesa um Múlaberg SI :

Smíði

Smíðaár 1973
Smíðastaður Niigata japan
Smíðaland Japan
Smíðastöð Niigata engineering ltd
Smíðanúmer 0467
Efniviður Stál
 
Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar