Færslur: 2015 Október

31.10.2015 22:00

Aðalberg BA 236

Hér er mynd frá Þiðrik Unasyni frá því í sumar af Aðalberg BA 236 . 

Samkvæmt vef Fiskistofu var síðasta löndun 31.janúar 2014 en þá landaði skipið rúmum 2 tonnum í Sandgerði .

Mynd : Þiðrik Unason

 

Veit einhver eitthvað um framtíð þessa skips ?

29.10.2015 19:15

Hvalur 6 & 7

Þessa skemmtilegu mynd fékk ég lánaða hjá velunnara síðunnar , Magnúsi Jónssyni , af hvalveiðibátunum Hval 6 og Hval 7 . 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Hvalur 6 var smíðaður árið 1946 en Hvalur 7 var smíðaður árið 1945. Bæði skipin voru smíðuð í skipasmíðastöðinni Smith Doch & Co Ltd í Middelsborough á Englandi.

28.10.2015 14:15

Westsund & Ísbjörn - 4 myndir

Það er gaman frá því að segja að alltaf bætist í hóp velunnara síðunnar því Magnús Jónsson í Hafnarfirði er byrjaður að lauma að mér myndum og fleiru og kann ég honum bestu þakkir fyrir .

Magnús tók nokkrar myndir nú á dögunum þegar danski drátt­ar­bát­ur­inn Westsund kom með frysti­tog­ar­ann Ísbjörn ÍS-304 í togi frá Græn­landi og í texta frá honum segir "eins og sést er Westsund kemur með Ísbjörn er dráttar beislið sett niður við sjólínu. Ísbjörn var mannlaus yfir hafið. Ef dráttartaugin hefði slitnað voru ankeriskeðjurnar af  Ísbirni tengdar við vír sem var bundinn aftur með b.b síðunni. Síðan kom tóg sem lá aftur úr skipinu fest í belg. Ef dráttartaugin hefði slitnað þá hefði dráttar báturinn farið í belgin og tengt á ný. Vanir menn"

Ísbjörn ÍS var i leigu hjá grænlensku fyrirtæki sem nýtti það um tíma til að frysta grálúðu og annan fisk af smábátum við Grænland en skipið hafði legið í um tvo mánuði með bilaðan gír .

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

27.10.2015 11:50

Útboð - Siglufjörður, endurbygging Bæjarbryggju

Á vef Vegagerðarinnar mátti lesa þann 16.október síðastliðinn :

Siglufjörður, endurbygging Bæjarbryggju

Hafnarsjóður Fjallabyggðar óskar eftir tilboði í ofangreint verk.

Helstu verkþættir og magntölur eru:

·           Brjóta og fjarlægja kant, polla og þekju á núverandi Bæjarbryggju,  um 205 m.

·           Fylling og kjarni, 22.000 m³.

·           Jarðvinna, uppúrtekt og þjöppun.

·           Reka niður 162 stálþilsplötur og ganga frá stagbitum og stögum.

·           Steypa um 227 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.

·           Grjótgarður, um 60 m langur.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. júní 2016.

Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) og á skrifstofu Fjallabyggðar, Gránugötu 24, frá og með þriðjudeginum 20. október 2015.  Verð útboðsgagna er 5.000 kr.

Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 3.nóvember 2015 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.

- - -

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hluta af Hafnarbryggjunni á Siglufirði.

26.10.2015 12:45

Varðskipið Þór - Glæsilegt skip.

Varðskipið Þór kom inn til Siglufjarðar á föstudaginn og lagðist að Óskarsbryggju . Þegar að ég leit svo út um eldhúsgluggan í gærmorgun sá ég að skipið var farið. Hver ástæðan er fyrir komu þess til Siglufjarðar , er mér ekki kunnugt um.

 

 

25.10.2015 17:00

Jóhann Gauti 7 ára

Sonur minn , Jóhann Gauti , er 7 ára í dag . Er því við hæfi að birta mynd af honum hér á myndasíðunni með Kristrúnu RE í bakgrunni.

 

25.10.2015 12:00

Breytingar um borð í Sigurborg SH

Frá því á þriðjudaginn í síðustu viku hafa iðnaðarmenn frá JE Vélaverkstæði unnið um borð í rækju skipinu Sigurborg SH við breytingar á millidekkinu þar sem slægingar línan er endurnýjuð ásamt því að talibana bandi er komið fyrir.

Ég leit við í byrjun vikunnar þar sem iðnaðarmennirnir ásamt vélstjórunum Guðmanni og Ragnari voru á fullu og smellti af nokkrum símamyndum. 

Freysteinn Ragnarsson

 

Guðmundur Einarsson & Freysteinn Ragnarsson

 

Guðmann , Ragnar , Guðmundur og Freysteinn

 

Sigurbjörn Jóhannsson - Rafvirki

 

Félagarnir Guðmann Jóhannesson og Ragnar "Guðmann" Ragnarsson

 

24.10.2015 21:10

Gunnar á Eyri SH 152

Hér er ein frá því úr ferðalagi mínu í Stykkishólmi í haust af Gunnari á Eyri SH 152. Samkvæmt vef Fiskistofu , finn ég enga löndun skráða á bátinn .

 

22.10.2015 23:55

Hrafn GK 111

Það er mikið um að vera í Siglufjarðarhöfn þessa dagana . Í dag var landað úr Hrafni GK 111 og núna í kvöld var Tjaldur SH 270 að landa. 

Í fyrramálið er Sturla GK 12 til löndunar og um helgina verður landað úr Mánaberginu , Sigurbjörginni og Kristrúnu RE .

 

Myndin af Hrafni GK er frá því á sunnudaginn síðastliðinn en þá var landað rúmlega 60 tonnum úr skipinu.

21.10.2015 22:00

FishingHat : Togað í sólarátt

Þær eru margar flottar myndirnar sem Addi Þórs , vélstjóri á Mánaberginu , birtir á vefsíðunni sinni fishinghat.wordpress.com

Hér er ein af þeim og ber hún titilinn " Togað í sólarátt " en hún er tekin um borð í Mánaberginu á dögunum. 

Mynd : Arnþór Þórsson

 

Tengil á síðuna Adda má finna hér á hægri spalta síðunnar . Þar má sjá margar flottar myndir sem teknar eru um borð í Mánaberginu.

20.10.2015 12:45

Pálína Ágústsdóttir GK 1

Pálína Ágústsdóttir GK 1 landaði á Siglufirði i gærkveldi rúmum 5 tonnum . Er þetta önnur löndun Pálínu á Siglufirði í október en báturinn landar aðallega á Dalvík . 

Pálína Ágústsdóttir GK er gerð út af K&G ehf í Sandgerði og var smíðuð árið 2004.

 

19.10.2015 16:05

Hamar SH 224 landar á Siglufirði

Hamar SH 224 hefur nú landað sjö sinnum á Siglufirði það sem af er hausti . Þessi öldungur sem smíðaður er í Selby á  Englandi árið 1964 hefur fiskað ágætlega en ég mun fjalla nánar um Hamar á næstunni og birta fleiri myndir.

 

18.10.2015 18:50

Daníel SI 152 í slippnum á Siglufirði

Daníel SI stendur sína vakt sem áður fyrr í gamla slippnum á Siglufirði og á vonandi eftir að standa nokkur ár til viðbótar .

 

17.10.2015 13:25

Berglín GK 300 landar á Siglufirði

Berglín GK 300 kom inn til Siglufjarðar á fimmtudaginn á leið sinni að vestan og landaði ágætis afla , áður en skipið hélt austur fyrir land.

 

Eins og sjá má er Berglín GK nýkomin úr slipp .

16.10.2015 18:48

Dúan SI 130

Hér er Dúan SI 130 á siglingu á dögunum en Dúan er gerð út á handfæri frá Siglufirði.

 
Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar