Færslur: 2015 Nóvember

30.11.2015 18:10

Sunnudagsgáta: Rétt svar er Þórsnes SH 109

Jæja .. betra er seint en aldrei . Ætlaði að vera löngu búinn að koma með rétt svar hingað inn en vegna anna dróst það aðeins , en það var hann Magnús sem kom með rétt svar við gátunni . Skaut hann á Þórsnes SH .

 

Í fyrra var ég reglulega með svona gátur og var þátttakan ágæt . Nú spyr ég , er þetta eitthvað sem fólk hefur áhuga á að verði fastur liður í hverri viku ?

29.11.2015 19:55

Sunnudagsgáta : Hver á brúna ?

Skellum í eina gátu í tilefni dagsins og spyrjum eins og sem oft áður , hver á brúna ? 

 

Rétt svar kemur síðar í kvöld eða í fyrramálið.

28.11.2015 17:35

Góð grein um Birting NK (ex stóra Börk NK)

Á vefsíðunni thsof.123.is má lesa góða og merkilega grein um aflaskipið Birting NK 124 (ex. Börk NK 122). 

Þar fjallar Þórhallur Sófusson Gjöveraa um sögu skipsins í máli og myndum og með því að smella HÉR er hægt að komast á síðuna hjá Þórhalli.

                      Mynd : Þórhallur S Gjöveraa - Fengin af thsof.123.is

27.11.2015 19:00

Ilivileq GR-2-201

Hér er mynd frá því í sumar af Ilivileq GR-2-201 í Reykjavíkurhöfn . Ilivileq bar áður nafnið Skálaberg RE 7

 

26.11.2015 12:00

Apríl HF 347 ex Ver AK 2

Það er alltaf gaman að fá sendar myndir af skipum og bátum sem ég get birt hér á vefnum , en á dögunum fékk ég senda þessa mynd af Apríl HF 347 og í texta sem fylgdi myndinni segir " Sagan af þessu skipi: Ver AK 200 var smíðaður hjá Komuny Paryskiej í Gdynia Póllandi árið 1974, lengdur 1991.  Þjónaði sem varðskip í stuttan tíma í 200 mílna stríðinu en laskaðist illa er freigátan Leander F 109 sigldi á hann 22 maí 1976.  Fær nafnið Jón Dan HF árið 1977 og síðan Apríl HF 347.  Verður Víðir HF 201 árið 1985 og síðan Víðir EA 910.  Seldur í kvótahopp í Noregi árið 2008 og síðan í pottinn í Greena nokkrum mánuðum seinna. "

Kristján Jónas Svavarsson sendi mér þessa glæsilegu mynd en faðir hans , Svavar Benediktsson , var skipstjóri á Apríl HF þegar að myndin var tekin.

Mynd : Úr safni Kristjáns Jónasar Svavarssonar 

 

Ég minni á netfangið mitt , 580skoger@gmail.com , fyrir þá sem vilja senda mér myndir eða texta til að birta hér á síðunni.

25.11.2015 12:55

Hörður Björnsson ÞH 260 á Siglufirði

Línuskipið Hörður Björnsson ÞH 260 kom inn til Siglufjarðar í gærdag vegna smávægilegrar bilunar . Hélt svo skipið á ný til veiða í gærkveldi.

 
 

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Hörð Björnsson : 

Smíði

Smíðaár 1964
Smíðastaður Stord noregur
Smíðaland Noregur
Smíðastöð A.s. stord verft
Smíðanúmer 566
Efniviður Stál

 

24.11.2015 12:45

Svar við gátu : Valdimar GK 195 !

Hún var ekki erfið gátan sem ég skellti hér inn í gærkveldi , en rétt svar við henni var auðvitað Valdimar GK 195 . 

Það var hann Keli sem var fyrstur til þess að koma með rétt svar .

 

 

23.11.2015 22:50

Gáta : Hver á stefnið ?

Hvernig væri að skella í eina léttu gátu fyrir svefninn og spyrja , hver á stefnið ? 

 

Rétt svar kemur inn á morgun ..

22.11.2015 10:15

Pálína Ágústdóttir GK 1

Þiðrik Unason var á röltinu um Sauðárkrókshöfn á föstudaginn þegar að Pálína Ágústdóttir GK var hífð á land og sett á bíl sem flutti bátinn suður.

Þiðrik smellti af nokkrum myndum sem sjá má hér fyrir neðan :

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

20.11.2015 12:25

Einn stærsti hlýri sem mælst hefur !? 136 cm & 30 kg +

Á miðvikudaginn við endurvigtun á afla úr línuskipinu Tómasi Þorvaldssyni GK mátti finna hlýra sem líklegast er einn af þeim stærri sem mældur hefur verið á Íslandi ? 

Tryggvi Sveinsson frá Hafrannsóknastofnun kom í heimsókn á Fiskmarkað Siglufjarðar til þess að mæla og kvarna hlýra og við mælingu hjá honum reyndist fiskurinn vera 136 sentimetrar á lengd og vigtaði hann 30 kg slægður . Eflaust hefur fiskurinn þá vigtað um 32-35 kg óslægður.

Til gamans má geta að í fyrra mældist hlýri sem Lágey ÞH 265 veiddi 131 sentimetrar og 32 kg en sú vigt er líklegast miðuð við óslægðan fisk.

Ég smellti af nokkrum myndum þegar að Tryggvi mældi og kvarnaði fiskinn.

Hlýrinn lengdar mældur

 

 

 

Of þungur fyrir vigtina og var hann því vigtaður á pallavog hjá Fiskmarkað Siglufjarðar

 

Byrjað að saga til þess að kvarna

 

 

 

Ekki er nú kvörnin stór en hún er þetta hvíta sem sjá má flísatönginni

 

Tryggvi Sveinsson með ferlíkið í fanginu

 

Ég hafði samband við Hafrannsóknastofnun og talaði við Ólaf S. Ástþórsson og sendi hann mér eftirfarandi upplýsingar :

"Sæll Gauti.
Stærsti hlýri sem skráður er í gagnagrunn Hafrannsóknastofnunar er 161 cm. Hann veiddist í stofnmælingu botnfiska (togararall) árið 1993 í reit 668, smáreit 2, þ.e norðan við Grímsey. Síðan er einn 128 cm sem var kvarnaður og vóg hann 21 kg. Hann fékkst í landprufu sem tekin var á Akureyri í mars árið 2012. Hann var veiddur á svipuðum stað og sá fyrri af togaranum Björgúlfi frá Dalvík. Í fyrra eða hitti fyrra fréttum við svo af hlýra sem var svipaður á stærð og sá sem þú nefndir (ca 140 cm).
Kv. Ólafur
"

19.11.2015 22:40

Tveir Rússar í Hafnarfjarðarhöfn

Hér er mynd sem Magnús Jónsson tók á dögunum af tveimur Rússneskum togurum sem liggja í Hafnarfjarðarhöfn . 

Ekki treysti ég mér til þess að nafngreina þá en ef einhver veit nöfnin þá má sá sami setja nöfnin í athugasemdarkerfið hér fyrir neðan.

Mynd : Magnús Jónsson

 

18.11.2015 20:55

Nanoq GR 1-1 í Reykjavíkurhöfn

Hér er mynd frá því í júní af Grænlenska skipinu Nanoq GR 1-1 í Reykjavíkurhöfn . 

 

17.11.2015 12:45

Ný myndasíða - Thsof.123.is

Þeir eru eflaust ekki margir sem vita af myndasíðunni sem skipa og báta grúskarinn Þórhallur Sófusson Gjöveraa heldur úti en slóðin á hana er http://thsof.123.is/ . Á henni er að finna margvíslegan fróðleik um gömlu togarana og ýmislegt fleira tengt bátum og skipum . 

Ég hvet alla til að líta við hjá Þórhalli en tengil á síðuna hans má í framtíðinni finna hér til hægri undir flokknum "Skip og bátar"

Mynd fengin af vefnum http://thsof.123.is/

16.11.2015 16:30

Valdimar GK 195 landar á Siglufirði

Valdimar GK 195 er kominn norður fyrir land á veiðar eftir að hafa verið í slipp frá því í vor . Valdimar GK hefur landað þrívegis á Siglfirði og samkvæmt vef Fiskistofu er aflinn tæp 150 tonn í þessum þremur túrum.

 

15.11.2015 20:35

Helgi SH & Farsæll SH

Hér eru Helgi SH 135 og Farsæll SH 30 við bryggju á Grundarfirði í sumar . 

 

Helgi SH var smíðaður árið 1989 á Ísafirði en Farsæll SH var smíðaður árið 1983 á Seyðisfirði.

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar