Færslur: 2015 Desember

31.12.2015 18:00

Áramótakveðja 2015

 

Þá er enn eitt árið að klárast og hafa viðtökurnar með síðuna mína farið fram úr mínum björtustu vonum . Gestafjöldinn á þessu ári fór yfir 100.000 gestir og nú þegar að þetta er skrifað er heildargestafjöldinn frá upphafi kominn yfir 300.000 .

Ég hef reynt að setja inn eina færslu að jafnaði á dag , en stundum hafa þær orðið fleiri. Fyrsta heila árið voru þær 441 , í fyrra voru þær 394 en í ár eru þær 374.

Ég hef einnig haldið úti Facebook síðu , þar sem vinafjöldinn vex dag frá degi. Þar birti ég annað slagið myndir og annað sem ekki kemur hér fram ,  myndir af sjómönnum og öðru sem tengist sjávarútvegi. Hægt er að sjá Facebook síðuna með því að , SMELLA HÉR .

Einnig er ég með Instagram. Þeir sem eru snjallsímavæddir , geta fundið síðuna með því að slá inn "skoger.123.is" á Instagram en þar birtast myndir , af hinu og þessu tengdu skipum og bátum þegar að ég man eftir því.

Ég stefni að því að færa myndasíðuna núna á næstu vikum , ef allt gengur upp , á annað vefsvæði . Muna nýja síðan verða "nútímalegri" heldur en þessi sem er í loftinu í dag , mun virka betur í snjallsímum og spjaldtölvum.

Þegar ég horfi til baka er ég bara býsna ánægður með árið og vil þakka þeim öllum vel fyrir sem sendu mér myndir og annan fróðleik til birtingar hér á myndasíðunni.

Ég óska öllum lesendum mínu til sjávar og sveita gleðilegs nýs árs og farsældar á nýju ári.


Guðmundur Gauti Sveinsson

30.12.2015 21:30

Kleifaberg RE 70 í slipp

Á vefsíðunni Thsof.123.is sem Þórhallur Sófusson Gjöveraa heldur úti má sjá margar flottar myndir sem hann tók af Kleifaberginu í gær.

Á Kvótinn.is mátti lesa í gær "Skipið verður 43 ára á næsta ári og er með elstu togurum landsins, en þrátt fyrir það hefur ekki tapast hjá þeim dagur í 17 ár og taka þeir meira í gegn um vinnsluna en aðrir þegar vel fiskast.
Þeim hefur gengið vel á Kleifaberginu á þessu ári líkt og í fyrra. Aflinn er um 11.000 tonn í allt og verðmætið um 3,7 milljarðar króna. Megnið af afla skipsins innan íslensku lögsögunnar er ufsi og karfi, en í Barentshafinu hafa þeir verið í um fimm mánuði af árinu og þar er aflinn mest þorskur, um 4.000 tonn.
 "

 

Með því að smella HÉR má sjá fleiri myndir af Kleifaberginu á vefsíðu Þórhallar.

29.12.2015 18:45

Togarar HB Granda ljósum prýddir

Magnús Jónsson sendi mér fyrir jól þessar fjórar myndir af ísfisktogurum HB Granda , þar sem þeir eru ljósum prýddir í Reykjavíkurhöfn.

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

28.12.2015 21:35

Sunnudagsgátan : Rétt svar er Lundey

Jæja .. Þá er komið rétt svar við gátu gærdagsins , en skipið sem um var spurt var Lundey NS 14 . Sá getspaki heitir Steini.

Ég þakka þeim sem tóku þátt.

 

28.12.2015 17:20

Sunnudagsgátan : Ný vísbending !

Það gengur hægt að finna rétta svarið við gátunni sem ég setti fram í gærkveldi.

Við skulum stækka myndbrotið . Hjálpar þetta fólki ?

 

27.12.2015 23:50

Sunnudagsgátan : Hver á brúna ?

Jæja.. ég gleymdi mér aðeins en vinur minn hann Orri benti mér á að í dag væru sunnudagur . Eftir smá umhugsun kveikti ég á perunni og skelli hér með í smá gátu . 

Við spyrjum , hver á brúna ? 

 

Rétt svar kemur á morgun (mánudag)

27.12.2015 10:00

Múlaberg SI 22 byrjað á fiskitrolli - Myndasyrpa

Strákarnir á Múlaberg SI 22 eru nú hættir á rækju og byrjaðir á fiskitrolli . Hafa veiðar gengið ágætlega en þorskaflinn af Múlaberginu fer suður til Þorlákshafnar í vinnslu hjá Ramma hf.

Ég smellti af nokkrum myndum þegar að Múlaberg hélt til veiða þann 6. desember  :

 
Halldór Bogi & Valdi Gosa

 

Skipstjórinn - Kristján Bjarnason

 

Stýrimaðurinn - Finnur Sigurbjörnsson

 

 

24.12.2015 17:00

Með ósk um gleðileg jól !

Ég óska öllum lesendum síðunnar , skoger.123.is , gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári . Megið þið hafa það sem best um hátíðina.

 

Jólakveðja , 

Guðmundur Gauti Sveinsson

23.12.2015 12:20

Útkall - Í hamfarasjó

Óttar Sveinsson rithöfundur Útkalls bókanna gaf mér góðfúslegt leyfi til þess að birta smá texta úr nýjustu bók sinni , Útkall - Í hamafarasjó. 

Í bókinni fjallar Óttar um Nýfundnalandsveðrið sem brast á út á sjó á Nýfundnalandsmiðum í febrúar 1959. Margir íslenskir síðutogarar voru þá á karfaveiðum á Nýfundnalandsmiðum. Togarinn Júlí fórst og togarinn Þorkell Máni var mjög hætt kominn .

Nýfundnalandsmið í febrúar 1959 +++ Eitthvert allra versta sjóveður sem Íslendingar hafa lent í á öldinni +++ Togarans Júlí frá Hafnarfirði er saknað með 30 mönnum +++ Fulllestaður liggur Þorkell máni frá Reykjavík eins og borgarísjaki á hliðinni +++ Skipverjar telja víst að síðasta stundin sé runnin upp +++ Öldurnar eru á við átta hæða hús +++ Einnig er barist upp á líf og dauða um borð í Harðbaki, Júní, Marz, Norðlendingi, Bjarna riddara og fleiri togurum +++ Tilkynning frá danska „Titanic“, Hans Hedtoft: „SOS, við sökkvum“ +++ Gerpir frá Neskaupstað heldur til móts við skipið

Á annað hundrað íslenskir togarasjómenn horfast í augu við dauðann. Skipin eru hlaðin stórhættulegri ísingu. Sjórinn er mínus tvær gráður svo að hver einasti dropi frýs. Í ógnarveltingi og blindbyl strita nær örmagna karlarnir úti á glerhálum dekkjum skipanna með þung og óhentug barefli. Ísinn hleðst svo ört upp að varla sér í brúna á skipunum – vírar og kaðlar eru eins og tunnur á þykkt. Áhöfn Þorkels mána bregður á það örþrifaráð að losa sig við björgunarbátana og logskera davíðurnar af til að létta skipið. Skipstjórinn hugleiðir að láta möstrin fara líka. Margir verða óvinnufærir vegna þreytu, ótta og meiðsla. Fram undan rísa tröllauknar öldurnar í sælöðrinu. Stöðugt gefur yfir togarana í bítandi brunagaddinum – og spáin er vond: áframhaldandi ofviðri, hamfarasjór og 10 stiga frost.

Mynd : Úr safni Valdimars Jónssonar

 

22.12.2015 11:40

Sunnudagsgátan : Rétt svar er Málmey SK 1

Jæja .. þá er svarið komið við gátu sunnudagsins en rétt svar er Málmey SK 1 . Það voru þeir Kristján og Magnús sem komu með rétta svarið við gátunni.

Ég þakka þeim sem tóku þátt .

 

21.12.2015 21:00

Sunnudagsgátan : Hver á brúna ? Vísbending !

Þar sem illa gengur að fá svar við gátu gærdagsins , er best að stækka myndbrotið aðeins .

Hjálpar þetta ?

 

 

20.12.2015 23:45

Sunnudagsgátan : Hver á brúna ?

Færsla dagsins kemur frekar seint inn , en verið var að landa úr Mánaberginu í dag. 

Skellum í gátu og spyrjum , hver á brúna ?

 

Rétt svar kemur inn á morgun (21.12)

19.12.2015 21:20

Gustur SH 11 & Láki SH 55

Hér eru tvær myndir sem Þiðrik Unason tók í dag í Grundarfirði en á þeim má sjá hvalaskoðunarbátinn Láka SH og Gust SH 11.

Láki SH var smíðaður árið 1974 en Gustur SH var smíðaður árið 1976.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Ég minni á netfangið mitt , 580skoger@gmail.com , fyrir þá sem vilja deila myndum sínum með okkur.

18.12.2015 17:30

Karl Þór SH 110

Hér er mynd af bát sem heitir Karl Þór en myndina tók ég í ágúst í Stykkishólmi. Í fljótubragði finn ég lítið um bátinn á netinu og því væri gaman ef einhver gæti sagt okkur aðeins frá honum .

 

Á Haukur miða um þennan ?

17.12.2015 09:50

Nýr Indriði Kristins BA 751 sjósettur - 4 myndir

Nýr Indriði Kristins BA 751 var sjósettur núna á dögunum og smellti Magnús Jónsson nokkrum myndum af bátnum og sjáum við fjórar þeirra hér í dag.

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar