Færslur: 2016 Janúar

31.01.2016 21:00

Sunnudagsgátan : Rétt svar er Hannes Andrésson SH

Það var hann Orri sem kom með rétt svar í dag við gátu dagins , Hannes Andrésson SH 737 . 

Í svari sínu sagði hann " Er þessi ekki byggður hjá vélsmiðjuni Stál og heitir í dag Hannes Andrésson SH "

 

 

31.01.2016 12:00

Sunnudagsgátan : Hver á brúna ?

Það er sunnudagur í dag og þá skellum við í hefðbundna gátu og spyrjum , hver á brúna ? 

 

Rétt svar kemur síðar í dag eða á morgun.

30.01.2016 11:45

Ásdís ÓF 9

Kokkurinn , grínistinn og aflaklóinn Sverrir Mjófjörð Gunnarsson er búinn að fara 5 róðra á handfæri í janúar mánuði á Ásdísi ÓF 9 og hefur hann landað rúmum 3 tonnum af þorski . 

Ásdís ÓF hefur verið einn af aflahæstu strandveiði bátum landsins síðustu ár.

 

 

28.01.2016 20:55

Egill Rauði NK 104

Á vefsíðunni Thsof.123.is mátti lesa þann 26.  janúar um strand togarans Egils Rauða undir Grænuhlíð fyrir um 61 ári síðan . 

Með því að SMELLA HÉR má sjá fleiri myndir og lesa ítarlega umfjöllun Þórhalls S. Gjöveraa um standið.

                                           Mynd fengin af Thsof.123.is

27.01.2016 13:00

Varðskipin Ægir og Týr

Bryggjublómin Ægir og Týr lágu við bryggju í Reykjavíkurhöfn um miðjan mánuðinn þegar að ég átti leið um hafnarsvæðið í Reykjavík. 

 

26.01.2016 14:30

Í framhaldi af umræðunni um TFXD : Hvert er einkennisnúmerið á myndinni ?

Hvert er einkennisnúmerið á myndinni?

Hér birtast ykkur lesendum tvær ljósmyndir. Og spurt er í framhaldi þess: Getið þið lesendur greint bókstafi í þessu einkennisnúmeri á myndinni hér næst að neðan?

 

Til aðstoðar frekari greiningu á einkennisnúmeri hér að ofan, að þá birtist ykkur hér næst að neðan myndbrot út frá efri ljósmyndinni

 

Getið þið lesendur greint hverjir tölustafirnir eru í þessu tiltekna einkennisnúmeri  – og þá það sem mestu máli skiptir, hvaða skip gæti hér átt í hlut?

Er ef til vill hægt að lesa nokkur „númer“ út frá þessum tölustöfum sem sjá má?

Ljósmynd: Hafliði Óskarsson.

 

24.01.2016 10:30

TFXD nýr til landsins fyrir 42. árum

Venjan er sú við nýskráningar stærri skipa og báta hér á landi að þeim er úthlutað ákveðnu kallmerki sem fylgir viðkomandi fleyi alla tíð, þrátt fyrir nafna og eigendaskipti.

Á þessu eru þó til undantekningar. Mætti þar t.d nefna til sögunnar nýsköpunartogarann Ingólf Arnarson RE 201, kallmerki TFXD, en sumarið 1972 voru höfð nafnaskipti á togaranum og hann nefndur í kjölfarið Hjörleifur, og  einkennisnúmerið RE 211. Kallmerki skipsins var þá jafnframt breytt í TFXF.

B.v Ingólfur Arnarson RE árið 1971 - þá 24. ára „öldungur.

Ástæðan fyrir breytingum á skráningum hins þáverandi 25. ára gamla síðutogara, Ingólfs Arnarsonar árið 1972, var sú að útgerð skipsins, Bæjarútgerð Reykjavíkur, átti á sama tíma skuttogara í smíðum á Spáni, væntanlegan arftaka nýsköpunartogarans,- en heiti fyrsta landnámsmannsins myndi koma þar við sögu. Og þá jafnframt sama einkennisnúmer og kallmerki sem fylgt höfðu gamla skipinu í aldarfjórðung.

 

Ex Ingólfur Arnarson RE árið 2014 - þá 40. ára „öldungur

Í dag 24. Jan. 2016 eru liðin rétt 42. ár frá komu skuttogarans „Ingólfur Arnarson RE 201 - TFXD“ til landsins. Kom togarinn nýr til heimahafnar í Reykjavík þann 24. janúar 1974.  Skipstjóri á togaranum nýjum var Sigurjón Stefánsson.

Kallmerkinu, TFXD, sem sjá má á myndinni hér að ofan á Spánartogaranum, fyrrum Ingólfi Arnarsyni RE, var í upphafi alls ekki ætlað að fylgja þessum skuttogara lengstum af smíðatíma skipsins á Spáni! Þrátt fyrir þá staðreynd að öllum fyrri skráningum sem færðust af eldra skipinu sumarið 1972 væri ætlað að fylgja arftakanum. Hver kann að vera ástæða þess ? ? 

 

Smá viðbætur við textann hér að ofan varðandi skuttogarann Ingólf Arnarson RE 201:

Útgerðarfélagið Ögurvík h/f keypti sem kunnugt er skuttogarann Ingólf Arnarson RE 201 af Bæjarútgerð Reykjavíkur á sínum tíma.

Til frekari fróðleiks má jafnframt geta þess hér til gamans, að sama dag og Ögurvík h/f fékk fyrri skuttogarann af tveimur, Vigra RE 71, nýjan til landsins þann 24. okt. 1972, var sjósettur á Spáni skuttogari sem Bæjarútgerð Reykjavíkur, B.Ú.R, átti þar í smíðum. Hlaut togarinn nafnið Snorri Sturluson og einkennisnúmerið RE 219 við sjósetninguna. Þennan sama Spánartogara seldi B.Ú.R síðar meir til Ögurvíkur sem gerði skipið út til margra ára!

Sem sagt; Ögurvík h/f keypti Spánartogarann Ingólf Arnarson RE 201 en jafnframt þann Spánartogara sem sjósettur var sama dag og skuttogarinn Vigri RE 71 kom nýr til landsins!

 

P.s:

Fyrir rúmri viku síðan voru liðin 43. ár frá komu skuttogarans „Bjarni Benediktsson RE 210“ til landsins fyrsta sinni. Kom hið nýja skip til heimahafnar í Reykjavík þann 16. janúar 1973, eða réttri viku fyrir upphaf Eyjagoss. Togarinn Bjarni Benediktsson var fyrstur til afhendingar í röð þriggja systurskipa sem Bæjarútgerð Reykjavíkur lét smíða á Spáni. Skipstjóri á togaranum nýjum var Sigurjón Stefánsson.  

 

Myndbrot af síðutogara: Ásgrímur Ágústsson. Mynd af stjórnpalli TFXD: Hafliði Óskarsson. Höfundur texta: Hafliði Óskarsson.

23.01.2016 10:40

Ísbjörn ÍS 304

Ísbjörn ÍS 304 liggur við bryggju í Reykjavík en síðasta löndun skipsins er skráð 2. desember 2013 á vef Fiskistofu

Árið 2014 var skipið leigt til vestur Grænlands þar sem það var í hlutverki fljótandi frystihúss. Í október síðastliðnum dróg danski dráttarbáturinn Westsund, Ísbjörninn til Íslands en þá hafði skipið legið með bilaðan í gír í um tvo mánuði á Grænlandi. 

Myndir frá komu skipsins má sjá með því að smella HÉR

 

 

21.01.2016 12:50

Áróra RE 82

Áróra RE 82 er glæsilegur eikarbátur sem smíðaður var árið 1977 hjá skipasmíðastöð Gunnlaugs og Trausta á Akureyri . 

Áróra RE siglir aðallega með ferðamenn á sjóstöng á sumrin að ég held. 

 

Ætli Haukur eigi miða um Áróru RE ?

20.01.2016 11:30

Víkingur AK 100

Nýsmíðin Víkingur AK 100 lá við bryggju í Sundahöfn á föstudaginn síðastliðinn , fyrir framan hús Hampiðjunnar . 

Var verið að leggja lokahönd á ýmsa hluti og gera skipið klárt til að hefja veiðar. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem ég tók :

 
 
 
 
 
 
 

 

19.01.2016 16:00

Maí GK 346

Á vefsíðunni Thsof.123.is má sjá þessa glæsilegu mynd af togaranum Maí GK 346 sem Þórhallur Sófusson Gjöveraa tók. 

Með því að smella HÉR má lesa fróðleik um Maí GK 

                    Mynd : Þórhallur Sófusson Gjöveraa - Thsof.123.is

18.01.2016 11:50

Nýsmíðin Tranøy T-115-T

Nýsmíðin Tranøy T-115-T var sjósett á föstudaginn síðasta í Hafnarfjarðarhöfn og smellti Magnús Jónsson tveimur myndum af bátnum en Tranøy fer til Noregs. 

Báturinn var smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði .

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Glæsilegur bátur !

 

17.01.2016 19:30

Sunnudagsgátan : Rétt svar er Ísborg ÍS 250

Jæja.. þá er rétt svar komið við gátu dagsins , og var það Vigfús (Markússon ?) sem kom með svarið , Ísborg ÍS 250.

Hafliði Óskarsson togarasérfræðingur á Húsavík lánaði mér þessar myndir og kann ég honum bestu þakkir fyrir.

Mynd : Hafliði Óskarsson

 

Mynd : Hafliði Óskarsson

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Ísborg ÍS .

Smíði

Smíðaár 1959
Smíðastaður Stralsund a-þýskaland
Smíðaland Þýskaland
Smíðastöð V.e.b. volkswerft

17.01.2016 09:54

Sunnudagsgátan : Hver á brúna ?

Sunnudagur í dag og það þýðir að það er komið að gátu dagsins . Eins og oft áður , spyrjum við hvaða skipi þessir brúargluggar tilheyra !?

 

Rétt svar kemur vonandi síðar í dag.

16.01.2016 10:15

Valbjörn ÍS 307

Valbjörn ÍS 307 er í slipp í Reykjavík þar sem meðal annars er verið að mála skipið eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan sem Magnús Jónsson sendi mér í gær.

Mynd : Magnús Jónsson

 

Þakka ég Magnúsi fyrir myndina og minni á netfangið mitt , 580skoger@gmail.com , fyrir þá sem vilja senda mér myndir til birtingar hér á síðunni.

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar