Færslur: 2016 Febrúar

29.02.2016 08:45

Dagur SK & Röst SK

Magnús Jónsson sendi mér þessar þrjár myndir sem hann tók í Hafnarfjarðarhöfn í gærmorgun .

Á þeim má sjá Dag SK 17 sem nýkominn er til landsins og er í eigu Dögunar á Sauðárkrók og Röst SK 47 sem er eigu sömu útgerðar en Dagur kemur til með að leysa Röstina af hólmi .

Á myndunum má sjá að Röst er ennþá merkt SK 17 en á vef Fiskistofu er búið að breyta skráningunni í SK 47.

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Röst SK var smíðuð árið 1966 í Noregi og er því 50 ára í ár.

28.02.2016 16:45

Sunnudagsgátan : Rétt svar er Rifsnes SH 44

Stefán var ekki lengi að koma með rétt svar við gátu dagsins , en svarið er Rifsnes SH 44 .

 
 

Myndirnar voru teknar í septemer árið 2014

28.02.2016 10:10

Sunnudagsgátan : Hver á brúna ?

Sunnudagsmorgun og þá er upplagt að skella í gátu og spyrja eins og oft áður , hver á brúna ?

 

Rétt svar kemur vonandi síðar í dag ..

27.02.2016 11:00

Berglín GK 300

Hér er Berglín GK 300 að koma til hafnar á Siglufirði í haust en skipið landaði tæpum 37 tonnum.

Berglín GK hefur áður borið nöfnin Jöfur ÍS og Jöfur KE

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Bergvík GK

Smíði

Smíðaár 1988
Smíðastaður Garðabær
Smíðaland Ísland
Smíðastöð Stálvík hf
Smíðanúmer B-33
Efniviður Stál

26.02.2016 10:20

Anna ÓF 83

Anna ÓF 83 sem gerð er út frá Ólafsfirði kom til löndunar á Siglufirði í gær og landaði 663 af þorski . Anna ÓF er á handfæra veiðum.

 

Anna ÓF var smíðuð hjá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 1986.

25.02.2016 14:00

Múlaberg SI 22

Múlaberg SI hefur verið á fiskitrolli frá því í byrjun desember og hafa veiðar gengið ágætlega . Þorskurinn er fluttur til Þorlákshafnar þar sem hann fer í vinnslu hjá Ramma hf en annar meðafli fer á Fiskmarkað Siglufjarðar. 

 

Múlaberg SI er einn af Japans togurunum sem smíðaðir voru í Japan á árunum 1972-1973 og bar áður nafnið Ólafur Bekkur ÓF.

Með því að SMELLA HÉR má lesa grein á mbl.is um smíði togaranna.

24.02.2016 15:45

Dýpkunarskipið Galilei 2000

Hér er mynd sem Magnús Jónsson tók af dýpkunarskipinu Galilei 2000 sem dýpka á í Sandeyjarhöfn.

Mynd : Magnús Jónsson

 

Ég birti myndir af Galilei á dögunum sem Magnús tók , þar sem skipið var enn um borð í flutningaskipinu Rolldock Storm en þær MÁ SJÁ HÉR

24.02.2016 10:05

Agla ÁR 79 - Nýsmíði frá Mótun

Þiðrik Unason sendi mér nokkrar myndir á dögunum og hér fyrir neðan sjáum við þrjár þeirra .

Þær eru af Öglu ÁR 79 en báturinn var sjósettur þann 3. febrúar sl en hann er smíðaður hjá fyrirtækinu Mótun á Sauðárkróki. Agla ÁR er af tegundinni Gáski 1180 og er fyrsti báturinn sem Mótun smíðar á Sauárkróki

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Á Feykir.is má lesa meira um bátinn og sjá fleiri myndir með því að SMELLA HÉR

23.02.2016 12:50

Norma Mary H110

Norma Mary H110 lá við slippbryggjuna á Akureyri á dögunum þegar að ég átti leið þar um . 

Norma Mary hefur áður borið nöfnin Ocean Castle FD ,  Napoleon FD og Fríðborg FD

 

22.02.2016 22:55

Sunnudagsgátan : Rétt svar er Grímsnes GK

jæja .. loksins hafðist það . Rétt svar er komið og var það skipa og báta sérfræðingurinn hann Orri sem kom með rétta svarið , Grímsnes GK.

Þar sem illa gekk að fá svar við gátunni , setti ég inn á Facebook síðuna mína tengil á síðuna og gaf nokkrar vísbendingar , sagði meðal annars að skipið hefði upphaflega borið SU skráningu og væri tæpir 33 metrar á lengd og voru nokkrir sem spreyttu sig þar.

Ég þakka öllum þeim sem tóku þátt.

 
 

Myndirnar voru teknar í apríl árið 2014 í Siglufjarðarhöfn.

21.02.2016 12:00

Sunnudagsgátan : Hver á brúna ?

Sunnudagur  í dag og við spyrjum eins og áður , hver á brúna ?

 

Vísbending ! Stærra myndbrot !

 

Önnur vísbending ! 

Skipið bar í upphafi SU skráningu og var í upphafi mældur 192 tonn .

---

Það eru komnar nokkrar tillögur á Facebook síðunni minni , eins og sjá má hér fyrir neðan :

Sævar Guðjónsson Þorleifur EA.
 
LikeReply1 hr
Guðmundur Sveinsson Þetta er ekki Þorleifur EA en ég var að setja inn annað myndbrot á síðuna . Kannski hjálpar það ? smile emoticon
 
LikeReply1 hr
Sævar Guðjónsson Hafborg EA smile emoticon
 
LikeReply51 mins
Guðmundur Sveinsson Komin önnur vísbending !
 
LikeReply32 mins
Thor Magnusson Er þetta is skráning
 
LikeReply31 mins
Guðmundur Sveinsson Nei , ekki ÍS
 
LikeReply29 mins
Gunnar Richter Vestri BA ?
 
LikeReply24 mins
Guðmundur Sveinsson Ekki er það Vestri BA
 
LikeReply20 mins
Gunnar Richter Steinunn SF ?
 
LikeReply16 mins
Guðmundur Sveinsson Ekki er það Steinunn SF
 
LikeReply15 mins
Gunnar Richter Hvað er skipið langt td ?
 
LikeReply4 mins
Guðmundur Sveinsson
Write a reply...
 
Guðmundur Sveinsson Skráð lengd er tæpir 33 metrar
 
LikeReplyJust now

Rétt svar kemur síðar í kvöld

20.02.2016 10:25

Seglskútan Bör - 19 m tvímastrað fley

Á mánudaginn síðastliðinn sigldi skúta inn Siglufjörð sem heitir Bör . Ég smellti af tveimur myndum og ætlaði mér alltaf að fá að kíkja um borð til þess að mynda meira en kom því aldrei í verk.

Á Siglo.is mátti lesa eftirfarandi texta um skútuna " Það var tignarleg skúta sem sigldi inn Siglufjörð í dag. Nítján metra tvímastrað fley sem lagðist við bryggju um hádegið til að bíða af sér brælu. Þegar lægir liggur leiðin síðan til nýrra heimkynna á Ísafirði. Það er hinn stórhuga ferðafrömuður Sigurður "Búbbi" Jónsson sem er nýr eigandi og skipstjóri skútunnar sem er Hollensk og var að mestu gerð út við Lofoten í Noregi.  "

Meira má lesa um skútuna og ævintýri hennar HÉR

 

 

 

 

18.02.2016 12:45

Dagur SK 17 - Myndasyrpa

Magnús Jónsson sendi mér í gær myndir sem hann tók af Degi SK 17 , nýjasta skipi Skagfirðinga en það er í eigu Dögunar ehf á Sauðárkróki .

Á Fiskifréttir.is segir um Dag SK " Dögun ehf. á Sauðárkróki hefur fest kaup á litlum togara frá Írlandi sem fengið hefur nafnið Dagur og einkennisstafina SK 17. Kaupverðið er um 200 milljónir króna. Skipið er 361 brúttótonn að stærð, 27 metra langt og 8,5 metra breitt,  smíðað árið 1998 á Spáni. Það kemur í stað Rastar SK sem smíðuð var í Noregi árið 1966 "

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

17.02.2016 12:20

Nýsmíði hjá Seiglu fyrir útgerð á Sigufirði - Myndir

Á Facebook mátti sjá í gær tölvu gerðar myndir af nýsmíði sem er í smíði hjá Seiglu ehf á Akureyri .

Í texta sem fylgdi myndunum sagði " Í lok sumars verður stærsti 12 metra bátur flotans afhentur til Siglufjarðar. Báturinn mun geta tekið 56 kör í lest og pláss á dekki verður mjög ólíkt því sem sést hefur í 12 metra bátum. Spennandi "

Myndir sem sýna stöðuna á bátnum í dag munu birtast hér á næstunni ásamt fleiri upplýsingum um bátinn.

Mynd : Seigla ehf

 

Mynd : Seigla ehf

 

Mynd : Seigla ehf

 

Mynd : Seigla ehf

 

Mynd : Seigla ehf

 

Mynd : Seigla ehf

 

16.02.2016 20:10

Snæfell EA 310

Á vefsíðunni FishingHat.wordpress.com má sjá margar glæsilegar myndir sem Addi hefur tekið síðustu daga en Addi er vélstjóri á Mánaberginu sem er við veiðar í Barentshafinu . 

Hér fyrir neðan má sjá mynd af Snæfellinu að veiðum í Barentshafinu.

Mynd : Arnþór Þórsson - FishingHat.wordpress.com

 

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar