Færslur: 2016 Apríl

30.04.2016 10:45

Sigurbjörg ÓF 1 landar á Siglufirði

Þessa stundina er verið að landa úr Sigurbjörginni rúmlega 100 tonnum af frosnum afurðum , þar sem þorskur og ufsi er uppistaða aflans.

Millilandað var úr Sigurbjörginni þann 20 apríl síðastliðinn og má sjá umfjöllun um það HÉR

Myndin var tekin þann 20. apríl þegar að landað var úr Sigurbjörginni

29.04.2016 09:25

Mánaberg ÓF 42 landar á Siglufirði

Þessa stundina er verið að landa úr Mánaberginu um 180 tonnum af frosnum afurðum , þar sem ufsi er uppistaða aflans eða rúm 90 tonn . 

 
 

 

28.04.2016 09:35

Oddverji SI 76 - Grásleppusjómenn byrjaðir að draga upp

Grásleppusjómenn á Siglufirði eru byrjaðir að draga upp netin og voru bræðurnir Guðmundur Óli og Oddur Sigurðsynir að ganga frá netunum í gær um borð í Oddverja SI 76

 
 

Oddverji SI var smíðaður hjá Mótun í Njarðvík árið 2001

27.04.2016 08:45

Skáley SK 32 - 3 myndir

Hér eru þrjár myndir sem Þiðrik Unason tók á Hofsós í gær af Skáley SK 32 koma að bryggju.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

26.04.2016 13:30

Kaldbakur EA 1

Kaldbakur EA 1 lá við bryggju á Akureyri á dögunum þegar að ég átti þar leið um . Ætli þetta hafi ekki verið í þriðja sinn sem ég nái að mynda Kaldbak síðan að ég byrjaði í þessu myndastússi. Þær myndir má sjá HÉR og HÉR

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Kaldbak EA :

Smíði

Smíðaár 1974
Smíðastaður Pasajes spánn
Smíðaland Spánn
Smíðastöð Astillaros luzuriaga
Smíðanúmer 313
Efniviður Stál

25.04.2016 09:15

Ásgrímur Halldórsson SF 250

Ásgrímur Halldórsson SF 250 sem er í eigu Skinney Þinganes lá við slippbryggjuna á Akureyri á sumardaginn fyrsta.

Ásgrímur Halldórsson SF var smíðaður hjá Simek skipamíðastöðinni í Noregi árið 2000 fyrir Lunar Fishing í Skotlandi og hlaut þá nafnið Lunar Bow. Skipið var keypt til Íslands árið 2008.

 

24.04.2016 11:50

Edda GK 25 - Umfjöllun um hörmulegt sjóslys

Ég leit við á Síldarminjasafninu á dögunum og rak þá augun í líkan af bát sem hét Sigurkarfi GK . Ekki hafði ég heyrt um hann áður og spurði Örlyg Kristfinnsson , fráfarandi safnstjóra , um bátinn . Hann sagði mér að hann hefði borið nafnið Edda GK áður og sagði mér frá þeim hörmulega atburði sem skeði í nóvember 1953. Ég smellti af tveimur myndum af líkaninu , en það smíðaði Grímur Karlsson , sem síðar varð skipstjóri á Sigurkarfa GK .

Þegar að heim var komið lagðist ég í smá grúsk á netinu og fann umfjöllun á vefsíðunni sporisandi.is en þar má lesa mikinn fróðleik um skip og báta ásamt ýmsu öðru. Ég náði ekki á eiganda sporisandi.is þrátt fyrir ýmsar tilraunir , til þess að fá leyfi til þess að birta efnið hér á síðunni. Því stelst ég til og er það birt hér í styttri útgáfu og er textinn af sportisandi.is skáletraður.

Edda GK 25 frá Hafnarfirði fórst 16 nóvember 1953 í Grundarfirði og þar skammt frá landi og var hörmulegt slys. Vélbáturinn Edda var smíðaður í skipasmíðastöðinni Dröfn í Hafnafirði og kjölur lagður 1942 og báturinn afhentur eigendum sínum Einari Þorgilssyni og co. ári seinna 1943. Edda GK 25 var stærsti trébátur sem þá hafði verið smíðaður á Íslandi og var 180 tonn. Bátnum hvolfdi í miklum sviptivindi sem gekk yfir Grundarfjörð og fórust með honum níu menn en átta manns var bjargað úr þessum hildarleik eftir nokkrar hrakningar. 17 manna áhöfn var um borð.

 

Þegar birti sáu menn á hinum skipunum að Edda var þar hvergi sjáanleg og horfin af legunni. Í fyrstu grunaði engan hvað gerst hefði og töldu menn að Eddan hafi farið til að leita nótabátsins sem þeir misstu. Þótti mönnum það reyndar einkennileg ráðstöfun í svo vondu veðri. Er mennirnir voru komnir yfir í nótabátinn tókst þeim að mestu að þurrausa hann og notuðu til verksins sjóstígvél og einn sjóhatt. Bátinn rak út fjörðinn og var ógerlegt að koma vélinni í gang. Sjór gekk yfir bátinn. Klukkan níu um morguninn rak bátinn upp á svonefnt Bársker, sem er fram af bæjunum Norður- og Suður- Bár. Gríðarleg brimrót var þarna og særok. Báturinn brotnaði nokkuð að ofan en ekki kom samt á hann gat, sem var mikil mildi. Aðfall var, en báturinn sat þarna samt í um þrjár stundir, áður en svo var fallið að að báturinn næði að fljóta inn fyrir skerin. Þegar svo var komið, voru tveir skipverjar látnir af vosbúðinni. Bar nú bátinn upp í fjöru á Suður- Bár, og hafði fólk ekki séð bátinn, en um 500 metrar voru í skerið frá landi og nokkur spölur úr fjörunni og heima að bæ og allar aðstæður á staðnum með þeim hætti að þess var varla von að fólk kæmi auga á slysið. Er báturinn lenti í fjörunni gengu skipbrotsmenn þegar í átt að bænum, og var þá einn skipbrotsmanna svo aðframkominn að hann var vart með lífsmarki. Um þær mundir sem mennirnir héldu frá bátnum, sá til þeirra 17 ára piltur frá bænum og hljóp þegar til þeirra og varð fyrstur heimamana til að liðsinna þessum hröktu sjómönnum, en annað heimilisfólk kom fljótt að og veitti alla þá aðhlynningu sem það mátti. 

Illa gekk að bjarga skipinu og tókst það þremur mánuðum síðar , í febrúar 1954 og var það þá dregið til Reykjavíkur af varðskipinu Þór og var skipið endurbyggt og fékk þá nafnið Fróði GK 480. Árið 1958 fékk skipið nafnið Sigurkarfi GK 480. Hann var talin ónýtur 1970.

 

Þeir, sem fórust með vélskipinu Eddu voru :

Sigurjón Guðmundsson, I. vélstjóri
Sigurður Guðmundsson, II. vélstjóri. 
Jósep Guðmundsson, (bróðir Sigurðar vélstjóra), háseti
Guðbjartur Guðmundsson, háseti. 
Guðbrandur Pálsson, háseti. 
Albert Egilsson, háseti. 
Stefán Guðnason, háseti.
Sigurjón Benediktsson, háseti. 
Einar Ólafsson, Skeljabergi, háseti


Þeir sem komust lífs af :

Guðjón Illugason, skipstjóri. 
Guðmundur Ársæll Guðmundsson, stýrimaður. 
Ingvar Ingvarsson, matsveinn. 
Bjarni Hermundsson, háseti. 
Guðmundur Ólafsson, háseti. 
Óskar Vigfússon, háseti. 
Ágúst Stefánsson, háseti
Guðjón Vigfússon, háseti

23.04.2016 13:35

Hnýtt fyrir pokann um borð í Mánaberg ÓF

Á myndasíðuni FishingHat.wordpress.com sem Addi vélstjóri heldur úti , má sjá margar skemmtilegar myndir sem hann hefur tekið í túrnum og hér er ein af hluta áhafnarinnar að hnýta fyrir pokann . 

Með því að smella HÉR má sjá fleiri myndir frá Adda .

Mynd : Arnþór Þórsson - FishingHat.wordpress.com

 

22.04.2016 11:15

Neptune og Poseidon við bryggju á Akureyri

Rannsóknarskipin Neptune og Poseidon liggja við bryggju á Akureyri þessa dagana . Smellti af myndum af þeim á dögunum þegar að ég átti leið í eitt af úthverfum Siglufjarðar.

 
 

21.04.2016 12:15

Sigurbjörg ÓF 1 millilandar

Sigurbjörg ÓF 1 kom inn til Siglufjarðar í gærmorgun og millilandaði , rúmum 160 tonnum af afurðum .  Hélt Sibban svo til veiða um kaffileytið þegar að löndun var lokið.

 

20.04.2016 09:20

Snæfell EA 310

Snæfell EA 310 er eitt glæsilegasta skipið í Íslenska flotanum en skipið var smíðað árið 1968 í Noregi og bar í upphafi nafnið Stella Kristina og var gert út frá Færeyjum . Árið 1973 keypti Útgerðarfélag Akureyrar skipið og var það nefnt Sléttbakur EA . Árið 1987 var skipið lengt og því breytt í frystitogara.

Árið 2002 eignaðist Samherji skipið og fékk það þá nafnið Akureyrin EA.

Í maí 2006 kviknaði eldur um borð í skipinu , þar sem tveir menn létust og skemmdist skipið mikið , en í skýrslu RNS segir " Við skoðun kom í ljós að mikið tjón hafði orðið á skipinu.  Allar innréttingar, skilrúm, einangrun og loftklæðningar í íbúðarými á þilfarinu ásamt hluta íbúðarýmis á bakkaþilfari var ónýtt. "

20.mars 2009 hélt skipið svo til veiða á nýjan leik eftir miklar endurbætur og bar þá nafnið Snæfell EA 310.

Ég tók tvær myndir á laugardaginn síðasta þar sem Snæfellið lá við bryggju á Akureyri .

 
 

19.04.2016 08:15

Jóna Eðvalds SF 200

Jóna Eðvalds SF 200 lá við slippbryggjuna á Akureyri á laugardaginn þegar að ég átti leið þar um. Jóna Eðvalds er glæsilegt skip , er skráð 66 metrar á lengd en mesta lengd er 70,67 metrar . 

Á vef Skinneyjar-Þinganess segir um skipið " Jóna Eðvalds var smíðuð hjá Flekkefjord skipasmíðastöðinni í Noregi árið 1975.  Skipið hét áður Birkeland, Björg Jónsdóttir og Krossey. Jóna fór í miklar endurbætur í Póllandi árið 2004 þar sem skip var um aðalvél og ný brú sett á skipið. 2008 var frystilestum breytt og RSW kælikerfi sett í lestar skipsins. Jóna Eðvalds stundar uppsjávarveiðar á síld, loðnu og makríl.  Skipstjórar eru Jóhannes Danner og Sigurður Bjarnason. Yfirvélstjórar eru Gunnar Egill Sævarsson og Ragnar Björnsson. "

 

18.04.2016 16:35

Dagur SK 17 á Siglufirði

Dagur SK 17 kom inn til Siglufjarðar í gærmorgun og beið af sér bræluna sem gekk yfir landið og hélt svo á ný til veiða í morgun um kaffileytið.

 

Dagur SK er gerður út af Dögun á Sauðárkrók .

18.04.2016 07:45

Netarall á Þorleifi EA 88 - Part II - Myndasyrpa

Gylfi Gunnarsson, skipstjóri á Þorleifi EA frá Grímsey, og hans menn voru á netralli með starfsmönnum Hafrannsóknastofnunar úti fyrir Norðurlandi fyrir stuttu og var Þiðrik Unason með í áhöfn og sendi hann mér margar myndir á dögunum sem hann tók um borð í Þorleifi EA 88 .

Ég skipti myndasyrpunni í tvennt og birti fyrrihluta hennar í gær og má sjá þær myndir með því að smella HÉR .

Hér er seinnihluti myndasyrpunnar .

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

17.04.2016 10:00

Netarall á Þorleifi EA 88 - Part I - Myndasyrpa

Gylfi Gunnarsson, skipstjóri á Þorleifi EA frá Grímsey, og hans menn voru á netralli með starfsmönnum Hafrannsóknastofnunar úti fyrir Norðurlandi fyrir stuttu og var Þiðrik Unason með í áhöfn og sendi hann mér margar myndir á dögunum sem hann tók um borð í Þorleifi EA 88 .

Ég skipti myndasyrpunni í tvennt og hér er fyrri hluti hennar : 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason
Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar