Færslur: 2016 Ágúst

31.08.2016 09:25

Grímseyjarferjan Sæfari

Hér má sjá Grímseyjarferjuna Sæfara við bryggju á Dalvík í gær. Sæfari var smíðaður árið 1991 og er gerður út af Landflutningar Samskip.

 

30.08.2016 20:15

Rannsóknarskipið Dröfn RE 35

Dröfn RE 35 lá á sínum stað við bryggju í Reykjavík á dögunum þegar að ég fékk mér rúnt um Reykjavíkurhöfn .

Á vef Hafrannsóknarstofnunar segir um Dröfn : " Rannsóknaskipið Dröfn er byggt á Seyðisfirði árið 1981 og hét áður Otto Wathne.

Lengd skipsins er 26 metrar; breidd: 6,6 metrar og dýpt: 3,45 metrar. Í skipinu er Caterpillar vél, 573 hö, 421 kW, togkraftur er 9,1 tonn. 

Á skipinu er 8 manna áhöfn og auk þess er rúm fyrir 5 vísinda- og aðstoðarmenn.  "

 

29.08.2016 11:15

Sandfell SU 75 landar á Siglufirði - 5 myndir

Sandfell SU 75 kom inn til Siglufjarðar seinnipartinn í gær og landaði góðum afla , rúmum 16 tonnum samkvæmt vef Fiskistofu

Að löndun lokinni hélt Sandfell SU til Akureyrar þar sem báturinn fór í slipp . 

 
 
 
 
 

Sandfell SU 75 bar áður nafnið Óli á Stað GK 99 og var í eigu Stakkavíkur.

28.08.2016 09:00

Dauðadeildin : Stormur SH 333

Þeir eru víða bátarnir sem bíða eftir dauða sínum og einn þeirra er Stormur SH 333 en hann liggur við bryggju í Njarðvík . Sagan sagði að eigandi hans hafi ætlað að gera hann upp til hvalaskoðunar en mér þykir ólíklegt að svo verði . Stormur SH hefur sokkið ótal sinnum í höfninni í Njarðvík og eflaust er ekkert eftir nema að rífa hann.

Stormur SH 333 var smíðaður hjá Evers-Werft, Niendorf Ostsee í Þýskalandi árið 1959 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Báturinn hét upphaflega Guðbjörg ÍS 14 og kom til heimahafnar á Ísafirði í fyrsta sinn á jólunum 1959 og var síðar afskrifaður sem fiskiskip árið 2006.

 

27.08.2016 11:00

Sturlaugur H Böðvarsson AK 10

Sturlaugur H Böðvarsson AK 10 lá við bryggju í Reykjavíkurhöfn þegar að ég átti þar leið um á dögunum . Sturlaugur er nýkominn úr slipp og er spurning hvort að þetta hafi verið síðasta slipptakan hjá þessu farsæla aflafleyi , því núna styttist í að Tyrkirnir komi til landsins. 

Veit kannski einhver hver framtíð Sturlaugs H Böðvarssonar er ? 

 

Sturlaugur H Böðvarsson var smíðaður á Akranesi hjá Þorgeir & Ellert árið 1981 og var í upphafi nafni Sigurfari II SH 105

26.08.2016 12:15

Tómas Þorvaldsson GK 10

Línuskipið Tómas Þorvaldsson GK 10 sem er í eigu Þorbjarnar hf er í slipp í Njarðvík hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur þessa dagana.

Ekki veit ég hve mikil vinna er eftir en eflaust á eftir að heilmála skipið (myndin er tekin á mánudaginn, 22.ágúst) og því er hæpið að Tómas haldi af stað í upphafi nýs kvótaárs . Þið leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál.

 

Tómas Þorvaldsson GK var smíðaður árið 1966 og hefur áður borið nöfnin Háberg GK, Hrafn GK og Héðinn ÞH 

25.08.2016 13:45

Dauðadeildin : Eldborg og Sonar

Á ferð minni um höfuðborgarsvæðið leit ég við í Hafnarfjarðarhöfn og smellti myndum af Eldborg og Sonar. 

Eldborg var smíðuð árið 1974 í Gdynia í Póllandi og bar í upphafi nafnið Baldur EA 124 og var gerður út frá Dalvík af Aðalsteini Loftsyni og fleirum .

Árið 1975 eignaðist Ríkissjóður Íslands Baldur og var hann notaður í 200 sml þorskastíðinu . Síðar fékk Baldur nafnið Hafþór RE , Skutull ÍS og loks Eldborgar nafnið og hefur borið það síðan árið 2000 með mismunandi skráningum (HF 68 , RE 13 og EK 105 og 604 eftir að heimahöfn skipsins varð í Eistlandi) Eldborg er í Reyktal AS.

Síðasta löndun sem skráð er á skipið á vef Fiskistofu er 7. nóvember 2013 . Síðan þá er Eldborgin búin að liggja við bryggju og bíða örlaga sinna sem hljóta að vera potturinn djúpi sem flest öll skip enda ævi sína í .

Einhverstaðar las ég að Eldborgin væru notuð sem varahlutalager fyrir Kleifaberg RE en ég veit ekki hve mikið er til í því.

 
 

Sonar EK 9801 er líka í eigu Reyktal AS og var smíðað í Tomrefjord í Noregi árið 1978. Sonar var keypt til Íslands árið 1995 og bar nafnið Kan BA 101.

Árið 2000 eignaðist Reyktal AS skipið og hefur það borið Sonar nafnið síðan en ekki er mér kunnugt um hve lengi það hefur legið í höfn en líklegast bíður þess sömu örlög og Eldborgar.

 
 

24.08.2016 21:55

G.O. Sars í Reykjavíkurhöfn

Þiðrik Unason smellti af einni mynd af Norska rannsóknarskipinu G.O. Sars í Reykjavíkurhöfn nú á dögunum .

G. O. Sars var smíðað árið 2003 og er mesta skráða lengd skipsins 77,5 m og breiddin er 18.6 m

Mynd : Þiðrik Unason

 

23.08.2016 12:00

Makríl landað í Keflavík - Myndasyrpa

Ég er staddur í Reykjavík þessa dagana og var í matarboði í Keflavík í gærkveldi og um leið og því lauk fékk ég mér bíltúr niður á höfn og smellti af nokkrum myndum þegar að makríl bátarnir voru að týnast inn til löndunar .

Á vef Landsambands Smábátaeigenda má lesa "Ævintýraleg makrílveiði er búin að vera undanfarna daga í Faxaflóa og við Keflavík.  Smábátar sem hafa leyfi til makrílveiða með línu eða handfærum hafa margir hverjir tví og þrífyllt sig á einum degi nokkra tugi metra frá landi.

Veiðin byrjaði frekar rólega um miðjan júlí suður af Grindavík og voru fáir bátar á veiðum. Veiðin hefur síðan færst inn í Faxaflóann með ströndinni allt frá Garðskaga og inn að Vatnsleysuströnd. Það má segja að landburður hafi verið af makríl frá byrjun ágúst og varla hefur hafst við að taka á móti afla í Keflavíkurhöfn að undanförnu. "

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

22.08.2016 10:45

Tvær myndir úr Akraneshöfn

Þiðrik Unason tók þessar tvær myndir á Akranesi á föstudaginn síðastliðinn en á þeim má sjá Orion AK 98 og dýpkunarskipið Hrapp sem er í eigu Suðurverk .

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

21.08.2016 11:00

Þorsteinn ÞH 115 - 70 ára glæsifley

Þorsteinn ÞH 115 var í slipp á Akureyri á dögunum en þessi glæsilegi eikarbátur var smíðaður árið 1946 í Svíþjóð og er því á sínu 70. aldursári.

Þann 28.janúar 2014 birti ég myndasyrpu af Þorsteini ÞH sem sjá má með því að SMELLA HÉR

 

 

19.08.2016 22:25

Stakkhamar SH 220

Hér er mynd af Stakkhamar SH 220 frá því fyrr í mánuðinum en Stakkhamar SH var í slipp hjá Siglufjarðar Seig.

 

18.08.2016 13:45

Unnur SK 99 hífð á land - Myndasyrpa

Unnur SK 99 var hífð á land á Sauðárkrók á dögunum og auðvitað var Þiðrik Unason á svæðinu og smellti hann af nokkrum myndum . 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

17.08.2016 13:10

Kaldbakur EA 1

Kaldbakur EA 1 var í slipp á Akureyri á dögunum þegar að ég átti leið þar um . 

 
 

Kaldbakur EA 1 var smíðaður árið 1974 á Spáni.

16.08.2016 16:30

Vestri BA 63 og Valbjörn ÍS 307

Þiðrik Unason tók þessa mynd á Dalvík þann 9. ágúst síðastliðinn af rækjubátunum Vestra BA 63 og Valbirni ÍS 307. 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar