Færslur: 2016 September

30.09.2016 13:00

Tasermiut GR 6-395 kemur inn til Siglufjarðar

Grænlenski togarinn Tasermiut GR 6-395 kom inn til Siglufjarðar í gærmorgun. Tók Tasermiut olíu og kost , og hélt svo til veiða á ný seinnipartinn í gær .

 
 

29.09.2016 17:15

Þorleifur EA 88 - Mokveiði í dragnótina

Gylfi í Grímsey og félagar á Þorleifi EA 88 eru búnir að mokfiska á dragnótina núna á nýju kvótaári . Samkvæmt vefnum Aflafréttir.is eru þeir þriðju aflahæstir af dragnótarbátunum í september með 196.1 tonn í 19 túrum .

En ef aflayfirlitið er skoðað á vef Fiskistofu er aflinn kominn í 235,5 tonn í 23 túrum og er ýsa uppistaða aflans , eða tæp 143 tonn

Myndin er tekin 14. september þegar að Þorleifur EA landaði á Siglufirði

 

28.09.2016 12:53

Ilivileq GR-2-201 kemur inn til Siglufjarðar

Grænlenski togarinn Ilivileq GR-2-201 kom inn til Siglufjarðar í gærmorgun. Ástæðan var áhafnarskipti og í leiðinni var tekinn kostur. 

Ilivileq hélt svo til veiða á ný seinnipartinn í gær .

 
 
 

27.09.2016 12:45

Bæjarbryggjan / Hafnarbryggjan á Siglufirði formlega vígð

Hrafn GK við Togarabryggjuna en Örvar SH við nýja viðlegukantinn á Bæjarbryggjunni - Mynd er tekin kl. 12:30 í dag

 

Í gær mátti lesa á vef Fjallabyggdar , www.fjallabyggd.is :

" Nýr viðlegukantur Bæjarbryggjunnar á Siglufirði verður formlega vígður föstudaginn 30. september nk.,  kl. 16:00. Mun Innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, klippa á borða og opna mannvirkið formlega til noktunar.

Að lokinni vígslunni mun Fjallabyggð og Fiskmarkaður Siglufjarðar bjóða til móttöku í húsi Fiskmarkaðarins. Þar munu innanríkisráðherra, bæjarstjóri og fleiri halda ræður.

Boðið verður uppá veitingar og tónlist.

Framkvæmdir hófust í febrúar við fyllingu og niðurrekstur á stálþili, sem er 227 metra langt og gengu þær afar vel. Annar viðlegukannturinn er 155 metra langur og hinn er um 60 metrar. Þá var innsiglingin að Siglufjarðarhöfn og einnig hluti hafnarinnar dýpkuð niður í – 9,0 metra dýpi. Eftir er að steypa þekju á höfnina, en það verður framkvæmt næsta vor eftir að fyllingin hefur sigið. 

Gamli viðlegukanntuinn var orðin sundurryðgaður og ónýtur og því var þessi framkvæmd orðin löngu tímabær.

Nýja Bæjarbryggjan mun mæta þörfum útgerða í heimabyggð ásamt skipum annarra útgerða. Einnig er hægt að taka á móti stærri skemmtiferða- og flutningaskipum.

Heildarkostnaður við þessa miklu framkvæmd er ríflega 550 m.kr. Hafnarbótasjóður stykir byggingarhluta verkefnisins um 75% og dýpkunarhluta um 60%. Þannig að hlutur Fjallbyggðar er um 150 m.kr. og Hafnarbótasjóðs um 400 m.kr.

Mjög hæfir verktakar völdust til verksins og stóðu sig afar vel en nú eru einungis ríflega 7 mánuðir liðnir síðan verkið hófst og er það mjög vel að verki staðið.

Allir bæjarbúar Fjallabyggðar og aðrir gestir eru hjartanlega velkomnir "

26.09.2016 13:35

Mánaberg ÓF 42 landar á Siglufirði

Mánaberg ÓF kom inn til Siglufjarðar á miðvikudaginn eftir um mánaðar túr en landað var úr Mánaberginu á fimmtudaginn rúmlega 300 tonnum af frosnum afurðum. 

Skipið hélt svo til veiða seinnipartinn á laugardaginn og smellti ég af þessari mynd rétt áður en skipið hélt úr höfn.

 

25.09.2016 21:00

Keilir SI 145

Ég hef ekki farið leynt með dálæti mitt á gömlum eikarbátum sem er vel til haldið , samanber bátana sem notaðir eru í hvalaskoðanir. 

Keilir SI 145 er einn af fáum eikarbátum sem enn er gerður út á veiðar , en Keilir SI er gerður út á net og hefur síðustu ár landað á Suðurnesjunum á vorin .

Keilir SI var smíðaður árið 1975 hjá Skipavík á Stykkishólmi og er í eigu Siglfirðings hf á Siglufirði.

 

25.09.2016 08:30

Nýr framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Íslands

Fiskmarkaður Íslands hf. hefur ráðið Aron Baldursson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Aron er fæddur og uppalinn á Rifi á Snæfellsnesi. Undanfarin 8 ár hefur Aron starfað sem sölu- og viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði hjá Skeljungi hf. Áður starfaði Aron sem stýrimaður á Rifsara SH70 sem er í eigu fjölskyldu hans.

 

Páll Ingólfsson sem gengt hefur stöðunni í rúm átta ár lætur nú af störfum að eigin ósk en hann hefur verið viðloðandi félagið alveg frá stofnun þess þ.e. sem stjórnarformaður til ársins 2008 og framkvæmdastjóri frá 2008 til dagsins í dag.

22.09.2016 21:55

Már ÓF 50 á veiðum - 3 myndir

Þiðrik Unason er duglegur að taka myndir og senda mér , en hér eru þrjár myndir sem hann tók í ágúst af Má ÓF 50 að veiðum.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

21.09.2016 21:00

Grandaravindur hífðar um borð í nýsmíðina Sólberg ÓF 1

Ég fékk þessar tvær myndir hjá Ragnari Aðalsteinssyni , útgerðarstjóra Ramma hf , sem hann tók í Tyrklandi í gær þegar grandaravindur voru hífðar um borð í Sólberg ÓF 1.

Mynd : Ragnar Aðalsteinsson

 

Mynd : Ragnar Aðalsteinsson

20.09.2016 22:15

Maron GK 522

Maron GK 522 lá við bryggju í Njarðvík í ágústmánuði þegar að ég átti leið um svæðið . 

Maron GK var smíðaður í Hollandi árið 1955 og er því 61 árs. Maron bar í upphafi nafnið Búðafell SU U90

 

19.09.2016 22:00

Sturla GK 12

Það er mikið líf í Siglufjarðarhöfn þessa dagana . Stóru línuskipin er mætt norður fyrir land og er Sturla GK 12 eitt þeirra skipa. 
Fyrir daginn í dag var Sturla GK búinn að landa þrisvar á nýja fiskveiðiárinu og var aflinn í fyrsta túrnum 68 tonn , 65 tonn í þeim seinni og 52 tonn í þeim þriðja. Landað var svo upp úr Sturlu í dag á bilinu 50-60 tonnum 

 
 

18.09.2016 22:20

Sæþór EA 101

Hér eru tvær myndir af netabátnum Sæþóri EA 101 við bryggju á Akureyri sem ég tók í ágústmánuði.

 

 

 

17.09.2016 21:15

Pourquoi pas ? , Laugarnes , Caribbean Princess og USNS Henson

Magnús Jónsson sendi mér þessar þrjár myndir sem hann tók í fyrradag og í meðfylgjandi texta sagði " sendi hér myndir teknar í morgun sem sína stærðarmuninn á Pourquoi-pas ? og Laugarnes og Caribbean Princess og USNS Henson "

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Ég minni á netfangið mitt , 580skoger@gmail.com , fyrir þá sem vilja deila myndum sínum hér á myndasíðunni.

16.09.2016 23:00

Nökkvi ÞH 27

Nökkvi ÞH 27 lá við bryggju á Akureyri í enda ágúst mánaðar þegar ég fór smá bryggjurúnt og tók þessa mynd og samkvæmt Marine Traffic liggur hann þar enn. 

Síðasta löndun sem skráð er á skipið var 2. maí 2016 , en þá landaði Nökkvi ÞH 6,4 tonnum af rækju á Sauðárkróki .

Ekki er mér kunnugt um afhverju Nökkvi er ekki farinn af stað á ný , ef einhver veit ástæðuna , þá kannski laumar hann henni hér undir í athugasemdakerfið. 

 

15.09.2016 22:40

Tvær myndir úr Reykjavíkurhöfn

Hér eru tvær myndir úr Reykjavíkurhöfn frá ferð minni þangað í ágúst mánuði en á þeim má meðal annars sjá Fanney SI 28 og Úlf Re 17 , ásamt fleiri bátum.

 
 
Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar