Færslur: 2016 Desember

31.12.2016 22:30

Áramótapistill 2016

 

Í fyrra byrjaði ég áramóta pistilinn á þessum orðurm " Þá er enn eitt árið að klárast og hafa viðtökurnar með síðuna mína farið fram úr mínum björtustu vonum " og í ár segi ég það sama. Gestafjöldinn á þessu ári fór yfir 160.000 gesti og nú þegar að þetta er skrifað er heildargestafjöldinn frá upphafi kominn yfir 462.000 . Enn á ég langt í land með að ná Gísla Reynis en það kemur á endanum :)
Ég hef reynt að setja inn eina færslu að jafnaði á dag , en stundum koma tímar þar sem ég er alveg að gefast upp á því og hugsa oft hvers vegna í andskotanum ég er að þessu . Gestafjöldinn rokkar um og yfir 250 gesti á dag og stundum komu dagar þar sem gestafjöldinn fór yfir 1500 en það er undartekning ef einhver gefur sér tíma til þess að skrifa athugasemdir við færslunar , hvað þá að smella á "Líkar þetta" hnappinn.

Að undanskildum vini mínum honum Orra sem er mjög duglegur við að skilja eftir sig fótspor þegar að hann lítur við . 

Það fer stundum ómældur tími í það að mynda eða skanna myndir, setja inn myndirnar , finna upplýsingar , skrifa textann og birta þetta hér á vefnum en ef einhver hálfviti tekur frá mér mynd og birtir hana á Facebook þá geta allir snillingar landsins tæmt viskubrunn sinn um helvítis myndina .

Stundum get ég orðið brjálaður þegar að ég er búinn að leggja mikla vinnu í færsluna og sé að teljarinn er í 500 + og enginn segir orð eða smellir á læk.

Þá hef ég oft hugsað , til hvers í andskotanum er ég að eyða tíma og peningum í halda þessu drasli opnu.

Ég óska öllum lesendum mínu til sjávar og sveita gleðilegs nýs árs og farsældar á nýju ári.

Guðmundur Gauti Sveinsson

30.12.2016 11:30

Múlaberg SI 22 og Guðbjörg GK 666

Eins og ég sagði frá í síðustu færslu , þá er rólegt yfir öllu þessa dagana og lítið action til að mynda . Smábátarnir hafa ekkert komist á sjó vegna brælu en vonandi fer veðrið að verða þeim hagstætt á nýju ári . 

Tók þessa mynd í gær af Múlaberginu og Guðbjörgu GK við bryggju á Siglufirði í gær.

 

k

28.12.2016 22:40

Daníel SI 152

Það er rólegt yfir öllu þessa dagana á meðan verkfall sjómanna er og leiðinda brælur ganga yfir landið .

Þrír smábátar komust á sjó í í fyrrakvöld og lönduðu afla sínum í gærmorgun á Fiskmarkað Siglufjarðar og fengu hörku góð verð , enda lítið framboð í gangi á mörkuðum.

Hef verið latur upp á síðkastið að mynda en smellti af einni mynd í morgunaf Daníel SI 152 í gamla slippnum á Siglufirði.

 

27.12.2016 12:40

Gullveig SI 11 - Myndasyrpa úr handfæraróðri frá 1973 - Part II

Í gær sáum við myndir úr safni föður míns sem teknar voru um borð í Gullveigu SI 11 og í dag sjáum við seinni hluta þessara mynda.
Gullveig SI var smíðuð árið 1962 í Bátalóni í Hafnarfirði. Faðir minn , Sveinn Björnsson og bróðir hans Hafþór Rósmundsson , áttu Gullveigu frá 1970 og þar til 1973.
Myndirnar voru teknar árið 1973 í handfæraróðri hjá þeim félögum Sveini Björnssyni , Hafþóri Rósmundssyni og Kára Jónssyni.

 
 
 
 
 
 
 
 

26.12.2016 15:20

Gullveig SI 11 - Myndasyrpa úr handfæraróðri frá 1973 - Part I

Í dag sjáum við myndir úr safni föður míns . Myndirnar eru teknar um borð í Gullveigu SI 11.

Gullveig SI var smíðuð árið 1962 í Bátalóni í Hafnarfirði. Faðir minn , Sveinn Björnsson og bróðir hans Hafþór Rósmundsson , áttu Gullveigu frá 1970 og þar til 1973.

Myndirnar voru teknar árið 1973 í handfæraróðri hjá þeim félögum Sveini Björnssyni , Hafþóri Rósmundssyni og Kára Jónssyni.

Í dag sjáum við fyrri hluta þessara mynda en seinni hlutann sjáum við á morgun.

 
 
 
 
 
 
 
 
 

24.12.2016 21:30

Með ósk um gleðileg jól !

Ég óska öllum lesendum síðunnar , skoger.123.is , gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári . Megið þið hafa það sem best um hátíðina.

 

21.12.2016 21:40

Sigurbjörg ÓF 1 - Síðasta löndun

Landað var upp úr Sigurbjörg ÓF 1 á Siglufirði í gær , um 90 tonnum , eða 4300 kössum . Var þetta síðasta löndun hjá Sibbunni , en skipinu hefur nú verið lagt .

Um hádegisbilið í gær fór Sibban frá bryggju á Siglufirði og hélt til Ólafsfjarðar þar sem skipið mun liggja , þar til það heldur til Póllands í vélarklössun . Ég hef ekkert frétt hver framtíð skipsins verður en eflaust er vélarklössunin liður í því að auka sölu möguleikana á skipinu .

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem ég tók þegar að Sibban fór frá Siglufirði í gær.

 
 
 
 
 

19.12.2016 22:20

Oddur á Nesi SI 76 sjósettur hjá Seiglu

Nýsmíðin Oddur á Nesi SI 76 var sjósettur hjá Seiglu / Seigur á Akureyri í gær . Oddur á Nesi SI er í eigu BG Nes ehf á Siglufirði og verður gerður út á balalínu frá Siglufirði. Oddur á Nesi er minni týpa en Sandfell SU og Gullhólmi SH en þeir eru XW 1500 en Oddur er XW 1320.

Það stóð til að sjósetja bátinn á laugardaginn síðasta en það náðist ekki , en ég smellti af nokkrum myndum þar sem hann stóð á þurru.

 
 
 
 

Ég óska Frey og fjölskyldu til hamingju með nýja fleyið og verður gaman að fylgjast með bátnum þegar að hann fer af stað til veiða.

18.12.2016 11:35

Guðbjörg GK 666 á Siglufirði - Glæsilegt skip eftir lengingu

Guðbjörg GK 666 sem er í eigu Stakkavíkur kom norður í nóvember og hefur landað yfir 130 tonnum síðan 21. nóvember í 18 löndunum.

Guðbjörg gekk í gegnum miklar endurbætur hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur , þar sem báturinn var meðal annars lengdur . Guðbjörg GK bar áður nafnið Kristbjörg HF og var smíðuð árið 2001 í Dalian Shipyard Kína.

Hér fyrir neðan eru þrjár myndir sem ég tók fyrir skömmu þegar að Guðbjörgin var að landa ágætisafla.

 
 
 

16.12.2016 13:30

Frosti ÞH 229 landar á Siglufirði

Frosti ÞH 229 kom inn til Siglufjarðar í gærmorgun og landaði um 45 tonnum , áður en hann hélt af stað til Akureyrar þar sem hann liggur nú við bryggju.

 
 
 

13.12.2016 23:20

Vertíðarlok á Siglufirði - Löndun úr Hrafni GK

Segja má að vertíðarlok hafi verið á Siglufirði í dag en þá var líklegast síðasta löndunin úr stóru línuskipunum á þessu ári . Var landað upp úr Hrafni GK í morgun um 60 tonnum en í haust voru þegar mest var um að vera , 12 stór línuskip sem lönduðu á Siglufirði.

Voru það Hrafn GK , Valdimar GK , Tómas Þorvaldsson GK , Sturla GK , Örvar SH , Rifsnes SH , Tjaldur SH , Hamar SH , Kristrún RE , Kristín GK , Sighvatur GK og Páll Jónsson GK.

Hér er fyrir neðan koma nokkrar myndir frá því í morgun þegar að löndunarlið Fiskmarkaðs Siglufjarðar var að landa úr Hrafni GK í blíðunni á Siglufirði.

 
 
 
 
 
 

12.12.2016 21:50

Varðskipið Týr við bryggju á Siglufirði - 6 myndir

Varðskipið Týr kom inn til Siglufjarðar aðfaranótt föstudagsins síðasta og lagðist við Óskarsbryggjuna og beið af sér bræluna sem gekk yfir landið , áður en það hélt áleiðis af stað vestur á laugardagsmorgninum.  Ég smellti af nokkrum myndum af Tý við bryggju sem sjá má hér fyrir neðan.

 
 
 
 
 
 

Þetta segir um Varðskipið Týr á vef Landhelgisgæslunnar : " Varðskipið varð fyrir allmiklu tjóni á bol í fiskveiðideilunni við Breta árið 1976. Skipið sigldi til skipasmíðastöðvar eftir að þorskastríðinu lauk og gert var við skipip. Töluverðar breytingar voru gerðar á varðskipinu í Póllandi 1997. Sett var radarkúla á turn skipsins, þyrlupallur lengdur um 5 m og byggt yfir neðra þilfar. Smíðaðir voru stigar utan á sitt hvora síðuna. 30 tonna kjölur var settur undir skipið.

Skipið fór til Póllands til viðhalds árið 2001, en kominn var tími á tankaþil og loft. Tvö tanknum var skipt í tvær sjálfstæðar einingar. Allir tankar sandblásnir og epoxýmálaðir. Einnig voru tvö stýri sett á skipið. Þriggja rúmmetra WC tankur var settur í sónarrúm og hann var tengdur síðar. Bætt var við tveimur landfestapollum á framþilfari. Tvær loftrásir fá millidekki voru lagfærðar ásamt ýmsum öðrum smá lagfæringum, breytingum og öðru viðhaldi.

Enn er haldið til Póllands til frekari breytinag 2006. Nú var kominn tími á brú og íbúðir. Skipt var um brú og hún stækkuð. Útsýnisturn færður aftar um 60 cm og byggt að radarkúlu. Skrifstofuhæð breytt þannig að hæfðin nýtist betur. Þyrluskýli stækað. Allar íbúðir áhafnar ásamt gögnum endurnýjaðar ásamt þvottahúsi. Nýtt 46 tonna dráttarspil frá Rolls Royce var sett í skipið fyrir 2700 m af 4 mm dráttarvír og Dynex tógi. Sjónvörp og hljómflutingstæki eru í öllum íbúðum með aðgang að gervihnattasjónvarpi. NMT, GSM og Globalstar gervihnattarsímar eru til afnota fyrir áhöfn skipsins. Hægt er að hringja frá herbergjum úr GSM og Globalstar NMT síminn er í símaklefanum.

Varðskipið er búið góðum siglinga- og fjarskiptatækjum. Það er búið skutakkeri, fjölda færanlegra slökkvidæla og slökkvibúnað ýsmiskonar. Skipið hefur kafara til aðstoðar öðrum skipum. Rúmgóður sjúkraklefi er í skipinu með ýmsum búnaði. Bolurinn er sér styrktur fyrir siglingu ís og reisn hönnuð með tilliti til ísingarhættu. Vatnsþétt hólf eru 11. Skipið er með 2 krana, þar af annan sem nota má við þunga hluti, s.s. gáma eða baujur. Skipið er hluti af almannavarnakeðju landsins og er því með mikinn búnað sem því tengist, s.s. sjúkrabörur og sjúkrabúnað, ísaxir, hjálma, gönguskó o.fl. Loks má nefna að 4 léttbátar eru um borð, 1 Springer MP-800, 1 Valiant, 1 Zodiac HD og 1 Zodiac MK-3. "

10.12.2016 01:05

Kaldbakur EA í cemre skipasmíðastöðinni

Hjalti Gunnarsson sendi mér tvær myndir sem hann tók fyrir nokkrum dögum í Cemre skipasmíðastöðinni í Tyrklandi . Í gærkveldi fengum við að sjá mynd af Björgúlf EA , nýsmíði Samherja hf en í dag sjáum við mynd af Kaldbak EA 1 sem er í eigu Útgerðarfélags Akureyrar.
Kaldbakur EA var sjósettur í byrjun júlí og er 62 metra lang­ur og 13,5 metra breiður.  Skipið var hannað af Verk­fræðistof­unni Skipa­tækni, Bárði Haf­steins­syni, starfs­mönn­um Sam­herja og sér­fræðing­um sem þjón­usta flota Sam­herja.

Mynd : Hjalti Gunnarsson

08.12.2016 23:15

Björgùlfur EA ì cemre skipasmíðastöðinni

Hjalti Gunnarsson sendi mér tvær myndir sem hann tók fyrir nokkrum dögum í Cemre skipasmíðastöðinni í Tyrklandi . Við fáum að sjá fyrri myndina í dag en á henni má sjá Björgúlf EA , nýsmíði Samherja hf .

Björgúlfur EA var sjósettur í byrjun september og er 62 metra lang­ur og 13,5 metra breiður.  Skipið var hannað af Verk­fræðistof­unni Skipa­tækni, Bárði Haf­steins­syni, starfs­mönn­um Sam­herja og sér­fræðing­um sem þjón­usta flota Sam­herja.

Mynd : Hjalti Gunnarsson

 

06.12.2016 23:55

Steini Sigvalda GK 526

Ég tók þessa mynd af Steina Sigvalda GK 526 í ágúst á ferð minni um suðurlandið. Steini Sigvalda GK er gerður út á netaveiðar og er í eigu Marons ehf.

Skipið var smíðað í Slippstöðinni á Akureyri árið 1975 og bar lengst af nafnið Þórsnes II SH. 

 
Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar