Færslur: 2017 Febrúar

21.02.2017 20:00

Verkfall leyst - Múlaberg SI heldur til veiða

Sjó­menn samþykktu naum­lega nýj­an kjara­samn­ing með 52,4 pró­sent­um at­kvæða í at­kvæðagreiðslu í sunnudaginn sem batt enda á tæp­lega tíu vikna langt verk­fall sjó­manna. Sjó­menn höfðu verið samn­ings­laus­ir frá byrj­un árs 2011.

Strax á sunnudagsmorgunin var hafist handa við að gera Múlaberg SI klárt til veiða en stefnt var að því að halda til veiða um kl.22:00 ef að sjómenn myndu samþykkja samninginn , en vegna bilunar gat Múlabergið ekki haldið til veiða fyrr en um hádegisbilið á mánudaginn.

Hér fyrir neðan eru tvær myndir frá því á sunnudaginn þegar að starfsmenn Fiskmarkaðs Siglufjarðar voru að ísa Múlabergið.

 
 

Á meðan að verkfalli sjómanna stóð var ég óskaplega latur við að taka myndir og setja hér inn færslur en núna skulum við vona að andinn kominn yfir mig á ný og að líf vakni hér á síðunni. 

18.02.2017 21:45

Hofsós

Þiðrik Unason sendi mér þessa mynd fyrir stuttu en myndina tók hann á Hofsós og má meðal annars sjá Leifur SK og Ásmund SK.

Mynd : Þiðrik Unason

 

13.02.2017 14:45

Mokstein (ex Lundey NS)

Magnús Jónsson sendi mér þessar myndir af Mokstein (ex Lundey NS) . Á vef HB Granda segir " HB Grandi hefur selt uppsjávarveiðiskipið Lundey NS til Noregs. Söluverðið er 1,1 milljón bandaríkjadollarar eða jafnvirði um 124 milljóna íslenskra króna. Kaupandi er norska útgerðarfélagið Partrediet Karolös ANS í Bekkjarvik og staðgreiðir það skipið.

Samkvæmt upplýsingum Vilhjálms Vilhjálmssonar, forstjóra HB Granda, hefur kaupandinn fengið tilraunaveiðileyfi á laxsíld, m.a. á gulldeplu sem íslensk skip veiddu um hríð, hjá norskum yfirvöldum og verður skipið notað til þeirra veiða. Áformað er að sigla Lundey til Noregs um næstu helgi. Lundey var smíðuð árið 1960 í Rendsburg í Þýskalandi "

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Fleiri myndir og umfjöllun um sögu Lundeyjar NS koma hér inn síðar í kvöld.

09.02.2017 17:15

Brimnes RE 27

Hér er önnur mynd sem Magnús Jónsson sendi mér á dögunum en á henni má sjá togarann glæsilega Brimnes RE 27

Mynd : Magnús Jónsson

 

06.02.2017 08:30

Björgunarsv. Strákar óskar eftir mönnum í áhöfn Bs. Sigurvins

Björgunarsveitin Strákar óskar eftir mönnum í áhöfn Björgunarskipsins Sigurvins.

 

Eins og allir vita þá þarf starfsemi björgunarskips eins og Sigurvin er, að vera í föstum og góðum skorðum til þess að öryggi sjófarenda sé sem mest.

Erfitt hefur verið að manna skipið upp á síðkastið og hefur það að mestu leyti verið á herðum 2-4 manna sem er einfaldlega of fáir fyrir skip eins og Sigurvin er.

Reynt hefur verið að virkja fleiri í áhöfn skipsins en það hefur gengið upp og ofan og þar af leiðandi leytum við til ykkar með von um að við fáum fleiri virka félaga. 

Okkar vantar sérstaklega menn með vélstjórnar og skipstjórnar réttindi sem geta gefið sér tíma í það að vera í áhöfn skipsins. 

Ef þú hefur áhuga mátt þú endilega senda okkur línu á kveldulfur@simnet.is

Jón Hrólfur Baldursson, formaður Björgunarsveitarinnar Stráka

05.02.2017 19:35

Nuunnu EA 57

Þiðrik Unason sendi mér þessar tvær myndir af Nuunnu EA 57 , en báturinn stendur á þurru á Akureyri .

Lítið veit ég um þennan bát , þannig að gaman væri að fá upplýsingar um hann hér fyrir neðan.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

03.02.2017 08:25

Höfrungur AK 250 og Þerney RE 1

Nú þegar verkfall sjómanna hefur staðið í rúmar 6 vikur er lítið til að mynda hér á Siglufirði og þá er gott að eiga góða að , því að Magnús Jónsson sendi mér nokkrar myndir sem hann tók í gær .

Hér sjáum við HB Granda togarana Höfrung AK 250 og Þerney RE 1.

 

Ég minni á netfangið mitt , 580skoger@gmail.com , ef einhverjir vilja senda mér myndir til birtingar hér á vefnum.

  • 1
Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar