Færslur: 2017 Apríl

30.04.2017 10:30

Oddverji ÓF 76

Oddverji ÓF 76 er byrjaður á línu eftir að hafa lokið grásleppuveiðum . Oddverji ÓF er búinn að fara tvo róðra að eltast við grálúðu og hefur fiskað ágætlega.

Hér er Oddverji ÓF að koma inn til löndunar í gærdag.

 

 

 

23.04.2017 21:45

Ásbjörn RE 50 og Engey RE 91

Magnús Jónsson sendi mér þessa mynd fyrir stuttu af Ásbirni RE og Engey RE við bryggju í Reykjavík .

Ásbjörn RE lýkur senn ferli sínum en Engey RE mun taka við af honum þegar að hún verður klár til veiða.

Mynd : Magnús Jónsson

 

20.04.2017 20:20

Oddur á Nesi SI 76 með góðan afla

Það hefur verið rólegt yfir öllu á Siglufirði síðustu vikur . Flest allir bátar eru gerðir út á grásleppuveiðar þessa dagana en aflabrögð hafa verið mjög döpur hér fyrir norðan .

Enginn bátur hefur verið gerður út á línu frá því að grásleppuvertíðin hófst en Oddur á Nesi SI 76 fór í róður í fyrradag og landaði í gærmorgun góðum afla , eða rúmum 9,3 tonnum , þar af 4,6 tonn af ýsu og 3,7 tonn af þorski.

Hér eru tvær myndir frá því að Oddur á Nesi sigldi inn í gærmorgun til löndunar.

 
 

18.04.2017 12:15

Óli á Stað GK 99

Jæja .. Nú er að duga eða drepast . Það eru 15 dagar síðan að síðasta færsla kom inn og því er kominn tími á að skella inn eins og einni mynd. 

Hér er Óli á Stað GK 99 við bryggju á Akureyri en myndina tók ég 2 apríl síðastliðinn og þá frétti ég að stutt væri þar til að báturinn væri fullklár og gæti haldið fljótlega til veiða. 

Síðan eru liðinn rúmur hálfur mánuður og enn liggur Óli á Stað við bryggju á Akureyri . Síðan þá hef ég heyrt að hann eigi eftir að koma til Siglufjarðar þar sem starfsmenn Siglufjarðar Seigs eigi eftir að vinna í honum til þess að fullklára hann . 

Hvað sem veldur þessari seinkun er ég ekki viss um , en gaman væri ef fróðir menn gætu frætt okkur hina með því að skilja hér eftir athugasemdir.

 

03.04.2017 22:20

Tveir rússar í Hafnarfjarðarhöfn

Magnús Jónsson sendi mér þessar fjórar myndir fyrir skömmu og í texta sem þeim fylgdi sagði Magnús " Núna eru Rússarnir farnir að huga að karfanum í úthafinu , annar að koma úr kvínni og hinn að fara núna í vikunni "

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

  • 1
Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar