Færslur: 2017 Október

29.10.2017 23:20

Sóley Sigurjóns GK og Valdimar GK

Það var nóg að gera í Siglufjarðarhöfn í dag en í morgun var landað úr Valdimar GK og um hádegisbilið kom Sóley Sigurjóns GK til löndunar með rúm 90 tonn .

Seinna í dag lönduðu svo Óli á Stað , Guðbjörg , Bíldsey , Gullhólmi og Lukka SI. 

 

25.10.2017 21:00

Örvar SH 777 landar á Siglufirði

Örvar SH 777 er einn þeirra fjölmörgu línubáta sem landar á Siglufirði . Ég smellti af nokkrum myndum um daginn af Örvari þegar að hann kom úr fyrstu veiðiferð eftir slipp á Akureyri en þar var báturinn málaður og unnið að ýmsu viðhaldi. 

 
 
Raggi skipstjóri

 

21.10.2017 22:10

Gullhólmi SH 201

Gullhólmi SH 201 sem er í eigu Agustson frá Stykkishólmi hefur landað á Siglufirði frá því um miðjan ágúst og hefur fiskað vel . 

Samkvæmt Aflafrettir.is hefur Gullhólmi SH veitt 113, 3 tonn það sem af er október mánuði.

 

19.10.2017 22:30

Mikið líf í Siglufjarðarhöfn

Segja má að "vertíðin" sé hafin í Siglufjarðarhöfn en stóru línuskipin eru nú mörg byrjuð að landa á Siglufirði . 

Í morgun komu inn til löndunar Hamar SH og Valdimar GK og um hádegisbilið kom Rifsnes SH . Á morgun koma svo Tjaldur SH og Sturla GK til löndunar.  

Ég tók þessar myndir seinnipartinn í dag og en á þeim má sjá Hamar SH fremstan á nýju Hafnarbryggjunni , þá Valdimar GK og aftast er Rifsnes SH.

 
 

18.10.2017 22:20

Þröstur ÓF 43

Hér er Þröstur ÓF 42 að koma inn til löndunar á Siglufirði fyrir nokkrum dögum en fjölmargir handfærabátar hafa róið í blíðunni sem búið er að vera fyrir norðan í haust og hafa aflabrögð verið mjög góð hjá bátunum.

 

17.10.2017 22:00

Sigurbjörg ÓF seld til Noregs ?

Sú saga gengur nú fjöllunum hærra að búið sé að selja Sigurbjörg ÓF til Noregs .  Sigurbjörg ÓF var siglt til Akureyrar í gær þar sem það var tekið upp í slipp.

Sigurbjörg ÓF fór til Póllands í byrjun árs í vélar upptekt og klössun og eftir að sjómannaverkfalli lauk fór skipið 4 túra , eða þar til að Sólberg ÓF kom og hóf veiðar . Sigurbjörg ÓF hefur legið við bryggju á Ólafsfirði frá því í júní.

 

Sigurbjörg ÓF var smíðuð á Akureyri árið 1979 hjá Slippstöðinni.

16.10.2017 21:47

Valdimar GK 195 farinn af stað á ný !

Valdimar GK 195 sem í eigu Þorbjarnar hf , er loksins farinn af stað á ný eftir miklar endurbætur . Valdimar GK landaði í lok maí í Grindavík og fór svo til Hafnarfjarðar þar sem hann lá í allt sumar en þar var skipt um ljósavél í bátnum sem og allt rafmagn var endurnýjað úr 220 voltum yfir í 380 volt . 

Valdimar GK fór svo í prufutúr og landaði í Grindavík 9 október áður en hann hélt norður fyrir land og landaði á Siglufirði í gærmorgun.

 
 

04.10.2017 22:30

Sighvatur Bjarnason VE 81

Hér eru tvær myndir af Sighvati Bjarnasyni VE 81 , sem ég tók á ferðalagi mínu til Vestmannaeyja í sumar.

Sighvatur Bjarnason VE er í eigu Vinnslustöðvarinnar og var smíðaður árið 1975 í Noregi . 

 
 

01.10.2017 22:30

Akurey AK 10

Þiðrik Unason sendi mér þessar myndir í byrjun september af nýsmíðinni Akurey AK 10 þar sem hún lá við bryggju á Akranesi . 

Akurey er eitt þriggja systurskipa sem HB Grandi lét smíða hjá skipasmíðastöðinni Celiktrans í Istanbul Tyrklandi. Akurey er 54.75 m á lengd og 13,5 m á breidd og stærð aðalvélar 1.799 kW.  

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

  • 1
Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar