20.10.2016 22:15

Máni ÞH 98 nýskveraður

Smellti af þessari mynd af Mána ÞH 98 þar sem hann lá við bryggju á Akureyri í byrjun október mánaðar . Síðan þá hefur Máni ÞH landað tvívegis á Húsavík .

 

Máni ÞH var smíðaður á Seyðisfirði árið 1988 hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar.

19.10.2016 22:12

Valdimar GK 195

Hér er Valdimar GK 195 á útleið frá Siglufirði á dögunum . Samkvæmt Aflafrettir.is situr Valdimar GK í 10 sæti listans yfir aflahæstu línuskipin í október með 221,9 tonn .

 

19.10.2016 12:50

Konráð EA 90

Konráð EA 90 var hífður á land á dögunum hjá Siglufjarðar Seig á Siglufirði . Einhver sagði mér að það ætti að skipta um vél í bátnum .

 
 

18.10.2016 13:30

Páll Jónsson GK 7 landar á Siglufirði

Línuskipið Páll Jónsson GK 7 , sem Vísir hf í Grindavík gerir út , kom inn til Siglufjarðar í gær og landaði rúmlega 100 tonnum .
Er Páll Jónsson GK þriðji Vísis báturinn sem landar á Siglufirði í ár , en áður hafa Kristín GK og Sighvatur GK landað nokkrum sinnum í haust á Siglufirði

 

Páll Jónsson GK hét í upphafi Örfirisey RE 14 og var smíðaður árið 1967 í  Scheepswerf Gebr. Van We. skipasmíðastöðinni í Hollandi.
Skipið bar síðar nöfnin Rauðsey AK 14 , Björg Jónsdóttir ÞH 321 , Arnþór EA 16 og Goðatindur SU 57. 

17.10.2016 22:40

Dagur SI 100

Tók þessa mynd í síðustu viku af Degi SI 100 að koma inn úr handfæraróðri . Dagur SI bar áður nafnið Otur SI og var smíðaður hjá Knörr á Akranesi árið 2001.

 

16.10.2016 17:45

Dalborg EA 317 hífð á flot

Dalborg EA 317 (ex Bjargey ÞH 238) var hífð á flot í vikunni en Dalborg EA var í vélarskiptum og öðru viðhaldi hjá Siglufjarðar Seig á Siglufirði .

 

15.10.2016 10:55

Hamar SH 224 landar á Siglufirði

Hamar SH 224 hefur bæst í þann hóp línuskipa sem landa á Siglufirði . Þann 6 október kom Kristrún RE með Hamar í togi til Siglufjarðar eftir að bilun varð um borð og eftir viðgerð hélt Hamar á ný til veiða og landaði síðan aftur 11. október , rúmum 43 tonnum , þar af rúmum 39 tonnum af þorski.

Síðan þá hefur Hamar SH legið við bryggju en verið er að skipta um ljósavél í skipinu og sinna öðru viðhaldi. Stefnt er að því að Hamar haldi á ný til veiða á þriðjudagskvöldið næsta.

Hamar SH var smíðaður árið 1964 í hinni frægu skipasmíðastöð Cochrane & Sons Ltd í Englandi.

 
 
 
 

14.10.2016 19:09

Lukka ÓF 57

Siggi Odds á Lukku ÓF 57 er duglegur að sækja á sjóinn og hér er hann að koma í land á þriðjudaginn með um 2,7 tonn.

 

Lukka ÓF var smíðuð árið 2001 hjá Knörr á Akranesi.

12.10.2016 20:15

Sighvatur GK 57 landar á Siglufirði

Línuskipið Sighvatur GK 57 , sem Vísir hf í Grindavík gerir út , kom inn til Siglufjarðar í gærmorgun og landaði 80 - 90 tonnum .

Er Sighvatur GK annar Vísis báturinn sem landar á Siglufirði í ár , en Kristín GK hefur núna landað nokkrum sinnum í haust.

 

Sighvatur GK 57 var smíðaður árið 1965 í Boizenburg í Austur þýskalandi. 

12.10.2016 08:35

Þinganes ÁR 25 í slipp

Þinganes ÁR 25 er þessa dagana í slipp á Akureyri þar sem verið er að mála skipið og eflaust sinna öðru viðhaldi sem þörf var á.

Ég tók þessar tvær myndir um helgina en þar má sjá Þinganesið í bláum lit en áður var skipið rautt að lit .

 
 

11.10.2016 12:50

Gullhólmi SH og Eskey ÓF - Góð veiði fyrir norðan

Góð veiði er á línubátunum sem gera út frá Siglufirði þessa dagana . Gullhólmi SH 201 og Eskey ÓF 80 eru meðal þeirra báta sem gera út frá Siglufirði og hafa báðir fiskað vel . 

Á listanum yfir báta sem eru yfir 15 bt á vefnum Aflafréttir.is sat Gullhólmi í 6 sæti en Eskey í 12 sæti.

 

d

 

k

10.10.2016 13:10

Rifsnes SH 44 strandar í Siglufjarðarhöfn - Myndasyrpa

Rifs­nes SH 44 strandaði í gærkvöldi um kl. 19 á sandrifi rétt utan við Siglu­fjarðar­höfn. Björg­un­ar­bát­ur­inn Sig­ur­vin frá björg­un­ar­sveit­inni Strák­um var kallaður út stuttu síðar til að draga bát­inn af rif­inu og gerði nokkrar tilraunir til þess að losa Rifsnesið . Var þá Faxaborg SH fengin til aðstoðar og reyndu Sigurvin og Faxaborg í sameiningu að draga skipið af rifinu en það hafðist ekki . Byrjað var að fjara út en háfjara átti að vera um kl. 20:32.

Rifsnesið sat fast að aftan og stefndi því í það að bíða þyrfti eftir flóði , en Sigurvin gerði eina tilraun að lokum til þess að losa skipið og dróg Rifsnesið áfram og þar með losnaði það af sandrifinu. Rifsnesið komst að bryggju fyrir eigin vélarafli og stuttu síðar hélt það á ný til veiða . 

Hér koma nokkrar myndir sem ég tók í gærkveldi . 

 
 
 
 
 
 
 

 

08.10.2016 23:50

Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508 (ex Stígandi VE)

Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508 (ex Stígandi VE 77) er í eigu Tjaldtanga ehf á Ísafirði en er búin að vera í slipp í Njarðvík í dágóðan tíma .

Þessar tvær myndir tók ég í ágúst mánuði en samkvæmt Marine Traffic er Guðbjörg enn í slippnum. 

 
 

07.10.2016 18:45

Eyborg ST 59

Hún er orðin þreytt að sjá , Eyborg ST 59 , sem lá við bryggju á Akureyri í enda ágúst mánaðar þegar að ég átti leið þar um .

Eyborg ST var smíðuð árið 1993 í Portúgal og er gerð út á rækjuveiðar .

 

05.10.2016 22:50

Katrín GK 266

Katrín GK 266 sem er í eigu Stakkavíkur hefur verið á Siglufirði frá því í júní og hefur fiskað ágætlega upp á síðkastið. 

Katrín GK var lengd hjá Siglufjarðar Seig árið 2014 og með því að SMELLA HÉR má sjá myndir frá því að hún var hífð á flot eftir breytingarnar.

 
Flettingar í dag: 740
Gestir í dag: 159
Flettingar í gær: 795
Gestir í gær: 118
Samtals flettingar: 1880411
Samtals gestir: 432733
Tölur uppfærðar: 22.10.2016 17:34:04

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar