07.09.2012 19:33

Á strandveiðum

Að kvöldi mánudagsins 9.júlí voru smurðar 4 samlokur með skinku & osti , 2 kleinur og 1 kexpakki sóttur upp í skáp og tvær 0,5 ltr flöskur af Egils Kristal settar á eldhúsborðið ásamt 4 fernum af kókómjólk.

Síðan var gerð leit af stóra göngubakpokanum , myndavélin sett í hleðslu og auka linsur settar í minni tösku , síðbrókin grafin upp úr skúffu sem og góð og hlý húfa.

Því næst var lesið yfir veðurspánna og sólgleraugun sett í gluggasylluna í forstofunni . Útlit var nefnilega fyrir gott veður .

En hvað stóð til ? Jú , á morgun átti að fara á sjó á strandveiðar á Millu SI 727. Brottför hafði verið ákveðin á slaginu 08:00 . Ég hafði fengið leyfi til þess að vera þriðji maður um borð. Mig hefur alltaf langað til að prófa og núna var komið að stóru stundinni.
 

 

 


Að morgni þriðjudagsins 10. júlí klukkan 06:50 við fyrsta væl vekjara klukkunnar hentist ég á fætur og í fötin. Ég læddist um húsið til að vekja ekki Drífu og Jóhann, henti því sem átti að taka með í bakpokann og skundaði svo út í blíðuna , tilbúinn í ævintýri dagsins .

 

 

 

 


Við lögðum af stað um kl. 08:00 eins og áður segir og við tók um 90 mínútna sigling á miðin sem ákveðið hafði verið að fara á .

 

 


Þegar á blettinn var komið , byrjuðum við að skaka . Gekk okkur mjög vel í upphafi og taldi ég að skammtinum yrði náð vel fyrir hádegi með þessu áframhaldi. Var fiskurinn mjög vænn , um 3 til 4 kg.

 

 

 

 


En Adam var ekki lengi í paradís. Eftir fljúgandi start fór veiðin minnkandi . Var þá ekkert annað í stöðunni en að reyna að minnka nestisbyrðirnar. Færðum við okkur um set en ekki lagaðist veiðin að neinu viti og var hún dræm sem eftir var dags.

 

 

 

 

 

Aftur færðum við okkur en ekki skilaði það miklum árangri heldur . Var þá ákveðið að sigla heim með aflann .

 

 

 

 


 

 

 

 


Vorum við komnir heim um kl 17:30 og tók þá við smá löndunarbið . Tímann notaði ég til að taka margar myndir sem má sjá hér í myndaalbúminu undir heitinu "Á sjó"

 

 

 


En löndun fengum við á endanum og vigtaði aflinn hjá okkur 163 kg af blönduðum góðum þorski og 3 kg af karfa.

 

 

 

 


Þó aflinn hafi verið lítill , var dagurinn bráðskemmtilegur í alla staði. Veðrið var frábær, aðstæður góðar og félagsskapurinn flottur . Þegar að þetta smellur allt saman er ekki hægt annað en að fá góða útkomu og er aldrei að vita nema að maður skelli sér í annan túr í sumarfríinu.

 

 

 

 

 


ggs

ps.

 

 

 

 

 


Ein gömul af Millunni

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar