28.10.2016 23:00

Eskey ÓF 80

Eskey ÓF 80 er glæsilegur bátur sem gerður er út á línu frá Siglufirði . Á vefnum Aflafrettir.is má sjá að Eskey ÓF situr í 18 sæti í flokknum "Bátar yfir 15 bt" með 74,1 tonn í 16 róðrum. 

 

27.10.2016 20:35

Myndir úr Reykjavíkurhöfn

Magnús vinur minn Jónsson frá Hafnarfirði sendi mér nokkrar myndir sem hann tók í Reykjavíkurhöfn þann 8. október. Því miður fóru þær framhjá mér í pósthólfinu en í dag sjáum við 4 myndir af þeim sem hann sendi . 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

26.10.2016 21:45

Tjaldur SH 270

Hér er Tjaldur SH 270 að koma inn til löndunar á Siglufirði á dögunum . Samkvæmt Aflafrettir.is situr Tjaldur SH í 6. sæti yfir aflahæstu línuskipin í október , með 390.9 tonn . Stærsti túrinn var 106,3 tonn.

 

Tjaldur SH 270 var smíðaður árið 1992 í Tomrefjord í Noregi og í eigu KG Fiskverkunar.

25.10.2016 12:45

Sólberg ÓF 1 - Glæsilegt skip

Siglfirðingurinn Hjalti Gunnarsson tók þessa mynd af nýsmíði Ramma hf,  Sólberg ÓF 1. Hjalti mun verða vélstjóri um borð í skipinu og er við eftirlit með smíðinni í Tyrklandi. Sólberg ÓF verður glæsilegt skip þegar að það verður tilbúið .

Mynd : Hjalti Gunnarsson

 

24.10.2016 21:35

Brimnes RE 27 í slipp á Akureyri

Brimnes RE 27 hefur verið síðustu vikur í slipp á Akureyri . Búið er að heilmála skipið og er það glæsilegt á að sjá .

 

23.10.2016 14:25

Mánaberg ÓF 42

Mánaberg ÓF 42 kom inn til Siglufjarðar í gærmorgun og var landað upp úr skipinu tæpum 200 tonnum af frosnum afurðum , þar af um 130 tonnum af þorski . 

 

 

22.10.2016 17:00

Valdimar GK 195

Hér er Valdimar GK 195 á útleið frá Siglufirði á dögunum . Samkvæmt Aflafrettir.is situr Valdimar GK í 10 sæti listans yfir aflahæstu línuskipin í október með 221,9 tonn .

 

20.10.2016 22:15

Máni ÞH 98 nýskveraður

Smellti af þessari mynd af Mána ÞH 98 þar sem hann lá við bryggju á Akureyri í byrjun október mánaðar . Síðan þá hefur Máni ÞH landað tvívegis á Húsavík .

 

Máni ÞH var smíðaður á Seyðisfirði árið 1988 hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar.

19.10.2016 12:50

Konráð EA 90

Konráð EA 90 var hífður á land á dögunum hjá Siglufjarðar Seig á Siglufirði . Einhver sagði mér að það ætti að skipta um vél í bátnum .

 
 

18.10.2016 13:30

Páll Jónsson GK 7 landar á Siglufirði

Línuskipið Páll Jónsson GK 7 , sem Vísir hf í Grindavík gerir út , kom inn til Siglufjarðar í gær og landaði rúmlega 100 tonnum .
Er Páll Jónsson GK þriðji Vísis báturinn sem landar á Siglufirði í ár , en áður hafa Kristín GK og Sighvatur GK landað nokkrum sinnum í haust á Siglufirði

 

Páll Jónsson GK hét í upphafi Örfirisey RE 14 og var smíðaður árið 1967 í  Scheepswerf Gebr. Van We. skipasmíðastöðinni í Hollandi.
Skipið bar síðar nöfnin Rauðsey AK 14 , Björg Jónsdóttir ÞH 321 , Arnþór EA 16 og Goðatindur SU 57. 

17.10.2016 22:40

Dagur SI 100

Tók þessa mynd í síðustu viku af Degi SI 100 að koma inn úr handfæraróðri . Dagur SI bar áður nafnið Otur SI og var smíðaður hjá Knörr á Akranesi árið 2001.

 

16.10.2016 17:45

Dalborg EA 317 hífð á flot

Dalborg EA 317 (ex Bjargey ÞH 238) var hífð á flot í vikunni en Dalborg EA var í vélarskiptum og öðru viðhaldi hjá Siglufjarðar Seig á Siglufirði .

 

15.10.2016 10:55

Hamar SH 224 landar á Siglufirði

Hamar SH 224 hefur bæst í þann hóp línuskipa sem landa á Siglufirði . Þann 6 október kom Kristrún RE með Hamar í togi til Siglufjarðar eftir að bilun varð um borð og eftir viðgerð hélt Hamar á ný til veiða og landaði síðan aftur 11. október , rúmum 43 tonnum , þar af rúmum 39 tonnum af þorski.

Síðan þá hefur Hamar SH legið við bryggju en verið er að skipta um ljósavél í skipinu og sinna öðru viðhaldi. Stefnt er að því að Hamar haldi á ný til veiða á þriðjudagskvöldið næsta.

Hamar SH var smíðaður árið 1964 í hinni frægu skipasmíðastöð Cochrane & Sons Ltd í Englandi.

 
 
 
 

14.10.2016 19:09

Lukka ÓF 57

Siggi Odds á Lukku ÓF 57 er duglegur að sækja á sjóinn og hér er hann að koma í land á þriðjudaginn með um 2,7 tonn.

 

Lukka ÓF var smíðuð árið 2001 hjá Knörr á Akranesi.

12.10.2016 20:15

Sighvatur GK 57 landar á Siglufirði

Línuskipið Sighvatur GK 57 , sem Vísir hf í Grindavík gerir út , kom inn til Siglufjarðar í gærmorgun og landaði 80 - 90 tonnum .

Er Sighvatur GK annar Vísis báturinn sem landar á Siglufirði í ár , en Kristín GK hefur núna landað nokkrum sinnum í haust.

 

Sighvatur GK 57 var smíðaður árið 1965 í Boizenburg í Austur þýskalandi. 

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar