12.10.2016 08:35

Þinganes ÁR 25 í slipp

Þinganes ÁR 25 er þessa dagana í slipp á Akureyri þar sem verið er að mála skipið og eflaust sinna öðru viðhaldi sem þörf var á.

Ég tók þessar tvær myndir um helgina en þar má sjá Þinganesið í bláum lit en áður var skipið rautt að lit .

 
 

11.10.2016 12:50

Gullhólmi SH og Eskey ÓF - Góð veiði fyrir norðan

Góð veiði er á línubátunum sem gera út frá Siglufirði þessa dagana . Gullhólmi SH 201 og Eskey ÓF 80 eru meðal þeirra báta sem gera út frá Siglufirði og hafa báðir fiskað vel . 

Á listanum yfir báta sem eru yfir 15 bt á vefnum Aflafréttir.is sat Gullhólmi í 6 sæti en Eskey í 12 sæti.

 

d

 

k

10.10.2016 13:10

Rifsnes SH 44 strandar í Siglufjarðarhöfn - Myndasyrpa

Rifs­nes SH 44 strandaði í gærkvöldi um kl. 19 á sandrifi rétt utan við Siglu­fjarðar­höfn. Björg­un­ar­bát­ur­inn Sig­ur­vin frá björg­un­ar­sveit­inni Strák­um var kallaður út stuttu síðar til að draga bát­inn af rif­inu og gerði nokkrar tilraunir til þess að losa Rifsnesið . Var þá Faxaborg SH fengin til aðstoðar og reyndu Sigurvin og Faxaborg í sameiningu að draga skipið af rifinu en það hafðist ekki . Byrjað var að fjara út en háfjara átti að vera um kl. 20:32.

Rifsnesið sat fast að aftan og stefndi því í það að bíða þyrfti eftir flóði , en Sigurvin gerði eina tilraun að lokum til þess að losa skipið og dróg Rifsnesið áfram og þar með losnaði það af sandrifinu. Rifsnesið komst að bryggju fyrir eigin vélarafli og stuttu síðar hélt það á ný til veiða . 

Hér koma nokkrar myndir sem ég tók í gærkveldi . 

 
 
 
 
 
 
 

 

08.10.2016 23:50

Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508 (ex Stígandi VE)

Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508 (ex Stígandi VE 77) er í eigu Tjaldtanga ehf á Ísafirði en er búin að vera í slipp í Njarðvík í dágóðan tíma .

Þessar tvær myndir tók ég í ágúst mánuði en samkvæmt Marine Traffic er Guðbjörg enn í slippnum. 

 
 

07.10.2016 18:45

Eyborg ST 59

Hún er orðin þreytt að sjá , Eyborg ST 59 , sem lá við bryggju á Akureyri í enda ágúst mánaðar þegar að ég átti leið þar um .

Eyborg ST var smíðuð árið 1993 í Portúgal og er gerð út á rækjuveiðar .

 

05.10.2016 22:50

Katrín GK 266

Katrín GK 266 sem er í eigu Stakkavíkur hefur verið á Siglufirði frá því í júní og hefur fiskað ágætlega upp á síðkastið. 

Katrín GK var lengd hjá Siglufjarðar Seig árið 2014 og með því að SMELLA HÉR má sjá myndir frá því að hún var hífð á flot eftir breytingarnar.

 

04.10.2016 22:20

Múlaberg SI 22

Hér má sjá Múlaberg SI 22 við bryggju á Siglufirði í blíðskapaveðri í ágústmánuði en Múlaberg SI er á rækjuveiðum og hefur veiðin verið sæmileg á nýju kvótaári . Samkvæmt vef Fiskistofu hefur aflinn verið frá 16 upp í 21 tonn af rækju eftir viku á veiðum.

 

03.10.2016 15:30

Sandfell SU 75 landar mokafla !

Áhöfnin á Sandfell SU 75 , með Rafn Franklin Arnarson í brúnni, kom í land í gærkveldi með nánast fullan bát , eða 19.013 kg .

Var aflinn 12,3 tonn af þorski og 6 tonn af ýsu. Fékkst aflinn á tvær lagnir . Bar báturinn aflann vel og var allt í körum í lest .

Sandfell SU bar áður nafnið Óli á Stað GK og var í eigu Stakkavíkur en er í eigu Hjálmars ehf í dag.

 
 
 
 
 

02.10.2016 13:45

Frosti ÞH 229 landar á Siglufirði

Frosti ÞH 229 landaði á Siglufirði á fimmtudaginn , rúmum 50 tonnum og var uppistaða aflans þorskur.

Frosti ÞH er búinn að vera fyrir austan og landaði tvívegis á Eskifirði áður en hann kom norður.

 

01.10.2016 14:55

Faxaborg SH 207

Faxaborg SH 207 er núna búin að landa tvívegis á Siglufirði . Í fyrra skiptið landaði Faxaborg tæpum 11 tonnum og í það seinna 6,6 tonnum.

Faxaborg SH var smíðuð árið 2001 í Kína og er í eigu KG Fiskverkunar á Rifi .

 

30.09.2016 13:00

Tasermiut GR 6-395 kemur inn til Siglufjarðar

Grænlenski togarinn Tasermiut GR 6-395 kom inn til Siglufjarðar í gærmorgun. Tók Tasermiut olíu og kost , og hélt svo til veiða á ný seinnipartinn í gær .

 
 

29.09.2016 17:15

Þorleifur EA 88 - Mokveiði í dragnótina

Gylfi í Grímsey og félagar á Þorleifi EA 88 eru búnir að mokfiska á dragnótina núna á nýju kvótaári . Samkvæmt vefnum Aflafréttir.is eru þeir þriðju aflahæstir af dragnótarbátunum í september með 196.1 tonn í 19 túrum .

En ef aflayfirlitið er skoðað á vef Fiskistofu er aflinn kominn í 235,5 tonn í 23 túrum og er ýsa uppistaða aflans , eða tæp 143 tonn

Myndin er tekin 14. september þegar að Þorleifur EA landaði á Siglufirði

 

28.09.2016 12:53

Ilivileq GR-2-201 kemur inn til Siglufjarðar

Grænlenski togarinn Ilivileq GR-2-201 kom inn til Siglufjarðar í gærmorgun. Ástæðan var áhafnarskipti og í leiðinni var tekinn kostur. 

Ilivileq hélt svo til veiða á ný seinnipartinn í gær .

 
 
 

27.09.2016 12:45

Bæjarbryggjan / Hafnarbryggjan á Siglufirði formlega vígð

Hrafn GK við Togarabryggjuna en Örvar SH við nýja viðlegukantinn á Bæjarbryggjunni - Mynd er tekin kl. 12:30 í dag

 

Í gær mátti lesa á vef Fjallabyggdar , www.fjallabyggd.is :

" Nýr viðlegukantur Bæjarbryggjunnar á Siglufirði verður formlega vígður föstudaginn 30. september nk.,  kl. 16:00. Mun Innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, klippa á borða og opna mannvirkið formlega til noktunar.

Að lokinni vígslunni mun Fjallabyggð og Fiskmarkaður Siglufjarðar bjóða til móttöku í húsi Fiskmarkaðarins. Þar munu innanríkisráðherra, bæjarstjóri og fleiri halda ræður.

Boðið verður uppá veitingar og tónlist.

Framkvæmdir hófust í febrúar við fyllingu og niðurrekstur á stálþili, sem er 227 metra langt og gengu þær afar vel. Annar viðlegukannturinn er 155 metra langur og hinn er um 60 metrar. Þá var innsiglingin að Siglufjarðarhöfn og einnig hluti hafnarinnar dýpkuð niður í – 9,0 metra dýpi. Eftir er að steypa þekju á höfnina, en það verður framkvæmt næsta vor eftir að fyllingin hefur sigið. 

Gamli viðlegukanntuinn var orðin sundurryðgaður og ónýtur og því var þessi framkvæmd orðin löngu tímabær.

Nýja Bæjarbryggjan mun mæta þörfum útgerða í heimabyggð ásamt skipum annarra útgerða. Einnig er hægt að taka á móti stærri skemmtiferða- og flutningaskipum.

Heildarkostnaður við þessa miklu framkvæmd er ríflega 550 m.kr. Hafnarbótasjóður stykir byggingarhluta verkefnisins um 75% og dýpkunarhluta um 60%. Þannig að hlutur Fjallbyggðar er um 150 m.kr. og Hafnarbótasjóðs um 400 m.kr.

Mjög hæfir verktakar völdust til verksins og stóðu sig afar vel en nú eru einungis ríflega 7 mánuðir liðnir síðan verkið hófst og er það mjög vel að verki staðið.

Allir bæjarbúar Fjallabyggðar og aðrir gestir eru hjartanlega velkomnir "

26.09.2016 13:35

Mánaberg ÓF 42 landar á Siglufirði

Mánaberg ÓF kom inn til Siglufjarðar á miðvikudaginn eftir um mánaðar túr en landað var úr Mánaberginu á fimmtudaginn rúmlega 300 tonnum af frosnum afurðum. 

Skipið hélt svo til veiða seinnipartinn á laugardaginn og smellti ég af þessari mynd rétt áður en skipið hélt úr höfn.

 
Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar