13.08.2016 16:25

Lukka ÓF 57

Lukka ÓF 57 stóð á þurru á fimmtudaginn en þá var verið að botnhreinsa og botnmála , ásamt því að sinna öðru viðhaldi. Lukka ÓF var svo sjósett á ný á föstudagsmorgunin . 

 

12.08.2016 10:10

Galilei 2000 komið til Siglufjarðar

Dýpkunarskipið Galilei 2000 er nú komið til Siglufjarðar og er byrjað að dýpka við Hafnarbryggjuna en framkvæmdir þar hafa gengið mjög vel. 

Smellti af tveimur myndum af Galilei 2000 að störfum í gær . 

 
 

Þann 6. febrúar birti ég myndir sem Magnús Jónsson tók af Galilei 2000 um borð í flutningaskipinu Rolldock Storm en þær má sjá með því að SMELLA HÉR

 

11.08.2016 08:55

Mikið líf í Siglufjarðarhöfn - 5 myndir

Það er mikið líf í Siglufjarðarhöfn þessa dagana þó strandveiðum sumarsins sé lokið . Í gær voru starfsmenn Fiskmarkaðs Siglufjarðar að landa úr Hrafni GK og Frosta ÞH. Í dag er verið að landa úr Sigurbjörg ÓF en myndir af því koma inn í fyrramálið.

Hér fyrir neðan eru fimm myndir frá því í gær.

 
 
 
 
 

10.08.2016 22:15

Níels Jónsson ÓF 106

Þiðrik Unason tók þessar tvær myndir af hvalaskoðunarbátnum Níelsi Jónssyni ÓF 106 í enda júlí mánaðar.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

10.08.2016 14:30

Sigurbjörg ÓF 1 kemur til heimahafnar eftir um 60 daga úthald

Sigurbjörg ÓF 1 kom til heimahafnar í gærkveldi eftir um 60 daga úthald en skipið hélt til veiða eftir sjómannadag. Landað var úr skipinu þann 7. júlí í Noregi þar sem voru áhafnarskipti áður en annar túr var tekinn í rússnesku lögsögunni.

Landað verður úr Sigurbjörg ÓF á morgun.

 
 

 

09.08.2016 19:50

Geisli SK dregur Ásmund SK í land

Þiðrik Unason tók þessa mynd í gær þegar að Geisli SK dróg Ásmund SK vegna bilunar . Að sögn Þiðriks " slitnaði reim og gataði smurolíusíuna og missti Ásmundur SK nánast alla olíuna af vélinni "

Mynd : Þiðrik Unason

 

09.08.2016 11:15

Gústi Guðna SI 150 - 4 myndir

Árni Ólafsson á Sunnu SI 67 sendi mér þessar myndir á dögunum af Hjalta Gunnarssyni á Gústa Guðna SI 150.

Mynd : Árni Ólafsson

 

Mynd : Árni Ólafsson

 

Mynd : Árni Ólafsson

 

Mynd : Árni Ólafsson

 

08.08.2016 13:30

Margret EA 710

Ég tók þessar tvær myndir af Margret EA 710 2. ágúst en þá var verið að hífa veiðarfæri um borð . Margret EA hélt svo til veiða daginn eftir .

 
 

07.08.2016 23:55

Knörrinn - Glæsilegt fley !

Hér má sjá hvalaskoðunarbátinn Knörrinn sem er í eigu Norðursiglingar á Húsavík en Þiðrik Unason tók þessa mynd á dögunum.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Þann 23. maí 2013 birti ég nokkrar myndir af Knerrinum ásamt Húna II sem sjá má með því að SMELLA HÉR 

06.08.2016 22:15

Varðskipið Þór

Varðskipið Þór er ætíð glæsilegt á að líta en Þór lá við bryggju á Dalvík í dag af tilefni Fiskidagsins mikla.

 

05.08.2016 20:55

Mánaberg ÓF 42 landar á Siglufirði

Mánaberg ÓF 42 kom inn til Siglufjarðar í morgun og millilandaði á Siglufirði og hélt svo til veiða um kl. 16:00 í dag . 

 

Það fer að líða að endalokunum hjá þessum gamla höfðingja . 

04.08.2016 18:00

Mynd af sjónum : Mikill floti á litlum bletti

Hjalti Gunnarsson vélstjóri á Þerney sendi mér þessa mynd í morgun sem hann tók um borð í Gústa Guðna SI 150 og í meðfylgjandi texta sagði " mikill floti à litlum bletti 25 sm NV af Siglufirði "

 

Til gamans má geta að Hjalti bætti því að " græni bletturinn er ekki furðusýn heldur afleiðing þess að ég missti sìmann "

03.08.2016 10:30

Oddverji ÓF 97

Oddverji ÓF 97 er einn af þeim línubátum sem gera út frá Siglufirði. Veiðin hefur verið með þokkalegasta móti hjá bátunum upp á síðkastið en sökum kvótavandræða hafa Siglfirskir sjómenn verið að eltast við ýsu og steinbít til þess að forðast þorskinn.

 

01.08.2016 11:50

Mávur SI 96

Mávur SI 96 er einn af þeim línubátum sem gera út frá Siglufirði. Veiðin hefur verið með þokkalegasta móti hjá bátunum upp á síðkastið en verðin fyrir verslunarmannahelgina voru mjög há , þorskur og ýsa voru nálægt 400 kr per kg , en á rsf.is má sjá graf sem sýnir meðalverð hvers dags aftur í tímann. 

 

30.07.2016 18:40

Frosti ÞH 229

Hér er mynd frá því fyrr í mánuðinum þegar að Frosti ÞH 229 var á útleið frá Siglufirði eftir að hafa landað rækju .

 
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 96
Flettingar í gær: 711
Gestir í gær: 99
Samtals flettingar: 2226063
Samtals gestir: 515000
Tölur uppfærðar: 19.9.2017 21:47:13

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar