09.07.2016 22:20

Nökkvi ÞH 27

Nökkvi ÞH 27 lá við slippbryggjuna á Akureyri þann 24.júní síðastliðinn þegar að ég átti leið um Akureyri og liggur þar enn samkvæmt Marine Traffic.

 

Nökkvi ÞH var smíðaður árið 1982 á Ísafirði.

08.07.2016 21:00

Standveiðibátar : Jaki EA 15

Fjölmargir bátar gera út á strandveiðar frá Siglufirði í sumar , einn þeirra er Jaki EA 15 . 

Í upphafi vertíðinnar landaði Jaki EA í Grímsey en hefur nú landað fimm sinnum á Siglufirði.

 

Jaki EA var smíðaður árið 2004 hjá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði.

07.07.2016 17:15

Hrafn GK 111 landar á Siglufirði

Ég sagði frá því 20. júní að búið væri leggja Hrafni GK , Sturlu GK og Tómasi Þorvaldsyni GK fram í ágúst og nú væri Valdimar GK sá eini sem væri í drift af Þorbjarnar bátunum en ekki var það nú alveg rétt hjá mér , því nú hefur Valdimar verið lagt og er Hrafn GK farinn af stað . 

Hrafn GK landaði á Siglufirði í gærmorgun , smávegis af afla en Hrafninn fór út á mánudagskvöldið og tók eina lögn. 

 

Hrafn GK var smíðaður árið 1974 í Noregi .

06.07.2016 19:25

Stóri og litli - Stakkhamar og Geisli

Stakkhamar SH 220 og Geisli SK 66 voru samtímis á þurru fyrir utan hjá Siglufjarðar Seig á dögunum og eins og sjá má er ágætis stærðarmunur á bátunum .

Stakkhamar er 14,46 metrar á lengd en Geisli er 8,55 metrar . Nánar um stærðir bátana má sjá hér fyrir neðan myndina.

 

Í skipaskrá Samgöngustofu segir um Stakkhamar : 

Nafn: STAKKHAMAR
Gerð: FISKISKIP
Skráningarnr: 2902
Umdæmisstafir: SH-220 (Snæfellsness- og Hnappadalssýsla)
Heimahöfn: RIF
Brúttórúmlestir: 0
Brúttótonn: 29,69 t
Skráð lengd: 14,46 m
Smíðað: 2015 af SIGLUFJARÐAR SEIGUR EHF

 

Í skipaskrá Samgöngustofu segir um Geisla : 

Nafn: GEISLI
Gerð: FISKI,FARÞEGASKIP
Skráningarnr: 7443
Umdæmisstafir: SK-066 (Skagafjarðarsýsla og Sauðárkrókur)
Heimahöfn: HOFSÓS
Brúttórúmlestir: 6,77
Brúttótonn: 5,84 t
Skráð lengd: 8,55 m
Smíðað: 1996 af BÁTASMIÐJA GUÐMUNDAR

05.07.2016 21:45

Akraberg ÓF 90

Það er nóg að gera hjá strákunum í Siglufjarðar Seig þessa dagana . Hver báturinn á eftir öðrum tekinn upp og skveraður til ásamt öðru viðhaldi sem til fellur. 

Akraberg ÓF hefur staðið á þurru síðustu daga en var sjósett í dag eftir að báturinn hafði verið botnhreinsaður og málaður. 

 

 

04.07.2016 07:30

Sæþór EA 101 landar á Siglufirði

Netabáturinn Sæþór EA 101 landaði á Siglufirði í annað sinn í gær á stuttum tíma . Var aflinn um 3500 kg , þar af 2500 kg af grálúðu .

Sæþór EA eru í eigu G. Ben útgerðarfélags og var smíðaður árið 2006 hjá Samtak ehf í Hafnarfirði.

 

Sæþór EA 101 er glæsilegur bátur.

02.07.2016 22:50

Berglín GK 300

Hér er Berglín GK 300 að halda úr höfn á þriðjudaginn sl. eftir að hafa landað rúmum 20 tonnum af rækju og 20 tonnum af fiski. 

Berglín GK var smíðuð í Garðabæ hjá Stálvík hf árið 1988 og bar í upphafi nafnið Jöfur KE og síðar Jöfur ÍS. 

Berglín GK er í eigu Nesfisks en viðtal við Bergþór Baldvinsson forstjóra birtist á Kvótinn.is nú á dögunum en það má lesa með því að SMELLA HÉR

 

Í grein á mbl.is frá 1988 má lesa um Berglín GK ( Jöfur KE ) " Jöfur KE 17 var smíðaður í Stálvík, eitt fjögurra raðsmíðaskipa er þar voru smíðuð. Jöfur KE er 256 tonn og kostaði fullbúinn 280 milljónir króna. Um borð er rækjupillunarvél frá Kron borg í Danmörku og verður aflinn fullunninn um borð. "

01.07.2016 23:30

Landhelgisgæslan fagnar 90 ára afmæli

Landhelgisgæsla Íslands á 90 ára afmæli í dag en stofndagur hennar miðast við 1. júlí 1926 er íslenska ríkið yfirtók formlega rekstur vélskipsins Þórs af Björgunarfélagi Vestmannaeyja. Saga landhelgisgæslu Íslendinga nær þó lengra aftur í tímann en þessi stofndagur var valinn af ríkri ástæðu enda hafði íslenska ríkið í félagi við Björgunarfélag Vestmannaeyja stundað landhelgisgæslu með Þór allt frá árinu 1922. Fallbyssur voru settar á skipið árið 1924 þar sem erlendir togaraskipstjórar hlýddu ekki skipunum frá óvopnuðu varðskipi.  

Það ár tók Þór fjölda erlendra togara í landhelgi Íslands. Sumarið 1926 er einnig merkistími í sögu Landhelgisgæslu Íslands því þá eignuðust Íslendingar fyrsta nýsmíðaða varðskipið, gufuskipið Óðinn, sem kom til landsins 23. júní 1926 eða nokkrum dögum áður en íslenska ríkið yfirtók rekstur Þórs.  

Varðskipið Týr við bryggju á Ólafsfirði um sjómannadagshelgina .

 

 

 

Með því að SMELLA HÉR má nálgast lög um Landhelgisgæslu Íslands

30.06.2016 12:30

Togarinn RE

Magnús Jónsson sendi mér þessar tvær myndir af Togaranum RE nú á dögunum en Togarinn er í eigu Skipaþjónustu Íslands. 

Á mbl.is sagði þann 7.júní síðastliðinn " Drátt­ar­bát­ur­inn er 34 metr­ar á lengd, tæp­ir 10 metr­ar á breidd, með 48 tonna tog­kraft. Hann var smíðaður árið 1977, en end­ur­nýjaður að stór­um hluta 1998. Til sam­an­b­urðar má nefna að Magni, drátt­ar­bát­ur Faxa­flóa­hafna, er 22 metr­ar á lengd og með tog­kraft allt að 39,5 tonn­um. "

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

29.06.2016 12:45

Sigurborg SH 12 með fullfermi

Þeim gengur alltaf vel á rækjunni, hjá Ómari og félögum á Sigurborg SH . Í gær kom Sigurborgin til löndunar á Siglufirði með fullfermi , tæp 30 tonn af rækju og um 10 tonn af fisk . 

 
 
 

Myndirnar þrjár voru teknar 21.júní þegar að Sigurborgin hélt til veiða eftir löndun.

28.06.2016 12:25

Gullhólmi SH 201 landar á Siglufirði

Gullhólmi SH 201 kom til Siglufjarðar þann 18 júní og hefur landað þrívegis síðan .  Er aflinn eftir 4 róðra rúm 35 tonn . 

Gullhólmi SH hélt svo í gær til Akureyrar þar sem báturinn fer í slipp .

 
 

 

26.06.2016 20:30

Fönix ST 177 (ex Berglín VE)

Fönix hefur nú landað rækju tvívegis á Siglufirði og er aflinn um 17 tonn en rækjan er unnin hjá Hólmadrangi á Hólmavík .

 

Fönix ST var smíðað hjá Gravdal Skipbyggery í Noregi árið 1960

Skipið var endur og yfirbyggt hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. 1981-1986, eftir að eldur kom upp í bátnum, er hann hét Jón Ágúst GK 60,  28 sm. VNV af Garðskaga þann 31. janúar 1978. Áhöfn v/s Týs slökkti eldinn og dró bátinn síðan til Njarðvíkur.

Strandaði sem Bergvík VE 505, í Vöðlavík milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar 18. des. 1993. Við björgunartilraun á bátnum fékk björgunarskipið Goðinn á sig brot og strandaði og sökk 10. janúar 1994 og við það fórst einn skipverji Goðans, en Varnarliðið bjargaði sex skipverjum í aftakaveðri. Varðskipið Týr dró síðan Bergvíkina af strandstað lítið skemmda aðfaranótt 13. janúar 1994.

Úrelding var samþykkt 3. september 1994, en hætt var við úreldinguna 31. mars 1995.

Stefni bátsins var breytt 1998.

Breytt hjá Skipalyftunni í Vestmannaeyjum frá jan- mars 2003 í veiðiskip á þorski til áframeldis.

Lá í Reykjavíkurhöfn frá 11. nóv. 2004 til 18. des. 2009 að hann var dreginn af hafnsögubátnum Leyni upp á Akranes. Þann tíma sem báturinn lá í Reykjavíkurhöfn, var hann ýmist skráður Eykon RE 19, Adolf RE 182, eða Adolf RE 19, þó alltaf stæði á bátnum sama skráningin Eykon RE 19. Var afskráður sem fiskiskip 24. ágúst 2005.

Nöfn: Seley SU 10,  Jón Þórðarson BA 80, Guðmundur Kristján BA 80, Jón Ágúst GK 60, Jón Ágúst GK 360, Fönix KE 111, Bergvík VE 505, Krossanes SU 5, Stakkur VE 650, Surtsey VE 123, Adolf Sigurjónsson VE 182, Kristjana GK 818, aftur Adolf Sigurjónsson VE 182, Eykon ÍS 177, Eykon RE 19, Adolf RE 182, Adolf RE 19 , Arnfríður Sigurðardóttir RE 14. og núverandi nafn Fönix ST 177"

25.06.2016 10:50

Nýliðun í sjávarútvegi - Nanna SI ?

Á þriðjudaginn síðastliðinn var Nanna SI sjósett í fyrsta sinn og var tekinn prufutúr í Siglufjarðarhöfn. Félagarnir sem standa að útgerðinni heita Hákon Orri Steingrímsson , Ægir Örn Arnarson og Björn Guðnason . 

Þeir félagar hafa ekki gert upp við sig hvort að Nanna SI verði notuð á strandveiðum eða eingöngu í skemmtisiglingar innanfjarðar. 

Ég smellti af fjórum myndum þegar að prufutúrinn var tekinn , sem sjá má hér fyrir neðan.

 
 
 
 

23.06.2016 23:35

Strandveiðibátar : Ásdís ÓF 9

Fiskistofa hefur sent frá sér tilkynningu um stöðvun strandveiða á svæði B.  Samkvæmt henni eru strandveiðar óheimilar á svæðinu frá og með föstudeginum 24. júní til og með 30. júní.

Ásdís ÓF 9 er líklegast með aflahærri bátum á B svæði og hér má sjá tvær myndir sem ég tók í gær þegar að Ásdís kom að bryggju á Siglufirði og þegar að skipstjórinn Sverrir Mjófjörð Gunnarsson var að landa "skammtinum"

 
 

22.06.2016 22:30

Stefnið lagað á Stefnir ÍS eftir að hafa siglt á ísjaka

Magnús Jónsson sendi mér þessa mynd í morgun af Stefni ÍS 28 með þessum orðum " Verið að laga stefnið á Stefnir eftir að hafa keyrt á ísjaka "

Á vefsíðunni thingeyri.is mátti lesa þann 1. desember í fyrra " Engan skipverja sakaði þegar ísfisktogarinn Stefnir ÍS 28 frá Ísafirði sigldi á ísjaka vestur af Dýrafirði í gærkvöldi. Skipstjórinn segir að þetta hafi farið á besta veg miðað við aðstæður og kom togarinn  til Ísafjarðar snemma í morgun. 

Pétur Birgisson skipstjóri segist hafa vanmetið aðstæður. Hann hafi alls ekki átt von á ísjaka á grunnslóð, eins og hann var að toga á, og svo hafi verið myrkur og öskubylur þegar þetta gerðist. Hann hafi sem betur fer verið að toga þannig að skipið var ekki nema á þriggja mílna ferð, í stað að minnstakosti tíu mílna, hefði togarinn verið á siglingu. 

Höggið hafi verið eins og hnútur og þegar hann leit út horfði hann á þverhnípann ísvegginn eins og Látrabjarg væri. Hann  hafi þegar sett á fullt afturábak þrátt fyrir að trollið hafi verið aftan í togaranum, og þar með tekið áhættu á að veiðarfærin færu í skrúfuna, en það slapp. 

Við árékssturinn kom talsverð dæld í byrðing skipsins, ofan sjólínu frammi á hvalbak, en ekki leki, og brot úr jakanum féll inn á stefnið  og kom með til lands í morgun. Strax og þetta var gengið  yfir hafði Pétur skipstjóri samband við stjórnstöð Gæslunnar til að láta vita af jakanum, örðum til varnaðar, og mat hann jakann tíu til 15 metra háan og  30 metra á kant.  "

 
 
Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar