14.09.2017 21:00

Björgúlfur EA 312

Hér er nýsmíðin Björgúlfur EA 312 við bryggju á Akureyri en myndin var tekin í enda ágúst mánaðar.

 

13.09.2017 13:50

Særif SH 25 komið til Siglufjarðar

Særif SH 25 kom til Siglufjarðar í gærkveldi og landaði um rúmum 8 tonnum . Særif hafði landað á Skagaströnd frá því í ágúst en hefur nú fært sig yfir til Siglufjarðar í bili . 

Særif SH er í eigu Melnes ehf og bar áður nafnið Hálfdán Einarsson ÍS 128.

 

12.09.2017 20:55

Ljósafell SU 70 í slipp

Hér er ein frá því í lok ágúst þegar að Ljósafell SU 70 var í slipp á Akureyri . Ljósafell SU var smíðað árið 1973 i Japan fyrir Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar en er í dag í eigu Loðnuvinnslunnar.

 

11.09.2017 22:45

Borgarísjaki á Halanum

Þiðrik Unason sendi mér þessar glæsilegu myndir sem hann tók fyrir helgi af borgarísjaka fyrir vestan á Halanum.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

10.09.2017 12:40

Örvar , Grundfirðingur og Rifsnes

Það var nóg að gera hjá starfsmönnum Fiskmarkaðs Siglufjarðar og Ragnars & Ásgeirs í gærmorgun , en Örvar SH , Grundfirðingur SH og Rifsnes SH lönduðu öll góðum afla í gærmorgun. Þorskurinn af þessu skipum er allur fluttur vetur til vinnslu en auka tegundir eru seldar á markað.

Það er smá suðurnesja stíll á efri myndinni en hún er ekki alveg í fókus . Ég vona að þið fyrirgefið það.

 
 

08.09.2017 09:00

Hörður Björnsson ÞH 260

Hörður Björnsson ÞH 260 lá við slippbryggjuna á Akureyri í enda ágúst mánaðar þegar að ég átti leið þar um . Greinilegt að búið var að mála þennan höfðingja stuttu áður enda glæsilegur á að líta.

 

Hörður Björnsson bar smíðanúmerið 556 hjá Stord Verft A/S, Stord í Noregi  árið 1964.  Hann var lengdur og hækkaður árið 1973. Yfirbyggður árið 1978 og lengdur aftur árið 1986. Sleginn út að aftan, byggt yfir nótagryfju og breyting í línu og togskip hjá Slippstöðinni, Akureyri árið 2003.

06.09.2017 22:00

Nýji og gamli ? Drangey og Klakkur

Þiðrik Unason sendi mér þessa mynd um daginn með fyrirsögninni "Nýji og gamli" en á henni má sjá tvö af skipum Fisk Seafood , nýsmíðina Drangey SK 2 og Klakk SK 5.

Mynd : Þiðrik Unason

 

05.09.2017 23:50

skoger.123.is 5 ára

Í dag 5 september eru fimm ár síðan að fyrsta færslan birtist á skoger.123.is . Fjallaði hún um nafngift síðunnar og má lesa meira um það HÉR. Segja má þó , að formlegur stofndagur hafi verið að kvöldi 4 september þegar að ég skráði lénið og sló inn fyrstu stafina til þess að prófa kerfið.

 

Á fyrsta árinu voru færslurnar yfir 450 og gestafjöldinn samkvæmt teljara síðunnar fór yfir 67.000 gesti.
Á öðru árinu voru færslurnar orðnar um 840 og gestirnir komnir yfir 166.000 samkvæmt teljara síðunnar.
Á þriðja árinu voru færslurnar orðnar um 1240 og gestafjöldinn kominn yfir 267.000.
Á fjórða árinu voru færslurnar orðnar um 1600 og gestafjöldinn að nálgast 418.000 .

Í dag eru færslurnar að nálgast 1800 og gestafjöldinn kominn yfir 512.000 þegar að þetta er skrifað. 

Frá áramótum hef ég verið mjög latur við að setja hér inn efni, hef lítið myndað og ekkert skannað inn gamlar myndir , en með lækkandi sól og aukinni vinnu á Fiskmarkaðnum hef ég aðeins verið að mynda upp á síðkastið og vonandi næ ég að drulla mér í gang á ný. 
 
Ég vill þakka þeim sem senda mér myndir og aðrar upplýsingar og svo auðvitað öllum þeim sem líta hér við .
Kveðja , Guðmundur Gauti Sveinsson

05.09.2017 10:00

Örvar SH 777 landar á Siglufirði

Haustvertíðin er hafin á Siglufirði og eru stóru línuskipin komin norður fyrir land og hafa nokkur landað á Siglufirði það sem af er hausti. Örvar SH 777 landaði góðum afla á Siglufirði á sunnudaginn síðasta , eða rúmlega 70 tonnum . Tók tvær myndir þegar að Örvar SH sigldi inn fjörðinn.

 
 

03.09.2017 21:50

Stakkhamar SH með góðan afla

Stakkhamar SH 220 hefur landað á Siglufirði frá því um miðjan ágúst og hefur gengið ágætlega. Í morgun landaði Stakkhamar SH um 14 tonnum en af því voru 2,6 tonn af aldamótakarfa . Fékkst aflinn við Kolbeinsey .

 

11.08.2017 23:10

Stórir og smáir

Þessi mynd er tekin að morgni sunnudagsins 9 júlí þegar að Tómas Þorvaldsson GK kom inn til löndunar á Siglufirði og Viggó SI 32 var á útleið.

Myndin er tekin útum eldhúsgluggann heima og er því pínu óskýr en það er gaman að sjá stærðarmuninn á Sólberginu , Tómasi , Eskey og Viggó . 

 

07.08.2017 22:25

Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508

Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508 landaði rækju þrívegis á Siglufirði í júlí mánuði. Guðbjörg Sigurðardóttir er í eigu Tjaldtanga ehf en rækjan fór til vinnslu hjá Kampa á Ísafirði.

 
 

Guðbjörg Sigurðardóttir hét áður Stígandi VE og var smíðuð í Tczew Yard Póllandi árið 1988.

24.07.2017 14:45

Frosti ÞH 229

Mörg rækjuskip hafa landað afla sínum á Siglufirði síðustu vikur og er Frosti ÞH 229 eitt þeirra en Frosti hefur landað rækju á Siglufirði síðan í enda maí mánaðar. Rækjan fer í vinnslu hjá Dögun á Sauðárkrók.

 

 

22.07.2017 22:00

Bjarni Sæmundsson RE 30 í rækjurannsóknarleiðangri

Hafrannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson RE 30 kom inn til löndunar á Siglufirði í gærdag um kl. 17:00 . Bjarni Sæmundsson er þessa stundina í Rækjurannsóknarleiðangri en á vef Hafrannsóknarstofnunar , hafogvatn.is , er ekkert um leiðangurinn að finna og því hef ég litlar upplýsingar um stöðu hans.

 

21.07.2017 23:55

Arnar HU og Gullver NS

Þiðrik Unason tók þessar myndir um borð í Klakk SK 5 í enda júní af Arnari HU 1 og Gullver NS 12 á miðunum fyrir vestan.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar