09.06.2017 22:00

Sjómannadagshelgin !

Sjómannadagurinn er fyrsti sunnudagurinn í júní ár hvert, nema ef hvítasunnu ber upp á þann dag, þá er hann næsti sunnudagur þar á eftir. Hann er hátíðisdagur allra sjómanna. Dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur þann 6. júní árið 1938 í Reykjavík og á Ísafirði[1] en frá upphafi 20. aldar tíðkaðist að halda sérstakar sjómannamessur í kirkjum áður en þilskipin héldu til veiða eftir vetrarlægi, sem var yfirleitt 3. eða 4. sunnudag eftir þrettánda.

Árið 1987 var dagurinn lögskipaður frídagur sjómanna.

                                            Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar - ljósmyndari ókunnur

Í lögum um sjómannadaginn segir : 

 1. gr. Fyrsti sunnudagur í júnímánuði ár hvert skal vera almennur frídagur sjómanna með þeim undantekningum sem um getur í lögum þessum. Beri hvítasunnudag upp á fyrsta sunnudag í júní skal sjómannadagur haldinn næsta sunnudag á eftir.
 Sjómannadagurinn skal vera almennur fánadagur.
 2. gr. Ákvæði 1. gr. taka ekki til sjómanna á íslenskum farskipum sem sigla milli Íslands og annarra landa. Þó skal farskipi, sem liggur í íslenskri höfn og eigi hefur látið úr höfn fyrir kl. 12 á hádegi á laugardegi næstum á undan sjómannadegi, eigi heimilt að láta úr höfn fyrr en kl. 12 á hádegi næsta mánudag.
 Ferjur milli lands og eyja eru undanþegnar ákvæðum 1. gr.
 Strandferðaskip og sanddæluskip skulu halda höfn þar sem þau eru stödd á sjómannadag.
 3. gr. Ákvæði 1. gr. taka ekki til skipa Landhelgisgæslu Íslands. Stjórn Landhelgisgæslunnar ber þó að sjá til þess að skipin séu í höfn ef þau hafa ekki aðkallandi verkefnum að gegna að hennar mati.
 4. gr. Hafrannsóknastofnunin skal skipuleggja rannsóknaleiðangra þannig að skip geti leitað hafnar eigi síðar en kl. 12 á laugardegi fyrir sjómannadag og láti ekki úr höfn fyrr en kl. 12 á hádegi næsta mánudag.
 5. gr. Öll fiskiskip skulu liggja í höfn á sjómannadag og hafa komið til hafnar eigi síðar en kl. 12 á laugardegi fyrir sjómannadag og láta ekki úr höfn fyrr en kl. 12 á hádegi næsta mánudag.
 Skipverjar skulu ekki vera skyldir til vinnu við skipið eftir kl. 12 á laugardegi fyrir sjómannadag nema öryggi þess sé í hættu.
 Ákvæði 1. mgr. eru frávíkjanleg ef um er að ræða skip sem ætlað er að sigla með afla sinn á erlendan markað, enda sé skipshöfn kunn sú fyrirætlan áður en veiðiferð hefst. Einnig má víkja frá ákvæðum 1. mgr. ef mikilvægir hagsmunir eru í húfi og samkomulag tekst þar um milli útgerðar og skipshafnar.
 6. gr. Útgerðarmaður og skipstjóri bera ábyrgð á því að farið sé að ákvæðum laga þessara. Brot gegn lögunum varða sektum í ríkissjóð.
 7. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. ( Tóku gildi 14.apríl 1987 )

 

08.06.2017 18:20

Harpa HU 4

Hér er Harpa HU 4 við bryggju á Akureyri í síðasta mánuði en Harpa HU er gerð út á dragnót frá Hvammstanga.

 

Harpa HU var smíðuð árið 1970 hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar og bar áður nafnið Álftafell .

05.06.2017 22:30

Björgúlfur EA 312 - Glæsilegt skip !

Björgúlfur EA 312, nýr ísfisktogari Samherja, kom til heimahafnar á Dalvík 1 júní . Björgúlfur EA var smíðaður í Cemre skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og var sjósettur í september í fyrra .

Björgúlfur EA er 62 metrar á lengd og 13,5 metra breiður. Skipið var hannað af Verk­fræðistof­unni Skipa­tækni, Bárði Haf­steins­syni, starfs­mönn­um Sam­herja og sér­fræðing­um sem þjón­usta flota Sam­herja.

Ég komst ekki á fimmtudaginn til þess að mynda komu skipsins en skrapp á laugardaginn og smellti af nokkrum myndum.

 
 
 

04.06.2017 12:00

Sólberg ÓF 1 heldur til veiða

Um klukkan 21:40 í gærkveldi hélt Sólberg ÓF 1 til veiða í fyrsta sinn en um prufutúr er að ræða til þess að sjá hvort að allt virki sem skyldi.

Ef að allt gengur að óskum fer Sólbergið í sinn fyrsta alvöru túr eftir sjómannadag.

Efri myndin er tekin í gærdag þegar að unnið var við að gera skipið klárt en sú neðri þegar að skipið hélt úr höfn.

 
 

01.06.2017 17:55

Frosti ÞH 229 byrjaður á rækju

Frosti ÞH 229 er byrjaður á rækjuveiðum og landaði þrívegis rækju á Grundarfirði í maí mánuði áður en hann hóf veiðar fyrir norðan land . 

Frosti ÞH kom inn til Siglufjarðar í gærmorgun og landaði um 15 tonnum af rækju og rúmu tonni af fisk.

Smellti af þremur myndum þegar að Frosti hélt á ný til veiða um hádegisbilið í gær.

 
 
 

31.05.2017 20:00

Glæsilegt myndband frá Fiskmarkað Siglufjarðar

Á heimasíðu Fiskmarkaðs Siglufjarðar mátti sjá í gær nýtt kynningarmyndband um hluta af starfsemi Fiskmarkaðs Siglufjarðar.

Gunnlaugur Stefán Guðleifsson sá um upptökuna og er myndbandið hið glæsilegasta.

Ég hvet ykkur til að horfa á myndbandið hér fyrir neðan

 

30.05.2017 09:00

Sólberg , Sigurbjörg og Múlaberg

Þessi mynd er tekin 22.maí þegar að Sigurbjörg ÓF 4 hélt til veiða , líklegast í síðasta sinn . Ég stóð um borð í Múlaberginu og smellti af þegar að stefni Sólbergs og Sigurbjargar "kysstust"

 

29.05.2017 10:45

Vilhelm Þorsteinsson EA 11

Hér er Vilhelm Þorsteinsson EA 1 við bryggju á Akureyri núna fyrr í mánuðinum en samkvæmt vef Fiskistofu landaði Vilhelm síðast á Seyðisfirði 1.642.000 tonnum af kolmunna .

 

 

28.05.2017 07:45

Ice Moon

Magnús Jónsson sendi mér þessa mynd á dögunum af flutningaskipinu Ice Moon en það var smíðað árið 2008 og er 129 metrar á lengd.

Mynd : Magnús Jónsson

 

 

27.05.2017 07:55

Draumur EA

Hvalaskoðunarbáturinn Draumur EA er glæsilegur bátur sem smíðaður var í Hafnarfirði hjá Básar hf árið 1979.

Draumur EA er gerður út á hvalaskoðun frá Dalvík og er eigandi bátsins Arctic Sea Tours ehf.

 

26.05.2017 07:30

Sigurbjörg ÓF 4

Sigurbjörg ÓF kom til Siglufjarðar aðfaranótt sunnudagsins síðasta eftir um þriggja vikna túr í Rússnesku lögsögunni. Var landað úr skipinu á sunnudeginum rúmlega 11.300 kössum eða 230 tonnum af afurðum .

Sigurbjörg ÓF hélt svo til veiða á ný um kl 16:00 á mánudaginn og er þetta líklegast síðasti túrinn hjá Sibbunni segir sagan . En aldrei að segja aldrei ..

 

Í dag ber Sigurbjörg einkennistafina ÓF 4 eftir að Sólberg ÓF 1 kom til landsins.

23.05.2017 14:30

Togarar Ramma hf í höfn á Siglufirði

Í gærmorgun þegar að ég vaknaði og leit út um eldhúsgluggann voru allir togarar Ramma hf í Fjallabyggð saman komnir við bryggju á Siglufirði og er gaman að sjá stærðarmuninn á þessum þremur togurum .

 

22.05.2017 23:00

Óli á Stað GK 99 í fyrsta túr !

Óli á Stað GK 99 kom til Siglufjarðar aðfaranótt föstudagsins síðasta og hélt af stað í sína fyrstu veiðiferð á laugardagskvöldið.

Fjöldi fólks var samankomin á bryggjunni þegar að Óli á Stað GK hélt loks til veiða og sá Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um að sleppa endanum hjá Óla á Stað.

Óli á Staðkom svo til löndunar um kaffileytið í gær og landaði um rúmum 8 tonnum og voru strákarnir í áhöfninni mjög sáttir eftir fyrsta túr.

Skipstjórinn á Óla á Stað er Óðinn Arnberg.

 
 
 

21.05.2017 17:00

Móttökuathöfn við komu Sólbergs ÓF 1

Í gærdag fór fram fjölmenn móttökuathöfn þegar að Rammi hf á Siglufirði tók formlega við Sólberg ÓF 1 . Talið er að um 800-1000 manns hafi mætt á Hafnarbryggjuna á Siglufirði í sól og blíðu.

Ólafur H Marteinsson framkvæmdarstjóri Ramma hf og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fluttu stutt ávörp , áður en Álfhildur Stefánsdóttir gaf skipinu formlega nafnið Sólberg ÓF 1 . Að lokum blessaði Sigríður Munda Jónsdóttir , sóknarprestur í Ólafsfirði , skipið.

Rammi hf bauð svo fólki um borð í Sólberg ÓF í skoðunarferð og léttar veitingar.

 

 

Ólafur Helgi Marteinsson 

 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

 

Ólafur H Marteinsson og Álfhildur Stefánsdóttir

 

Sigríður Munda Jónsdóttir

19.05.2017 11:10

Sólberg ÓF 1 komið til Siglufjarðar

Sólberg ÓF 1 er komið inn til Siglufjarðar og siglir nú í þessu á hægri ferð inn fjörðinn . 

Ég tók nokkrar myndir núna rétt áðan þar sem skipið dólaði í minni Siglufjarðar áður en það hélt af stað til hafnar.

Fleiri myndir koma inn síðar í dag.

 
 
 
 
 
Flettingar í dag: 388
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 669
Gestir í gær: 118
Samtals flettingar: 2190179
Samtals gestir: 508868
Tölur uppfærðar: 22.7.2017 13:01:35

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar