08.02.2016 17:15

Sunnudagsgátan : Rétt svar er Hrafn Sveinbjarnarson GK

Það hafðist að lokum og var það Orri sem fyrstur kom með rétt svar við gátu gærdagsins. 

Skipið sem um var spurt var Hrafn Sveinbjarnarson GK 255

 

 

 

Ég þakka þeim sem tóku þátt og minni á gátuna næsta sunnudag.

07.02.2016 18:34

Sunnudagsgátan : Hver á brúna ?

Sunnudagur í dag og við spyrjum eins og svo oft áður , hver á brúna ?

 

VÍSBENDING ! Hjálpar þetta myndbrot ?

 

Rétt svar kemur síðar í dag

06.02.2016 21:30

Mannskaðaveðrið í Ísafjarðardjúpi 4 febrúar 1968

Á vefsíðunni Thsof.123.is er áhugaverð grein um mannskaðaveðrið í Ísafjarðardjúpi 4 febrúar 1968.

Með því að SMELLA HÉR er hægt að lesa greinina í heild sinni.

Togarinn Notts County GY 643 á strandstað við Snæfjallaströnd. Mynd úr þrautgóðum á raunastund.  (Fengið af thsof.123.is)

06.02.2016 10:55

Flutningaskipið Rolldock Storm & dýpkunarskipið Galilei

Magnús Jónsson sendi mér þessar fjórar myndir sem hann tók í Sundahöfn í gær af flutningaskipinu Rolldock Storm en um borð í því er dýpkunarskipið Gali­lei en Gali­lei fer til dýpkunar í Landeyjarhöfn á næstu vikum.

Á mbl.is segir " leiðin til lands­ins var óhefðbund­in en skipið kom um borð í öðru skipi, flutn­inga­skip­inu Rolldock Storm, sem hafði verið á sigl­ingu með það frá Síle síðan 30. des­em­ber sl. Skip­in lögðust að Skarfa­bakka en lönd­un­inni lýk­ur ekki fyrr en eft­ir helgi þar sem sökkva þarf Rolldock til að Gali­lei kom­ist á flot. "

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

05.02.2016 12:00

Nú er úti veður vont - Múlaberg við bryggju

Skítaveður er búið að vera á Siglufirði frá því í nótt og er Siglufjarðarvegur ófær sem og vegurinn um Héðinsfjörð.

Ég tók þessa mynd í morgun um kl. 11 af tröppunum heima og má sjá á henni Múlaberg SI og björgunarskipið Sigurvin 

 

 

04.02.2016 21:15

Sandfell SU 75 (ex Óli á Stað) - 2 myndir

Sandfell SU 75 er komið til heimahafnar á Fáskrúðsfirði og tók Óðinn Magnason þessar myndir af bátnum .

Á Kvótinn.is mátti meðal annars lesa í dag " Óla á Stað fylgja heimildir sem nema 1.163 tonn af botnfiski, uppistaðan þorskur. Báturinn er um ársgamall og er í flokki stærstu bátanna í krókakerfinu. „Við látum svo frá okkur upp í kaupin 200 tonn í stóra kerfinu“, segir Friðrik Mar en hann vill ekki gefa upp kaupverðið. " Meira má HÉR

Mynd : Óðinn Magnason - hoffellsu80.123.is

 

Mynd : Óðinn Magnason - hoffellsu80.123.is

 

Ég þakka Óðni kærlega fyrir myndirnar en fleiri myndir má sjá á síðunni hoffellsu80.123.is

03.02.2016 21:30

Stakkavík selur Óla á Stað ! Verður Sandfell SU

Loðnuvinnslan hefur keypt Óla á Stað GK 99 af Stakkavík og mun báturinn fá nafnið Sandfell SU 75 samkvæmt heimasíðu Loðnuvinnslunnar.

Óli á Stað var smíðaður hjá Seiglu á Akureyri og var sjósettur í september 2014 . Fyrsta löndun sem skráð er á bátinn samkvæmt vef Fiskistofu var 19. október 2014 en síðasta löndun Óla á Stað var 22. janúar 2016. 

Mun Sandfell SU koma til heimahafnar á Fáskrúðsfirði á morgun .

 

Óli á Stað var fyrri báturinn af tveimur sem Stakkavík í Grindavík samdi um smíði á hjá bátasmiðjunni Seiglu á Akureyri en einhver seinkun hefur orðið á afhendingu seinni bátsins , hver sem ástæðan er fyrir því.

03.02.2016 10:40

Mánaberg ÓF heldur úr höfn - VÍDEÓ

Mánaberg ÓF 42 hélt á ný til veiða í gærdag og er stefnan sett í Barentshafið . Áætlað er að túrinn taki um 27-30 daga en 10 - 12 dagar fara í siglinguna á miðin og heim.

Ég tók upp vídeó þegar að Mánabergið fór frá bryggju á Siglufirði í gær : 

Með því að smella á hornklofana í hægra horninu á vídeóinu má stækka það til að sjá það í betri gæðum (Þar sem rauði hringurinn sést á skýringarmyndinni hér fyrir neðan)

 

02.02.2016 18:45

Mánaberg ÓF & Sigurbjörg ÓF

Landað var úr frystitogurum Ramma hf um liðna helgi . Mánaberg ÓF landaði tæpum 300 tonnum en í Sigurbjörg ÓF rúmum 120 tonnum en Sibban millilandaði þann 14. janúar .

Mánaberg ÓF 42

 

Sigurbjörg ÓF 1

 

01.02.2016 21:40

Qavak GR 2 1

Qavak GR 2 1 lá við bryggju í Reykjavík um miðjan janúar mánuð þegar að ég átti leið hjá . 

Samkvæmt Marine Traffic er skipið enn í Reykjavíkurhöfn og er búið að vera í dágóðan tíma , en ekki er mér kunnugt um ástæðu þess. Kannski fræðir einhver okkur um hana ?

 

31.01.2016 21:00

Sunnudagsgátan : Rétt svar er Hannes Andrésson SH

Það var hann Orri sem kom með rétt svar í dag við gátu dagins , Hannes Andrésson SH 737 . 

Í svari sínu sagði hann " Er þessi ekki byggður hjá vélsmiðjuni Stál og heitir í dag Hannes Andrésson SH "

 

 

31.01.2016 12:00

Sunnudagsgátan : Hver á brúna ?

Það er sunnudagur í dag og þá skellum við í hefðbundna gátu og spyrjum , hver á brúna ? 

 

Rétt svar kemur síðar í dag eða á morgun.

30.01.2016 11:45

Ásdís ÓF 9

Kokkurinn , grínistinn og aflaklóinn Sverrir Mjófjörð Gunnarsson er búinn að fara 5 róðra á handfæri í janúar mánuði á Ásdísi ÓF 9 og hefur hann landað rúmum 3 tonnum af þorski . 

Ásdís ÓF hefur verið einn af aflahæstu strandveiði bátum landsins síðustu ár.

 

 

28.01.2016 20:55

Egill Rauði NK 104

Á vefsíðunni Thsof.123.is mátti lesa þann 26.  janúar um strand togarans Egils Rauða undir Grænuhlíð fyrir um 61 ári síðan . 

Með því að SMELLA HÉR má sjá fleiri myndir og lesa ítarlega umfjöllun Þórhalls S. Gjöveraa um standið.

                                           Mynd fengin af Thsof.123.is

27.01.2016 13:00

Varðskipin Ægir og Týr

Bryggjublómin Ægir og Týr lágu við bryggju í Reykjavíkurhöfn um miðjan mánuðinn þegar að ég átti leið um hafnarsvæðið í Reykjavík. 

 

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar