24.09.2015 12:55

Sóley Sigurjóns GK 200 komin til Siglufjarðar eftir brunann

Línuskipið Tómas Þorvaldsson GK kom með Sóley Sigurjóns GK í togi inn til Siglufjarðar í fyrrinótt eftir að eldur kviknaði um borð í Sóley við rækjuveiðar 25 sm NV af Sauðanesi á þriðjudaginn síðastliðinn.

Í gærdag var þeim litla afla landað sem um borð var , ásamt tómum körum og ís og er nú unnið að því að koma aðalvélinni í gang og er þá stefnt að því að skipið sigli fyrir eigin vélarafli suður , þar sem skipið fer í slipp.

Hér koma þrjár myndir frá því í gær og í fyrradag :

 

Björgunarskipið Sigurvin leggur af stað í útkallið kl. 12:23

 

Sóley Sigurjóns GK við bryggju í gærmorgun.

 

Byrjað að landa úr Sóley Sigurjóns GK.

 

 

23.09.2015 11:10

Eldur kviknaði í Sóley Sigurjóns GK

Eins og flestir vita kviknaði eldur um borð í Sóley Sigurjón GK um hádegisbilið í gær. Á vef Landhelgisgæslunnar segir um atburðinn "

Þá þegar kallaði stjórnstöð Landhelgisgæslunnar út tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og með annarri þeirra voru sendir reykkafarar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Hélt þyrlan TF-LIF áleiðis á vettvang meðan hin þyrlan var sett í viðbragðsstöðu. Einnig voru björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Siglufirði og Skagaströnd kölluð út. Þá var flugvél Landhelgisgæslunnar send á vettvang en hún var í eftirlitsflugi út af Austfjörðum. Flugvélin er búin sértækri hitamyndavél sem getur greint hita á yfirborði þilfars og á síðum skipa. Auk þess var ákveðið að senda varðskipið Þór áleiðis á vettvang en varðskipið var statt við Snæfellsnes. Haft var samband við nærliggjandi skip og báta og var afráðið að línuskipið Tómas Þorvaldsson sem statt var í innan við klukkustundar fjarlægð frá Sóleyju Sigurjóns héldi á staðinn.

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar var komin á vettvang yfir togaranum kl. 12:48 og tilkynnti áhöfn hennar að mikill hiti sæist umhverfis útblástursrör vélarrýmisins. Um klukkan 13:00 töldu skipverjar á Sóleyju Sigurjóns að þeir hefðu ráðið niðurlögum eldsins og ætluðu að freista þess að komast inn í vélarrýmið til að setja ljósavél í gang. Ákveðið var að TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar héldi áfram með reykkafara til að aðstoða við reyklosun í vélarrými skipsins. Reykkafarar ásamt sigmanni Landhelgisgæslunnar voru komnir um borð rétt fyrir klukkan tvö og um svipað leyti kom björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar frá Siglufirði á staðinn. Slökkvilið Fjarðarbyggðar hafði til reykblásara sem þyrlan var tilbúin að flytja út í togarann ef á þyrfti að halda.

Skipverjar á Sóleyju Sigurjóns komu ljósavélinni í gang með aðstoð reykkafaranna en nánari skoðun leiddi í ljós að ekki væri hægt að koma aðalvél skipsins í gang vegna brunaskemmda. Var þá afráðið í framhaldinu eða um klukkan 16:00 að línuskipið Tómas Þorvaldsson aðstoðaði við að draga Sóleyju Sigurjóns til hafnar á Akureyri eftir að skipin væru búin að hjálpast að við að ná rækjutrollinu upp. Frekari aðstoð björgunarskipa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar var þá afþökkuð, þyrla Landhelgisgæslunnar sótti reykkafarana og sigmanninn um borð og varðskipinu Þór var snúið við. "

 

Tómas Þorvaldsson GK kom svo með Sóley Sigurjóns í togi inn til Siglufjarðar um kl. 01:00 í nótt þar sem reyna á að gera við skipið til bráðabirgða og er svo stefnt að því að Sóley haldi suður í slipp.

 

Myndin hér fyrir ofan var tekin 30 september 2013 þegar að Sóley varð vélarvana á Siglufirði en lesa má um atvikið með því að smella HÉR

 

Nýjar myndir af Sóley Sigurjóns koma hér inn á vefinn síðar í dag.

22.09.2015 12:45

Kristbjörg HF 212 komin til Siglufjarðar

Kristbjörg HF 212 er komin til Siglufjarðar og er nú í sínum öðrum róðri . Samkvæmt vef Fiskistofu er eigandi og útgerðaraðili Ísborg ehf. 

 

 

20.09.2015 13:35

Vilhelm Þorsteinsson EA 11

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 var við bryggju á Akureyri á dögunum þegar að ég átti leið þar hjá . 

 

Vilhelm Þorsteinsson var smíðaður í Gdansk í Póllandi.

19.09.2015 11:45

Blængur NK 125

Blængur NK 125 sem nú er í eigu Síldarvinnslunnar var við slippbryggjuna á Akureyri á dögunum þegar að ég átti leið þar hjá . 

 

Blængur NK 125 hét upphaflega Ingólfur Arnarsson og var smíðaður í skipasmíðastöðinni Astilleros Luzuriaga S.A. á Spáni

18.09.2015 09:50

Arnarborg ÍS 260

Arnarborg ÍS 260 kom inn til Siglufjarðar nú á dögunum og lá við bryggju fram eftir degi . Ekki er mér kunnugt um ástæðuna , en eflaust hefur verið einhver smávægileg bilun í gangi.

 
 

Á Haukur miða um 1327 ?

17.09.2015 19:25

Mánaberg ÓF 42

Hér er ein af Mánaberginu sem ég tók líklegast þegar að þeir voru í landi síðast en það styttist í næstu löndun hjá , hugsanlega í næstu viku.

 

16.09.2015 19:50

Örninn ÓF 28

Örninn ÓF 28 er aðallega gerður út á línu frá Siglufirði en tók þó nokkra róðra í sumar á handfærum. 

Í ágúst mánuði fékk ég að fara með í línuróður á Erninum með Guðmundi Óla skipstjóra og tók ég auðvitað nokkrar myndir sem ég á eftir að fara betur í gegnum og vonandi gefst tími bráðlega til þess að henda þeim hér inn.

 

15.09.2015 20:10

Anna SH13 & Maí SH 67

Hér er tveir bátar sem stóðu á þurru þegar að ég var í Stykkishólmi á dögunum , Anna SH 13og Maí SH 67

 

14.09.2015 12:50

Kristrún RE 177 landaði góðum afla á Siglufirði

Kristrún RE 177 landaði á Siglufirði í gærdag mjög góðum afla , eða tæpum 400 körum sem gera rúm 100 tonn.

 

13.09.2015 14:00

Snæfell EA 310 - Glæsilegt skip

Snæfell EA 310 lá við bryggju á Akureyri á dögunum þegar að ég átti leið þar um og auðvitað stóðst ég það ekki , að smella mynd af skipinu enda er Snæfell EA eitt af glæsilegri skipum íslenska flotans.

 

12.09.2015 15:30

Skutla SI 49

Hér er Skutla SI 49 við flotbryggju á Siglufirði á dögunum.

 

11.09.2015 12:25

Hrafn GK 111 landar á Siglufirði

Línuskipið Hrafn "föðurlausi" sem gerður er út af Þorbirni hf kom inn til Siglufjarðar í gærmorgun og landaði ágætis afla , yfir 200 körum . Var uppistaða aflans þorskur.

 

k

10.09.2015 12:45

Sigurbjörg ÓF 1 heldur á ný til veiða eftir bilun

Sigurbjörg ÓF 1 kom inn til Siglufjarðar um hádegisbilið í gær þar sem skipið var gert sjóklárt eftir að hafa verið í slipp á Akureyri síðustu daga. Var ástæðan sú að skipta þurfti um skrúfuhring ásamt öðrum viðhaldi sem því tengdist.

 

Sibban hélt svo til veiða um kl. 16:00 í gær og er þessi mynd tekin þegar að einungis átti eftir að sleppa springnum.

09.09.2015 12:10

Rifsnes SH 44 landar á Siglufirði

Rifsnes SH 44 frá Hellissandi kom inn Siglufjarðar í gærmorgun og landaði ágætis afla , um 200 körum . Var uppistaða aflans þorskur.

 
Flettingar í dag: 479
Gestir í dag: 98
Flettingar í gær: 711
Gestir í gær: 99
Samtals flettingar: 2226089
Samtals gestir: 515002
Tölur uppfærðar: 19.9.2017 22:18:58

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar