06.09.2015 10:00

Fönix ST 177 landar á Siglufirði

Fönix ST 177 kom inn Siglufjarðar á föstudaginn og landaði rækju sem fór ´i vinnslu hjá Ramma hf á Siglufirði.

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Fönix ST : 

Smíði

Smíðaár 1960
Smíðastaður Sunde noregur
Smíðaland Noregur
Smíðastöð Gravdal skipsbyggeri
Smíðanúmer 0350
Efniviður Stál

05.09.2015 10:30

skoger.123.is 3 ára

Í dag 5 september eru þrjú ár síðan að fyrsta færslan birtist á skoger.123.is . Fjallaði hún um nafngift síðunnar og má lesa meira um það HÉR. Segja má þó , að formlegur stofndagur hafi verið að kvöldi 4 september þegar að ég skráði lénið og sló inn fyrstu stafina til þess að prófa kerfið.

Á fyrsta árinu voru færslurnar yfir 450 og gestafjöldinn samkvæmt teljara síðunnar fór yfir 67.000 gesti.

Á öðru árinu voru færslurnar orðnar um 840 og gestirnir komnir yfir 166.000 samkvæmt teljara síðunnar.

Núna á þriggja ára afmæli síðunnar eru færslurnar komnar yfir 1240 og gestafjöldinn kominn yfir 267.000 sem gera um 250 gesti að jafnaði á dag frá upphafi .  

 

Fyrir tveimur árum opnaði ég Facebook síðu sem hét " Skoger Skipa og bátamyndir " en þar birtast m.a margar myndir af sjómönnum og öðrum tengdum stéttum , sem hafa ekki allar verið birtar hér á síðunni og eru þær orðnar vel yfir þrjúhundruð og er alltaf að bætast við.

Eitthvað voru stjórnendur andlitsskruddurnar í vondu skapi í vor , því að síðunni minni var lokað en eftir smá skriftir fékk þá til þess að opna hana á ný og ber hún núna nafnið Guðmundur Sveinsson. Held þó að ef slegið er inn "Skoger" þá komi hún upp.

Hvet ég alla lesendur síðunnar sem eru með Facebook aðgang til SMELLA HÉR og gerast "vinur" síðunnar á Facebook. Á myndasíðan um 980 vini á Facebook og fer þeim fjölgandi dag frá degi. 

Kveðja,  
Guðmundur Gauti Sveinsson

04.09.2015 12:55

Viggó SI 32 hífður á land

Viggó SI var hífður á land af starfsmönnum Siglufjarðar Seigs í morgun . Ástæðan eflaust venjulegt viðhald.

 

Viggó SI var smíðaður árið 1979 á Skagaströnd.

04.09.2015 07:35

Tjaldur SH 270 landar á Siglufirði

Tjaldur SH 201 kom inn til Siglufjarðar í gærdag um þrjúleytið og landaði ágætis afla .

Er þetta fyrsta löndun skipsins á Siglufirði og vonandi ekki sú síðasta.

 

 

 

03.09.2015 13:25

Ilivileq GR 2-201 landar síld á Siglufirði

Þessa stundina er grænlenski togarinn Ilivileq GR 2-201 að landa síld hér á Siglufirði. Er aflinn um 180 tonn eða svo og er áætlað er að Ilivileq haldi á ný til veiða í kvöld .

Fleiri myndir af skipinu og úr lönduninni munu birtast síðar .

 

Skipið var smíðað árið 2003 og bar áður nafnið Skálaberg RE 7

02.09.2015 12:39

Tvær myndir frá höfninni í Stykkishólmi

Hér eru tvær myndir sem ég tók á dögunum af höfninni í Stykkishólmi.

 
 

01.09.2015 12:45

Arnar SH 157

Netabáturinn Arnar SH 157 lá við bryggju á Stykkishólmi um helgina en síðasta löndun sem skráð er á bátinn er 30.03.2014

 

Arnar SH var smíðaður árið 2004 hjá Seiglu í Reykjavík.

31.08.2015 12:45

Klakkur SK 5

Klakkur SK 5 lá við bryggju á Sauðárkrók um helgina þegar að ég átti leið þar í gegn.

 

Á vefsíðunni Fisk.is segir um Klakk SK 5 "Klakkur var smíðaður í Gdynia, Póllandi árið 1977 fyrir Klakk h/f í Vestmannaeyjum. Klakkur var gerður út frá Vestmannaeyjum sem Klakkur VE 103 í rúm 15 ár, eða þar til Hraðfrystihús Grundarfjarðar keypti hann, þann 6. júlí 1992. Klakkur komst svo í eigu FISK þegar Fiskiðjan Skagfirðingur og Hraðfrystihús Grundarfjarðar voru sameinuð, 1. janúar 1996."

30.08.2015 10:35

Anna Karín SH 316

Síðuhaldari er staddur í Stykkihólmi um helgina ásamt fjölskyldunni á litlu ættarmóti en ég laumaði mér þó út í gærdag og smellti af nokkrum myndum .

Sú fyrsta sem við sjáum frá Stykkishólmi er af bát sem ber nafnið Anna Karín SH 316.

 

29.08.2015 06:50

Strandveiði : Petrea EA 24

Petrea EA 24 var einn þeirra fjölmörgu báta sem gerðu út á strandveiðar í sumar frá Siglufirði.

 

Petrea EA var smíðuð á Siglufirði árið 1985 og hét upphaflega Ingeborg SI

28.08.2015 09:35

Haukaberg SH 20

Hér er Haukaberg SH í Grundarfjarðarhöfn a dögunum . Haukaberg SH er gert út af Hjálmar ehf í Grundarfirði.
Síðasta löndun sem skráð er á Haukaberg SH samkvæmt vef Fiskistofu var 30.04.2015

 

Haukaberg SH var smíðað árið 1974 á Akranesi hjá Þorgeir & Ellert .

27.08.2015 12:50

Tómas Þorvaldsson GK 10 landaði á Siglufirði

Línuskipið Tómas Þorvaldsson GK sem gerður er út af Þorbirni hf kom inn til Siglufjarðar seinni part mánudagsins vegna bilunnar en skipið hafði einnig fengið í skrúfuna. Landað var svo ágætis afla úr Tómasi á þriðjudaginn en skipið hélt svo á ný til veiða síðar um kvöldið.

 
 

25.08.2015 12:40

Perlan ÓF 75

Sverrir Mjófjörð Gunnarsson , aflakló og meistarakokkur á Mánaberginu , hefur verið að skaka á trillu sinni , Perlan ÓF 75 síðustu daga og hér kemur hann inn til löndunar á dögunum.

 

24.08.2015 13:25

Eyborg ST 59 - Ormurinn langi á Siglufirði

Eyborg ST 59 kom inn til Siglufjarðar aðfaranótt föstudagsins síðasta og lá við bryggju fram eftir degi áður en skipið hélt á ný til veiða. 

Eflaust hefur einhver bilun verið um borð sem orsakaði þetta stopp , en ég sá meðal annars bíl frá Kælismiðjunni Frost við skipið .

 
 

23.08.2015 12:00

Mánaberg ÓF í vari við Látrabjarg - 2 myndir

Sæmundur Pálmi Jónsson stýrimaður á Sigurbjörg ÓF tók þessar tvær flottu myndir af Mánaberg ÓF liggja í vari við Látrabjarg í gærdag.

Skipin eru bæði við makrílveiðar en leiðinda veður hefur haft áhrif á veiðarnar og er í lítið um makríl þessa stundina

Mynd : Sæmundur Pálmi Jónsson

 

Mynd : Sæmundur Pálmi Jónsson

 

Ég þakka Sæma fyrir afnotin af myndunum og minni sjómenn á netfangið mitt 580skoger@gmail.com ef þeir vilja deila myndum sínum hér á vefsíðunni.

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar