25.08.2015 12:40

Perlan ÓF 75

Sverrir Mjófjörð Gunnarsson , aflakló og meistarakokkur á Mánaberginu , hefur verið að skaka á trillu sinni , Perlan ÓF 75 síðustu daga og hér kemur hann inn til löndunar á dögunum.

 

24.08.2015 13:25

Eyborg ST 59 - Ormurinn langi á Siglufirði

Eyborg ST 59 kom inn til Siglufjarðar aðfaranótt föstudagsins síðasta og lá við bryggju fram eftir degi áður en skipið hélt á ný til veiða. 

Eflaust hefur einhver bilun verið um borð sem orsakaði þetta stopp , en ég sá meðal annars bíl frá Kælismiðjunni Frost við skipið .

 
 

23.08.2015 12:00

Mánaberg ÓF í vari við Látrabjarg - 2 myndir

Sæmundur Pálmi Jónsson stýrimaður á Sigurbjörg ÓF tók þessar tvær flottu myndir af Mánaberg ÓF liggja í vari við Látrabjarg í gærdag.

Skipin eru bæði við makrílveiðar en leiðinda veður hefur haft áhrif á veiðarnar og er í lítið um makríl þessa stundina

Mynd : Sæmundur Pálmi Jónsson

 

Mynd : Sæmundur Pálmi Jónsson

 

Ég þakka Sæma fyrir afnotin af myndunum og minni sjómenn á netfangið mitt 580skoger@gmail.com ef þeir vilja deila myndum sínum hér á vefsíðunni.

22.08.2015 16:35

Andvari I SI 30

Andvari I SI 30 hefur verið gerður út á handfæri frá Siglufirði í sumar og í vikunni sem leið kom hann með rúm 4,6 tonn að landi eftir veiði á Hornbankanum . Var meirihluti aflans vænn ufsi eða rúm 2,6 tonn.

 

Myndin er frá því snemma í sumar þegar að Andvari I SI var að koma að bryggju eftir 

21.08.2015 12:10

Berglín GK 300

Hér er ein mynd sem ég tók af Berglín GK í júlí mánuði þegar að færa þurfti skipið vegna komu frystitogara (Mánaberg / Sigurbjörg - man ekki hvort skipið það var)

 

20.08.2015 18:56

Strandveiði : Blíðfari ÓF 70

Blíðfari ÓF 70 var einn þeirra fjölmörgu báta sem gerðu út á strandveiðar í sumar frá Siglufirði.

 

19.08.2015 16:55

Vöttur SU 250

Vöttur SU 250 kom inn til Siglufjarðar á aðfaranótt mánudagsins sl. Vöttur var að koma frá Breiðdalsvík eftir vel heppnaða strandveiði vertíð og var á leið til sinnar nýju heimahafnar , Bolungarvík.

Eigandi bátsins keypti hann í sumar og kláraði vertíðina á Breiðdalsvík og ætlaði að nota tímann í vetur til þess að dytta að bátnum , meðal annars setja á hann mastur á ný.

 

18.08.2015 12:45

Akraberg ÓF 90 með tæp 10 tonn !

Akraberg ÓF 90 landaði á Siglufirði í gærkveldi mjög góðum afla , 9.552 kg , sem fengust á handfæri á Hornbankanum . 

Var aflinn 7,5 tonn af stórum þorski og 2 tonn af vænum ufsa.

 

Myndin er tekin úr dágóðri fjarlægð í gærkveldi þegar að Akraberg ÓF var að koma að bryggju á Siglufirði en eins og sjá má , þá ber báturinn þennan afla mjög vel.

17.08.2015 12:55

Bíldsey SH 65 aftur í gang !

Bíldsey SH 65 var dregin útúr húsi hjá Siglufjarðar Seig á föstudaginn síðasta eftir að hafa verið í klössun í sumar en síðasti róður var 25 maí.

Í gær landaði svo Bíldsey tæpum 6,5 tonnum , mestmegnis ýsu , á Hofsós.

 

16.08.2015 10:20

Strandveiði : Mínerva EA 100

Mínerva EA 100 var einn þeirra fjölmörgu báta sem gerðu út á strandveiðar í sumar frá Siglufirði.

 

15.08.2015 09:30

Sóley SH 124

Hér er Sóley SH 124 í Grundarfjarðarhöfn a dögunum . Sóley SH er gerð út af Soffaníasi Cecilssyni í Grundarfirði.

Síðasta löndun sem skráð er á Sóley SH samkvæmt vef Fiskistofu var 30.12.2014

 

Sóley SH var smíðuð hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1985.

14.08.2015 10:30

Strandveiði : Jón Kristinn SI 52

Jón Kristinn SI 52 var einn þeirra fjölmörgu báta sem gerðu út á strandveiðar í sumar frá Siglufirði.

 

13.08.2015 09:10

Strandveiði : Anna SI 6

Anna SI 6 er einn þeirra fjölmörgu báta sem gera út á strandveiðar í sumar frá Siglufirði.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

12.08.2015 09:20

Strandveiði : Sveini EA 173

Sveini EA 173 er einn þeirra fjölmörgu báta sem gera út á strandveiðar í sumar frá Siglufirði.

 

11.08.2015 10:50

Helga María AK 16

Helga María AK 16 er glæsilegt skip sem ég myndaði í júní mánuði á leið minni um höfuðborgarsvæðið .

Helga María AK var smíðuð árið 1988 í Flekkefjord í Noregi en skipinu var breytt í ísfisktogara í Póllandi árið 2013.

 
 
Flettingar í dag: 479
Gestir í dag: 98
Flettingar í gær: 711
Gestir í gær: 99
Samtals flettingar: 2226089
Samtals gestir: 515002
Tölur uppfærðar: 19.9.2017 22:18:58

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar