26.07.2015 12:55

Strandveiði : Flugan SI 16

Flugan SI 16 er einn þeirra fjölmörgu báta sem gera út á strandveiðar í sumar frá Siglufirði.

 

25.07.2015 11:45

Sigurborg SH 12

Sigurborg SH 12 ber aldurinn vel , smíðuð árið 1966 í Noregi . Sigurborg SH hefur fiskað 457 tonn af úthafsrækju á þessu fiskveiðiári samkvæmt aflayfirlitinu á Fiskistofu.is . 

 

Myndina tók ég þegar að Sigurborg SH kom inn til löndunar á Siglufirði á dögunum.

24.07.2015 14:44

Myndir af sjónum : Auður ÞH 1

Þiðrik Unason sendi mér nokkrar myndir sem hann tók á sjónum þann 16.júlí , en hann var a strandveiðum á Binna EA 108 frá Dalvík.
Hér eru 2 myndir sem hann tók af Auði ÞH 1.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

24.07.2015 10:25

Björgúlfur EA 312 landar á Grundarfirði (uppfært)

Þessa stundina er ritstjórinn staddur í Grundarfirði á fjölskylduhátíðinni Á góðri stund. Þegar hann rölti niður á bryggju í gærkveldi á skemmtun sem haldin var í Veislutjaldinu , sá hann að verið var að landa úr aflaskipinu Björgúlfi EA 312. Stóðst hann ekki mátið og fékk leyfi til þess að fara inn á hafnarsvæðið og smellti einni mynd af skipinu.

 

Í morgun þegar að færslan birtist var sagt að Björgúlfur EA hefði verið á makríl en svo er ekki rétt , Björgúlfur er byrjaður aftur á fiskitrolli eftir að hafa tekið tvo túra á makríl.

23.07.2015 12:50

Brettingur RE 508 seldur úr landi

Samkvæmt heimildum mínum hefur Útgerðarfélagið Brim hf selt togarann Bretting RE 508 úr landi . Ný heimahöfn skipsins verður í Íran.

Brettingur RE hefur legið við bryggju í Reykjavík frá því að hann lauk veiðum við Grænlandsstendur í nóvember í fyrra.

Til stóð að Brettingur RE færi í brotjárn ef enginn kaupandi fyndist en skipið hefur nú loksins verið selt og er áætluð brottför til nýrra heimkynna núna í dag ef allt gengur að óskum.

Á Facebook grúppunni "Gömul íslensk skip" segir orðrétt " Skipið mun sigla í gegnum Miðjarðarhafið Súesskurðinn niður Adenflóann og upp í Persaflóa. Áætlað er að skipið fari til veiða á Persaflóanum. "

Brettingur RE var smíðaður hjá Niigata Engineering Ltd í Japan árið 1973 . Skipið hét í upphafi Brettingur NS 50 , svo Samphire , síðar Brettingur KE 50 áður en hann varð RE 508.

 

Myndin var tekin í júní síðastliðnum í Reykjavíkurhöfn. 

23.07.2015 09:45

Stakkhamar SH 220 - Nýsmíði frá Siglufjarðar Seig

Þann 18 júní í fyrra sagði ég frá því er Siglufjarðar Seigur hífði á land nýjan skrokk sem dregin var frá Akureyri til Siglufjarðar. Þar sagði orðrétt " Siglufjarðar Seigur mun fullklára bátinn en hann er smíðaður fyrir útgerðarfyrirtæki á Rifi. Á Facebook síðu Siglufjarðar Seigs mátti lesa "Nýja verkefnið okkar, 30 brt - 14,5 metra langur og 4,6 á breidd. Þessi bátur er smíðaður fyrir útgerðarfyrirtæki á Rifi." "

Rúmu ári síðar var síðan nýsmíðin Stakkhamar SH 220 sjósettur hjá Siglufjarðar Seig eða um miðjan júní síðastliðinn.  Síðan þá hefur verið unnið við bátinn við bryggju við loka frágang . Seinnipartinn í gær hélt Stakkhamar SH svo í prufu siglingu út Siglufjörð og náði ég nokkrum myndum þegar að báturinn kom aftur að bryggju. Um kvöldmatarleytið hélt svo Stakkhamar SH heim á leið .

Eigandi bátsins er Kristinn J Friðþjófsson ehf á Rifi og óska ég þeim til hamingju með nýja bátinn.

 
 
 

Fyrirtækið Vestan ehf frá Grundarfirði sá um uppsetningu tækja um borð í Stakkhamri SH en á vefsíðu þeirra segir " Vestan ehf sá um vinnu við  uppsetningu á tækjabúnaði en öll siglinga- , fjarskipta- og fiskileitartæki voru sett niður af Vestan ehf. Einnig sá Vestan ehf um hliðarskrúfukerfið og tengingu á því við sjálfstýringuna."

22.07.2015 16:10

Myndir af sjónum : Dagur SI 100

Þiðrik Unason sendi mér nokkrar myndir sem hann tók á sjónum þann 16.júlí , en hann var a strandveiðum á Binna EA 108 frá Dalvík.

Hér eru 4 myndir sem hann tók af Degi SI 100 .

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

22.07.2015 10:00

Nökkvi ÞH 27

Nökkvi ÞH er gerður út á rækju og hefur að mestu landað á Dalvík . Nökkvi ÞH er gerður út af Nóntanga ehf. 

 

Nökkvi ÞH var smíðaður á Ísafirði árið 1982.

21.07.2015 09:28

Strandveiði : Ljúfur EA 66

Ljúfur EA 66 er einn þeirra fjölmörgu báta sem gera út á strandveiðar í sumar frá Siglufirði.

 

 

g

20.07.2015 11:10

Birtingur NK 124

Eins og ég sagði frá í gær , þá er Þiðrik Unason víðförull maður og í dag koma tvær myndir sem hann tók á Neskaupstað á dögunum af Birting NK 124.

Birtingur NK 124 var smíðaður árið 1968 Trondheim í Noregi.

 
 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Birting NK :

Stærð og mál

Brúttórúmlestir 949,14
Brúttótonn 1467,56
Nettótonn 487,91
Mesta lengd 67,47
Skráð lengd 61,17
Skráð dýpt 8,05
Skráð breidd 10,90

19.07.2015 11:09

Börkur NK 122

Þiðrik Unason er víðförull maður og hér koma tvær myndir sem hann tók á dögunum á Neskaupstað af Berki NK 122.

Börkur NK 122 var smíðaður árið 2012 í Tyrklandi

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason (Myndin er kroppuð úr þeirri efri)

 

18.07.2015 10:15

Tvær gamlar : Sigluvík SI 2

Hér eru tvær myndir úr safni föður míns af Sigluvík SI 2 að koma inn til Siglufjarðar.

Sigluvík SI var smíðuð á Spáni árið 1974 en var seld úr landi árið 2003.

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

17.07.2015 10:00

Berglín GK 300 - 3 myndir

Siggi skipstjóri á Berglín GK skammaði mig á dögunum fyrir að birta ekki nógu margar myndir af skipinu hans hér á myndasíðunni og auðvitað bregst ég við því , annað er nú ekki hægt. 

Hér koma 3 myndir af Berglín GK sem teknar voriu þegar að skipið hélt á ný til veiða að löndun lokinni á þriðjudaginn síðastliðinn .

 
 
 

 

16.07.2015 16:00

Fönix ST 177 landar á Siglufirði

Fönix ST 177 kom inn til Siglufjarðar á þriðjudaginn og landaði um 8,5 tonnum af rækju . Var rækjan flutt vestur á Hólmavík til vinnslu hjá Hólmadrangi.

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Fönix ST : 

Smíði

Smíðaár 1960
Smíðastaður Sunde noregur
Smíðaland Noregur
Smíðastöð Gravdal skipsbyggeri
Smíðanúmer 0350
Efniviður Stál

16.07.2015 10:30

Myndir af sjónum : 3 strandveiðibátar

Þiðrik Unason sendi mér þrjár myndir sem hann tók á sjónum í gær , en hann var á strandveiðum á Binna EA 108 frá Dalvík . 

Á myndunum má sjá Dalborg EA , Tuma EA og Trausta EA .

Dalborg EA 317 - Mynd : Þiðrik Unason

 

Tumi EA 84 - Mynd : Þiðrik Unason

 

Trausti EA 98 - Mynd : Þiðrik Unason

 

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar