19.07.2015 11:09

Börkur NK 122

Þiðrik Unason er víðförull maður og hér koma tvær myndir sem hann tók á dögunum á Neskaupstað af Berki NK 122.

Börkur NK 122 var smíðaður árið 2012 í Tyrklandi

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason (Myndin er kroppuð úr þeirri efri)

 

18.07.2015 10:15

Tvær gamlar : Sigluvík SI 2

Hér eru tvær myndir úr safni föður míns af Sigluvík SI 2 að koma inn til Siglufjarðar.

Sigluvík SI var smíðuð á Spáni árið 1974 en var seld úr landi árið 2003.

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

17.07.2015 10:00

Berglín GK 300 - 3 myndir

Siggi skipstjóri á Berglín GK skammaði mig á dögunum fyrir að birta ekki nógu margar myndir af skipinu hans hér á myndasíðunni og auðvitað bregst ég við því , annað er nú ekki hægt. 

Hér koma 3 myndir af Berglín GK sem teknar voriu þegar að skipið hélt á ný til veiða að löndun lokinni á þriðjudaginn síðastliðinn .

 
 
 

 

16.07.2015 16:00

Fönix ST 177 landar á Siglufirði

Fönix ST 177 kom inn til Siglufjarðar á þriðjudaginn og landaði um 8,5 tonnum af rækju . Var rækjan flutt vestur á Hólmavík til vinnslu hjá Hólmadrangi.

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Fönix ST : 

Smíði

Smíðaár 1960
Smíðastaður Sunde noregur
Smíðaland Noregur
Smíðastöð Gravdal skipsbyggeri
Smíðanúmer 0350
Efniviður Stál

16.07.2015 10:30

Myndir af sjónum : 3 strandveiðibátar

Þiðrik Unason sendi mér þrjár myndir sem hann tók á sjónum í gær , en hann var á strandveiðum á Binna EA 108 frá Dalvík . 

Á myndunum má sjá Dalborg EA , Tuma EA og Trausta EA .

Dalborg EA 317 - Mynd : Þiðrik Unason

 

Tumi EA 84 - Mynd : Þiðrik Unason

 

Trausti EA 98 - Mynd : Þiðrik Unason

 

15.07.2015 10:25

Mánaberg ÓF með gat á síðunni - Myndasyrpa

Mánaberg ÓF 42 kom inn til Siglufjarðar eftir um mánaðartúr úr Barentshafinu á föstudaginn síðastliðinn og var landað úr skipinu um 318 tonnum af afurðum á laugardeginum . Að löndun lokinni fór Mánabergið yfir til Ólafsfjarðar þar sem skipt var um veiðafæri en Máninn er nú á leið á Makríl.

 

Á mánudaginn voru svo starfsmenn Slippsins á Akureyri búnir að skera gat á stjórnborðssíðuna en verið er að skipta um flökunarvél.

 
 

 

Í gærdag þegar að ég átti leið hjá aftur var byrjað að sjóða stykkið í á ný en áætluð brottför er seinnipartinn í dag eða í fyrramálið.

14.07.2015 17:55

Hvalaskoðunarbáturinn Máni

Þiðrik Unason vinur minn sendi mér í dag nokkrar myndir og hér er ein þeirra af hvalskoðunarbátnum Mána frá Dalvík í "action" ef svo má segja.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Ætli Haukur eigi snepil um Mána ?

14.07.2015 09:10

Björgvin EA 311

Björgvin EA 311 hefur legið við bryggju á Dalvík frá því 23. júní síðastliðinn en þá var landað úr skipinu um 125 tonnum , þar af um 90 tonnum af þorski.

 

Myndin var tekin í síðustu viku í Dalvíkurhöfn. 

13.07.2015 13:30

Mastur híft af Varðskipinu Tý

Magnús Jónsson frá Hafnarfirði sendi mér nokkrar myndir á dögunum og í dag fáum við að sjá mynd sem hann tók þegar verið var að hífa mastrið af Varðskipinu Tý .

Á vef Landhelgisgæslunnar segir " Varðskipið Týr er nú í slipp hjá Stálsmiðjunni og er áætlað að verkið taki um þrjár vikur. Um er að ræða slipptöku sem fyrirhuguð var á þessum tíma til að gera margvíslegar endurbætur á skipinu en um leið verður gert við þær skemmdir sem urðu á Tý er siglt var á varðskipið í Reykjavíkurhöfn fyrir skemmstu. "

Mynd : Magnús Jónsson

 

Ég þakka Magnúsi vel fyrir myndirnar og minni á netfangið mitt , 580skoger@gmail.com , ef menn og konur luma á myndum.

11.07.2015 11:45

Konráð EA 90 í slipp

Áfram höldum við að skoða myndir af bátum á þurru landi því í dag fáum við að sjá myndir af Konráð EA 90 í slipp á Siglufirði hjá Siglufjarðar Seig . 

Myndirnar tók ég í vikunni sem leið en Konráð EA var hífður niður í gær og sigldi svo heim til Grímseyjar í gærkveldi .

 

 

 

10.07.2015 10:15

Varðskipið Týr í slipp

Ég fékk þessa flottu mynd frá Þórhall Sófussyni Gjöveraa og í texta með henni segir " 1421. Varðskipið Týr. TFGA. Smíðað í Aarhus Flydedok A/S í Danmörku 1975. 923 br. 2 x 4.300 ha. MAN díesel vélar. Týr tók sig vel út í slippnum í kvöld þrátt fyrir skemmdirnar sem Rússneska Barkskipið Kruzenshtern olli þegar það sigldi á hann og þór fyrir skömmu.‎ "

Mynd : Þórhallur Sófusson Gjöveraa

 

 

09.07.2015 11:45

Bíldsey SH 65 í slipp

Bíldsey SH 65 er þessa dagana í slipp hjá Siglufjarðar Seig á Siglufirði. Í morgun var verið að þrífa bátinn og undirbúa undir botnmálningu og fleira viðhald sem á að sinna.

 
 

Með því að smella HÉR má sjá grein um Bíldsey SH á vefnum SKSsiglo.is

08.07.2015 12:05

Ingunn AK orðin græn ! Fær nafnið Ísleifur VE

Þessa stundina er Ingunn AK í slipp í Reykjavík þar sem verið er að mála hana græna en Ingunn AK er komin í eigu Vinnlustöðvarinnar og mun fá nafnið Ísleifur VE.

Mynd : Þórhallur Sófusson Gjöveraa

07.07.2015 12:44

Strandveiði : Hafdís Helga EA 51

Hafdís Helga EA 51 er einn þeirra fjölmörgu báta sem gera út á strandveiðar í sumar frá Siglufirði.

 

06.07.2015 09:40

Strandveiði : Ásdís ÓF 9

Ásdís ÓF 9 er einn þeirra fjölmörgu báta sem gera út á strandveiðar í sumar frá Siglufirði.

Ásdís ÓF var 12 aflahæsti báturinn á B svæði , með 9,22 tonn í 11 sjóferðum samkvæmt Aflafréttum.is

 
Flettingar í dag: 46
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 676
Gestir í gær: 82
Samtals flettingar: 2229589
Samtals gestir: 515668
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 00:21:14

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar