16.06.2015 14:40

Vestri BA 63 landar á Siglufirði

Vesti BA 63 kom inn til Siglufjarðar í gærmorgun vegna bilunar og var landað úr skipinu um nokkrum tonnum af rækju og smávegis af fiski. 

Vestri BA hélt svo á ný til veiða í gærkveldi eftir að búið var að gera við .

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Vestra BA :

Smíði

Smíðaár 1963
Smíðastaður Nyborg danmörk
Smíðaland Danmörk
Smíðastöð Karmsund verft og mek.v
Smíðanúmer 0003
Efniviður Stál

15.06.2015 11:05

Vilhelm Þorsteinsson EA í slipp

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 er í slipp þessa dagana á Akureyri eftir að hafa lokið Kolmunnaveiðum .

 

Vilhelm Þorsteinsson EA er glæsilegt skip .

14.06.2015 10:15

Flutningaskipið Akrafell í sinni hinstu för !!

Á miðvikudaginn síðastliðinn , 10.júní , lagði flutningaskipið Akrafell í sína hinstu för. Var þá skipið dregið til Danmerkur þar sem skipið verður rifið en það var dæmt ónýtt eftir að hafa strandað við Vattarnes 6 september í fyrra. Þegar að tókst að ná skipnu á flot var það dregið til Reyðarfjarðar og hefur það legið þar síðan . Akrafell var smíðað í Kína árið 2003 

Eggert Páll Theodórsson lánaði mér nokkrar myndir sem hann tók þegar að Akrafell var dregið af stað frá Reyðarfirði og kann ég honum bestu þakkir fyrir.

Mynd : Eggert Páll Theodórsson

 

Mynd : Eggert Páll Theodórsson

 

Mynd : Eggert Páll Theodórsson

 

Mynd : Eggert Páll Theodórsson

 

Mynd : Eggert Páll Theodórsson

 

Mynd : Eggert Páll Theodórsson

 

 

13.06.2015 11:15

Siglunes SI 70 í sinni hinstu för !

Á fimmtudagskvöldið síðastliðið lagði Siglunes SI 70 af stað frá Njarðvík með Tungufell BA 326 í eftirdragi til Belgíu þar sem Siglunesið er á leið í pottinn alræmda.

Örlög Tungufells eru ekki ákveðin , athuga á með sölu á skipinu en annars er það líklega potturinn sem bíður þess líka ef það gengur ekki eftir.

Siglunes SI var gert út frá Siglufirði frá því um vorið 2009 og var gert út á rækju . 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars umSiglunes SI :

Smíði

Smíðaár 1971
Smíðastaður Akranes
Smíðaland Ísland
Smíðastöð Þorgeir & ellert hf
Smíðanúmer 0023
Efniviður Stál

12.06.2015 09:00

Nýtt skip Samherja : Margrét EA 710

Hér eru tvær myndir af nýjasta skipinu í Samherja flotanum , Margréti EA 710 sem Þiðrik Unason tók á Akureyri á dögunum.

Margrét EA var smíðuð í Flekkefjord í Noregi árið 1995 en skipið var lengt árið 2009 og mælist 73 metrar á lengdina.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

11.06.2015 17:30

Gullhólmi SH hefur fengið nýtt nafn !!

Eins og ég sagði frá hér um daginn þá hefur GPG Seafood keypt Gullhólma SH af Agustsyni á Stykkishólmi.

Er skipið nú í slipp á Akureyri og hefur það fengið nýtt nafn , Hörður Björnsson ÞH 260.

Er skipið skírt í höfuðið á Herði Björnssyni skipstjóra frá Dalvík en hann var skipstjóri á skipinu þegar að það bar nafnið Þórður Jónasson frá árinu 1967 til ársins 2000.

Mynd : Haukur Sigtryggur

 

Mynd : Haukur Sigtryggur

 

11.06.2015 12:40

Varðskipið Ægir

Varðskipið Ægir hafði veturdvöl á Akureyri í vetur. Ég tók nokkrar myndir af skipinu í vetur á ferðum mínum til Akureyrar . Þessi mynd var tekin í apríl.

 

Á vef Landhelgisgæslunnar segir um Ægir "VARÐSKIPIÐ ÆGIR ER SMÍÐAÐ Í AALABORG VÆRFT A/S Í DANMÖRKU ÁRIÐ 1968 . SKIPIÐ ER SMÍÐAÐ SEM VARÐ- OG BJÖRGUNARSKIP. STAFN OG BOLUR ERU SÉR STYRKT FYRIR SIGLINGU Í ÍS OG REISN HÖNNUÐ MEÐ TILLITI TIL ÍSINGARHÆTTU"

10.06.2015 06:50

Geir ÞH 150

Hér má sjá mynd af Geir ÞH 150 við bryggju á Akureyri í síðasta mánuði . Geir ÞH er gerður út á dragnót þessa dagana en áður hafði báturinn verið á netum í vetur.

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir um Geir ÞH 150

Stærð og mál

Brúttórúmlestir 115,73
Brúttótonn 196,00
Nettótonn 59,00
Mesta lengd 22,00
Skráð lengd 19,97
Skráð dýpt 6,20
Skráð breidd 6,99

09.06.2015 10:00

Á strandveiðum - Myndasyrpa

Þessi myndasyrpa er síðan sumarið 2013 þegar að ég skellti mér með í einn strandveiðiróður á Millu SI 727.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

08.06.2015 20:05

Tæknileg vandamal

Þar sem síðuhaldari er staddur í fríi erlendis og tæknin er adeins ad strida mer , fellur færsla dagsins nidur í dag. 

07.06.2015 10:30

Sjómannadagskveðja !

skoger.123.is sendir öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra hátíðarkveðjur í tilefni af sjómannadeginum !

Mynd : Úrklippa úr safni Sveins Björnssonar - Ljósmyndari óþekktur

 

06.06.2015 12:30

Lög um sjómannadag

 

Lög um sjómannadag - 1987 nr. 20 26 mars

 1. gr. Fyrsti sunnudagur í júnímánuði ár hvert skal vera almennur frídagur sjómanna með þeim undantekningum sem um getur í lögum þessum. Beri hvítasunnudag upp á fyrsta sunnudag í júní skal sjómannadagur haldinn næsta sunnudag á eftir.

 Sjómannadagurinn skal vera almennur fánadagur.
 2. gr. Ákvæði 1. gr. taka ekki til sjómanna á íslenskum farskipum sem sigla milli Íslands og annarra landa. Þó skal farskipi, sem liggur í íslenskri höfn og eigi hefur látið úr höfn fyrir kl. 12 á hádegi á laugardegi næstum á undan sjómannadegi, eigi heimilt að láta úr höfn fyrr en kl. 12 á hádegi næsta mánudag.
 Ferjur milli lands og eyja eru undanþegnar ákvæðum 1. gr.
 Strandferðaskip og sanddæluskip skulu halda höfn þar sem þau eru stödd á sjómannadag.
 3. gr. Ákvæði 1. gr. taka ekki til skipa Landhelgisgæslu Íslands. Stjórn Landhelgisgæslunnar ber þó að sjá til þess að skipin séu í höfn ef þau hafa ekki aðkallandi verkefnum að gegna að hennar mati.
 4. gr. Hafrannsóknastofnunin skal skipuleggja rannsóknaleiðangra þannig að skip geti leitað hafnar eigi síðar en kl. 12 á laugardegi fyrir sjómannadag og láti ekki úr höfn fyrr en kl. 12 á hádegi næsta mánudag.
 5. gr. Öll fiskiskip skulu liggja í höfn á sjómannadag og hafa komið til hafnar eigi síðar en kl. 12 á laugardegi fyrir sjómannadag og láta ekki úr höfn fyrr en kl. 12 á hádegi næsta mánudag.
 Skipverjar skulu ekki vera skyldir til vinnu við skipið eftir kl. 12 á laugardegi fyrir sjómannadag nema öryggi þess sé í hættu.
 Ákvæði 1. mgr. eru frávíkjanleg ef um er að ræða skip sem ætlað er að sigla með afla sinn á erlendan markað, enda sé skipshöfn kunn sú fyrirætlan áður en veiðiferð hefst. Einnig má víkja frá ákvæðum 1. mgr. ef mikilvægir hagsmunir eru í húfi og samkomulag tekst þar um milli útgerðar og skipshafnar.
 6. gr. Útgerðarmaður og skipstjóri bera ábyrgð á því að farið sé að ákvæðum laga þessara. Brot gegn lögunum varða sektum í ríkissjóð.
 7. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.

05.06.2015 17:00

Komdu nú og kroppaðu með mér !

Við löndun úr einum af rækjutogurunum á dögunum var þessi hrafn mættur til þess að ná sér í æti. Gerði hann nokkrar tilraunir til þess að ná sér í bita en hávaði frá lyfturum og skipskrananum fældu hann frá . Þegar að löndun var lokið og komin ró á bryggjuna var hann snöggur að næla sér í bita og fljúga á brott. 

 

 

 

 

 

 

 

 

04.06.2015 12:50

Oddverji SI 76 (ex Gunnar SK / SI)

Nú fyrir nokkrum vikum bættist nýr bátur í flota Siglfirðinga sem bar nafnið Gunnar SK. Eftir flutninginn til Siglufjarðar fékk hann síðar skráninguna Gunnar SI . Nú hefur báturinn fengið nýtt nafn , Oddverji SI 76 .

Guðmundur Óli Sigurðsson er skipstjóri á bátnum en Guðmundur Óli var lengi skipstjóri á Oddi á Nesi ÓF . 

 
Guðmundur Óli Sigurðsson

 

03.06.2015 13:40

GPG kaupir Gullhólma SH 201

GPG Seafood á Húsavík hefur keypt Gullhólma SH 201 af Agustsyni í Stykkishólmi.

Á vef Skessuhorns má lesa " Við erum að láta smíða nýjan 30 tonna línubát fyrir okkur hjá Seiglu á Akureyri. Hann á að afhendast í júlí eða ágúst. Það verður bátur með beitningarvél þar sem aflinn verður slægður um borð. Hann á að koma í stað Gullhólma. Við höfum hreinlega ekki haft nægar aflaheimildir til að halda Gullhólma úti nema í um sjö mánuði á hverju ári. Nýtingin á skipinu hefur því ekki verið nægilega góð þótt skipið sjálft hafi reynst okkur ákaflega vel. Við skiptum Gullhólma út og fáum nýsmíði sem ætti að verða hagkvæmari,“ segir Ellert Kristinsson, framkvæmdastjóri hjá Agustson í Stykkishólmi, sem átti og gerði Gullhólma út."

 

Gullhólmi SH 201 var smíðaður árið 1964 í Noregi og bar áður nafni Þórður Jónasson

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar