07.06.2015 10:30

Sjómannadagskveðja !

skoger.123.is sendir öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra hátíðarkveðjur í tilefni af sjómannadeginum !

Mynd : Úrklippa úr safni Sveins Björnssonar - Ljósmyndari óþekktur

 

06.06.2015 12:30

Lög um sjómannadag

 

Lög um sjómannadag - 1987 nr. 20 26 mars

 1. gr. Fyrsti sunnudagur í júnímánuði ár hvert skal vera almennur frídagur sjómanna með þeim undantekningum sem um getur í lögum þessum. Beri hvítasunnudag upp á fyrsta sunnudag í júní skal sjómannadagur haldinn næsta sunnudag á eftir.

 Sjómannadagurinn skal vera almennur fánadagur.
 2. gr. Ákvæði 1. gr. taka ekki til sjómanna á íslenskum farskipum sem sigla milli Íslands og annarra landa. Þó skal farskipi, sem liggur í íslenskri höfn og eigi hefur látið úr höfn fyrir kl. 12 á hádegi á laugardegi næstum á undan sjómannadegi, eigi heimilt að láta úr höfn fyrr en kl. 12 á hádegi næsta mánudag.
 Ferjur milli lands og eyja eru undanþegnar ákvæðum 1. gr.
 Strandferðaskip og sanddæluskip skulu halda höfn þar sem þau eru stödd á sjómannadag.
 3. gr. Ákvæði 1. gr. taka ekki til skipa Landhelgisgæslu Íslands. Stjórn Landhelgisgæslunnar ber þó að sjá til þess að skipin séu í höfn ef þau hafa ekki aðkallandi verkefnum að gegna að hennar mati.
 4. gr. Hafrannsóknastofnunin skal skipuleggja rannsóknaleiðangra þannig að skip geti leitað hafnar eigi síðar en kl. 12 á laugardegi fyrir sjómannadag og láti ekki úr höfn fyrr en kl. 12 á hádegi næsta mánudag.
 5. gr. Öll fiskiskip skulu liggja í höfn á sjómannadag og hafa komið til hafnar eigi síðar en kl. 12 á laugardegi fyrir sjómannadag og láta ekki úr höfn fyrr en kl. 12 á hádegi næsta mánudag.
 Skipverjar skulu ekki vera skyldir til vinnu við skipið eftir kl. 12 á laugardegi fyrir sjómannadag nema öryggi þess sé í hættu.
 Ákvæði 1. mgr. eru frávíkjanleg ef um er að ræða skip sem ætlað er að sigla með afla sinn á erlendan markað, enda sé skipshöfn kunn sú fyrirætlan áður en veiðiferð hefst. Einnig má víkja frá ákvæðum 1. mgr. ef mikilvægir hagsmunir eru í húfi og samkomulag tekst þar um milli útgerðar og skipshafnar.
 6. gr. Útgerðarmaður og skipstjóri bera ábyrgð á því að farið sé að ákvæðum laga þessara. Brot gegn lögunum varða sektum í ríkissjóð.
 7. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.

05.06.2015 17:00

Komdu nú og kroppaðu með mér !

Við löndun úr einum af rækjutogurunum á dögunum var þessi hrafn mættur til þess að ná sér í æti. Gerði hann nokkrar tilraunir til þess að ná sér í bita en hávaði frá lyfturum og skipskrananum fældu hann frá . Þegar að löndun var lokið og komin ró á bryggjuna var hann snöggur að næla sér í bita og fljúga á brott. 

 

 

 

 

 

 

 

 

04.06.2015 12:50

Oddverji SI 76 (ex Gunnar SK / SI)

Nú fyrir nokkrum vikum bættist nýr bátur í flota Siglfirðinga sem bar nafnið Gunnar SK. Eftir flutninginn til Siglufjarðar fékk hann síðar skráninguna Gunnar SI . Nú hefur báturinn fengið nýtt nafn , Oddverji SI 76 .

Guðmundur Óli Sigurðsson er skipstjóri á bátnum en Guðmundur Óli var lengi skipstjóri á Oddi á Nesi ÓF . 

 
Guðmundur Óli Sigurðsson

 

03.06.2015 13:40

GPG kaupir Gullhólma SH 201

GPG Seafood á Húsavík hefur keypt Gullhólma SH 201 af Agustsyni í Stykkishólmi.

Á vef Skessuhorns má lesa " Við erum að láta smíða nýjan 30 tonna línubát fyrir okkur hjá Seiglu á Akureyri. Hann á að afhendast í júlí eða ágúst. Það verður bátur með beitningarvél þar sem aflinn verður slægður um borð. Hann á að koma í stað Gullhólma. Við höfum hreinlega ekki haft nægar aflaheimildir til að halda Gullhólma úti nema í um sjö mánuði á hverju ári. Nýtingin á skipinu hefur því ekki verið nægilega góð þótt skipið sjálft hafi reynst okkur ákaflega vel. Við skiptum Gullhólma út og fáum nýsmíði sem ætti að verða hagkvæmari,“ segir Ellert Kristinsson, framkvæmdastjóri hjá Agustson í Stykkishólmi, sem átti og gerði Gullhólma út."

 

Gullhólmi SH 201 var smíðaður árið 1964 í Noregi og bar áður nafni Þórður Jónasson

02.06.2015 12:45

Sighvatur Bjarnason VE 81

Hér er mynd frá nágranna mínum , Arnari Þór Björnssyni , af Sighvati Bjarnasyni VE í Vestmannaeyjarhöfn í fyrra.

Mynd : Arnar Þór Björnsson

 

01.06.2015 12:45

Mávur SI 96

Hér er Mávur SI 96 að koma inn til Siglufjarðar á dögunum eftir ágætis línuróður . 

 

Mávur SI bar áður nafnið Ingunn Sveinsdóttir AK

31.05.2015 14:55

Narfi SU 68

Þessa mynd tók ég fyrir mánuði síðan á Akureyri af Narfa SU 68 en búið er að selja bátinn til Noregs.

Búið var að sneiða framan af stefni bátsins til þess að stytta hann þannig að hann yrði gjaldgengur í 12 metra kerfinu norska. 

 

30.05.2015 11:30

Sunna SI 67

Hér er ein af Sunnu SI 67 að koma í land eftir handfæraróður á mánudaginn síðastliðinn

 

Sunna SI var smíðuð árið 1989 hjá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði.

29.05.2015 08:40

Venus NS 150 - Glæsilegt skip

Venus NS 150 kom til heimahafnar á Vopnafirði að kvöldi Hvítasunnudags eftir um 3.700 sjómílna siglingu frá Tyrklandi þar sem skipið var smíðað.

Á Kvótinn.is má lesa margar góðar greinar um Venus NS með því að smella á fyrirsagnirnar hér fyrir neðan:

"Eitt umhverfisvænasta skip flotans"

"Allt stærra og fullkomnara en við eigum að venjast"

"Meðalaldur flota HB Granda verður 8 ár"

"Venus kominn heim"

Mynd : Vernharður Hafliðason

 

Á vefsíðunni Trú.is má lesa blessun eftir Stefán Má Gunnlaugsson , sem flutt var við blessun skipsins við komuna til heimahafnar.

28.05.2015 08:40

Fiskbókin - upplýsingaveita um íslenskan fisk

Á vef Matís.is má lesa frétt sem byrjar svo "Búið er að opna Fiskbókina en bókin er fróðleikur um helstu nytjafiska, upplýsingar um veiði þeirra, s.s. veiðisvæði, á hvaða árstíma þeir veiðast og helstu veiðarfæri. Með þessari rafrænu útgáfu Fiskbókarinnar er mögulegt að koma á framfæri margvíslegum upplýsingum um fisk og fiskafurðir, fræðslu og rannsóknum sem þeim tengjast með mun skilvirkari og fjölbreyttari hætti en hægt er í prentaðri bók."

Með því að smella HÉR , er hægt að lesa bókina.

                   Mynd : Fengin af vef Matís.is

 

Í tenglasafninu hér á hægri spalta síðunnar má finna tengil sem vísar á Fiskbókina.

27.05.2015 10:00

Nökkvi ÞH 27 landar á Siglufirði

Nökkvi ÞH 27 landaði á Siglufirði á mánudaginn síðastliðinn ágætis afla. Nökkvi ÞH er eitt af þeim rækjuskipum sem sýður rækjuna um borð og er hún flutt út fersk með flugi.

 

Nökkvi ÞH var smíðaður árið 1982 á Ísafirði

26.05.2015 11:20

Sigurbjörg ÓF 1 landar á Siglufirði

Sigurbjörg ÓF kom inn til Siglufjarðar í gærmorgun til millilöndunar. Landað var úr skipinu um 10 kössum , eða um 220 tonnum af afurðum. Var uppistaða aflans þorskur og ufsi.

Sigurbjörg ÓF hélt svo á ný til veiða um kl. 20:00 í gærkveldi.

 

25.05.2015 21:15

Fleiri myndir af farþegaskipinu Fram

Hér koma fleiri myndir af farþegaskipinu Fram sem Þiðrik Unason tók í Grundarfjarðarhöfn í gær.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

24.05.2015 21:00

Farþegarskipið Fram í Grundarfjarðarhöfn

Þiðrik Unason tók þessa mynd í morgun af norska farþegaskipinu Fram í Grundarfjarðarhöfn.

 

Á MarineTraffic segir um Fram : 

IMO: 9370018
MMSI: 258932000
Call Sign: LADA7
Flag: Norway (NO)
AIS Type: Passenger
Gross Tonnage: 11647
Deadweight: 984 t
Length × Breadth:113.65m × 26.9m
Year Built: 2007
Status: Active
Flettingar í dag: 46
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 676
Gestir í gær: 82
Samtals flettingar: 2229589
Samtals gestir: 515668
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 00:21:14

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar