11.02.2015 19:30

Frá Húsavíkurhöfn

Hér er mynd sem ég tók í sumar úr Húsavíkurhöfn en á henni má sjá m.a. Von ÞH , Flatey ÞH og Vin ÞH svo nokkrir séu nefndir.

 

 

11.02.2015 12:00

Vigri RE 71

Sæmundur Þórðarson frá Suðureyri sendi mér á dögunum nokkrar myndir og í dag fáum við að sjá tvær myndir af togaranum Vigra RE 71 sem Ögurvík hf gerir út. Ég þakka Sæmundi vel fyrir , en á næstunni fáum við að sjá fleiri myndir frá kappanum.

Ég minni á netfangið , 580skoger@gmail.com , fyrir sjómenn og aðra þá sem vilja deila myndunum sínum með mér og öðrum hér á síðunni.

Mynd : Sæmundur Þórðarson

 

Mynd : Sæmundur Þórðarson

 

Í skipaskrá Fiskifrétta má meðal annars lesa um Vigra RE :

Smíði

Smíðaár 1992
Smíðastaður Flekkefjord noregur
Smíðaland Noregur
Smíðastöð Flekkefj.slipp & mask
Smíðanúmer 145
Efniviður Stál

10.02.2015 12:50

Frosti ÞH 229 að koma inn til Siglufjarðar - Myndasyrpa

Frosti ÞH 229 hefur landað tvívegis á Siglufirði á síðustu dögum. Ég smellti af nokkrum myndum þegar að Frosti kom inn til löndunar í fyrraskiptið en þá var hávaða rok og hallaði skipið vel þegar að hann kom að Hafnarbryggjunni eins og sjá má á myndunum .

 
 
 
 
 

09.02.2015 12:55

"Lognið að flýta sér" - Brælumyndir frá Sigurbjörg ÓF

Í dag fáum við að sjá þrjár myndir sem Vilhjálmur Sigurðsson skipstjóri á Sigurbjörg ÓF 1 tók í gær. Voru þeir þá staddir á litla banka , úti fyrir Reykjanesi.

Í meðfylgjandi texta sagði Vilhjálmur " Meira hvað lognið er alltaf að flýta sér ! " . Ég held að þessar myndir þurfi engar sérstakar skýringa ...

Mynd : Vilhjálmur Sigurðsson 

 

Mynd : Vilhjálmur Sigurðsson 

 

Mynd : Vilhjálmur Sigurðsson 

 

08.02.2015 12:50

Smábátar frá Siglufirði í kvikmyndatöku - Myndasyrpa

Í Morgunblaðinu mátti lesa á dögunum " Í liðinni viku tóku kvikmyndagerðarmenn að safnast saman í snjóþungum Siglufirði og hófu þar tökur á Ófærð, viðamestu framhaldsþáttaröð sem gerð hefur verið hér á landi fyrir sjónvarp. Áður munu tökur hafa farið fram í Reykjavík og nágrenni fyrir jól en samkvæmt upplýsingum frá framleiðslufyrirtækinu, RVK Studios, eru tökudagar um 85. Gerðir verða tíu tæplega klukkustundarlangir þættir og mun kostnaður við verkið nema um milljarði króna.

Með aðalhlutverkin fara Ólafur Darri Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson. 

Í "aukahlutverkum" eru Siglfirskir smábátar, Mávur SI , Oddverji ÓF og Dagur SI. Í síðustu viku var verið að taka upp atriði sem gerist á sjó og smellti ég nokkrum myndum af , áður en haldið var til hafs í myndatökur.

 
 
 
 
 
 
 
 

 

07.02.2015 14:00

4 gamlar : Guðrún Jónsdóttir SI 155

Hér koma fjórar myndir sem ég skannaði inn á dögunum úr myndasafninu hans pabba . Á þeim sést áhöfnin á Guðrúnu Jónsdóttir SI 155 við vinnu um borð í bátnum.

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

 

Guðrún Jónsdóttir SI var smíðuð árið 1970 í Stykkishólmi hjá Skipavík og bar nafnið Jón Helgason ÁR í upphafi. 

06.02.2015 13:45

Sóley Sigurjóns GK 200 landar á Siglufirði

Sóley Sigurjóns GK 200 kom inn til Siglufjarðar á miðvikudaginn og landaði um 60-70 tonnum. 

 
 

Sóley Sigurjóns GK hélt svo á ný til veiða seinnipartinn í gær.

 

 

04.02.2015 23:35

Miðvikudagsgátan : Karlsey BA

Sá sem kom með rétt svar við gátu gærdagsins skrifaði ekki undir nafni , heldur kallaði sig 123 . Rétt svar var við gátunni var Karlsey BA . 

Á vef Hafnarfjarðarhafnar mátti lesa þann 31.janúar 2013 "Karlsey þjónaði Þörungavinnslunni á Reykhólum til margra ára með þangöflun, eða þangað til þangskipið Grettir leysti hana af hólmi á síðasta ári. Karlseyjan var smíðuð í Hollandi árið 1967 og því komin til ára sinna. Áður en Karlsey varð þangskip þjónaði hún sem flutningaskip, meðal annars við Noregsstrendur."

 

Ég þakka þeim sem þátt tóku en nú spyr ég , er áhugi hjá mönnum fyrir því að hafa svona gátur sem fasta liði hér á síðunni ?

04.02.2015 21:03

Miðvikudagsgáta : Hver á brúna ?

Þar sem myndbirting dagsins klikkaði hjá mér , þá skulum við skella í eina gátu í sárabætur . 

Spyr eins og oft áður , hver á brúna ?

VÍSBENDING NO 1 : Skipið var smíðað árið 1967

VÍSBENDING NO 2 : Skipið var smíðað í Hollandi

 

Rétt svar kemur síðar í dag ..

 

Af Facebook : 

 

03.02.2015 12:00

Norðborg KG 689 kemur til hafnar á Siglufirði

Á síðustu dögum hafa komið fjögur loðnuskip inn til Siglufjarðar . Birtingur , Lundey og nú í gær Beitir og Norðborg.

Ég birti á dögunum myndasyrpu af Birting NK sem sjá má HÉR og á sunnudaginn tók ég nokkrar myndir af Lundey NS sem birtar verða núna í vikunni.

Ég ætlaði að mynda Beiti í bak og fyrir , fékk meira að segja símtal að austan frá góð vini síðunnar þar sem ég var minntur á að Beitir væri að sigla inn fjörðinn , en vegna anna í vinnu komst ég því miður ekki til þess að mynda en náði þó að skjótast til þess að smella nokkrum myndum af Norðborg KG 689 koma að bryggju en Norðborg var að koma að austan og tók eftirlitsmann frá Fiskistofu og hélt svo strax til veiða úti fyrir norðurlandi.

 
 

Núna væri gaman að vera skipa og bátaljósmyndari ef Síldarvinnslan hefði ekki tekið ákvörðun um að loka verksmiðjunni á Siglufirði fyrir nokkrum árum . Á bilinu 15 - 20 loðnuskip hafa verið á veiðum rétt utan við Siglufjörð síðustu daga og má gera sér í hugarlund að hér væri eflaust búið að bræða nokkur tonn ef verksmiðjan væri í gangi.

 

02.02.2015 13:15

Kristrún RE 177 í Reykjavíkurhöfn

Hér kemur ein úr ferð minni um höfuðborgina í janúar af aflaskipinu Kristrúnu RE 177 í Reykjavíkurhöfn.

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir m.a um Kristrúnu RE

Smíði

Smíðaár 1988
Smíðastaður Tomrefjord noregi
Smíðaland Noregur
Smíðastöð Solstrand slipp og båtb
Smíðanúmer 53
Efniviður Stál

01.02.2015 12:10

Ásbjörn RE 50 - Videó

Hér er videó af Ásbirni RE fara frá bryggju á Siglufirði í september í fyrra eftir löndun , en þá landaði Ásbjörn RE rúmlega 100 tonnum .

 

Kerfið hjá 123.is hefur verið að stríða mér um helgina og hef ég átt í erfiðleikum með að koma inn myndum á hefðbundinn hátt. 

Vonandi fer nú að koma lag á hlutina , þetta er mjög þreytandi svona til lengdar . 

31.01.2015 11:25

Ein gömul : Stálvík SI á sjómanndegi á Siglufirði

Hér er ein úr myndasafninu pabba. Myndin er líklegast tekin í kringum sjómannadaginn á Siglufirði fyrir allmörgum árum.

Skipin sem sjá má á myndinni eru Stálvík SI 1 og líklegast Siglfirðingur SI 150.

Einnig er gaman að sjá Sunnubraggann en í dag er búið að rífa hann og á sama stað er verið að reisa hótel , Hótel Sigló

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

30.01.2015 12:35

Lóðsbáturinn Haki RE - Hver er framtíðin ?

Á ferð minni um höfuðborgina í byrjun janúar tók ég nokkrar myndir í Reykjavíkurhöfn og meðal annars af Haka RE , gömlum lóðsbát sem stendur á þurru. Haki RE var smíðaður árið 1947 hjá Skipasmíðastöð Daníels í Reykjavík.

Nú spyr sá sem ekki veit , hver er framtíð þessa báts ? Báturinn er orðinn 68 ára og á eflaust ekki langt eftir ef þetta er framtíðin , standandi á búkka í Reykjavíkurhöfn.

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir m.a. um Haka RE

Stærð og mál

Brúttórúmlestir 21,12
Brúttótonn 26,21
Nettótonn 7,86
Mesta lengd 14,95
Skráð lengd 14,45
Skráð dýpt 1,81
Skráð breidd 4,05

29.01.2015 12:40

Ein gömul : Mávur SI & óþekktur bátur ! Þekkja menn bátinn ?

Ég hef verið að skanna inn gamla myndir upp á síðkastið úr gömlu albúmum frá pabba og rakst á þessa hér .

Sá minni er Mávur SI 76 en hann var smíðaður hjá Bátalóni í Hafnarfirði árið 1971 og bar smíðanúmerið 391.

Þann stærri þekki ég ekki , en ef myndin er stækkuð þá gæti skipaskrárnúmerið verið 7?4 

Hvað segja lesendur myndasíðunnar , þekkja þeir bátinn ?

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Flettingar í dag: 46
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 676
Gestir í gær: 82
Samtals flettingar: 2229589
Samtals gestir: 515668
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 00:21:14

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar