21.02.2015 11:50

Nokkrar gamlar : Bryggjuliðsskúrinn á Siglufirði

Í dag leitum við í gömlu albúmin hjá pabba og fáum að sjá myndir af hluta bryggjuliðsins mála gamla bryggjuliðsskúrinn á Siglufirði.

Haraldur Böðvarsson síldarverkandi byggði húsið og notaði það undir skrifstofur og lagergeymslur á meðan hann saltaði síld á Siglufirði.

Á myndunum má sjá Kára Jónsson , Guðna Sveinsson , Adolf Árnason , Árna Th. Árnason og fl.

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

20.02.2015 14:22

Pétur Þór BA 44

Pétur Þór BA 44 liggur við bryggju á Akureyri . Hver framtíð hans er , veit ég ekki . Síðasta löndun sem skráð er á bátinn var 19.mars 2003.

Vita lesendur myndasíðunnar hver framtíð hans er ?

 

Ætli Haukur eigi miða um Pétur Þór BA ?

19.02.2015 12:50

Oddeyrin EA 210

Oddeyrin EA 210 lá við bryggju á Akureyri um helgina þegar að ég átti leið þar um en skipið er á leið í slipp . Í hvaða tilgangi er mér ekki kunnugt um.

 
 

Í skipaskrá fiskifrétta segir meðal annars um Oddeyrina EA

Smíði

Smíðaár 2000
Smíðastaður Figueras castrop spánn
Smíðaland Spánn
Smíðastöð Astilleros gondan s.a.
Smíðanúmer 409
Efniviður Stál

18.02.2015 18:18

Sæbjörg RE

Hér er mynd sem Sæmundur Þórðarson sendi mér á dögunum af Sæbjörgu RE . Á vef Landsbjargar segir um skipið "Sumarið 1998 eignaðist Slysavarnafélag Íslands, nú Slysavarnafélagið Landsbjörg, nýtt skip til að leysa það eldra af hólmi. Þá gaf ríkisstjórn Íslands félaginu ferjuna Akraborg til nota fyrir starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna. Skipið var þá um það bil að hætta siglingum vegna tilkomu Hvalfjarðarganganna. Var skipinu gefið nafnið Sæbjörg er það var afhent 12. júlí 1998. Fóru fram umtalsverðar breytingar á skipinu svo það hentaði til nota sem skólaskip, en starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna hófst í nýrri Sæbjörgu í október 1998."

Mynd : Sæmundur Þórðarson

Einnig má lesa á Landsbjargar vefnum : 

Helstu mál:
Lengd: 68,79 m
Breidd: 11,15 m
Djúprista: 3,50 m
Brúttótonn: 1774 tonn
Aðalvélar: Nohab Polar 1700 kW
Ganghraði: 11,5 hnútar
Áhöfn: 8
Smíðastaður: Trondhjems Mek. Verksted, Noregi 1974
Kallmerki: TFBP

 

17.02.2015 10:15

Sighvatur Bjarnason VE 81

Í dag sjáum við tvær myndir sem nágranni minn , Arnar Þór Björnsson , tók af Sighvati Bjarnasyni VE 81 í fyrra. 

Sighvatur Bjarnarson VE var smíðaður árið 1975 í Noregi hjá Vaagland baatbyggery og bar smíðanúmerið 87

Mynd : Arnar Þór Björnsson

 

Mynd : Arnar Þór Björnsson

 

Í skipaskrá Fiskifrétta má meðal annars lesa um Sighvat Bjarnason : 

Stærð og mál

Brúttórúmlestir 708,75
Brúttótonn 1153,29
Nettótonn 508,34
Mesta lengd 68,77
Skráð lengd 62,05
Skráð dýpt 7,55
Skráð breidd 9,80

16.02.2015 16:00

Anna EA 305

Anna EA 305 lá við bryggju á Akureyri um helgina. Síðasta löndun sem skráð er á Önnu EA er 2 febrúar en þá landaði skipið rúmlega 100 tonnum.

Á vef Samherja má lesa um Önnu EA "Línuskipið Anna EA kom til Akureyrar í ágúst 2013 og er gert út af Útgerðarfélagi Akureyringa.

Skipið hét Carisma Star, smíðað í Noregi 2001 og fór í gagngera yfirhalningu árið 2008 þar sem vinnsludekkið var meðal annars endurbyggt og vistarverur endurbættar. Skipið er mjög vel með farið og vel útbúið til línuveiða en skipið er með brunn í miðju skipinu, fremst í vélarrúmi þar sem línan er dregin í gegnum en fá skip í heiminum eru þannig útbúin. "

 

 

 

Glæsilegt skip.

15.02.2015 16:45

Varðskipið Þór

Hér er ein af Varðskipinu Þór í Reykjarvíkurhöfn frá því í janúar. Á vef Landhelgisgæslunnar má lesa um Þór : 

"Smíði á nýju fjölnota varðskipi Landhelgisgæslu Íslands var í umsjón ASMAR skipasmíðastöðvar sjóhersins í Talcahuano í Chile. Smíði skipsins hófst þann 16. október 2007.

Skipið var sjósett þann 29. apríl 2009.

Skipið var afhent 23. september 2011."

 

 

14.02.2015 10:40

Lundey NS 14 (ex Narfi RE) - 3 Myndir

Nú á dögunum kom Lundey NS 14 inn til Siglufjarðar  vegna smávægilegrar bilunar ef ég man rétt . Ég tók nokkrar myndir og birti í dag þrjár af þeim en fleiri bíða betri tíma . 

Eins og flestir vita bar Lundey nafnið Narfi RE 13 í upphafi en skipið var smíðað árið V-Þýskalandi um haustið og veturinn 1959-60 hjá Werft Nobiskrug í Rendsburg með smíðanúmer 613. Narfi RE var smíðaður fyrirútgerðarmanninn Guðmund Jörundsson.

Síðar bar skipið nöfnin Guðrún Þorkellsdóttir SU og Jón Kjartansson SU.

 
 
 

 

13.02.2015 15:45

Berglín GK 300 landar á Siglufirði - Myndasyrpa

Berglín GK 300 landaði á Siglufirði í gærmorgun á bilinu 90-100 tonnum , mest megnis þorski . Var aflinn fluttur suður til vinnslu hjá Nesfisk í Garði.

Berglín GK byrjaði fiskveiðiárið á rækjuveiðum og landaði fjórum sinnum á Siglufirði áður en skipt var yfir á fiskitroll .

 
 
 
 
 

12.02.2015 11:00

Haförn ÞH 26 landar á Ólafsfirði - Myndasyrpa

Frá 1 febrúar hefur Haförn ÞH frá Húsavík verið á netum og landað á Ólafsfirði . Hefur aflinn verið upp og ofan , enda hafa stanslausar brælur sett strik í reikninginn hjá Óla og félögum. Ég leit við á Ólafsfirði á dögunum og smellti af nokkrum myndum á meðan löndun stóð.

 
 
 
 
 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir m.a. um Haförn ÞH

Smíði

Smíðaár 1989
Smíðastaður Garðabær
Smíðaland Ísland
Smíðastöð Vélsm.jónas þórðarson
Smíðanúmer 54
Efniviður Stál

11.02.2015 19:30

Frá Húsavíkurhöfn

Hér er mynd sem ég tók í sumar úr Húsavíkurhöfn en á henni má sjá m.a. Von ÞH , Flatey ÞH og Vin ÞH svo nokkrir séu nefndir.

 

 

11.02.2015 12:00

Vigri RE 71

Sæmundur Þórðarson frá Suðureyri sendi mér á dögunum nokkrar myndir og í dag fáum við að sjá tvær myndir af togaranum Vigra RE 71 sem Ögurvík hf gerir út. Ég þakka Sæmundi vel fyrir , en á næstunni fáum við að sjá fleiri myndir frá kappanum.

Ég minni á netfangið , 580skoger@gmail.com , fyrir sjómenn og aðra þá sem vilja deila myndunum sínum með mér og öðrum hér á síðunni.

Mynd : Sæmundur Þórðarson

 

Mynd : Sæmundur Þórðarson

 

Í skipaskrá Fiskifrétta má meðal annars lesa um Vigra RE :

Smíði

Smíðaár 1992
Smíðastaður Flekkefjord noregur
Smíðaland Noregur
Smíðastöð Flekkefj.slipp & mask
Smíðanúmer 145
Efniviður Stál

10.02.2015 12:50

Frosti ÞH 229 að koma inn til Siglufjarðar - Myndasyrpa

Frosti ÞH 229 hefur landað tvívegis á Siglufirði á síðustu dögum. Ég smellti af nokkrum myndum þegar að Frosti kom inn til löndunar í fyrraskiptið en þá var hávaða rok og hallaði skipið vel þegar að hann kom að Hafnarbryggjunni eins og sjá má á myndunum .

 
 
 
 
 

09.02.2015 12:55

"Lognið að flýta sér" - Brælumyndir frá Sigurbjörg ÓF

Í dag fáum við að sjá þrjár myndir sem Vilhjálmur Sigurðsson skipstjóri á Sigurbjörg ÓF 1 tók í gær. Voru þeir þá staddir á litla banka , úti fyrir Reykjanesi.

Í meðfylgjandi texta sagði Vilhjálmur " Meira hvað lognið er alltaf að flýta sér ! " . Ég held að þessar myndir þurfi engar sérstakar skýringa ...

Mynd : Vilhjálmur Sigurðsson 

 

Mynd : Vilhjálmur Sigurðsson 

 

Mynd : Vilhjálmur Sigurðsson 

 

08.02.2015 12:50

Smábátar frá Siglufirði í kvikmyndatöku - Myndasyrpa

Í Morgunblaðinu mátti lesa á dögunum " Í liðinni viku tóku kvikmyndagerðarmenn að safnast saman í snjóþungum Siglufirði og hófu þar tökur á Ófærð, viðamestu framhaldsþáttaröð sem gerð hefur verið hér á landi fyrir sjónvarp. Áður munu tökur hafa farið fram í Reykjavík og nágrenni fyrir jól en samkvæmt upplýsingum frá framleiðslufyrirtækinu, RVK Studios, eru tökudagar um 85. Gerðir verða tíu tæplega klukkustundarlangir þættir og mun kostnaður við verkið nema um milljarði króna.

Með aðalhlutverkin fara Ólafur Darri Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson. 

Í "aukahlutverkum" eru Siglfirskir smábátar, Mávur SI , Oddverji ÓF og Dagur SI. Í síðustu viku var verið að taka upp atriði sem gerist á sjó og smellti ég nokkrum myndum af , áður en haldið var til hafs í myndatökur.

 
 
 
 
 
 
 
 

 

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar