23.11.2014 11:00

Laugardagsgátan : Ágúst GK

Ég var ekki lengi að fá rétt svar við gátunni í gærkveldi . Það liðu 19 mínútur frá því að ég birti myndina og þar til hinn ótrúlegi Óskar Franz var kominn með rétt svar : 1401 . En fyrir þá sem ekki vita er 1401 skipaskrárnúmerið á Ágústi GK 95.

Á vef Gísla Reynissonar , Aflafréttir.is , er skemmtileg grein um Gullberg VE og aflatölur yfir skipið frá því 1974. En eins og margir vita er Ágúst ex. Gullberg VE

 
 
 

Í skipaskrá Fiskifrétta má lesa : 

Smíði

Smíðaár 1974
Smíðastaður Mandal noregur
Smíðaland Noregur
Smíðastöð Baatservice verft a/s
Smíðanúmer 0616
Efniviður Stál

 

22.11.2014 20:20

Laugardagsgáta : Hver á brúna ?

Hvað er skemmtilegra á laugardagskveldi heldur en að reyna að spreyta sig á léttri gátu ? Eins og svo oft áður , spyrjum við , hver á brúna ?

 

Rétt svar kemur síðar í kvöld eða í fyrramálið ..  

21.11.2014 21:00

Útgerð Einars (ríka) Sigurðssonar

Hér er góð grein sem birtist seinnihluta sumars í DV eftir Kristinn Snæland . Ég mátti til með að taka skjáskot af henni á sínum tíma og stelst til að birta hana hér á vefnum .. 

 

 

20.11.2014 12:45

Gerpir NK 111

Hér er ein mynd frá því í sumar eftir stórvin myndasíðunnar , Þiðrik Unason , af Gerpi NK 111. 

Gerpir NK hét áður Jón Björn NK .

Mynd : Þiðrik Unason

 

Fáum við miða frá Hauk um bátinn ? 

19.11.2014 12:55

Þórkatla GK 9

Hér er Þórkatla GK að koma inn til löndunar á sunnudaginn síðasta með um 6 tonn , þar af 4,5 af þorski. 

Á vef Gísla Reynissonar , Aflafréttir.is , situr Þórkatla GK í 23 sæti á lista nr. 4 yfir báta að 15 bt í nóvember með 32,9 tonn í 8 róðrum.

 

Á baksýn má sjá Fiskmarkað Siglufjarðar og Sveinsbúð (bláa húsið) en það er í eigu Björgunarsveitarinnar Stráka .

18.11.2014 08:35

Nökkvi ÞH 27 (ex Smáey VE) - 3 myndir

Nökkvi ÞH 27 landaði á Siglufirði í gærmorgun tæpu tonni af "suðurækju" sem flutt var beint suður á Keflavíkurflugvöll og er eflaust komin í verslanir í Svíþjóð þessa stundina .

 

 

 

Eins og sjá má hér á myndinni að neðan , að þá bar Nökkvi eitt sinn nafnið Smáey VE. Hét þó upphaflega Guðlaugur Guðmundsson SH.

 

Nökkvi ÞH var smíðaður á Ísafirði árið 1982.

17.11.2014 12:45

Þórsnes SH 109 landar á Siglufirði

Þórsnes SH 109 kom inn til Siglufjarðar í gærmorgun og landaði rúmum 35 tonnum. Er þetta fyrsta löndun hjá Þórsnesi SH á Siglufirði að ég held.

Skipið er nú á heimleið eftir að hafa verið fyrir austan land síðan í byrjun september. 

Þórsnes SH 109 var smíðað árið 1964 í Boizenburg í Þýskalandi. 

 

 

 

Ætli Haukur eigi ekki snepil yfir Þórsnesið sem gaman væri að sjá .. ?

16.11.2014 14:45

Nýja Sólrún EA 151(ex Nunni EA)

Það er nóg að gera hjá Sólrúnu ehf á Árskógsandi þessa dagana . Fyrir stuttu keypti Sólrún ehf Hópsnes GK af Stakkavík og núna hefur Sólrún keypt Nunna EA 087 og hefur báturinn fengið nafnið Sólrún EA 151.

Upp í kaupin á Hópsnesinu fór Særún EA (2303) en mér er ekki kunnugt hvað verði um gömlu Sólúnu (2547)

Á vefnum Aflamark.is mátti lesa um Nunna "Nunni sem staðsettur er á Akureyri er smíðaður árið 1987 og hefur mestan sinn feril verið netabátur. Bátnum fylgir góður útbúnaður til netaveiða. Vél bátsins er Detuz 2001árgerð, skráð 354,96 hö. 
Báturinn er ágætlega tækjum búinn og snyrtilegur.
Báturinn er 21,87 brl, mesta lengd er skráð 14,95 m. og breidd 4,01m
. "

Við hér á myndasíðuni óskum Pétri og fjölskyldu hjá Sólrúnu ehf til hamingju með nýja bátinn . 
 

Mynd : Haukur Sigtryggur

 

Áður hefur báturinn borið nöfnin Nunni EA og Kristín Finnbogadóttir BA

15.11.2014 13:45

Sólrún EA 151 - 3 myndir

Ég var á Árskógssandi núna á dögunum og notaði tækifærið og smellti af nokkrum myndum þegar að Særún EA og Sólrún EA sigldu inn . Ég birti þann 2. nóvember sl. smá syrpu af ex. Særúnu EA sigla inn til löndunar á Árskógsandi en í dag fáum við að sjá Sólrúnu EA sigla inn til löndunar .

Á vef Gísla Reynissonar , Aflafréttir.is , má sjá listann yfir Bátar að 13 bt í Nóvember en þar situr Sólrún EA í 4 sæti yfir aflahæstu bátana með 24 tonn í 7 sjóferðum .

 

 

 

 

 

 

14.11.2014 09:30

Valdimar GK 195 á útleið frá Siglufirði

Valdimar GK 195 landaði fimm sinnum á Siglufirði í ágúst og september , áður en skipið hélt austur fyrir land.

Myndin hér fyrir neðan er tekin 21. ágúst þegar að Valdimar GK hélt á ný til veiða eftir löndun, en skipið landaði þá 57 tonnum .

 

Valdimar GK er glæsilegt skip sem var smíðað árið 1982 í Noregi.

13.11.2014 12:45

Hamar SH 224

Þann 17 október sl sagði ég frá því að Hamar SH 224 hefði komið inn til Siglufjarðar og landað góðu afla. Hamar SH landaði fjórum sinnum á Siglufirði , um 100 tonnum , áður en hann hélt heim á leið og landaði nú síðast á Rifi þann 6.11 síðastliðinn.

Myndin hér fyrir neðan er tekin 20. október.

 

Hamar SH var  smíðaður árið 1964 í hinni frægu skipasmíðastöð Cochrane & Sons Ltd í Englandi og er því 50 ára í ár.

12.11.2014 18:49

Draupnir EA 70 á Síldarminjasafninu

Í ágúst síðastliðnum skrapp ég í skoðunarferð um Síldarminjasafnið á Siglufirði og smellti af um leið nokkrum myndum af því sem fyrir augun bar.

Hér fyrir neðan má sjá Draupni EA 70 . Ég hef áður birt myndir af Draupni og í færslu frá 7 ágúst 2013 sagði meðal annars " Faðir minn , Sveinn Björnsson , var einn af þeim sem stóðu að flutningi bátsins til Siglufjarðar frá Vestmannaeyjum og á ég eftir við tækifæri að skanna inn myndir þegar að Draupnir kom til Siglufjarðar með flutningaskipi og brasinu við að koma honum fyrir í tjörninni á Síldarminjasafninu. "

Það tækifæri er ekki enn komið , en vonandi fer að koma að því ..

 

Með því að smella HÉR má sjá færslu um Draupni sem ég birti 9.nóvember 2013 en þar er stórglæsilega mynd eftir Jóa Listó af Draupni , sem þá hét Kristín VE 40

11.11.2014 11:15

Bjössi Sör

Bjössi Sör er alltaf glæsilegur að sjá . Tók þessa mynd í október þegar að ég átti leið á Húsavík í smá vinnuferð . 

Á vef Norðursiglingar segir " Bjössi Sör var smíðaður á Akureyri árið 1975 og er einn af síðustu eikarbátum Íslendinga. Báturinn var lengst af gerður út frá Eyjafirði og þá sem hrefnuveiðibátur og var þá ekki síst haldið til veiða inni á Skjálfanda. Norðursigling festi kaup á bátnum sumarið 2002 og sumarið 2003 hóf hann siglingar á flóanum. Það má því segja að báturinn sé kominn á kunnuglegar slóðir en nú ekki með skutulinn frammi í stafni heldur eftirvæntingafulla ferðamenn frá fjarlægum löndum. "

 

Í baksýn eru t.d. Haförn ÞH , Hafborg EA , Tjaldur ÞH & fleiri bátar ..

10.11.2014 23:16

Sigurborg SH 12

Sigurborg SH 12 sem gerð er út af Soffanías Cesilssyni í Grundarfirði er glæsilegt skip sem trónir ávalt á toppnum á Rækjulistanum hjá Gísla á Aflafréttum en samkvæmt lista sem birtist fyrir stuttu var aflinn hjá Sigurborg SH orðinn 604,6 tonn á þessu ári.

Sigurborg SH var smíðuð árið 1966 í Noregi .

 

 

 

 Myndirnar tvær eru teknar í byrjun október í Siglufjarðarhöfn.

09.11.2014 08:50

Laugardagsgátan : Hvalur 8

Jæja.. menn voru ekki lengi að koma með rétt svar við gátunni í gærkveldi . Auðvitað var rétt svar Hvalur 8 en Hvalur var smíðaður í Noregi árið 1948 eins og skjöldurinn sýnir.

Mynd : Sigurjón Veigar Þórðarson

 

Mynd : Sigurjón Veigar Þórðarson

 

Síðasta vetur reyndi ég að halda úti sambærilegum gátum á mánudögum en þegar að það leið að vori virtist áhugi manna hafa dvínað á þeim . Er þetta eitthvað sem menn vilja sjá hér á myndasíðunni í vetur ? Gáta einu sinni í viku ? 

Flettingar í dag: 46
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 676
Gestir í gær: 82
Samtals flettingar: 2229589
Samtals gestir: 515668
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 00:21:14

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar