03.12.2014 13:00

Hrafn GK 111

Í dag skoðum við í myndaalbúmið hjá Sigurjóni Veigari Þórðarsyni , vélstjóra á Gnúp GK , en þessa flottu mynd af Hrafni GK tók hann í maí síðastliðnum.

Mynd : Sigurjón Veigar Þórðarson

 

02.12.2014 22:00

Herrakvöld kótelettufélags Togarajaxla

Takið eftir ! Vegna fjölda þáttakenda hefur veislan verið færð á 20. hæðina !

 

 

01.12.2014 12:00

Þórsnes SH á útleið frá Siglufirði - Myndband

Hér er stutt myndband af Þórsnesi SH á útleið frá Siglufirði þann 16.nóvember síðastliðinn.

 

30.11.2014 15:00

Myndir af Reval Viking - Teknar um borð - Part II

Ég fékk á dögunum sendar nokkrar myndir frá Hjalta Gunnarssyni , vélstjóra á Þerney RE 1 . Hjalti var að vinna um borð í togaranum Reval Viking og í pósti sem fylgdi myndum sagði meðal annars " Var að vinna við afgastúrbínurnar í Reval Viking togara í eigu Reyktal, tók nokkrar myndir á símann minn ekki góð gæði þar af leiðandi "

Reval Viking var smíðað árið 2000 og bar áður nafnið Remoy Viking .

Í dag sjáum við seinni hluta myndanna frá Hjalta og þakka ég honum vel fyrir sendinguna.

Mynd : Hjalti Gunnarsson

 

Mynd : Hjalti Gunnarsson

 

Mynd : Hjalti Gunnarsson

 

Mynd : Hjalti Gunnarsson

 

Mynd : Hjalti Gunnarsson

 

Mynd : Hjalti Gunnarsson

 

Mynd : Hjalti Gunnarsson

 

Mynd : Hjalti Gunnarsson

 

Mynd : Hjalti Gunnarsson

 

29.11.2014 14:30

Myndir af Reval Viking - Teknar um borð

Ég fékk á dögunum sendar nokkrar myndir frá Hjalta Gunnarssyni , vélstjóra á Þerney RE 1 . Hjalti var að vinna um borð í togaranum Reval Viking og í pósti sem fylgdi myndum sagði meðal annars " Var að vinna við afgastúrbínurnar í Reval Viking togara í eigu Reyktal, tók nokkrar myndir á símann minn ekki góð gæði þar af leiðandi "

Reval Viking var smíðað árið 2000 og bar áður nafnið Remoy Viking .

Ég þakka Hjalta fyrir sendinguna , en á morgun fáum við að sjá fleiri myndir af Reval Viking .

Mynd : Hjalti Gunnarsson

 

Mynd : Hjalti Gunnarsson

 

Mynd : Hjalti Gunnarsson

 

Mynd : Hjalti Gunnarsson

 

Mynd : Hjalti Gunnarsson

 

Á hinum stórgóða vef Kvótinn.is má lesa grein um Reval Viking frá þvi 1.11.2013

28.11.2014 12:25

Valdimar GK 95 á landar á Siglufirði

Valdimar GK 195 er kominn norður á ný og landaði á Siglufirði í gær og á sunnudaginn síðasta.

 

 

 

 

Hér eru myndir af hluta af löndunargenginu frá Fiskmarkað Siglufjarðar

Benedikt Benediktsson

 

Sturlaugur og Óðinn Freyr

 

Sigríður Guðrún og Jón Hólm

 

Arnþór Helgi

 

Myndirnar hér fyrir ofan voru teknar 23.nóvember .

27.11.2014 18:30

4 myndir úr Rifshöfn ; Perlan , Hamar & fl.

Hafsteinn Þórarinn Björnsson sendi mér 4 myndir fyrir stuttu og í meðfylgjandi pósti sagði "nokkrar frá höfninni á Rifi teknar 22 Nóv Perlan er að dýpka hér þessa dagana"

Á þessum myndum má sjá Esjar SH, dýpkunarskipið Perluna , Hamar SH og Matthías SH. 

Ég þakka Hafsteini vel fyrir og minni á netfanið mitt , 580skoger@gmail.com . 

Esjar SH

 

Dýpkunarskipið Perlan

 

Hamar SH

 

Matthías SH 21

 

 

26.11.2014 12:40

Sigurbjörg ÓF 1

Landað var úr Sigurbjörg ÓF 1 á föstudaginn síðasta og hélt skipið á ný til veiða seinni part sunnudags. 

 

 

 

Á vef Fiskistofu er aflinn skráður : 

 
Fisktegund Óslægt Slægt Til kvóta Undirmál Útfl.álag Linuívilnun VS-afli
Ufsi 17.650 14.826 14.826        
Ýsa 1.413 1.187 1.187        
Keila 40 36 36        
Langa 755 604 604        
Hlýri 454 409          
Þorskur 191.462 160.828 159.322 1.506      
Blálanga 556 445 445        
Grálúða 31.660 29.127 29.127        
Steinbítur 41 37 37        
Karfi / Gullkarfi 38.866   38.866        
Samtals 282.897

25.11.2014 15:15

Herrakvöld Kótelettufélags Togarajaxla

Herrakvöld Kótelettufélags Togarajaxla verður haldið í Turninum - Nítjándu , fimmtudaginn 4 desember nk.

Lokadagur skráninga er í dag 25.nóvember.

Sjá nánar hér fyrir neðan :

 

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Trausti í síma 897 9746

24.11.2014 12:50

Lukka SI 57

Lukka SI 57 hefur gert það gott á línunni upp á síðkastið . Hefur aflinn verið frá 4 tonnum og upp í 6,7 tonn . 

Á vef Gísla Reynissonar , Aflafréttir.is , situr Lukka SI í 16 sæti með 53,5 tonn í 10 róðrum í flokknum "bátar að 15 bt í nóvember"

 
.

23.11.2014 11:00

Laugardagsgátan : Ágúst GK

Ég var ekki lengi að fá rétt svar við gátunni í gærkveldi . Það liðu 19 mínútur frá því að ég birti myndina og þar til hinn ótrúlegi Óskar Franz var kominn með rétt svar : 1401 . En fyrir þá sem ekki vita er 1401 skipaskrárnúmerið á Ágústi GK 95.

Á vef Gísla Reynissonar , Aflafréttir.is , er skemmtileg grein um Gullberg VE og aflatölur yfir skipið frá því 1974. En eins og margir vita er Ágúst ex. Gullberg VE

 
 
 

Í skipaskrá Fiskifrétta má lesa : 

Smíði

Smíðaár 1974
Smíðastaður Mandal noregur
Smíðaland Noregur
Smíðastöð Baatservice verft a/s
Smíðanúmer 0616
Efniviður Stál

 

22.11.2014 20:20

Laugardagsgáta : Hver á brúna ?

Hvað er skemmtilegra á laugardagskveldi heldur en að reyna að spreyta sig á léttri gátu ? Eins og svo oft áður , spyrjum við , hver á brúna ?

 

Rétt svar kemur síðar í kvöld eða í fyrramálið ..  

21.11.2014 21:00

Útgerð Einars (ríka) Sigurðssonar

Hér er góð grein sem birtist seinnihluta sumars í DV eftir Kristinn Snæland . Ég mátti til með að taka skjáskot af henni á sínum tíma og stelst til að birta hana hér á vefnum .. 

 

 

20.11.2014 12:45

Gerpir NK 111

Hér er ein mynd frá því í sumar eftir stórvin myndasíðunnar , Þiðrik Unason , af Gerpi NK 111. 

Gerpir NK hét áður Jón Björn NK .

Mynd : Þiðrik Unason

 

Fáum við miða frá Hauk um bátinn ? 

19.11.2014 12:55

Þórkatla GK 9

Hér er Þórkatla GK að koma inn til löndunar á sunnudaginn síðasta með um 6 tonn , þar af 4,5 af þorski. 

Á vef Gísla Reynissonar , Aflafréttir.is , situr Þórkatla GK í 23 sæti á lista nr. 4 yfir báta að 15 bt í nóvember með 32,9 tonn í 8 róðrum.

 

Á baksýn má sjá Fiskmarkað Siglufjarðar og Sveinsbúð (bláa húsið) en það er í eigu Björgunarsveitarinnar Stráka .

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar