18.10.2014 14:35

SI 152 í slippnum á Siglufirði

Daníel SI 152 í slippnum á Siglufirði . Hefur verið þar lengi og verður vonandi lengi til viðbótar. 

Daníel SI er líklegast einn mest myndaði hlutur á Siglufirði , því undantekningalaust sér maður ferðamenn með myndavélar á lofti á degi hverjum , mynda bátinn í bak og fyrir.

 

17.10.2014 14:00

Hamar SH 224

Línuskipið Hamar SH 224 frá Rifi kom inn til löndunar á Siglufirði í gærmorgun og landaði góðum afla . Er þetta fyrsta löndun Hamars , allavega á línu , hér á Siglufirði. Skipið var smíðað árið 1964 á Englandi og hét upphaflega Jörundur II .

 

Á vef MBL.is má lesa grein um breytingar sem gerðar voru á Hamri SH árið 2000 , með því að smella HÉR

 

16.10.2014 12:40

Kristrún RE 177

Hér er ein af Kristrúnu RE 177 frá því því um daginn þegar að hún kom inn til Siglufjarðar til löndunar, en Kristrún hefur nú landað þrisvar sinnum á Siglufirði á þessu kvótaári , rúmum 200 tonnum.

 

Glæsilegt skip .

15.10.2014 21:44

Akraberg ÓF 90

Nokkrir bátar sem gert hafa út frá Siglufirði , hafa nú fært sig austur og gera nú út frá Raufarhöfn. Akraberg ÓF er einn þeirra og hefur aflinn verið með ágætum . Samkvæmt vef Gísla Reynissonar , Aflafréttir.is , situr Akraberg í 5 sæti listans , Bátar að 13 BT í október , með 10,9 tonn en listinn var birtur í gær.

 

14.10.2014 22:00

Andrea EA

Þiðrik Unason er staddur fyrir sunnan þessa dagana og sendi hann mér þessa mynd af Andreu AK . Samkvæmt skipaskránni hjá Fiskifréttum , þá var Andrea smíðuð árið 1972 í Noregi. Ég veit ekki hvort að miða safnið Hauk nái yfir sögu svona báta en ef svo er , væri gaman að sjá miða frá honum.

Mynd : Þiðrik Unason

 

 

13.10.2014 12:45

Kleifaberg RE 70

Við leitum í dag í myndaalbúmið hjá Sigurjóni Veigari , vélstjóra á Gnúp GK , og fáum að sjá mynd af Kleifaberginu , eða eins og Sigurjón orðaði það , Milljarðaskútunni.

 

 

10.10.2014 09:15

Sturlaugur H Böðvarsson landar á Siglufirði

Sturlaugur H Böðvarsson kom til löndunar á Siglufirði á miðvikudaginn var og landaði um 100 tonnum , mest megnis þorski. Fór aflinn allur suður yfir heiðar til vinnslu hjá HB Granda í Reykjavík og Akranesi.

Sturlaugur H Böðvarsson er annað skipið frá HB Granda sem landað hefur á Siglufirði á skömmum tíma , því Ásbjörn RE landaði þar einnig eins og má sjá HÉR

 
 

Sturlaugur H Böðvarsson var smíðaður á Akranesi hjá Þorgeir & Ellert árið 1981.

09.10.2014 09:25

Svar við gátu : Vitinn á Súgandisey

Um leið og ég skellti link á myndina inn á Facebook , fóru hlutirnir að gerast og var það Vigfús Fannar Rúnarsson sem kom fyrstur með rétta svarið , en rétt svar var auðvitað vitinn á Súgandisey í Stykkishólmi  .

Á vefsíðunni Vesturland.is segir um vitann " Á Súgandisey við höfnina í Stykkishólmi er ljóshús sem upprunalega kemur frá Gróttuvita en var flutt þaðan og komið fyrir í Súgandisey árið 1948 "

 

Ég þakka þeim sem tóku þátt , bæði hér og á Facebook .

07.10.2014 21:01

Létt gáta : Þekkja menn vitann ?

Þar sem myndbirting dagsins klikkaði aðeins , þá skulum við skella upp gátu í staðinn og spyrjum hvort að menn og konur þekki vitann ?

 

Rétt svar kemur síðar í kvöld eða í fyrramálið .. 

 

Á Facebook síðunni Skoger Skipa-bátamyndir eru komnar tvær athugasemdir en hvorug er rétt

06.10.2014 13:30

Höfrungur III AK 250

Ég hef eflaust ekki birt mynd af þessum áður , Höfrungi III AK 250 , en Höfrungur III er þessa dagana í slipp á Akureyri.

Ég vef HB Granda mátti lesa þann 3 okt. sl " Frystitogarinn Höfrungur III AK kom til Akureyrar seint í gærkvöldi en þar fer skipið í slipp. Höfrungur III kom til hafnar í Reykjavík sl. mánudagsmorgun með afla sem svarar til um 9.500 kassa en tíu dögum áður fór fram millilöndun í Reykjavík og þá nam aflinn um 12.300 kössum. " 

Samkvæmt sömu frétt segir að " Það þarf að yfirfara allan búnað eins og gengur og eins á að sandblása botninn. Svona slipptaka tekur oftast um fjórar vikur  "

 

Höfrungur III AK var smíðaður árið 1988 í Noregi.

05.10.2014 20:15

Gimli ÞH 5

Hér má sjá Gimli ÞH 5 við bryggju á Húsavík . Gimli ÞH var smíðaður árið 1985 í Hafnarfirði.

 

 

04.10.2014 10:20

Nýr bátur í flota Siglfirðinga - Grétar BA 23

Í byrjun september sigldi inn fjörðinn nýjasti báturinn í flota Siglfirðinga , Grétar BA 23 . Eigandi hans er Arnþór Þórsson , vélstjóri á Mánaberginu.

Var báturinn tekinn á land um daginn og verður hann lagfærður og skveraður til í vetur .

Arnþór , eða Addi eins og hann er kallaður , heldur úti skemmtilegri síðu , Fishinghat.wordpress.com , en þar má sjá margar myndir af Grétari sem og lífinu um borð í Mánaberginu . Ég óska Adda til hamingju með bátinn og bíð spenntur eftir að fara einn prufu túr í vor með honum.

 

Grétar BA var smíðaður árið 1972.

03.10.2014 15:10

Knörrinn ÞH

Ég hef ekki farið leynt með dálæti mitt á gömlum eikarbátum og í dag sjáum við mynd af Knerrinum sem Norðursigling gerir út í hvalaskoðun frá Húsavík.

Á vef Norðursiglingar segir " Knörrinn var fyrsti báturinn á Íslandi til að fara í áætlunarferðir í hvalaskoðun. Hann var byggður á Akureyri árið 1963 og hefur allt tíð síðan reynst hið mesta happafley. Knörrinn hefur marga hildi háð og stóð meðal annars af sér hið fræga „apríl veður“ 1963 þegar hann var mánaðargamall á veiðum norður af landinu. Í þessu sama veðri fórust bátar og skip og með þeim 16 sjómenn. 1968 var honum siglt á ísjaka á fullri ferð en það, sem og annað, stóð hann af sér og er það spurning hvort að það sé gullpeningi sem settur var undir formastrið við smíði bátsins að þakka eður ei. Knörrinn kom til Húsavíkur árið 1994 og var endurnýjaður um veturinn. Síðan 1995 hefur Knörrinn siglt óslitið í hvalaskoðun um Skjálfandaflóa. "

 

Við skulum vona að Haukur splæsi í miða fyrir okkur um sögu bátsins ?

02.10.2014 15:00

Tvær gamlar : Gullver NS 12 (1216)

Það mátti lesa á mörgum vefmiðlum í gær um kaup SVN á Gullbergi ehf á Seyðisfirði . Gullberg ehf gerir út togarann Gullver NS 12 sem smíðaður var í Noregi árið 1983 . Í myndasafni föður míns eru myndir af forvera hans með sama nafni , teknar á Siglufirði líklegast á árunum 1970 -1980.

Ég birti þessar myndir í fyrra , 14.apríl , og setti Haukur Sigtryggur miða í athugasemdakerfið og mátti lesa þar " Smíðaður í Danmörk 1968 hét Tok þegar Seyðfirðingar kaupa hann og nefna Gullver NS 12 síðan er hann seldur til Noregs en endar í Namibíu þaðan fer hann til Suður-Afríku og heitir þá Globe Trawler. Á síðunni hann Triggva Sig. 18.03.2012 eru myndir af honum í S-Afríku þar sem virðist vera að rífa hann og er hann þar kominn með nafnið Gullver. "

Mynd úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd úr safni Sveins Björnssonar

 

01.10.2014 13:30

Múlaberg SI 22 - Fagurt og fínt í slipp á Akureyri

Ég birti hér á dögunum mynd af Múlaberginu (Sjá HÉR) og sagði frá því að það væri komið í slipp á Akureyri. Nú er búið að mála skipið , öxuldraga , skipta um krana og taka upp aðalvélina , ásamt ýmsum öðru viðhaldi sem þurfti að sinna . 

Áætlað var að Múlabergið héldi á ný til veiða núna um mánaðarmótin en að öllum líkindum verður einhver seinkun á því.

Mynd : Bragi Guðnason

Múlaberg SI var smíðað í Japan árið 1973 og bar áður nafnið Ólafur Bekkur ÓF

 

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar