16.08.2014 11:10

Hvalaskoðunarskipið Garðar

Hér er hvalaskoðunarskipið Garðar , fullur af farþegum á Skjálfanda við hvalaskoðun. Á vef Norðursiglingar má lesa "Garðar, áður Sveinbjörn Jakobsson frá Ólafsvík, er 103 brúttórúmlestir (109 brt) og tæpir 28 metrar á lengd. Skipið er eitt af þeim síðustu af þessari stærðargráðu sem eftir er í þokkalegu standi og raunar er ástand bátsins mjög gott enda er útgerðarsaga þess einstök. Skipið var smíðað í Esbjerg árið 1964 fyrir útgerðarfélagið Dverg í Ólafsvík og var gert út þaðan samfellt þangað til því var lagt sumarið 2006. Stuttu síðar keypti Norðursigling bátinn og á síðustu árum hefur mikil vinna farið í breytingar og endurbætur. Garðar er lengsti eikarbátur í notkun á Íslandi, rúmgóður og þægilegur fyrir farþega."

Mynd : Þiðrik Unason

 

Ég minni á netfangið , 580skoger@gmail.com , ef að menn og konur eiga myndir sem þau vilja deila með öðrum hér á síðunni.

15.08.2014 10:10

Ágúst GK 95 landar á Sigufirði

Ágúst GK 95 kom inn til Siglufjarðar í gærmorgun og landaði. Mér er ekki kunnugt um aflabrögð en eflaust hafa þau verið góð , því tveir bílar frá Jóni og Margeir biðu til þess að taka aflann sem fer í vinnslu hjá Þorbirni hf í Grindavík

 

Þeir eru glæsilegir bílarnir hjá Jóni og Margeir.

 

Ágúst GK var smíðaður í Noregi árið 1974.

14.08.2014 07:50

Oddur á Nesi SI 76

Góð veiði hefur verið á línubátunum sem gera út frá Siglufirði þessa dagana. Samkvæmt vef Fiskistofu var Oddur á Nesi með um 7,4 tonn á mánudaginn , uppistaðan þorskur eða 6,6 tonn.

Á vefnum Aflafréttir.is má sjá lista yfir aflahæstu bátana í júlí með því að smella HÉR , en á honum eru 3 bátar sem gera út frá Siglufirði. Þar er Þórkatla GK efst , Hópsnes GK í þriðja sæti og Oddur á Nesi í því tíunda.

 

Greina má Sigurborg SH í bakgrunni myndarinnar .

13.08.2014 09:00

Mánaberg ÓF 42

Mánaberg ÓF kom að bryggju á sunnudagskvöldið síðasta og var landað upp úr því á mánudaginn um 264 tonnum af makríl og um 2 tonnum af síld.

Mánaberg ÓF hélt á ný til veiða á mánudagskvöldið. 

Hér fyrir neðan má sjá hluta af löndunargenginu við löndunina.

 

 

 

 

 

 

 

Mánaberg ÓF var smíðað á Spáni árið 1972.

12.08.2014 19:40

Fanney EA 82

Hér er Fanney EA 82 að fara frá bryggju á Dalvík á dögunum. Bláa húsið sem sjá má í bakgrunni er ísstöðin á Dalvík.

 

Fanney EA 82 var smíðuð árið 1991 í Hafnarfirði.

12.08.2014 13:50

Grímseyjarferjan Sæfari

Hér má sjá Grímseyjarferjuna Sæfara við bryggju á Dalvík á dögunum.

 

Það eru Landflutningar Samskip sem gera Sæfara út.

11.08.2014 09:25

Auður ÞH 1

Auður ÞH 1 er einn af mörgum bátum sem stunda strandveiðar og gera út frá Siglufirði í sumar.

 

Ég hef litlar upplýsingar um þennan bát og ef einhver hefur smíðaár hans , endilega skiljið það eftir í athugasemdarkerfinu.

10.08.2014 11:30

Tjaldur SH 270

Hér er tvær símamyndir eftir góðvin síðunnar , Þiðrik Unason , af Tjaldi SH 270 sem teknar voru í júní . 

Tjaldur SH var smíðaður árið 1992 í Noregi og gerður út af K G Fiskverkun ehf.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Ég minni á netfangið , 580skoger@gmail.com , ef að menn og konur eiga myndir sem þau vilja deila með öðrum hér á síðunni.

09.08.2014 10:50

Fiskidagurinn mikli - Björgúlfur EA & Trausti EA

Fiskidagurinn mikli er haldinn hátíðlegur í dag á Dalvík. Á vef Fiskidagsins segir "Fiskverkendur og fleiri framtakssamir í byggðarlaginu bjóða, með hjálp góðra styrktaraðila, landsmönnum öllum upp á dýrindis fiskrétti, milli kl. 11:00 og 17:00 á laugardeginum."

Í gærkveldi buðu íbúar Dalvíkur , gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum.

Ég fór í fyrra og má segja að þetta sé hátíð sem enginn má láta framhjá sér fara. Hægt er nálgast matseðil hátíðarinnar með því að smella HÉR .

Látum mynd frá því í fyrra fljóta hér með , en á henni má sjá Björgúlf EA og Trausta EA .

 

08.08.2014 13:20

O. Jakobsson - Glæsilegar veggmyndur

Fiskidagurinn mikli er haldinn hátíðlegur á Dalvík í dag og um helgina og má búast við miklum fjölda fólks eins og vanalega hefur verið.

Ég skrapp á Dalvík í vikunni og þegar að ég keyrði framhjá O. Jakobsson sem er fiskvinnsla þar í bæ , rak ég augun í glæsilega veggskreytingu sem prýðir hús O. Jak.

Listakonan Rúna Kristín Sigurðardóttir á heiðurinn af myndunum og eru þetta þær tegundir sem O. Jak vinnur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er gaman af því að sjá svona skreytingar á húsum fyrirtækja .

07.08.2014 10:40

Ásdís ÓF 9 - Aflahæsti báturinn á B-svæði

Ásdís ÓF 9 er einn af mörgum bátum sem stunda strandveiðar og gera út frá Siglufirði í sumar.

Ásdís ÓF er aflahæsti báturinn á B svæði strandveiðanna það sem af er sumri , með 31.209 kg í 39 róðrum.

Á vef Landsambands Smábátaeigenda má sjá töflu yfir fimm aflahæstu bátana á hverju svæði með því að smella HÉR

 


 

Myndirnar voru teknar á þriðjudaginn þegar að Ásdís ÓF kom til löndunar á Siglufirði .

06.08.2014 11:00

Sigurbjörg ÓF 1

Sigurbjörg ÓF 1 kom inn til Siglufjarðar um hádegisbilið í gær og landaði um 9000 kössum af makríl og hélt svo á ný til veiða í kringum miðnætti.

 

 

05.08.2014 14:05

Skonnortan Haukur

Eitt glæsilegasta hvalaskoðunarskip landins er skonnortan Haukur sem Norðursigling gerir út. Á vef Norðursiglingar segir um Hauk "Haukur var byggður í Reykjavík árið 1973 og var annar af tveimur mjög sérstökum bátum sem smíðaðir voru í Skipasmíðastöð „Jóns á Ellefu“. Lengst af var báturinn gerður út frá Vestfjörðum en Norðursigling keypti bátinn árið 1996 og breytti honum á svipaðan hátt og Knerrinum og hóf hann hvalaskoðunarferil sinn sumarið 1997. Eftir 5 góðar vertíðir í hvalnum á Húsavík var báturinn settur í slipp á Húsavík þar sem honum var breytt í tveggja mastra seglskip, í stíl við fiskiskonnortu er voru algengar við Norðurland á seinni hluta 19. aldar. Sumarið 2002 sigldi Haukur svo með fólk um Skjálfanda, bæði undir seglum og sem hvalaskoðunarbátur."

 
Þessar upplýsingar um Hauk er að finna á vefsíðu Norðursiglingar
 
BT: 20
ML: 21,5m (skrokkur 15,6)
B: 4,0 m
Flatarmál segla: 132 m2
Skrokkur: Eik
Smíði: Reykjavík
Byggt/endurbyggt: 1973/1997/2002
Farþegar: 46
Vél: Scania
kW/hö: 155/210
Höfn: Húsavík
Fáni: Ísland

04.08.2014 12:35

Myndir úr Fiskifréttum

Ég átti þrjár myndir í síðasta tölublaði Fiskifrétta sem kom út fyrir verslunarmannahelgi. Fylgdu þær viðtali við Rafn Arnarson , skipstjóra á Þórkötlu GK 9.

Myndirnar má sjá hér fyrir neðan .

 
 
 

02.08.2014 12:00

Svalbarði SI 302

Hér er ein af Svalbarða SI úr safni föður míns , líklegast úrklippa úr gömlu Olís dagatali.

Lítið veit ég um skipið , annað en að skipið var líklegast smíðað árið 1968 , og vonast því eftir að þið lesendur getið frætt mig um fortíð þess og hvar það er statt í dag .

Það var Siglfirðingur hf sem gerði Svalbarða út .

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar - Ljósmyndari Páll A Pálsson

 

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar