07.08.2014 10:40

Ásdís ÓF 9 - Aflahæsti báturinn á B-svæði

Ásdís ÓF 9 er einn af mörgum bátum sem stunda strandveiðar og gera út frá Siglufirði í sumar.

Ásdís ÓF er aflahæsti báturinn á B svæði strandveiðanna það sem af er sumri , með 31.209 kg í 39 róðrum.

Á vef Landsambands Smábátaeigenda má sjá töflu yfir fimm aflahæstu bátana á hverju svæði með því að smella HÉR

 


 

Myndirnar voru teknar á þriðjudaginn þegar að Ásdís ÓF kom til löndunar á Siglufirði .

06.08.2014 11:00

Sigurbjörg ÓF 1

Sigurbjörg ÓF 1 kom inn til Siglufjarðar um hádegisbilið í gær og landaði um 9000 kössum af makríl og hélt svo á ný til veiða í kringum miðnætti.

 

 

05.08.2014 14:05

Skonnortan Haukur

Eitt glæsilegasta hvalaskoðunarskip landins er skonnortan Haukur sem Norðursigling gerir út. Á vef Norðursiglingar segir um Hauk "Haukur var byggður í Reykjavík árið 1973 og var annar af tveimur mjög sérstökum bátum sem smíðaðir voru í Skipasmíðastöð „Jóns á Ellefu“. Lengst af var báturinn gerður út frá Vestfjörðum en Norðursigling keypti bátinn árið 1996 og breytti honum á svipaðan hátt og Knerrinum og hóf hann hvalaskoðunarferil sinn sumarið 1997. Eftir 5 góðar vertíðir í hvalnum á Húsavík var báturinn settur í slipp á Húsavík þar sem honum var breytt í tveggja mastra seglskip, í stíl við fiskiskonnortu er voru algengar við Norðurland á seinni hluta 19. aldar. Sumarið 2002 sigldi Haukur svo með fólk um Skjálfanda, bæði undir seglum og sem hvalaskoðunarbátur."

 
Þessar upplýsingar um Hauk er að finna á vefsíðu Norðursiglingar
 
BT: 20
ML: 21,5m (skrokkur 15,6)
B: 4,0 m
Flatarmál segla: 132 m2
Skrokkur: Eik
Smíði: Reykjavík
Byggt/endurbyggt: 1973/1997/2002
Farþegar: 46
Vél: Scania
kW/hö: 155/210
Höfn: Húsavík
Fáni: Ísland

04.08.2014 12:35

Myndir úr Fiskifréttum

Ég átti þrjár myndir í síðasta tölublaði Fiskifrétta sem kom út fyrir verslunarmannahelgi. Fylgdu þær viðtali við Rafn Arnarson , skipstjóra á Þórkötlu GK 9.

Myndirnar má sjá hér fyrir neðan .

 
 
 

02.08.2014 12:00

Svalbarði SI 302

Hér er ein af Svalbarða SI úr safni föður míns , líklegast úrklippa úr gömlu Olís dagatali.

Lítið veit ég um skipið , annað en að skipið var líklegast smíðað árið 1968 , og vonast því eftir að þið lesendur getið frætt mig um fortíð þess og hvar það er statt í dag .

Það var Siglfirðingur hf sem gerði Svalbarða út .

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar - Ljósmyndari Páll A Pálsson

 

01.08.2014 10:00

Sylvía

Þau eru mörg glæsileg eikarskipin sem hafa verið endurbyggð og varðveitt. 

Hér má sjá Sylvíu , hvalaskoðunarskip Gentle Giants á siglingu á dögunum. 

 

Sylvía var smíðuð á Akureyri árið 1976 hjá Vör hf og bar áður nafnið Björgvin ÍS

31.07.2014 11:00

Kristinn ÞH 163

Kristinn ÞH 163 stóð á þurru á dögunum á Húsavík og hefur líklegast gert það síðan í enda júní , því síðasta löndun sem skráð er á bátinn er 27. júní.

Kristinn ÞH er gerður út á net , en það er Hólmsteinn Helgason ehf sem gerir bátinn út.

 

Kristinn ÞH var smíðaður árið 2006

30.07.2014 11:00

Háey ÞH 275

Háey ÞH 275 stóð á þurru á dögunum á Húsavík og hefur líklegast gert það síðan í enda júní , því síðasta löndun sem skráð er á bátinn er 30. júní.

Það er GPG Seafood sem gerir bátinn út.

 

Háey ÞH var smíðuð árið 2007

29.07.2014 10:45

Lágey ÞH 265

Lágey ÞH 265 stóð á þurru á dögunum á Húsavík og hefur líklegast gert það síðan í enda júní , því síðasta löndun sem skráð er á bátinn er 30. júní.

Það er GPG Seafood sem gerir bátinn út.

 

Lágey ÞH var smíðuð árið 2005

28.07.2014 10:30

Karólína ÞH 100

Karólína ÞH 100 stóð á þurru á dögunum á Húsavík og hefur líklegast gert það síðan í enda júní , því síðasta löndun sem skráð er á bátinn er 26. júní.

Það er Dodda ehf . sem gerir bátinn út.

 

Karólína ÞH 100 var smíðuð árið 2007.

27.07.2014 10:30

Snæfell EA 310

Snæfell EA 310 er glæsilegt skip sem gert er út af Samherja . Á vef Samherja segir " Snæfell (áður Akureyrin EA110) stundar svokallaðar blandaðar veiðar, þ.e. er útbúin til að landa bæði ferskum og frystum fiski.  Um borð eru að jafnaði um 20 manns. Skipið skemmdist í eldsvoða í maí 2006 en hóf aftur veiðar í mars 2009 undir nýja nafninu. "

Snæfell EA hét upphaflega Stella Kristína , síðar Sléttbakur EA , svo Akureyrin EA áður en nafninu var breytt í Snæfell EA.

 
 

Snæfell EA var smíðað árið 1968 í Syvikgrend í Noregi

26.07.2014 11:00

Þinganes SF 25

Þinganes SF 25 landaði rækju nokkrum sinnum á Siglufirði í vor. Hér er skipið á útleið eftir löndun.

 

Þinganes SF var smíðað árið 1991 í Portúgal.

25.07.2014 11:20

Baldvin NC 100

Baldvin NC 100 var við bryggju á Dalvík á dögunum þegar að ég átti leið hjá.

Baldvin NC100 er í eigu dótturfélags Samherja, Deutsche Fischfang Union (DFFU) í Cuxhaven. Skipið hét áður Baldvin Þorsteinsson EA-10 og var fyrsta nýsmíði Samherja.

 

Baldvin NC fór í mikla klössun í vetur og var meðal annars lengdur. Fyrir lengingu var Baldvin 65,5 metra langur, en tæplega 80 á eftir. 

Talið er að endurbæturnar á Baldvin NC100 hafi kostað um bilinu 5-6 milljónir evra, eða 775-930 millj. kr.

23.07.2014 15:00

Sá glæsilegasti - Trausti EA 98

Ég fæ aldrei leið á að mynda Trausta EA 98 enda einn glæsilegasti strandveiðibátur flotans.

 

 

 

 

 

20.07.2014 14:25

Særún EA 251 - Myndasyrpa

Særún EA 251 var einnig að landa þegar að ég átti leið um Árskógssand.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá því að þeir lönduðu.

 
 
 
 
Flettingar í dag: 46
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 676
Gestir í gær: 82
Samtals flettingar: 2229589
Samtals gestir: 515668
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 00:21:14

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar