05.02.2017 19:35

Nuunnu EA 57

Þiðrik Unason sendi mér þessar tvær myndir af Nuunnu EA 57 , en báturinn stendur á þurru á Akureyri .

Lítið veit ég um þennan bát , þannig að gaman væri að fá upplýsingar um hann hér fyrir neðan.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

03.02.2017 08:25

Höfrungur AK 250 og Þerney RE 1

Nú þegar verkfall sjómanna hefur staðið í rúmar 6 vikur er lítið til að mynda hér á Siglufirði og þá er gott að eiga góða að , því að Magnús Jónsson sendi mér nokkrar myndir sem hann tók í gær .

Hér sjáum við HB Granda togarana Höfrung AK 250 og Þerney RE 1.

 

Ég minni á netfangið mitt , 580skoger@gmail.com , ef einhverjir vilja senda mér myndir til birtingar hér á vefnum.

29.01.2017 10:15

Múlaberg , Sigurborg og Bjarni Sæm

Ég hef verið agalega latur upp á síðkastið að mynda enda lítið um að vera þessa dagana sökum verkfalls sjómanna og leiðinda veðurs .

Hér er þó mynd sem ég tók á dögunum en á henni má sjá Múlaberg SI , Sigurborg SH og Bjarna Sæmundsson RE.

 

Til gamans má geta að samanlagður aldur skipanna þriggja er 142 ár .

26.01.2017 21:55

Nýr bátur frá Trefjar ehf. - Loup de mers

Magnús Jónsson sendi mér þessa mynd á dögunum af nýsmíði frá Trefjar ehf . sem ber nafnið Loup des mers , að ég held. 

Ég finn ekkert um bátinn í fljótu bragði á netinu , þannig ef einhver veit eitthvað um hann , má sá sami skella inn upplýsingum í athugasemdakerfið hér fyrir neðan.

Mynd : Magnús Jónsson

 

23.01.2017 21:30

Oddur á Nesi SI 76 landar á Siglufirði

Oddur á Nesi SI 76 var í dag í sínum fyrsta alvöru róðri og landaði rúmum 5 tonnum . Var aflinn ýsa og þorskur til helminga.

Farinn var prufu róður fyrir helgi með stutta línu þar sem báturinn var prófaður og voru menn sáttir með bátinn . 

Hér eru nokkrar myndir frá því í dag þegar Oddur á Nesi kom inn til löndunar.

 
 
 
 

22.01.2017 10:50

Kaldbakur EA 301 orðinn Sólbakur EA 301

Andrés Jónsson sendi mér þessa mynd fyrir helgi af Kaldbak EA 301 en nú hefur verið skipt um nafn á skipinu og ber það nafnið Sólbakur EA 301 í dag .

Eins og flestir vita er Útgerðarfélag Akureyrar með nýtt skip í smíðum í Tyrklandi sem hlotið hefur nafnið Kaldbakur EA 1 . Kald­bak­ur EA var sjó­sett­ur í byrj­un júlí og er 62 metra lang­ur og 13,5 metra breiður. Skipið var hannað af verk­fræðistof­unni Skipa­tækni, Bárði Haf­steins­syni, starfs­mönn­um Sam­herja og sér­fræðing­um sem þjón­usta flota Sam­herja.

Mynd : Andrés Jónsson

 

Um Sólbak EA ( ex Kaldbak EA ) segir í skipaskrá Fiskifrétta :

Smíði

Smíðaár 1974
Smíðastaður Pasajes spánn
Smíðaland Spánn
Smíðastöð Astillaros luzuriaga
Smíðanúmer 313
Efniviður Stál

21.01.2017 17:30

Polar Amaroq GR 18-49 leggur úr höfn

Polar Amaroq kom inn til Siglufjarðar um kvöldmatarleytið þann 16.janúar vegna brælu og hélt á ný til loðnurannsókna um hádegisbilið daginn eftir. 
Hér eru þrjár myndir frá því Polar Amaroq lagði úr höfn á Siglufirði.

 
 
 
 

20.01.2017 14:10

Árni Friðriksson RE 200 leggur úr höfn

Árni Friðriksson RE 200 kom inn til Siglufjarðar um hádegisbilið þann 16.janúar vegna brælu og hélt á ný til loðnurannsókna um hádegisbilið daginn eftir. 
Hér eru þrjár myndir frá því Árni Friðriksson RE lagði úr höfn á Siglufirði.

 
 
 
 

19.01.2017 14:45

Bjarni Sæmundsson RE 30 leggur úr höfn

Bjarni Sæmundsson RE 30 kom inn til Siglufjarðar um hádegisbilið þann 16.janúar vegna brælu og hélt á ný til loðnurannsókna um hádegisbilið daginn eftir. 

Hér eru þrjár myndir frá því Bjarni Sæm lagði úr höfn á Siglufirði.

 
 
 

17.01.2017 17:45

Bjarni Sæm , Árni Friðriks og Polar Amaroq

Rannsóknarskipin Bjarni Sæmundsson RE 30 og Árni Friðriksson RE 200 komu inn til Siglufjarðar í gærmorgun vegna brælu og grænlenska loðnuveiðiskipið Polar Amaroq kom inn í gærkveldi af sömu ástæðu .

Eru skipin þrjú í loðnuleiðangri Hafrannsóknarstofnunar sem ljúka á 19. janúar en samkvæmt skipaáætlun Bjarna og Árna hófst leiðangurinn 11. janúar.

Skipin héldu svo á ný til hafs um kl. 13:00 í dag .

 
 
 

Fleiri myndir af skipunum koma inn á morgun.

15.01.2017 11:10

Oddur á Nesi SI 76 kemur til heimahafnar

Nýsmíðin Oddur á Nesi SI 76 kom til á heimahafnar á Siglufirði í fyrsta sinn í gærdag um kl 17:30 eftir um rúma 5 tíma siglingu frá Akureyri.

Hópur fólks beið á Togarabryggjunni til þess að fagna komu bátsins og þeyttu bílar flautur sínar til þess að bjóða hið nýja fley velkomið til heimahafnar.

Oddur á Nesi SI er 11,99 metrar á lengd og 5,59 metrar á breidd og 29,5 bt að stærð og er í eigu BG Nes á Siglufirði.

Í Fiskifréttum sagði Freyr Steinar Gunnlaugsson eigandi bátsins " Lestin er stór og rúmar 29 stykki af 660 lítra körum í botninn. Þau taka um 15 tonn af fiski. Hægt verður einnig að vera með 58 stykki 440 lítra kör, það komast tvö markaðskör í hæðina. Alls gæti báturinn ef því er að skipta borið hátt í 30 tonn í lest.   "

Oddur á Nesi SI verður gerður á landbeitta línu og segir Freyr að báturinn geti borið 100 bala en róið verði að jafnaði með 48 bala .

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá því í gær þegar að Oddur á Nesi kom að bryggju.

 

 

 

 

 

 

Freyr Gunnlaugsson með son sinn í brúnni

 

Freyr Gunnlaugsson með son sinn í brúnni

 

Freyr Gunnlaugsson með son sinn í brúnni , ásamt Jóni Gunnarssyni tengdaföður sínum.

 

 

 

Freyr og konan hans , Arndís Erla Jónsdóttir  með syni sína .

 

Ég óska Frey , Arndísi og fjölskyldu til hamingju með bátinn og velfarnaðar í útgerðinni.

14.01.2017 09:45

Þröstur ÓF 24

Hér er mynd frá því í desember af Þresti ÓF 24 en Þröstur ÓF er gerður út á handfæraveiðar frá Ólafsfirði.

 

11.01.2017 22:01

Myndir frá Stykkishólmi

Það er orðið langt síðan að ég birti myndir eftir Þiðrik Unason , en þessar myndir tók hann í Stykkishólmi síðasta sumar.

Það má sjá marga báta á myndunum , meðal annars Sjöfn SH 707 , Blika BA 17 , Þórsnes SH 109 og marga fleiri.

Ég þakka Þiðrik fyrir sendinguna , og minni á netfangið mitt , 580skoger@gmail.com ef að menn og konur vilja senda mér myndir eða annað efni hér til birtingar.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

09.01.2017 21:15

Blíðfari ÓF 70

Hér er Blíðfari ÓF 70 við bryggju á Ólafsfirði . Blíðfari ÓF er gerður út á grásleppu og handfæraveiðar.

 

Blíðfari ÓF varr smíðaður árið 1990 hjá Mótun í Hafnarfirði.

08.01.2017 10:00

Petra ÓF 88

Petra ÓF 88 liggur hér við bryggju á Ólafsfirði í desember síðastliðnum . Á árinu 2016 fiskaði Petra ÓF 357,8 tonn í 99 túrum .

 

 

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar