15.01.2017 11:10

Oddur á Nesi SI 76 kemur til heimahafnar

Nýsmíðin Oddur á Nesi SI 76 kom til á heimahafnar á Siglufirði í fyrsta sinn í gærdag um kl 17:30 eftir um rúma 5 tíma siglingu frá Akureyri.

Hópur fólks beið á Togarabryggjunni til þess að fagna komu bátsins og þeyttu bílar flautur sínar til þess að bjóða hið nýja fley velkomið til heimahafnar.

Oddur á Nesi SI er 11,99 metrar á lengd og 5,59 metrar á breidd og 29,5 bt að stærð og er í eigu BG Nes á Siglufirði.

Í Fiskifréttum sagði Freyr Steinar Gunnlaugsson eigandi bátsins " Lestin er stór og rúmar 29 stykki af 660 lítra körum í botninn. Þau taka um 15 tonn af fiski. Hægt verður einnig að vera með 58 stykki 440 lítra kör, það komast tvö markaðskör í hæðina. Alls gæti báturinn ef því er að skipta borið hátt í 30 tonn í lest.   "

Oddur á Nesi SI verður gerður á landbeitta línu og segir Freyr að báturinn geti borið 100 bala en róið verði að jafnaði með 48 bala .

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá því í gær þegar að Oddur á Nesi kom að bryggju.

 

 

 

 

 

 

Freyr Gunnlaugsson með son sinn í brúnni

 

Freyr Gunnlaugsson með son sinn í brúnni

 

Freyr Gunnlaugsson með son sinn í brúnni , ásamt Jóni Gunnarssyni tengdaföður sínum.

 

 

 

Freyr og konan hans , Arndís Erla Jónsdóttir  með syni sína .

 

Ég óska Frey , Arndísi og fjölskyldu til hamingju með bátinn og velfarnaðar í útgerðinni.

14.01.2017 09:45

Þröstur ÓF 24

Hér er mynd frá því í desember af Þresti ÓF 24 en Þröstur ÓF er gerður út á handfæraveiðar frá Ólafsfirði.

 

11.01.2017 22:01

Myndir frá Stykkishólmi

Það er orðið langt síðan að ég birti myndir eftir Þiðrik Unason , en þessar myndir tók hann í Stykkishólmi síðasta sumar.

Það má sjá marga báta á myndunum , meðal annars Sjöfn SH 707 , Blika BA 17 , Þórsnes SH 109 og marga fleiri.

Ég þakka Þiðrik fyrir sendinguna , og minni á netfangið mitt , 580skoger@gmail.com ef að menn og konur vilja senda mér myndir eða annað efni hér til birtingar.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

09.01.2017 21:15

Blíðfari ÓF 70

Hér er Blíðfari ÓF 70 við bryggju á Ólafsfirði . Blíðfari ÓF er gerður út á grásleppu og handfæraveiðar.

 

Blíðfari ÓF varr smíðaður árið 1990 hjá Mótun í Hafnarfirði.

08.01.2017 10:00

Petra ÓF 88

Petra ÓF 88 liggur hér við bryggju á Ólafsfirði í desember síðastliðnum . Á árinu 2016 fiskaði Petra ÓF 357,8 tonn í 99 túrum .

 

 

05.01.2017 17:14

Litlanes ÞH 3

Ég var að grúska í símanum mínum í dag , þegar að ég rakst á þessar myndir sem ég tók í nóvember af Litlanesinu , þar sem báturinn var í breytingum hjá strákunum í Siglufjarðar Seig. Var báturinn meðalannars lengdur , sett á hann perustefni og byggt yfir hann en Litlanes ÞH bar áður nafnið Muggur KE .

En þann 29.nóvember birti ég myndband og myndir frá því þegar að báturinn var sjósettur og má sjá myndirnar með því að SMELLA HÉR

 
 
 
 
 
 

 

04.01.2017 21:30

Myndir frá Siglufjarðarhöfn

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók fyrir áramót þegar að ein brælan gekk yfir landið og Siglfirsku smábátarnir lá allir við bryggju.

 
 
 
 

03.01.2017 16:30

Mánaberg ÓF 42

Áætlanir voru um að Mánaberg ÓF yrði gert út þar til hið nýja skip Ramma yrði komið í gagnið , en Mánaberg ÓF 1 liggur við bryggju á Ólafsfirði á meðan verkfall sjómanna er. 

Mánaberg ÓF fiskaði 8687 tonn á síðasta ári samkvæmt Aflafréttir.is en mesti afli í einni sjóferð var 852 tonn.

 

02.01.2017 20:00

Sigurbjörg ÓF 1 farin til Póllands

Sigurbjörg ÓF 1 hélt í dag um kl. 14:00 til Póllands í vélarupptekt . Áætlað er að verkið taki um 4 - 6 vikur og er búist við því að skipið verði svo í kjölfarið selt að viðgerð lokinni .

Sigurbjörg ÓF var smíðuð á Akureyri árið 1979 hjá Slippstöðinni en Sigurbjörgin lauk farsælum ferli sínum fyrir jól , en Rammi hf er með nýtt skip í smíðum í Tyrklandi sem kemur til með að leysa Sigurbjörgina og Mánabergið af.

 
 

Sigurbjörg ÓF fiskaði 6.542 tonn á síðasta ári samkvæmt Aflafréttir.is en mesti afli í einni sjóferð var 621 tonn 

31.12.2016 22:30

Áramótapistill 2016

 

Í fyrra byrjaði ég áramóta pistilinn á þessum orðurm " Þá er enn eitt árið að klárast og hafa viðtökurnar með síðuna mína farið fram úr mínum björtustu vonum " og í ár segi ég það sama. Gestafjöldinn á þessu ári fór yfir 160.000 gesti og nú þegar að þetta er skrifað er heildargestafjöldinn frá upphafi kominn yfir 462.000 . Enn á ég langt í land með að ná Gísla Reynis en það kemur á endanum :)
Ég hef reynt að setja inn eina færslu að jafnaði á dag , en stundum koma tímar þar sem ég er alveg að gefast upp á því og hugsa oft hvers vegna í andskotanum ég er að þessu . Gestafjöldinn rokkar um og yfir 250 gesti á dag og stundum komu dagar þar sem gestafjöldinn fór yfir 1500 en það er undartekning ef einhver gefur sér tíma til þess að skrifa athugasemdir við færslunar , hvað þá að smella á "Líkar þetta" hnappinn.

Að undanskildum vini mínum honum Orra sem er mjög duglegur við að skilja eftir sig fótspor þegar að hann lítur við . 

Það fer stundum ómældur tími í það að mynda eða skanna myndir, setja inn myndirnar , finna upplýsingar , skrifa textann og birta þetta hér á vefnum en ef einhver hálfviti tekur frá mér mynd og birtir hana á Facebook þá geta allir snillingar landsins tæmt viskubrunn sinn um helvítis myndina .

Stundum get ég orðið brjálaður þegar að ég er búinn að leggja mikla vinnu í færsluna og sé að teljarinn er í 500 + og enginn segir orð eða smellir á læk.

Þá hef ég oft hugsað , til hvers í andskotanum er ég að eyða tíma og peningum í halda þessu drasli opnu.

Ég óska öllum lesendum mínu til sjávar og sveita gleðilegs nýs árs og farsældar á nýju ári.

Guðmundur Gauti Sveinsson

30.12.2016 11:30

Múlaberg SI 22 og Guðbjörg GK 666

Eins og ég sagði frá í síðustu færslu , þá er rólegt yfir öllu þessa dagana og lítið action til að mynda . Smábátarnir hafa ekkert komist á sjó vegna brælu en vonandi fer veðrið að verða þeim hagstætt á nýju ári . 

Tók þessa mynd í gær af Múlaberginu og Guðbjörgu GK við bryggju á Siglufirði í gær.

 

k

28.12.2016 22:40

Daníel SI 152

Það er rólegt yfir öllu þessa dagana á meðan verkfall sjómanna er og leiðinda brælur ganga yfir landið .

Þrír smábátar komust á sjó í í fyrrakvöld og lönduðu afla sínum í gærmorgun á Fiskmarkað Siglufjarðar og fengu hörku góð verð , enda lítið framboð í gangi á mörkuðum.

Hef verið latur upp á síðkastið að mynda en smellti af einni mynd í morgunaf Daníel SI 152 í gamla slippnum á Siglufirði.

 

27.12.2016 12:40

Gullveig SI 11 - Myndasyrpa úr handfæraróðri frá 1973 - Part II

Í gær sáum við myndir úr safni föður míns sem teknar voru um borð í Gullveigu SI 11 og í dag sjáum við seinni hluta þessara mynda.
Gullveig SI var smíðuð árið 1962 í Bátalóni í Hafnarfirði. Faðir minn , Sveinn Björnsson og bróðir hans Hafþór Rósmundsson , áttu Gullveigu frá 1970 og þar til 1973.
Myndirnar voru teknar árið 1973 í handfæraróðri hjá þeim félögum Sveini Björnssyni , Hafþóri Rósmundssyni og Kára Jónssyni.

 
 
 
 
 
 
 
 

26.12.2016 15:20

Gullveig SI 11 - Myndasyrpa úr handfæraróðri frá 1973 - Part I

Í dag sjáum við myndir úr safni föður míns . Myndirnar eru teknar um borð í Gullveigu SI 11.

Gullveig SI var smíðuð árið 1962 í Bátalóni í Hafnarfirði. Faðir minn , Sveinn Björnsson og bróðir hans Hafþór Rósmundsson , áttu Gullveigu frá 1970 og þar til 1973.

Myndirnar voru teknar árið 1973 í handfæraróðri hjá þeim félögum Sveini Björnssyni , Hafþóri Rósmundssyni og Kára Jónssyni.

Í dag sjáum við fyrri hluta þessara mynda en seinni hlutann sjáum við á morgun.

 
 
 
 
 
 
 
 
 

24.12.2016 21:30

Með ósk um gleðileg jól !

Ég óska öllum lesendum síðunnar , skoger.123.is , gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári . Megið þið hafa það sem best um hátíðina.

 
Flettingar í dag: 46
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 676
Gestir í gær: 82
Samtals flettingar: 2229589
Samtals gestir: 515668
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 00:21:14

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar