Færslur: 2012 September

29.09.2012 22:00

Jonni SI 86

Jonni SI var að gera góða hluti á línuna í dag. Var aflinn um 5 tonn og var uppistaðan ýsa og það virkilega væn .

Reynir Karlsson 1. stýrimaður

Væn ýsa

Meðalvigtin í karinu var 3 kg.

Karfi og hlýri

Stefán skipstjóri

28.09.2012 16:30

Oddur á Nesi

Hér er Oddur á Nesi nýbúinn að taka bala og er að gera sig klárann fyrir róður um kvöldmatarleytið í gærkveldi.

27.09.2012 22:30

Milla SI 727

Nokkrar myndir síðan á sunnudaginn síðasta er Milla SI 727 kom inn eftir smá "sunnudags bíltúr"

Milla er fallegur bátur sem búið að gera vel upp og var hann notaður á strandveiðar í sumar. Ég fékk að fara með í einn róður í sumar og er tengill á myndir og smá grein hérna

Á næstu dögum mun ég birta gamla syrpu af myndum af Millunni síðan 2008.

27.09.2012 09:00

Lágey & Háey

Ég skrapp í júlí í sumarfríinu á Húsavík. Auðvitað fékk ég mér bryggjurölt og smellti um leið nokkrum myndum. Þær systur Lágey og Háey stóðu uppi á landi ásamt frænku sinni Karólínu ÞH-100

Núna þegar að lífið fer að róast hérna við höfnina á Siglufirði mun ég fara að birta eldri myndir sem ég hef tekið . Eru þær teknar víðsvegar um landið og eru þær elstu síðan 2008.

Einnig hef ég komist yfir nokkur gömul albúm með mikið af myndum sem ég á eftir að skanna inn í vetur og birta .

26.09.2012 13:00

Skoger

Skemmtileg mynd af Skoger , tekin 14.september.

Nánar um Skoger síðar

 

 

25.09.2012 22:30

Sigurborg SH

Sigurborg SH landaði í morgun en þetta var næst síðasti túr fyrir slipp. Var aflinn með ágætum.

Þessi skúta var hér við bryggju í nokkra daga um daginn. Ég sá hana um helgina í Ólafsfirði en hún kom til Siglufjarðar núna seinnipartinn.

Oddur á Nesi landaði um kaffileytið í dag og tók bala fljótlega aftur og var farinn um kl. 18:00.

25.09.2012 12:39

Jón Kristinn SI 52

Jón Kr. kom á 6 mílunum til löndunar núna rétt fyrir hádegi með um 300 kg af Þorski blönduðum .

Á síðu Hafþór Hreiðarssonar segir "Jón Kristinn SI er smíðaður í Kópavogi árið 1981 og er Skel 26 sýnist mér. Virðist ekki hafa borið önnur nöfn á þessum rúmu 30 árum sem hann hefur verið í flotanum."

Sjá nánar hér

24.09.2012 22:30

Siglunes & Múlaberg

Siglunes SI og Múlaberg SI voru til löndunar í morgun . Voru bæði skip að fiska vel . Hér fylgja nokkrar myndir frá þvi morgun .

 

24.09.2012 08:50

spegill spegill

Nokkrar myndir frá því á laugardaginn í blíðunni sem var á Siglufirði .

Hér eru Víkingur SK og Hafborg SI (gáski) og Jon Kr. SI

Hafborg SI og Víkingur SK

Frá vinsti til hægri , Flugan SI, Dúan SI , Hafdís SI og afturendinn á Fleyg SI

Hrönn SI , Raggi Gísla og Viggó SI

23.09.2012 23:00

Flugalda SI 5 (ex Bára ÍS)

Það var rólegt um að lítast í dag við sjávarsíðuna á Siglufirði . Flugalda SI 5 ( ex Bára ÍS ) landaði í morgun um kl. 11:00 og var það eina löndunin í dag. Hér koma nokkrar myndir frá því í dag þegar Flugaldan fór undan krana og yfir í stæðið sitt.

 

 

23.09.2012 10:30

Petra SI 18

Petra SI 18 var í yfirhalningu hjá Siglufjarðar Seig núna í byrjun september þar sem hún var öll skveruð til .  Ég náði ekki myndum þegar að hún var hífð niður en tók þess í stað myndir af fyrsta róðri eftir skveringu. Var aflinn ágætur , um 3 tonn .

Fyrsta myndin er tekin 3. september en hinar eru teknar 19.september

22.09.2012 09:59

Staðarvík GK 44

Staðarvík GK 44 kom til Siglufjarðar að kvöldi þriðjudagsins síðasta. Lönduðu þeir um 500 kg daginn eftir og notuðu daginn til þess að þrífa og græja bátinn áður en lagt væri af stað en ferð þeirra var heitið austur fyrir land.

21.09.2012 19:27

Viggó SI 32

Rólegt var við höfnina í dag . Nokkrir bátar hafa haldið austur , þ.á.m. Þórkatla , Akraberg og Petra.

Sverrir Björnsson á Viggó SI fer ekki neitt , hann heldur sig á heimaslóðum og núna er karlinn byrjaður á ýsunetum . Fyrsta löndun var í dag og var aflinn góður miðað við fá net , 300 kg af ýsu og 50 af þorski.

21.09.2012 07:25

Vinur SK 22

Það hefur verið nóg að gera hjá strákunum í Siglufjarðar Seig í sumar . Bátar alls staðar af landinu komið í slipp. Hér er Vinur SK 22 frá Sauðárkrók

Mynd tekin 13.ágúst 2012

20.09.2012 23:00

Svipmyndir 20.9

Nóg var um að vera við höfnina á Siglufirði í dag .

Rifsnes SH landaði í morgunsárið og fór helmingur í flutning á Hraðfrystihús Hellisands og helmingur á markað .

Þrír handfærabátar lönduðu í morgun , Eydís, Hafalda og Flugalda

Siglunes bátarnir lönduðu eftir hádegi góðum afla af þorski.

 

Guðmundur Óli Sigurðsson, skipstjóri á Oddi á Nesi

 

 

 

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar