Færslur: 2012 September

12.09.2012 21:23

Rifsnes SH 44

Rifsnes SH 44 kom til löndunar á Siglufjörð í dag. Aflinn var um 22.000 kg og fór megnið af honum í bíl og í vinnslu hjá Hraðfrystihúsi Hellisands en restin á Fiskmarkað Siglufjarðar. Hér koma nokkrar myndir frá því í dag.

12.09.2012 09:50

Baldur Bjarna SI

Baldur Bjarna SI . Einn af aukaleikurunum í auglýsingunni sem nú er verið að taka upp hér á Siglufirði í dag

Fallegur bátur.

 

11.09.2012 23:04

Sigurborg SH & Þórkatla GK

Veðrið er að ganga niður og eru bátar og skip farin að týnast út. Sigurborg SH fór um kl. 17:30 og voru þá þessar myndir teknar .

 

Þórkatla GK var hífð niður í dag en var svo komin á land aftur um kvöldmatarleytið. Ekki veit ég afhverju.

10.09.2012 22:56

Yfirlitsmynd

Þessi mynd er tekin af tröppunum heima kl. 19:18 í kvöld . Á henni má sjá og greina 15 skip og báta.

1. Steini GK
2. Siglunes SI
3. Akraberg SI
4. Þórkatla GK
5. Oddur á Nesi SI
6. Helle Kristina
7. Múlaberg SI
8. Sigurborg SH
9. Keilir SI
10. Skúta frá Írlandi
11. Bs. Sigurvin
12. Steini Vigg SI
13. Bíldsey SH
14. Örvar SH
15. Sigurbjörg ÓF
 

10.09.2012 12:21

Helgin 8-9 september

Á laugardaginn síðastliðinn unnu iðnaðarmenn og fleiri við að breyta Sveinsbúð fyrir upptökur á auglýsingu sem taka á upp á Siglufirði núna í vikunni . Er um erlent tölvufyrirtæki að ræða og er engu til sparað .

Sveinsbúð er nefnd í höfuðið á föður mínum , Sveini Björnssyni . Hann var fyrsti umsjónarmaður Björgunarbátsins Sigurvin á Siglufirði. Björgunarsveitin Strákar eiga húsið og nota það undir búnað sem tengjast Bs. Sigurvin.

Búið er að laga og mála húsið að utan og núna er verið að taka það í gegn að innannEn það er ekki bara Sveinsbúð sem fær hlutverk í auglýsingunni , heldur fær Steini Vigg sitt hlutverk líka og unnu málarar við það að "fríkka" upp á útlitið á honum.Sigurbjörg ÓF kom til Siglufjarðar á laugardaginn og var landað upp úr henni í gær í "blíðunni".

Fékk löndunargengið afnot af Fiskmarkaðnum til þess að flokka á bretti , því ekki var veðrið að leika við Siglfirðinga í gær. Rigning og hvassviðri.Hafnarverðirnir og fleiri voru að færa Þorleif EA 88 til þess að skapa pláss fyrir Sigurborg SH , en hún og Múlabergið voru væntanleg þegar leið á daginn og lönduðu þau í morgun .

09.09.2012 10:35

Hansen Scan

Upp úr hádegi á föstudaginn síðastliðinn , í rigningu og roki , má segja að bræðslu sögu Siglufjarðar hafi endanlega verið lokið.

 Var þá verið að hífa síðustu gámana um borð í Flutingaskipið Hansen Scan.

 

 

Áður hafði verið búið að lesta annað skip með gámum og fletum með búnaði úr verksmiðjunni.

 Má segja að englar himins hafi grátið þennan sorgardag , svo mikil var rigningin , þegar að skipið var gert sjóklárt og hélt af stað úr höfn með innvols versksmiðjunnar.

 

Fleiri myndir af Hansen Scan má sjá hér af Marine Traffic

07.09.2012 19:33

Á strandveiðum

Að kvöldi mánudagsins 9.júlí voru smurðar 4 samlokur með skinku & osti , 2 kleinur og 1 kexpakki sóttur upp í skáp og tvær 0,5 ltr flöskur af Egils Kristal settar á eldhúsborðið ásamt 4 fernum af kókómjólk.

Síðan var gerð leit af stóra göngubakpokanum , myndavélin sett í hleðslu og auka linsur settar í minni tösku , síðbrókin grafin upp úr skúffu sem og góð og hlý húfa.

Því næst var lesið yfir veðurspánna og sólgleraugun sett í gluggasylluna í forstofunni . Útlit var nefnilega fyrir gott veður .

En hvað stóð til ? Jú , á morgun átti að fara á sjó á strandveiðar á Millu SI 727. Brottför hafði verið ákveðin á slaginu 08:00 . Ég hafði fengið leyfi til þess að vera þriðji maður um borð. Mig hefur alltaf langað til að prófa og núna var komið að stóru stundinni.
 

 

 


Að morgni þriðjudagsins 10. júlí klukkan 06:50 við fyrsta væl vekjara klukkunnar hentist ég á fætur og í fötin. Ég læddist um húsið til að vekja ekki Drífu og Jóhann, henti því sem átti að taka með í bakpokann og skundaði svo út í blíðuna , tilbúinn í ævintýri dagsins .

 

 

 

 


Við lögðum af stað um kl. 08:00 eins og áður segir og við tók um 90 mínútna sigling á miðin sem ákveðið hafði verið að fara á .

 

 


Þegar á blettinn var komið , byrjuðum við að skaka . Gekk okkur mjög vel í upphafi og taldi ég að skammtinum yrði náð vel fyrir hádegi með þessu áframhaldi. Var fiskurinn mjög vænn , um 3 til 4 kg.

 

 

 

 


En Adam var ekki lengi í paradís. Eftir fljúgandi start fór veiðin minnkandi . Var þá ekkert annað í stöðunni en að reyna að minnka nestisbyrðirnar. Færðum við okkur um set en ekki lagaðist veiðin að neinu viti og var hún dræm sem eftir var dags.

 

 

 

 

 

Aftur færðum við okkur en ekki skilaði það miklum árangri heldur . Var þá ákveðið að sigla heim með aflann .

 

 

 

 


 

 

 

 


Vorum við komnir heim um kl 17:30 og tók þá við smá löndunarbið . Tímann notaði ég til að taka margar myndir sem má sjá hér í myndaalbúminu undir heitinu "Á sjó"

 

 

 


En löndun fengum við á endanum og vigtaði aflinn hjá okkur 163 kg af blönduðum góðum þorski og 3 kg af karfa.

 

 

 

 


Þó aflinn hafi verið lítill , var dagurinn bráðskemmtilegur í alla staði. Veðrið var frábær, aðstæður góðar og félagsskapurinn flottur . Þegar að þetta smellur allt saman er ekki hægt annað en að fá góða útkomu og er aldrei að vita nema að maður skelli sér í annan túr í sumarfríinu.

 

 

 

 

 


ggs

ps.

 

 

 

 

 


Ein gömul af Millunni

 

 

 

 

 

07.09.2012 09:11

Firda

Flutningaskipið Firda kom hér að bryggju um klukkan 23:00 í gærkveldi og fór aftur um kl. 07:30 þegar að ég var að drekka morgunkaffið . Var það að lesta frosnar afurðir hjá Ramma hf , líklega makríl

Tók þessa mynd út um eldhúsgluggann hjá mér í morgun þegar að skipið var að fara frá bryggju.

Næsta höfn er Þórshöfn á Langanesi.

 

 

Fleiri myndir af Firda má sjá hér á Marine Traffic

06.09.2012 21:00

Þórkatla GK 9 - 2670

Það þurfa allir sýna upplyftingu , bæði menn og bátar . Þórkatla GK er þessa dagana í slipp hjá Siglufjarðar Seig á Siglufirði .

Þórkatla GK 9 - 2670

06.09.2012 20:00

Óli á Stað GK 99 - 2672

Strákarnir á Óla á Stað skelltu sér í "blíðunni" inn í Eyjafjörð og lönduðu því í Ólafsfirði . Aflinn var til helminga ýsa og þorskur.

Hér kemur mynd af Óla þegar að hann var að koma að bryggju í Ólafsfirði

 

Óli á Stað GK 99 - 2762

 

05.09.2012 22:38

Skoger TK 9 B

Ég er búinn að ganga með þessa hugmynd í maganum lengi að opna heimasíðu með myndum af skipum og bátum. Ég á orðið dágott safn af myndum sem ég hef tekið af lífinu við höfnina á Siglufirði og víðar.

Þegar að ég byrjaði að undirbúa opnun síðunnar, þurfti að velja nafn á síðuna . Var ég með margar misgóðar hugmyndir í kollinum en að lokum valdi ég nafnið Skoger.

 

 

Fyrir þá sem ekki vita, en þá er Skoger skipsflakið við norðurenda flugbrautarinnar á Siglufirði, fjörunni sem ýmist er kennd við Staðarhól eða Skútu. Skoger var tréskip, byggt árið 1921 í Svelvik í Noregi. Það var 48 metra langt, 10 metra breitt og dýptin var 4,5 metrar. Vélin var 320 hestöfl.

Að kvöldi 20. ágúst 1936 kviknaði í skipinu og var það dregið upp í fjöru austan fjarðarins, til að koma í veg fyrir að það sykki á höfninni og hindraði skipaumferð.

Er því við hæfi að fyrsta myndbirting á síðunni sé af Skoger TK 9 B

 

 

Á vefnum www.siglfirðingur.is má finna fróðlega og skemmtilega grein um Skoger TK 9 B

Meira um Skoger síðar

ggs

 

04.09.2012 23:08

Ný síða

Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á bátum og skipum , þótt sjómennsku ferill minn telji ekki nema eins og einn strandveiðiróður. Myndavélar hafa einnig alltaf heillað mig og eftir að ég flutti aftur heim á Siglufjörð og hóf störf  á Fiskmarkað Siglufjarðar  , hef ég náð að sameina þessi áhugamál mín .

Með því að opna þessa síðu, www.123.is/skoger , vonast ég til þess að geta leyft öðrum að njóta þeirra mynda sem ég hef tekið og á eftir að taka.

Ég mun reyna að koma með smá fréttir inn á milli um landanir og aflabrögð hjá þeim bátum sem eru að landa hér á Siglufirði.

Að mestu leyti verða þetta myndir frá Siglufirði en auðvitað munu birtast myndir af bátum og bryggjum frá öðrum stöðum.

Guðmundur Gauti Sveinsson

 

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar